City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
1
2
Stjarnan
0-1 Arnar Már Björgvinsson '41
0-2 Rolf Glavind Toft '53
Patrick Pedersen '93 1-2
15.08.2014  -  18:30
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson ('65)
6. Daði Bergsson ('1)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('79)
11. Sigurður Egill Lárusson ('79)
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('79)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('79)
14. Gunnar Gunnarsson
22. Darri Sigþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Þórður Steinar Hreiðarsson ('40)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan! Gunnar Birgisson er á leið á Hlíðarenda en hann lenti í umferðartöfum vegna áreksturs! Hann verður mættur fyrir leik en þangað til hendi ég á ykkur upphitunarmolum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið birt. Tvær breytingar eru á liði Vals frá tapi gegn Fram í síðasta leik. Kristinn Ingi Halldórsson fer á bekkinn og Mads Nielsen er hættur hjá Val. Daði Bergsson og Þórður Steinar Hreiðarsson koma inn í byrjunarliðið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Valsmenn sigla lygnan sjó í fimmta sæti deildarinnar en þeir hafa ekki verið ýkja góðir þetta sumarið. Fjalar Þorgeirsson markvörður hefur gert slæm mistök að undanförnu en hann heldur sæti sínu í markinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þakka Elvari fyrir þvílíka björgun á seinustu stundu, umferðin setti smá strik í reikninginn, en ég komst heill á húfi í tæka tíð á Hlíðarenda og mun lýsa þessum leik í formi skriftar hér í kvöld.
Fyrir leik
Með þessum leik hefst 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Stjörnumenn eru jafnir FH-ingum á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 32 stig. Stjarnan getur komist á topp deildarinnar í bili að minnsta kosti. Það er ein breyting á liðinu frá naumum sigri gegn Þór. Heiðar Ægisson kemur inn í liðið en Atli Jóhannsson fer á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrsti maðurinn í upphitun og til að skoða vallaraðstæður á Hlíðarenda var að sjálfsögðu Henrik Forsberg Bödker. Beint á eftir honum komu svo menn eins og Brynjar Björn og svo markmenn beggja liða.
Fyrir leik
Veigar Páll er á bekknum hjá Stjörnunni þrátt fyrir að hafa komið inná gegn Þór og gjörbreytt leiknum, spurning hvort verið sé að hvíla hann fyrir átökin gegn Inter í næstu viku.
Fyrir leik
Haukur Páll er staddur á fæðingardeild Landsspítalans og verður hann því ekki með hér í dag, enda hefur hann örlítið mikilvægari hnöppum að hneppa.
Fyrir leik
Mér við hlið, í læstu glerherbergi situr ítalskur sjentilmaður vel til hafður, vopnaður leikskýrslu, penna og símanum sínum. Eitthvað sem segir mér að þetta sé útsendari Inter Milan.
Fyrir leik
Stjarnan situr, að 14.leikjum loknum, eins og staðan er núna í 2.sæti Pepsi deildarinnar, þeir eru jafnir FH að stigum en 5 mörk skilja liðin að í toppbaráttunni. Valsmenn eru hins vegar í 5.sætinu að 15 leikjum loknum og eru 11.stigum frá toppnum.
Fyrir leik
Manni er öllum að ljúka hérna, þvílíkur stórleikur og mikið í húfi fyrir bæði lið, nú má dómari vor, Örvar, bara fara að flauta þetta á !
Fyrir leik
Heimildarmenn mínir segja mér að Daði Bergsson spili ekki leikinn í dag, hann gengur haltur um völlinn þessa stundina. Halldór Hermann kemur inn í liðið í staðin fyrir hann er mér tjáð.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn og eru kynnt inn af vallarþulinum geðþekka Einari Gunnarssyni.
1. mín
Leikurinn er hafinn
1. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Daði Bergsson (Valur)
Skipting sem varð fyrir leik, meiðsli að hrjá Daða.
2. mín
Smá vandræðagangur í vörn stjörnumanna, þeir hreinsa boltann í innkast úr vítateig sínum.
4. mín
Patrik Pedersen reynir hér skot en Arnar Már gerir vel að koma fæti fyrir boltann og trufla skotið.
6. mín
Daði Bergsson er mættur meðal áhorfenda. Þvílíkt svekkelsi fyrir drenginn.
8. mín
Þórður hér með afleita sendingu úr Vals vörninni beint á Daníel Laxdal.
10. mín
Fyrstu 10 mínúturnar ekki beint verið skemmtilegar, en vonum að það fari að breytast.
13. mín
Kristinn reynir að stinga háum bolta inn á Sigga Lár, Hörður nær að setja tána í boltann og koma honum í burtu.
14. mín
ÚFF !!

Frábær sending frá Bjarna af vinstri kantinum, Siggi Lár kastar sér á boltann en Rauschenberg nær að vera á undan og kemur honum í burtu.
15. mín
Sigurður lenti mjög illa með síðuna á stönginni og lá í nokkurn tíma á vellinum. Vonum að hann sé í lagi, hann hlýtur nú aðhlynningu utan vallar.
17. mín
Maggi með háan bolta fram frá miðlínu, Tonny Mawejje tekur á móti boltanum með hendinni, það má víst ekki. Aukaspyrna.
20. mín
Patrick reynir hér erfiða klippu eftir fyrirgjöf frá Bjarna af vinstri kantinum.
20. mín
Bjarni er virkilega offansívur í dag og fyrirgjafirnar frá honum góðar.
21. mín
Tonny Mawejje með hættulegasta færi leiksins, tekur boltann á lofti rétt fyrir utan markmannsteig eftir hornspyrnu og boltinn rétt framhjá markinu, þarna mátti ekki miklu muna.
22. mín
Nú er að lifna yfir þessum leik. Jói Lax með flotta fyrirgjöf af hægri kantinum inn á Arnar Már sem stökk manna hæst í teignum, en fyrirgjöfin föst og erfitt að stýra henni. Skallinn yfir.
25. mín
Pablo með virkilega skemmtilegan snúning, svo skemmtilegan snúnig að Halldór Hermann lá hreinlega í jörðinni eftir hann, Pablo ofpeppaðist við atvikið og reyndi skot á markið af ca 40 metra færi, lítil hætta sem skapaðist þar.
26. mín
Góð skyndisókn hjá Stjörnunni sem endaði með skoti frá Óla Kalla sem Fjalar ver út í teig, Arnar Már nær þá frákastinu og á slakt skot sem Fjalar slær í horn.
28. mín
Aukaspyrna frá Stjörnunni af hægri kantinum, inn á markteiginn þar sem Ólafur Karl reynir að pota honum inn en Fjalar bjargar á síðustu stundu.
29. mín
UUUU þetta var skrýtið? Þórður sendir boltann á Fjalar og Fjalar reynir að grípa hann en missir hann útaf í horn. Stjarnan er í linnulausri sókn.
30. mín
Eftir 3 hornspyrnur í röð og 2 hættuleg skot á markið tekst Valsmönnum að koma boltanum í burtu í örlitla stund.
32. mín
Henrik Bödker öskrar sína menn áfram og stendur nánast inná vellinum þegar hann gerir það, var heppinn hreinlega að stöðva ekki leikinn, svo nálægt stóð hann þegar Billy og Óli Kalli áttust við hjá varamannaskýli Stjörnunnar.
33. mín
Billy reynir fyrirgjöf en Hörður stoppar hana, setur boltann í horn.
35. mín
Billy með flott skot af vítateigshorninu hægra megin, rétt framhjá. Góð tilraun.
38. mín
Þetta var vafasamt, Þórður fer í tæklingu aftan í Ólaf Karl innan vítateigs, dómarinn vildi meina að Þórður hefði farið í boltann
40. mín Gult spjald: Þórður Steinar Hreiðarsson (Valur)
Þórður ekki byrjað vel, en þetta var nú samt ekki gult spjald, tæklar Ólaf á leið sinni upp völlinn. Spurning hvort þetta sé uppsafnað.
41. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR !!!!

Arnar Már tekur boltann á lofti fyrir utan teig og smellhittir hann í fjærhornið. Jesús hvað þetta var huggulegt.
44. mín
FRÁBÆR tækling hjá Rauschenberg sem rænir þarna gráupplögðu marktækifæri hjá landa sínum Pedersen í Valsliðinu.
45. mín
Örvar flautar hér til hálfleiks
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
47. mín
Halldór Hermann með skelfilega sendingu af miðjunni sem var ætluð Tonny en fór bara beint í innkast.
49. mín
Tonny með tilraun til stungusendingu inn á Sigga Lár en sendingin örlítið of föst.
50. mín
Aukaspyrna fyrir Val milli miðjuboga og D-boga.

Maggi Lú tekur hana og hún fer beint í vegginn og aftur fyrir í horn.
51. mín
ÚFF !!

Þórður með skallan eftir hornið en Stjörnumenn bjarga á línu, Ingvar varði vel.
52. mín
Patrick með skot rétt fyrir utan D-boga, beint á Ingvar.
53. mín MARK!
Rolf Glavind Toft (Stjarnan)
Stoðsending: Arnar Már Björgvinsson
Wow, flott sending frá manninum sem skoraði áðan, Arnari Má, frá hægri kantinum, beint á Rolf Toft sem kemur á ferðinni og rennir sér á boltann og setur hann inn.
54. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Rolf Glavind Toft (Stjarnan)
54. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
56. mín
Ein tvöföld og rándýr skipting hjá Stjörnumönnum beint eftir markið.
58. mín
Skeeeeeemmtilegt !!

Valsarar eru langt því frá að vera hættir, flott sending hjá Billy, Kristinn tvínónar ekkert við hlutina og klippir boltann, þá meina ég deluxe klippa, rétt framhjá.
61. mín
Maggi Gylfa og Donni ráða ráðum sínum á hliðarlínunni og reyna að finna lausnir á þessu.
64. mín
Valsmenn í þungri sókn þessa stundina en það vantar lokahnykkinn á sóknirnar þeirra, Kolbeinn Kárason er á leið inn.
65. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
67. mín
ALMÁTTUGUR MINN !!

Arnar Már stutt frá því að gera góðan leik sinn enn betri, á hér skot af stuttu færi inní teig, en Maggi Lú setur löppina í boltann og gefur horn.

Skalli frá Rauschenberg úr horninu rétt yfir!
69. mín
Tonny Mawejje með skot rétt fyrir utan vítateig í vallarklukkuna eftir undirbúning frá Kolla
71. mín
Fyrirgjöf frá Kristni Frey af hægri yfir á Patrick sem gerir illa, tekur hann á kassann og missir hann frá sér.
75. mín
Vörnin hjá Stjörnunni er ekki að fara fá á sig mark, það er bara þannig. Þeir eru svo traustir.
79. mín
Netið er að leika mig grátt hérna.
79. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
79. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
83. mín
Skemmtileg flétta frá Pablo, sem rennir boltanum á Veigar, en skot hans hátt yfir.
89. mín
Áhorfendatölur:820.

Ég biðst afsökunar á slakri textalýsingu, netið hérna í fjölmiðlastúkunni býður bara ekki upp á meira.
93. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Klór í bakkann.

Sending frá Hauki, Patrick tekur hann svo og þrumar honum stöngin inn, flott mark, en of seint.
Leik lokið!
Fanta flottur leikur hér í dag.

Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
2. Heiðar Ægisson ('54)
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
7. Atli Jóhannsson
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
21. Snorri Páll Blöndal
27. Garðar Jóhannsson ('54)

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: