HK
2
1
ÍA
Axel Kári Vignisson
'20
1-0
Guðmundur Atli Steinþórsson
'48
2-0
2-1
Garðar Gunnlaugsson
'56
15.08.2014 - 19:15
Kórinn
1. deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Kórinn
1. deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
8. Atli Valsson
('90)
9. Davíð Magnússon
10. Guðmundur Magnússon
('16)
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason
20. Hörður Magnússon
('83)
20. Árni Arnarson
Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson
3. Ólafur Valdimar Júlíusson
4. Leifur Andri Leifsson
('16)
14. Viktor Örn Margeirsson
('83)
23. Elmar Bragi Einarsson
('90)
Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson
Gul spjöld:
Hörður Magnússon ('55)
Davíð Magnússon ('35)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Það eru allir velkomnir í þessa textalýsingu í dag enda mjög svo velkominn leikur framundan! Það er leikur HK og ÍA í fyrstu deild karla en hann hefst klukkan 19:15.
Fyrir leik
HK og ÍA hafa verið meðal sterkustu liða í sumar en liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, hefur gert magnaða hluti með lið HK sem er nýliði í deildinni eftir að hafa leikið í 2. deild á síðustu leiktíð.
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, er einnig að gera góða hluti með Skagamenn en það var jú hann sem kom HK upp í fyrstu deild í fyrra.
Fyrir leik
Hörkulið sem við sjáum í dag en ÍA er þó með sterka menn á borð við Andra Adolphsson, Hall Flosason, Andra Júlíusson og Marka-Hjössa á bekknum.
Fyrir leik
Bæði lið eru að hita upp og ljúfir tónar undir. Danza Kuduro með Don Omar klikkar sennilega aldrei.
Fyrir leik
Hljóðið í hátölurunum í Kórnum er samt viðbjóður. Myndi ekki leggja í það ef sömu hátalarar yrðu notaðir á Justin Timberlake tónleikunum.
4. mín
HK-ingar í stórhættulegu færi en sýndist Árni Snær verja þarna vel. Þarna munaði engu!
11. mín
Lítið búið að gerast undanfarnar mínútur. Guðmundur Magnússon var rétt í þessu að brjóta á Árna í marki ÍA.
12. mín
Ármann Smári!! Hornspyrnan flýgur inn í teig og Ármann stekkur upp í loft en nær ekki að koma krafti í skallann og boltinn framhjá!
14. mín
Gummi Magg liggur eftir og þarf aðstoð. Hann virðist vera verulega slasaður. Hann haltrar af velli og þarf hjálp frá sjúkraþjálfaranum.
20. mín
MARK!
Axel Kári Vignisson (HK)
JESÚS KRISTUR, ÞAÐ MARKIÐ!!!! HK-ingar fengu hornspyrnu og eftir smá klafs kemur boltinn hár fyrir utan teig og þar er var mexíkóski bakvörðurinn, Axel Kári Vignisson, mættur með einn þrumufleyg á lofti!!!
28. mín
Skagamenn fá tvær hornspyrnur í röð hérna. Fyrri var ansi líkleg til árangurs en spurning hvort hin verði enn betri!
32. mín
OK. Arnar Már með sendingu ala Andrea Pirlo en á einhvern hátt tókst að mér sýndist Jón Vilhelm ekki að taka við boltanum.
35. mín
Gult spjald: Davíð Magnússon (HK)
Ég rétt missti af þessu en sýndist Hörður Magnússon fá gult spjald þarna fyrir brot.
38. mín
LEIFUR!! Það kom flottur bolti inn í teig og þar var Leifur Andri mættur en skalli hans fór rétt yfir markið!
42. mín
Gummi Magg farinn með sjúkrabíl úr Kórnum. Hrikalegar fréttir fyrir HK ef meiðslin eru alvarleg!
45. mín
Hálfleikur: 1 - 0
HK-ingar leiða með einu marki. Misstu Gumma af velli eftir korter en Axel skoraði fjórum mínútum síðar.
Voðalega lítið af stórhættulegum færum en vonandi fáum við að sjá meira af því í síðari hálfleik.
HK-ingar leiða með einu marki. Misstu Gumma af velli eftir korter en Axel skoraði fjórum mínútum síðar.
Voðalega lítið af stórhættulegum færum en vonandi fáum við að sjá meira af því í síðari hálfleik.
46. mín
SKAGAMENN BYRJA MEÐ KRAFTI!! Hörkuskot í stöng, þeir ætla sér svo sannarlega ekki að fara stigalausir heim!
48. mín
MARK!
Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
GATLI!!!! Guðmundur Atli að skora eftir laglega sókn HK-inga. Fékk boltann vinstra megin í teignum og lét vaða á fjær, gullfallegt.
56. mín
MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
GARÐAR GUNNLAUGS!! Skagamenn eru mættir aftur til leiks. Hann skoraði úr miðjum vítateignum en það var Arnar Már sem átti sendinguna!
60. mín
ÞVÍLÍKUR BOLTI FRÁ LOUGH!! Hann kom með fyrirgjöf frá vinstri og var Jón Vilhelm mættur en skalli hans fór rétt framhjá!
64. mín
GARÐAR!! Hann fékk langan bolta fram, Beitir kom út á móti en það var Garðar sem náði snertingunni til hliðar. Garðar mundaði skotfótinn en boltinn fór vel yfir.
69. mín
Guðmundur Atli tekinn niður. Mér sýndist Arnór Snær taka hann þarna niður og óskuðu stuðningsmenn eftir rauðu spjaldi. Arnór virtist aftastur en Þorvaldur lætur gult spjald nægja.
72. mín
GUMMI JÚLL!!! Hann fékk boltann í teignum eftir aukaspyrnu Viktors Unnars en skot hans fór rétt yfir.
79. mín
Víti?? Viktor Unnar með frábæran bolta inn á Guðmund sem fellur í teignum en ekkert dæmt. Viktor allt annað en sáttur með aðstoðardómarann!
89. mín
ARNAR MÁR!! Skagamenn hamra boltanum fram og boltinn dettur fyrir Arnar sem er í góðum séns en hann hamrar yfir!
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Teitur Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
10. Jón Vilhelm Ákason
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('58)
19. Eggert Kári Karlsson
('83)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
17. Andri Adolphsson
('58)
20. Gylfi Veigar Gylfason
Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Andri Júlíusson
Gul spjöld:
Arnór Snær Guðmundsson ('70)
Rauð spjöld: