City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
2
1
Keflavík
0-1 Hörður Sveinsson '14
Grétar Sigfinnur Sigurðarson '17 1-1
Kjartan Henry Finnbogason '90 2-1
16.08.2014  -  16:00
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: 100%
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 4.694
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('76)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Almarr Ormarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
5. Egill Jónsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
11. Emil Atlason
23. Atli Sigurjónsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Framundan er bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Dómari er Garðar Örn Hinriksson en aðstoðardómarar Áskell Gíslason og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Fjórði dómari er Gunnar Jarl Jónsson.
Fyrir leik
KR-ingar hefa þrettán sinnum hampað bikarmeistaratitilinum og Keflavík fjórum sinnum. Þessi lið mættust 2006 í úrslitum og þá vann Keflavík 2-0 sigur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, verður heiðursgestur á leiknum í dag.
Fyrir leik
KR er sem stendur í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar og Keflavík í því sjötta. Eins og allir vita þá skiptir staða liðanna í deildinni þó engu máli þegar út í svona leik er komið. Leikið verður til þrautar í dag og farið alla leið í vítakeppni ef á þarf að halda.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson skoðar leikinn:
Keflavík mun mæta mjög skipulagt. Ég kannast aðeins við Kristján, þjálfara Keflavíkur. Hann er búinn að greina KR í öreindir og svo verður spennandi að sjá hvernig framkvæmdin verður og hvernig þeir ætla mæta þessu sterka KR-liði. Pressan er öll á KR, þeir eiga að vinna þennan leik, fyrirfram.
Fyrir leik
Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur:
Þetta er klárlega stærsti leikur ársins og ótrúlega gaman að vera komnir alla leið. Við eigum möguleika á að vinna bikar og ætlum að gera það. Við höfum tapað báðum deildarleikjunum við KR en það verður allt annar leikur á laugardaginn. Þegar út í leikinn er komið á laugardaginn gleymist staðan í deildinni.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, varð bikarmeistari með Keflavík 2006:
Við erum tveir í KR núna sem vorum í Keflavíkur-liðinu. Við vitum hvað þetta var gaman þá og ég veit að Keflvíkingunum langar rosalega að endurtaka leikinn þannig að við þurfum að koma vel stemmdir í leikinn á laugardag.
Fyrir leik
Almarr Ormarsson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri gegn Keflavík í deildinni á dögunum. Í þann leik vantaði marga öfluga leikmenn sem voru hvíldir því þeir voru á hættusvæði varðandi leikbann. Spurning hvort mörkin tvö geri það að verkum að Almarr fái að byrja þennan leik?
Fyrir leik
Óskar Örn Hauksson í KR var á leið í norska boltann en ekki tókst að klára pappírsmál í tæka tíð fyrir lokun gluggans þar í landi. Óskar er því með í þessum bikarúrslitaleik.
Fyrir leik
Elías Már Ómarsson í Keflavík er ungur sóknarleikmaður sem spennandi verður að sjá á stærsta sviði landsins í dag. Hann hefur átt frábært sumar hingað til. Í vörninni er ungur leikmaður, Aron Heiðdal, sem kom á láni í glugganum vegna meiðsla Halldórs Kristins Halldórssonar.

Fyrir leik
Við tókum púlsinn á þjálfurum liðanna í útvarpsþættinum í dag. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, sagði þar að allir leikmenn KR væru tilbúnir í slaginn. Það þýðir að Stefán Logi Magnússon markvörður er leikfær og verður í rammanum.
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, ýjaði að því að leikmenn liðsins yrðu með aflitað hár í úrslitaleiknum í dag. Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Annars er fullt af upphitunarefni á forsíðunni.

Fyrir leik
Völlurinn lítur einstaklega vel út og gætum við fengið ansi flottan leik hér í dag. Ég er samt sem áður að hallast að 1-0 sigri KR. Keflvíkingar verða klárlega vel skipulagðir. Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður er mér við hlið og spáir 3-1 sigri KR-inga. Já þeir eru sigurstranglegri KR-ingarnir.
Fyrir leik
Keflavíkurliðið er mætt út á völl að skoða aðstæður. Þeir hafa hitt einhvern rosalegan hárgreiðslumeistara en leikmenn skarta rándýrum greiðslum. KR-ingar eru hinsvegar hefðbundnir samkvæmt öruggum heimildum.

Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð. Almarr Ormarsson er í byrjunarliði KR eftir að hafa skorað bæði mörkin í 2-0 sigri liðsins gegn einmitt Keflavík í Pepsi-deildinni á dögunum.

Miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson kemur óvænt inn í byrjunarlið Keflavíkur en hann hefur ekkert spilað að undanförnu vegna meiðsla. Ekki var búist við því að hann yrði klár í slaginn en hann er mættur og við hlið hans er Haraldur Freyr Guðmundsson. Aron Heiðdal leikur í hægri bakverðinum í dag.

Magnús Már Einarsson

Fyrir leik
Keflvíkingar eru gulir og glaðir í dag. Leika í varabúningum sínum og eru algulir.
Fyrir leik
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, er mættur út að hita. Hann klappaði til þeirra stuðningsmanna sem mættir eru og fékk að sjálfsögðu lófaklapp til baka. Hann er vinsæll hjá stuðningsmönnum KR þó hann sé ekki á jólakortalistanum hjá öðrum.
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason á Stöð 2 Sport um Bikar-Baldur:
Baldur vinnur þennan fræga leik gegn Þór þar sem Þór átti einhver sex skot í marksúlurnar. Maður hefur oft séð KR-inga fara í bikarúrslit þar sem þeir eru ekki góðir.
Fyrir leik
Besti vallarþulur landsins er að sjálfsögðu á bikarúrslitum. Það er Röddin sjálf, Páll Sævar. Páll mikill KR-ingur en sýnir hlutleysi og fagmennsku í starfi sínu.
Fyrir leik
Einn helsti stuðningsmaður Keflavíkur er fjarri góðu gamni. Joey Drummer er í Manchester þar sem hann sá Gylfa Sigurðsson klína sigurmarki gegn sínum mönnum.

Fyrir leik
Jæja liðin eru mætt inn á völlinn. Sjálfur Gaupi er mættur í fréttamannastúkuna og er með hressasta móti.
Fyrir leik
Nú er verið að spila þjóðsönginn sjálfan. Allt að fara fram eftir skipulagi. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson eru í stúkunni. Mikið í húfi fyrir leikmenn í dag!

1. mín
LEIKURINN ER HAFINN: KR-ingar sækja í átt að Laugardalslauginni. Góóóða skemmtun!
4. mín
Keflvíkingar á tánum og sýna hörku í upphafi leiks. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Suðurnesjamenn eru ólseigir.
7. mín
Fínn samleikskafli KR-inga sem endar með misheppnaðri sendingu frá Óskari Erni. KR meira með boltann.
11. mín
Haukar Heiðar Hauksson í vandræðum, misheppnuð sending og Sindri Snær Magnússon á fyrsta skot leiksins. Af ansi löngu færi og lítil hætta. En það er komið skot.
12. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Fyrirliði Keflavíkur fær gula spjaldið. Braut af sér um 5 metra fyrir utan teiginn á Almaari sem var á mikilli siglingu. Ekkert kemur úr aukaspyrnunni.
14. mín
Einar Orri með skot af löngu færi yfir markið. 2-0 fyrir Keflavík í skotum þó hvorugt þeirra hafi reyndar skapað hættu.
14. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Frans Elvarsson
MAAAARK!!!! KEFLAVÍK HEFUR TEKIÐ FORYSTUNA!! Þvílíkt og annað eins! Grétar Sigfinnur með sendingu úr vörninni sem ætluð var Jónasi Guðna en Frans komst á milli og átti frábæra sendingu á Hörð sem komst einn gegn Stefáni og kláraði snyrtilega. Frábært fyrir leikinn!
17. mín MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
MAAAARK!!! KR SVARAR STRAX!! Grétar Sigfinnur af stuttu færi eftir hornspyrnu! Gary Martin átti skalla á markið en Grétar stóð á línunni og skóflaði knettinum inn! Rosaleg byrjun á þessum leik!
18. mín
Og KR í stórhættulegri sókn! Almarr í teignum... en skot hans naumlega framhjá! Líf og fjör í Laugardal. Svona á þetta að vera!
20. mín
Léttir fyrir Grétar Sigfinn að jafna metin því hann átti hrikalega sendingu sem Keflavík notfærði sér í aðdragandanum að fyrsta marki leiksins.
22. mín
Úff, rosalegur kafli sem kom þarna og maður þurfti að hamra á lyklaborðið. Nú gefst smá tími til að láta renna í kaffibolla.

25. mín
Kjartan Henry með fyrirgjöf sem barst á Óskar Örn í teignum. Óskar tók boltann á lofti en þrumaði hátt yfir. Fínasta tilraun.
28. mín
Keflvíkingar sprækir og eru að beita fyrirgjöfum. Án árangurs þó þar sem Stefán Logi er að hirða alla bolta sem koma fyrir markið.
34. mín
STÖNGIN!!! Hörður Sveinsson með skot í utanverða stöngina. Eftir frábært samspil við Sindra Snæ Magnússon átti Hörður skot sem hafnaði í utanverðri stönginni. Alvöru leikur í gangi.
39. mín
STÖNGIN BJARGAR KEFLAVÍK! Markstangirnar í aðalhlutverki núna! Kjartan Henry Finnbogason með skot sem fer í innanverða fjærstöngina og Keflvíkingar bjarga frá á síðustu stundu. Össs.
42. mín
Hætta eftir hornspyrnu KR-inga. Gary Martin með skot úr teignum en yfir.

44. mín
Elías Már féll í teignum í baráttu við Grétar Sigfinn. Keflvíkingar vildu fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. Hefði verið mjög strangt að dæma þarna verður að segjast.

45. mín
HÁLFLEIKUR - Fjörugur leikur. Jafnræði með liðunum. Bæði lið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk.
45. mín
Netið liggur niðri í ljósmyndaherberginu á neðstu hæðinni svo það koma ekki myndir strax.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
51. mín
Tíðindalausar fyrstu mínútur seinni hálfleiks.
54. mín
Bikar-Baldur í vandræðum og Elías Már sótti inn í teiginn en Aron Bjarki Jósepsson með toppvarnarleik og stöðvaði þetta .
55. mín
Óskar Örn fékk nægan tíma fyrir utan teigs og lét vaða! Góð tilraun sem Jonas Sanqvist náði að verja í horn! Það er að lifna yfir þessu aftur.
56. mín
Hætta upp við mark Keflavíkur! Jonas kýldi boltann út á Gary Martin sem átti skot í varnarmann.
57. mín
Þessi leikur lyktar af því að KR sé að setja í næsta gír.
64. mín
KR-ingar mun meira ógnandi núna en eru ekki að skapa sér mikið. Keflvíkingar verða að fara að halda boltanum betur ef þetta á ekki að enda illa.
68. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Garðar aðeins of fljótur að dæma þarna, KR var enn í hörkusókn. Einar á leið í bann en það er ekkert sem hann er að hugsa út í.
69. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
73. mín
Loksins kom sókn frá Keflavík. Elías með skottilraun en engin hætta og yfir markið. Leikurinn er stopp núna meðan verið er að hlúa að Jónasi Guðna sem er meiddur.
75. mín
Jónas Guðni getur ekki haldið leik áfram. Farid Zato að gera sig kláran. KR-ingar eru núna tíu inni á vellinum.
76. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
77. mín
Húsvíkingurinn Aron Bjarki Jósepsson skallar yfir eftir hornspyrnu.
78. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
81. mín
Garðar Örn aftur of fljótur að flauta og tekur hagnað af Keflavík.

85. mín
Góðir hálsar! Erum við á leið í framlengingu?
88. mín
Gary Martin með skalla yfir.
90. mín
Það er komið að uppbótartíma hér í venjulegum leiktíma. Seinni hálfleikurinn ekki verið fjörugur.
90. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Gary Martin
KR-INGAR ERU AÐ VERÐA BIKARMEISTARAR!!! KJARTAN HENRY! Af gríðarlega stuttu færi! Gary Martin átti sendingina frá vinstri og Kjartan þurfti bara að koma knettinum yfir línuna. Halldór Kristinn var að dekka Kjartan.
91. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Halldór Kristinn Halldórsson (Keflavík)
Leik lokið!
TIL HAMINGJU KR!!! Þvílík dramatík þegar allt stefndi í framlengingu.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('69)
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon ('78)
10. Hörður Sveinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('69)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('91)
13. Unnar Már Unnarsson

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('68)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('12)

Rauð spjöld: