City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
2
0
KV
Marko Valdimar Stefánsson '41 1-0
Ólafur Örn Eyjólfsson '57
Tomislav Misura '90 2-0
15.08.2014  -  19:15
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
Scott Mckenna Ramsay ('76)
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f) ('88)
14. Tomislav Misura ('90)

Varamenn:
13. Einar Sveinn Pálsson (m)
2. Hákon Ívar Ólafsson ('76)
11. Ómar Friðriksson ('88)
14. Jón Unnar Viktorsson
21. Marinó Axel Helgason
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Ivan Jugovic

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('53)
Alex Freyr Hilmarsson ('44)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin á beina textalýsingu. Smá gola og skýjað í Grindavík ásamt því að það er búið að rigna í dag og ætti völlurinn að vera blautur en fínt fótboltaveður.
Fyrir leik
Halldór Árnason þjálfari KV er með breytingar á byrjunarliði sínu. Garðar Ingi Leifsson, Einar Már Þórisson, og Ólafur Örn Eyjólfsson koma inn fyrir Auðunn Örn Gylfason, Eyjólfur Fannar Eyjólfsson og Guðmundur Óla Steingrímsson
Fyrir leik
Milan Stefán Jankovic gerir einnig breytingar á byrjunarliði sínu. Juraj Grizelj kemur inn fyrir Hákon Ívar Ólafsson.
Fyrir leik
Grindvíkingar hafa unnið tvo síðustu leiki og hafa náð að koma sér aðeins frá fallsæti með 19 stig en aðeins tveimur stigum frá fallsæti á meðan KV hafa tapað síðustu tveimur og eru einu sæti frá fallsæti með 17 stig jafnir BÍ/Bolungarvík en með betri markatölu. Þannig að það má búast við að hvorugt liðið gefi eitthvað eftir. Heimamenn hugsanlega komnir með sjálfstraust eftir brösugt gengi í sumar og KV menn staðráðnir í því að sýna þeim sjálfum að þeir séu verðugir mótherjar.
Fyrir leik
Leikmenn eru að koma inná völlinn. Þeir stuðningsmenn sem mættir eru, eru ekki margir.
1. mín
Leikur er hafin og eru það Heimamenn sem byrja með boltann og leika gegn vindi.
8. mín
Heyrist frá stuðningsmanni hrópa á aðstoðardómarann "verið vakandi þarna á línunni, þú verður að mæta í síðbuxum ef þér er kalt"
10. mín
Tomislav Misura með skot í stöngina eftir að hafa sloppið innfyrir en aðstoðardómarinn lyftir upp flagginu og ragnstaða.
17. mín
Fjögur skot á mark KV eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay, Juraj Grizelj átti loka skotið sem var reyndar hættulegasta færi leiksins en varnarmenn náðu að komast fyrir boltan og fór aftur fyrir.
20. mín
Grindvíkingar eru meira með boltan, en KV eru að reyna einhverja pressu á Grindavík við sjáum hvað það skilar þeim.
22. mín
Ingólfur Sigurðsson með hörkuskot nær miðju en markteigs úr aukarspyrnu. Boltinn fór hárfínt framhjá.
33. mín
KV menn pressa stíft á Grindavík. Grindvíkingar eru eitthvað að erfiða að koma boltanum upp völlinn. Auðunn Örn Gylfason náði boltanum og átti gott skot en Markó Valdimar Stefánsson náði að komast fyrir knöttinn. ekki eru marktækifærin betri en þetta þessa stundina.
39. mín
Ingólfur Sigurðsson með lúmskt skot af hægri kanti en Óskar Pétursson vel á verði.
41. mín MARK!
Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Stoðsending: Scott Mckenna Ramsay
Viti menn Markó er að fara raka af sér skeggið.
42. mín
Scott Ramsay tók hornspyrnu, Markó Valdimar kom hlaupandi í teignum rétt snertir hann með fætinum og var beint á Atla Jónsson í marki KV en Atli var með fitugar fingur og missti boltan og innfyrir marklínuna.
44. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
45. mín
Hálfleikur!! ég held að það muni koma mun fleiri mörk í þeim síðari.
46. mín
Seinni hálfleikur hafin!
48. mín
Scott Ramsay með sendingu inn fyrir vörnina á Óla Baldur sem á skot hægra megin í teignum. Ég hélt hann væri á leið inn en boltinn fór röngu megin við stöngina.
53. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Veit ekki alveg útafhverju hann fékk spjald. En Markó og Magnús Bernhard Gíslason ráku höfuð saman.
57. mín Rautt spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (KV)
Ólafur brýtur á Alex Frey Hilmarssyni sem lá í grasinu og sparkaði hann boltanum í Alex Frey. Mínu mati réttur dómur.
64. mín
Inn:Kristófer Eggertsson (KV) Út:Auðunn Örn Gylfason (KV)
66. mín
Magnús Bernhard Gíslason í dauðafæri en Óskar Pétursson kom askvaðandi út og varði og Heimamenn náðu að hreinsa.
67. mín Gult spjald: Kristinn Jens Bjartmarsson (KV)
Fékk tiltal frá Dómara eftir að hann var búinn að eiga einhver orð við dómarann.
70. mín
Ef augun eru ekki að blekkja mig þá var þjálfari KV manna að fá áminningu.
73. mín Gult spjald: Tómas Agnarsson (KV)
Scott Ramsay var komin í færi rétt fyrir utan teig en Tómas Agnarsson renndi sér og dómari leiksins lyfti því gula. Scott Ramsay tók spyrnuna sjálfur en boltinn fór rétt yfir þverslánna.
75. mín
Inn:Davíð Birgisson (KV) Út:Einar Már Þórisson (KV)
76. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík)
Aldursforsetinn haltur eftir brotið sem átti sér stað áðan og er hann tekin útaf.
78. mín
Hörkufæri hjá Grindavík. Óli Baldur Bjarnason kom brunandi upp hægri kantinn eftir lék á einn og svo skot sem Atli Jónasson varði út í teiginn Einar Karl Invarsson og Tomislav Misura voru ekki að tala saman og fóru báðir í boltann. Boltinn datt þá fyrir Jósef Kristinn Jósefsson sem átti skot yfir markið.
79. mín
Juraj Grizelj var sloppinn einn í gegn á vinstri kanti, brunaði upp kantinn, Atli Jónasson kom á móti Juraj sem reynir að vippa yfir hann en boltinn of laus og Tómas Agnarsson náði að hreinsa.
88. mín
Inn:Steindór Oddur Ellertsson (KV) Út:Gunnar Kristjánsson (KV)
88. mín
Inn:Ómar Friðriksson (Grindavík) Út:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
90. mín MARK!
Tomislav Misura (Grindavík)
Stoðsending: Ómar Friðriksson
Stungusending frá Ómari. Tomislav sloppinn einn í gegn og var ekki rangstæður. Lagði boltann snyrtilega framhjá Atla Jónassyni í markinu og gulltryggði sigurinn.
90. mín
Inn:Ivan Jugovic (Grindavík) Út:Tomislav Misura (Grindavík)
Leik lokið!
Þriðji sigur Grindavíkur staðreynd. Umfjöllun og viðtöl koma inn síðar í kvöld. Þakka lesturinn. Líf og fjör, þangað til næst.
Byrjunarlið:
12. Atli Jónasson (m)
Auðunn Örn Gylfason ('64)
3. Benis Krasniqi
7. Einar Már Þórisson ('75)
9. Magnús Bernhard Gíslason
10. Ingólfur Sigurðsson
11. Gunnar Kristjánsson ('88)
18. Tómas Agnarsson
19. Kristinn Jens Bjartmarsson
22. Ólafur Örn Eyjólfsson
24. Davíð Steinn Sigurðarson

Varamenn:
12. Kristófer Ernir G. Haraldsson (m)
9. Davíð Birgisson ('75)
13. Vignir Daníel Lúðvíksson
14. Steindór Oddur Ellertsson ('88)
20. Guðmundur Sigurðsson
28. Kristófer Eggertsson ('64)
33. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tómas Agnarsson ('73)
Kristinn Jens Bjartmarsson ('67)

Rauð spjöld:
Ólafur Örn Eyjólfsson ('57)