City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
5
0
Þór/KA
Nadia Patricia Lawrence '1 1-0
2-0 Silvía Rán Sigurðardóttir '45 , sjálfsmark
Vesna Elísa Smiljkovic '62 3-0
4-0 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir '88 , sjálfsmark
Kristín Erna Sigurlásdóttir '90 5-0
07.08.2014  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Aðstæður: Rok og rigning
Dómari: Karel Fannar Sveinbjörnsson
Maður leiksins: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sabrína Lind Adolfsdóttir ('70)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
7. Vesna Elísa Smiljkovic
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Nadia Patricia Lawrence ('82)
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir ('74)
20. Natasha Anasi
23. Shaneka Jodian Gordon
24. Saga Huld Helgadóttir

Varamenn:
3. Ariana Calderon
4. Ármey Valdimarsdóttir
14. Svava Tara Ólafsdóttir ('82)
16. María Davis
18. Tanja Rut Jónsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('70)
29. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð kæru lesendur. Tæknin hefur aðeins verið að stríða okkur hér en þetta er loks komið í lag og getur textalýsingin farið fram.
Fyrir leik
Í dag mætast ÍBV og Þór/KA í 12. umferð Pepsideildar kvenna. ÍBV er í 7. sæti með 12 stig á meðan Þór/KA situr í 3. sæti með 21 stig, 9 stigum á eftir toppliði Stjörnunnar em virðist vera búin að stinga öll hin liðiðn af í toppbaráttunni á ár.
Fyrir leik
Frekar erfiðar aðstæður í dag en það er mikill vindur og smávægileg rigning sem mun eflaust hafa áhrif á spilamennsku liðanna í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Þór/KA hefur leikinn og sækir í átt að Herjólfsdal. ÍBV leikur á móti sterkum vindi.
1. mín MARK!
Nadia Patricia Lawrence (ÍBV)
Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
MAAAAAARK! ÍBV er komið yfir eftir 50 sekúndna leik! Shaneka Gordon hleypur framhjá varnarmanni Þór/KA, upp að endamörkum og inn á teiginn. Þar renndi hún boltanum fyrir Kristínu Ernu sem skaut beint á markmanninn sem ver hann aftur út í teiginn og þar er Nadia Lawrence mætt og kemur boltanum í netið. Staðan 1-0!
10. mín
Það er lítið að gerast í leiknum eins og er og eiga leikmenn í erfiðleikum í svona miklu roki. Bryndís Lára í marki ÍBV hefur átt nokkur útspörk á upphafsmínútunum en hún drífur einungis rétt út fyrir sinn eigin vítateig!
14. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu af löngu færi en skotið beint á Bryndísi Láru í marki ÍBV.
16. mín
ÍBV fær aukaspyrnu utan af kanti en spyrna Vesnu er hreinsuð burt.
21. mín
Dauðafæri hjá Þór/KA! Önnur aukaspyrnu af löngu færi sem stefnir aftur beint á markmann en í þetta skipti missir Bryndís Lára boltann frá sér og dettur hann beint fyrir leikmann andstæðingsins sem var aðeins of lengi að bregðast við og varnarmaður ÍBV kemst fyrir skotið og nær að hreinsa frá.
26. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem Kristín Erna skallar í átt að marki en boltinn er laus og skallaður beint aftur út.
30. mín
Sigríður Lára með hörkuskot sem hafnar í slánni og fer yfir markið! Hún fékk alltof mikið svæði fyrir utan teiginn og lét bara vaða og ÍBV mjög nálægt því að seta annað mark.
33. mín
Liðin eru loks kominn inn eftir smá tæknileg vandamál og má sjá þau hér til hliðar. Athygli vekur að Þór/KA er aðeins með fjóra varamenn á bekknum og þar af 3 útileikmenn.
34. mín
ÍBV með mjög gott spil sem endar með að Shaneka Gordon kemst í gegn en vindurinn hægir mikið á henni og varnarmaður Þórs/KA nær henni og kemur með frábæra tæklingu þegar Shaneka er í þann mund að skóta. Ekkert kemur úr hornspyrnunni sem fylgir.
39. mín
Shaneka í dauðafæri! Hún labbar nánast í gegnum vörnina áður en hún reynir að leggja boltann í fjærhornið en Roxanne í markinu er fljót út úr markinu og nær að loka því nógu vel og skotið fer framhjá. Þarna á Shaneka þó að gera mun betur.
45. mín SJÁLFSMARK!
Silvía Rán Sigurðardóttir (Þór/KA)
Shaneka Gordon á skot sem fer af varnarmanni Þór/KA og endar í netinu. Klaufalegt mark rétt fyrir hálfleik.
45. mín
Dómarinn flautar hér til loka fyrri hálfleiks og fer ÍBV með verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn. Staðan 2-0.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Liðn eru búin að skipta um vallarhelming og spilar ÍBV núna með vindi á meðan Þór/KA spilar á móti.
47. mín
Shaneka Gordon kemst ein í gegn en er rangstæð þegar sendingin kom að mati aðstoðardómarans.
49. mín
ÍBV byrjar hálfleikinn af jafnmiklum krafti og þær enduðu fyrri hálfleikinn. Þær eru hættulegri aðilinn þessa stundina.
52. mín
Vesna fær boltann rétt fyrir utan teig, snýr laglega á varnarmann Þórs/KA og reynir skot í fjærhornið en boltinn fer rétt framhjá markinu.
54. mín
Enn sækir ÍBV og í þetta sinn kemur góð fyrirgjöf frá hægri en Shaneka nær ekki nægilega góðum skalla og endar þetta í markspyrnu.
62. mín MARK!
Vesna Elísa Smiljkovic (ÍBV)
Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Kristín Erna með misheppnað skot sem endar hjá Vesnu og hún setur boltann örugglega í netið.
70. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV) Út:Sabrína Lind Adolfsdóttir (ÍBV)
74. mín
Inn:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (ÍBV) Út:Guðrún Bára Magnúsdóttir (ÍBV)
76. mín
Sigríður Lára Garðarsdóttir fær sendingu í teignum og er með gottt skot en það er framhjá.
79. mín
Inn:Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (Þór/KA) Út:Karen Nóadóttir (Þór/KA)
79. mín
Inn:Arna Benný Harðardóttir (Þór/KA) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
79. mín
Inn:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA) Út:Freydís Anna Jónsdóttir (Þór/KA)
Þreföld skipting hjá Þór/KA og koma einu útileikmennirnir á bekknum hjá þeim inná.
82. mín
Inn:Svava Tara Ólafsdóttir (ÍBV) Út:Nadia Patricia Lawrence (ÍBV)
87. mín
Fín sókn hjá ÍBV. Bryndís Hrönn er með góða sendingu fyrir en Shaneka skallar boltann yfir.
88. mín SJÁLFSMARK!
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (Þór/KA)
Leikmaður ÍBV reynir að vippa boltanum inn á teig og Sigrún Ösp reynir að hreinsa burt en hittir hann mjög illa og Roxanne sem var komin út úr markinu, horfir á boltann svífa yfir sig og endar í netinu.
90. mín MARK!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Vesna sendir yfir á Bryndísi Hrönn sem kemur með frábær fyrirgjöf á Kristínu Ernu sem klárar vel. Staðan 5-0!
90. mín
Shaneka kemst ein í gegn en boltinn er skoppandi og hún nær ekki valdi á honum og skotið er slakt.
Leik lokið!
Stórsigur ÍBV í höfn og fyllilega verðskuldaður.
Byrjunarlið:
1. Roxanne Kimberly Barker (m)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Lára Einarsdóttir
4. Karen Nóadóttir ('79)
5. Thanai Lauren Annis
9. Hafrún Olgeirsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
15. Freydís Anna Jónsdóttir ('79)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('79)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('79)
16. Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ('79)
24. Arna Benný Harðardóttir ('79)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: