City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þróttur R.
1
3
Víkingur Ó.
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson '1
0-2 Joseph Thomas Spivack '34
Hilmar Ástþórsson '70 1-2
1-3 Þorsteinn Már Ragnarsson '92
15.08.2014  -  19:00
Valbjarnarvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
Erlingur Jack Guðmundsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason ('74)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
14. Hlynur Hauksson
16. Jón Konráð Guðbergsson ('63)
17. Ragnar Pétursson
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
25. Stefán Jóhann Stefánsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
4. Njörður Þórhallsson
8. Hilmar Ástþórsson ('63)
16. Andri Már Bjarnason
18. Breki Einarsson
20. Björgólfur Hideaki Takefusa ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Ýmir Pétursson ('71)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir, hér verðum við með beina textalýsingu á leik Þróttar og Víkings Ólafsvíkur sem fram fer á Valbjarnarvelli.

Fyrir áhugasama þá er leikurinn einnig í beinni útsendingu á Sporttv.is
Fyrir leik
Hér mætast liðin sem eru í fimmta og sjötta sæti og aðeins tvö stig skilja liðin af. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik.
Fyrir leik
Fyrir ekki svo löngu voru bæði lið í bullandi baráttu um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í Pepsi deildinni að ári.

Bæði lið hafa hins vegar tapað síðustu tveimur leikjum og verður erfitt fyrir þau að vinna það til baka. Liðið sem tapar í dag er líklegast úr þeirri baráttu.
Fyrir leik
Þróttur er sem stendur sex stigum frá öðru sæti en þar eru Skagamenn.
Fyrir leik
Víkingar unnu fyrri leik liðana með tveimur mörkum gegn einu en þá skoraði Alfreð Már Hjaltalín sigurmarkið stuttu fyrir leikslok.
Fyrir leik
Nú fer að styttast í leik og Adolf Ingi er búinn að koma sér fyrir mér við hlið en hann mun lýsa leiknum fyrir Sport Tv.

Adolf Ingi segir 3-0 fyrir Þrótti í dag. Vonum að við fáum eins mörg mörk og hann spáir.
Fyrir leik
Nú eru um fimm mínútur í leik og allt að fara af stað.

Það er grenjandi rigning og hamingja hér í Laugardalnum. Ég er ekki frá því að það sé skemmtilegast að spila fótbolta í þessum aðstæðum.
1. mín
Leikurinn er hafinn
1. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
MAAAAARK!!

Víkingar skora úr sinni fyrstu sókn. Þorsteinn Mar klárar vel eftir misheppnað skot frá samherja. Það voru 23 sekúndur að svo liðnar þegar markið kom.
3. mín
Víkingarnir byrja mikið mun betur og eru búnir að vera í stanslausri sókn síðan leikurinn var flautaður á.
6. mín
Eins og venjulega eru stuðningsmenn Víkinga háværir. Það er sama hvar liðið spilar, það eru alltaf stuðningsmenn mættir til að láta vel í sér heyra.
8. mín
Alejandro Vivancos Guinart með skot eftir hornspynu en það fer hátt yfir. Enn sækja gestirnir.
10. mín
Alexander Veigar Þórarinsson með fyrsta skot Þróttar í leiknum en það fer framhjá markinu.
16. mín
Inn:Alejandro Abarca Lopez (Víkingur Ó.) Út:Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Dokara virðist vera meiddur í læri.
19. mín
Yfirburðir Víkinga eru ekki eins miklir núna og virðast Þróttarar aðeins að vera komast inn í leikinn.
23. mín
Oddur Björnsson með fyrirgjöf sem fer á markið og er nokkuð hættuleg. Arnar Darri nær þó að koma knettinum yfir markið og Þróttarar fá hornspyrnu.
30. mín
Mikil stöðubarátta í leiknum núna og liðin skiptast á að hafa boltann.

Rigningin er hætt í bili og sólin byrjuð að skína smá.
32. mín
Brynjar Kristmundsson með skot sem fer af varnarmanni og rétt yfir markið.
33. mín
Hallur Hallson kemur með ljótt brot á Brynjari Kristmundssyni og er stálheppin að fá ekki gult spjald. Hann var alltof seinn og brotið nokkuð gróft.
34. mín MARK!
Joseph Thomas Spivack (Víkingur Ó.)
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Og svona líka rosalegt mark! Spivack með skot af löngu færi sem syngur í markvinklinum. Þvílíkt skot og þvílíkt mark.
37. mín
Jón Konráð kominn inn á teiginn og er í ágætis færi en Tomasz Luba kemur með frábæra tæklingu og bjargar því sem bjargað var. Einhverjir Þróttarar vildu fá víti en það var ekkert að þessari tæklingu.
41. mín
Augljóslega brotið á Oddi Björnssyni en Sigurður Óli dæmir ekki neitt.

Leikmenn Þróttar eru orðnir vel pirraðir og láta dómarann heyra það. Ég get skilið þá í þessu tilviki þar sem það var togað vel í treyjuna hjá Oddi og hann síðan tekinn niður í kjölfarið.
43. mín
Ragnar Pétursson með tilraun rétt utan teigs en Arnar Darri er öruggur í markinu.
44. mín
Víkingar hafa sýnt skemmtileg tilþrif í sóknarleik sínum í fyrri hálfleiknum og eru að spila vel. Þeir hafa þó lítið sótt eftir að hafa skorað annað markið.
44. mín
Þessi fyrri hálfleikur er búinn að vera mjög fljótur að líða enda skemmtilegur leikur hér í Laugardalnum.
45. mín
Hálfleikur

Sanngjörn staða í hálfleik en Víkingar voru töluvert betri í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
Ég á erfitt með að trúa að Björgólfur Takefusa verði mikið lengur á bekknum hjá Þrótti en þeir hafa verið afar bitlausir fram á við.
45. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað
52. mín
Ekkert færi ennþá í síðari hálfleik.

Hallur Hallsson brýtur aftur af sér við hliðarlínuna og enn sleppur hann við spjaldið.
56. mín
Alejandro Abarca Lopez í fínu færi eftir góða sendingu frá Brynjari Kristmunds. Lopez nær skoti en boltinn fer framhjá markinu.
60. mín
Þróttarar hafa alls ekki boðið upp á mikið í leiknum en flest allt sem þeir hafa reynt í sóknarleik sínum eru langir boltar fram, sem varnarmenn Víkinga eiga afar auðvelt með að ráða við.
62. mín
Brynjar Kristmunds með hornspyrnu sem fer á kollinn á Alejandro Lopez en skallinn fer framhjá.
63. mín
Inn:Hilmar Ástþórsson (Þróttur R.) Út:Jón Konráð Guðbergsson (Þróttur R.)
Jón Konráð ekki alemnnilega komist inn í leikinn en hann hefur fengið litla þjónustu fram á við.
66. mín
Fyrri hálfleikurinn var töluvert meiri skemmtun en það hefur nánast ekkert gerst í síðari hálfleik.

Víkingar eru vitanlega ánægðir með stöðuna á meðan Þróttarar virðast ekki nægilega góðir til að komast aftur inn í leikinn.
70. mín MARK!
Hilmar Ástþórsson (Þróttur R.)
MAAAAAAAARK!!!

Upp úr nákvæmlega engu koma Þróttarar sér aftur inn í leikinn.

Klaufagangur í vörn Víkings og Hilmar nýtir sér það og klárar vel yfir Arnar Darra.
71. mín Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (Þróttur R.)
73. mín
Hilmar í öðru færi en skot hans hittir ekki markið.

Þróttarar virðast hafa aðeins meiri trú á verkefninu núna.
74. mín
Inn:Björgólfur Hideaki Takefusa (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Loksins, loksins kemur Björgólfur inná.
79. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Joseph Thomas Spivack (Víkingur Ó.)
80. mín
Hlynur Haukson með hættulega fyrirgjöf sem Arnar Darri verður að slá yfir markið.
84. mín
Víkingarnir taka sér góðan tíma í allar spyrnur og innkast. Þeim liggur nákvæmlega ekkert á.
88. mín
Alexander Veigar með óvænt skot sem fer í utanverða stöngina. Þarna voru Þróttarar nálægt því að jafna.
90. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Víkingur Ó.) Út:Alejandro Abarca Lopez (Víkingur Ó.)
Lopez búinn að koma inná og fara útaf í dag.
90. mín
Þróttur fær aukaspyrnu og Trausti markmaður skellir sér fram.
92. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
MAAAAAAAAAAAARK!!

Þorsteinn skorar af um 35 metra færi en eins og áður sagði fór Trausti fram í markinu, tapaði skalla einvígi og Víkingar nýttu það afar vel og Þorsteinn rúllaði boltanum í netið.
Leik lokið!
Sanngjarn sigur gestanna.

Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson
Þorsteinn Már Ragnarsson
Alfreð Már Hjaltalín
4. Joseph Thomas Spivack ('79)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
10. Steinar Már Ragnarsson
13. Emir Dokara ('16)
20. Eldar Masic
25. Alejandro Vivancos Guinart

Varamenn:
6. Matarr Jobe
17. Kristófer Jacobson Reyes ('90)
17. Alejandro Abarca Lopez ('90) ('16)
21. Fannar Hilmarsson ('79)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: