City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Man City
2
0
FC Bayern
David Silva '37 1-0
Yaya Toure '52 2-0
07.12.2011  -  19:45
City of Manchester Stadium
Meistaradeildin: A-riðill
Dómari: Stephane Lannoy (Frakkland)
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
4. Vincent Kompany
6. Fernando
8. Samir Nasri
10. Sergio Aguero
10. Edin Dzeko ('78)
15. Jesús Navas
15. Stefan Savic
21. David Silva ('84)
22. Gael Clichy
42. Yaya Toure ('81)

Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
5. Pablo Zabaleta
7. James Milner
18. Frank Lampard ('81)
20. Eliaquim Mangala
34. Nigel De Jong ('78)
35. Stefan Jovetic ('84)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
Leiknum er lokið með 2-0 sigri Manchester City en það dugir ekki, Napoli er á leið áfram eftir 2-0 sigur á Villareal.
84. mín
Inn:Stefan Jovetic (Man City) Út:David Silva (Man City)
83. mín
Aguero leikur á varnarmenn Bayern og á síðan hörkuskot sem Butt ver.
81. mín
Inn:Takashi Usami (FC Bayern) Út:Nils Petersen (FC Bayern)
81. mín
Inn:Frank Lampard (Man City) Út:Yaya Toure (Man City)
80. mín
Samir Nasri með hörkuskot rétt framhjá markinu.
79. mín
Sergio Aguero er nálægt því að sleppa í gegn en Butt kemur út á móti og bjargar.
78. mín
Inn:Nigel De Jong (Man City) Út:Edin Dzeko (Man City)
76. mín
Marek Hamsik kemur Napoli í 2-0 gegn Villareal. Mancheser City er að detta úr leik en Ítalarnir eru á leið áfram. Stuðningsmenn City vita þettta og það heyrist lítið í áhorfendum á Etihad vellinum nema þá í stuðningsmönnum Bayern sem eru sáttir í toppsæti riðilsins.
65. mín
Vond tíðindi fyrir Manchester City! Napoli var að komast yfir gegn Villareal. Gökhan Inler var að skora og það þýðir að Napoli er á leið áfram en Manchester City er á leið í Evrópudeildina.
64. mín
Mario Balotelli er hins vegar kappklæddur á bekknum hjá Manchester City. Hann er það vel klæddur að það sést varla í andlitið á honum.
63. mín
Thomas Muller, Franck Ribery og Mario Gomez eru að hita upp hjá Bayern....ágætis varamenn!
61. mín
David Alaba á fínt skot fyrir utan vítateig en Joe Hart ver.
52. mín MARK!
Yaya Toure (Man City)
Yaya Toure kemur Manchester City í 2-0. Edin Dzeko laumar boltanum inn á Toure sem potar boltanum undir Butt með tánni. Það þarf mikið að gerast ef City á ekki að vinna þennan leik....hins vegar er spurning hvað Napoli gerir á Spáni. Staðan er ennþá markalaus þar.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Það er komið leikhlé í Manchester og eins og staðan er núna eru heimamenn á leið áfram. City er 1-0 yfir eftir mark frá David Silva en staðan hjá Villareal og Napoli er markalaus.
45. mín
Sergio Aguero á skot framhjá utarlega úr vítateignum. Manchester City er mun líklegra til að bæta við en Bayern að jafna.
43. mín
City heldur áfram að ógna. David Silva á þrumuskot sem Butt ver út í teiginn og boltinn endar að lokum hjá Gareth Barry en skot hans fer einnig yfir markið.
39. mín
Manchester City er nálægt því að komast í 2-0. Sergio Aguero á góðan sprett og kemur boltanum framhjá Butt í markinu en Jerome Boateng bjargar á síðustu stundu. Edin Dzeko er ekki sáttur við Aguero en Argentínumaðurinn hefði getað gefið boltann á hann í stað þess að fara sjálfur alla leið.
38. mín
Staðan hjá Villareal og Napoli er markalaus og því er Manchester City á leið áfram eins og staðan er núna. Villareal náði að skora rétt í þessu en markið var dæmt af.
37. mín MARK!
David Silva (Man City)
City kemst yfir! David Silva brýtur ísinn með fallegu skoti við vítateigsbogann. Silva tok við boltanum og lét hann skoppa áður en hann þrumaði honum í bláhornið.
35. mín Gult spjald: Luiz Gustavo (FC Bayern)
Gustavo brýtur á David Silva.
26. mín
Manchester City sækir áfram meira á meðan gestirnir spila sterka vörn og sækja hratt. Staðan á Spáni er einnig markalaus og því er staðan í riðlinum óbreytt.
15. mín
David Silva skorar beint úr aukaspyrnunni en markið er dæmt af þar sem Joleon Lescott fer utan í Hans Jörg Butt markvörð FC Bayern.
15. mín Gult spjald: Dante (FC Bayern)
Króatinn fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir að brjóta á Stefan Savic á hægri kantinum.
12. mín
Leikurinn byrjar nokkuð rólega. Manchester City er meira með boltann en liðið hefur ekki náð að opna vörn Bayern. Þjóðverjarnir ógnuðu marki City í fyrsta sinn nú rétt í þessu en Ivica Olic átti þá lúmskt skot sem Joe Hart varði í horn.
6. mín
Sergio Aguero fær fyrsta færið en hann skallar hátt yfir eftir fyrirgjöf frá Samir Nasri. City byrjar betur og það kemur lítið á óvart enda Bayern með hálfgert varalið.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn og það styttist í að fjörið byrji. Manchester City leikur í aðalbúningum sínum í kvöld en Bayern er í svörtum varabúningum sínum.
Elías K. Guðmundsson:
Auf geht's FCB! Þá meina ég bæði Bayern og Basel. #fotbolti Það er samt algert B-ayern lið á vellinum í manchester #komniráfram
Fyrir leik
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var allt annað en sáttur við ummæli Karl-Heinz Rumennige forseta Bayern í vikunni. Rumenigge gagnrýndi eyðsluskap Mancini og kallaði hann hræsnara. Ítalinn segist ætla að ræða við Rumenigge og fá hlutina á hreint í kvöld.
Alexander Freyr Tamimi
Micah Richards
Ömurlegt að vera ekki að spila í kvöld! Vonandi verð ég til í slaginn á mánudag!
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Ef svo vill til að Bayern Munchen borgi leikmönnum bónusa fyrir hvern leik sem þeir spila, þá ætti Manuel Neuer þó ekki að gráta það að vera settur á bekkinn í þessum leik. Hann vann 500,000 evrur í þýsku útgáfunni af "Viltu vinna milljón" í síðasta mánuði, hrikalega vel gert! Að vísu gaf hann allan peninginn til góðgerða, greinilega almennilegur náungi.
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Flestir lesenda okkar á Facebook eru á því að United sé á leið áfram í 16 liða úrslitin en að City muni detta út í kvöld.
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Þá eru bæði lið komin inn. Eins og sjá má hvílir Bayern marga af sínum lykilmönnum á borð við markvörðinn Neuer, Daniel Van Buyten, Franck Ribery, Philipp Lahm, Thomas Muller og Mario Gomez...já, þeir hvíla ansi marga lykilmenn. City ætti því að geta sótt til sigurs með firnasterkt byrjunarlið sitt, en spurningin er: Tekst Villarreal að taka stig af Napoli?
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Byrjunarlið Manchester City er komið í hús og má sjá það hér til vinstri. Lið Bayern og varamenn beggja liða birtast innan tíðar.
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Góða kvöldið! Hér verður bein textalýsing frá leik Manchester City og FC Bayern í Meistaradeildinni en auk þess verður fylgst með gangi mál í leik Villareal og Napoli. Fyrir leiki kvöldsins í A-riðli er staðan svona:

1. FC Bayern 13 stig
2. Napoli 8 stig
3. Manchester City 7 stig
4. Villareal 0 stig

Til að Manchester City komist áfram þarf liðið að leggja FC Bayern og vonast til að Napoli geri jafntefli eða tapi gegn Villareal. Ef City gerir jafntefli og Napoli tapar enda bæði lið með 8 stig en þá fer ítalska liðið áfram með betri árangur i innbyrðis viðureignum.
Byrjunarlið:
22. Tom Starke (m)
4. Dante
9. Nils Petersen ('81)
13. Rafinha
17. Jerome Boateng
23. Danijel Pranji
26. Diego Contendo
27. David Alaba
28. Holger Badstuber
30. Luiz Gustavo
44. Anatoliy Tymoshchuk

Varamenn:
1. Manuel Neuer (m)
5. Daniel Van Buyten
7. Franck Ribery
14. Takashi Usami ('81)
21. Philipp Lahm
25. Thomas Müller
33. Mario Gomez

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dante ('15)
Luiz Gustavo ('35)

Rauð spjöld: