Fylkir
4
1
Þór
Albert Brynjar Ingason
'12
1-0
Stefán Ragnar Guðlaugsson
'24
2-0
2-1
Hlynur Atli Magnússon
'40
Oddur Ingi Guðmundsson
'69
3-1
Albert Brynjar Ingason
'76
4-1
18.08.2014 - 18:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Finnur Ólafsson
('71)
7. Gunnar Örn Jónsson
('89)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
('81)
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
Varamenn:
32. Björn Hákon Sveinsson (m)
6. Andrew Sousa
('89)
9. Hákon Ingi Jónsson
('81)
10. Andrés Már Jóhannesson
28. Sigurvin Reynisson
Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson
Daði Ólafsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Lautin! Framundan er alvöru fallbaráttuslagur í Pepsi-deildinni þar sem Fylkir og Þór eigast við. Þetta er sjötti heimaleikur Fylkis af sjö í röð. Þór er í erfiðri stöðu á botni deildarinnar með 9 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Fylkismenn eru einu stigi fyrir ofan fallsæti. Það verður látið sverfa til stáls í Lautinni í kvöld!
Fyrir leik
Orri Hjaltalín, leikmaður Þórs:
Þetta verður klárlega sex stiga leikur og ef við fáum ekki öll stigin erum við í verulega vondum málum. Þetta er líka úrslitaleikur fyrir þá, þeir vilja halda okkur vel fyrir neðan sig. Við teljum okkur vera með nægilega gott lið til að spila í þessari deild og ekkert annað en sigur kemur til greina.
Þetta verður klárlega sex stiga leikur og ef við fáum ekki öll stigin erum við í verulega vondum málum. Þetta er líka úrslitaleikur fyrir þá, þeir vilja halda okkur vel fyrir neðan sig. Við teljum okkur vera með nægilega gott lið til að spila í þessari deild og ekkert annað en sigur kemur til greina.
Fyrir leik
Shawn Nicklaw hjá Þór er búinn að safna fjórum gulum spjöldum og verður í banni í kvöld.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna sem fram fór á Þórsvelli var mikil skemmtun þar sem sjö mörk voru skoruð. Þór lék á als oddi í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 5-1. Heldur var rólegra í síðari hálfleiknum og aðeins eitt mark var skorað og það gerðu gestirnir og lokatölur leiksins 5-2.
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson dæmir leikinn í kvöld en aðstoðardómarar eru Smári Stefánsson og Adolf Þorberg Andersen.
Þrír leikir í Pepsi í kvöld! Takið þátt í umræðunni hér á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet - Valdar færslur birtar í textalýsingum
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 18, 2014
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Fylkir gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Andrés Már Jóhannesson fer á bekkinn en hann er tæpur vegna meiðsla eftir að hafa farið af velli í síðasta leik. Þá er Kjartan Ágúst Breiðdal meiddur og spilar ekki.
Inn í byrjunarliðið koma Gunnar Örn Jónsson, sem fékk rautt þegar þessi tvö lið mættust á Akureyri, og Ragnar Bragi Sveinsson.
Chuck kemur inn í byrjunarlið Þórs en hann var í leikbanni í leiknum gegn Stjörnunni.
Inn í byrjunarliðið koma Gunnar Örn Jónsson, sem fékk rautt þegar þessi tvö lið mættust á Akureyri, og Ragnar Bragi Sveinsson.
Chuck kemur inn í byrjunarlið Þórs en hann var í leikbanni í leiknum gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
Alltaf gaman þegar sólin skín og hún gerir það hér í Árbænum. Andrew Sousa hitar upp ber að ofan. Fréttamenn eru að koma sér fyrir í fréttamannaaðstöðunni en óhætt er að segja að hér sé afskaplega góðmennt.
Skúli á mogga með alvöru skjámynd í Lautinni #aromat #king #fotbolti pic.twitter.com/7zcZToDD96
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) August 18, 2014
Fyrir leik
Jæja, spámennirnir í fréttamannastúkunni láta ljós sitt skína:
Magnús Kjartan Eyjólfsson, Stöð 2 Sport:
Ég ætla að spá Fylki 2-0 sigri.
Guðmundur Marinó Ingvarsson, vélbyssan á Vísi:
1-2. Útisigur Þórs þar sem meistari Hlynur Atli setur sigurmarkið á 90. mínútu.
Skúli Unnar Sveinsson, Morgunblaðinu:
2-0 fyrir Fylki.
Magnús Kjartan Eyjólfsson, Stöð 2 Sport:
Ég ætla að spá Fylki 2-0 sigri.
Guðmundur Marinó Ingvarsson, vélbyssan á Vísi:
1-2. Útisigur Þórs þar sem meistari Hlynur Atli setur sigurmarkið á 90. mínútu.
Skúli Unnar Sveinsson, Morgunblaðinu:
2-0 fyrir Fylki.
Fyrir leik
Hljómsveitin sem tæmdi brekkuna á Þjóðhátíð, Skálmöld, er á fullri ferð í græjunum. Sumir vilja meina að það sé gæðastimpill að ná að tæma brekkuna. DJ Viktor Lekve að standa sig vel í Lautinni.
Fyrir leik
Guðmundur Óli Sigurðsson, fyrrum liðsstjóri Fylkis, er mættur í fréttamannastúkuna til að fá sér kaffi. Hann spáir 2-1 fyrir Fylki... ætlaði að segja 1-1 en breytti á síðustu stundu.
Fyrir leik
Það eru laus sæti. Reyndar rosalega mörg laus sæti. Nú þegar fjórar mínútur eru í leik.
5. mín
SVAKALEG AUKASPYRNA! Oddur Ingi Guðmundsson með aukaspyrnu af löngu færi, náði þrumuskoti sem fór naumlega framhjá. Fyrsta alvöru ógn leiksins kemur frá Fylki.
7. mín
Athygli vekur að Ásgeir Örn Arnþórsson er í holunni hjá Fylki. Skiptar skoðanir á hans frammistöðu í sumar.
12. mín
MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
MAAAARK!!!! Þetta hefur legið í loftinu. Albert Brynjar var á fjærstönginni og skoraði af stuttu færi eftir að varnarmaður Þórs klikkaði á hreinsun eftir hornspyrnu!
17. mín
DAUÐAFÆRI!!! Fylkismenn áttu að bæta við marki þarna! Gunnar Örn aleinn í teignum, tók boltann á lofti og þrumaði yfir. Heimamenn miklu betri.
21. mín
Það liggur annað mark í loftinu hjá Fylki. Albert Brynjar í flottu færi en Sandor Matus náði að verja.
24. mín
MARK!
Stefán Ragnar Guðlaugsson (Fylkir)
Stoðsending: Finnur Ólafsson
Stoðsending: Finnur Ólafsson
MAAARK!!! Finnur Ólafsson með aukaspyrnu sem rataði á kollinn á Stefáni Ragnari sem skoraði. Fylkismenn eru ekki betri, þeir eru miklu miklu betri.
31. mín
Allir í fréttamannastúkunni fundu til með Gunnari Erni Jónssyni sem fékk boltann á ansi viðkvæman stað áðan og lá eftir á vellinum.
Djöfullinn er í gangi þarna í Árbænum
— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) August 18, 2014
34. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Þórsarar loksins að koma sér inn í leikinn og eftir hornspyrnu átti Orri Hjaltalín skalla sem Ásgeir Örn Arnþórsson náði að bjarga á línu.
40. mín
MARK!
Hlynur Atli Magnússon (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
SKYNDILEGA HÖFUM VIÐ LEIK! Hlynur Atli Magnússon klárar frábærlega. Eftir lélega hornspyrnu Fylkis refsuðu gestirnir, Hlynur fékk sendingu frá Jóhanni Helga og náði að skora! Chuck á líka stóran heiður á uppbyggingunni.
45. mín
Hálfleikur - "Nú kannast maður betur við Fylkisliðið," sagði ónefndur maður mér við hlið. Eftir að hafa yfirspilað Þór fyrsta hálftímann jöfnuðust leikar og það er von á spennandi seinni hálfleik!
Haha virðist ætla að borga sig að hafa haldið Hlyn Atla í fantasyliðinu mínu.. KOMA SVO ÞÓRSARAR! #fotboltinet #DFK
— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) August 18, 2014
45. mín
Mikið stuð í hálfleiknum. Steggjun í gangi og verið að syngja í karókí. Allt að gerast í Árbænum. Vorkenni þeim sem eru ekki hérna.
Bjart í Lautinni, bara létt panic i gangi hjá heimamönnum. Fylkir á að klára þetta. Chuck býr til mark Þórs. Kommon Orange!
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 18, 2014
48. mín
Gerir mikið fyrir Fylki að hafa endurheimt Finn Ólafsson úr meiðslum. Búinn að vera þrusuflottur á miðjunni.
60. mín
Fimmtán tíðindalausar mínútur liðnar af seinni hálfleik. Ekkert búið að gerast eftir hlé.
62. mín
Þórsarar áttu hornspyrnu sem var skölluð frá. Fylkismenn ætluðu að bruna í skyndisókn en Sandor Matus var tilbúinn í tuskið, kom á hárréttum tíma út úr markinu.
64. mín
Hættuleg sókn Fylkis en Sveinn Elías náði að bjarga! Sólin að trufla skyggni manna í fréttamannastúkunni en Fótbolti.net var eini sem hafði vit á því að taka derhúfu með og því fáið þið réttustu textalýsinguna hér.
67. mín
Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Groddaleg tækling. Ekkert annað en gult.
69. mín
MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
ÞVÍLÍKT MARK!!!! Oddur Ingi skorar nánast frá miðju!! Sandor var kominn of langt út úr marki sínu, Oddur lét vaða og þessi bolti söng í netinu! Kom upp úr engu. Mistök hjá Sandor sem sparkaði boltanum beint á andstæðing.
71. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir)
Út:Finnur Ólafsson (Fylkir)
Finnur fær klapp. Átti mjög flottan leik í dag.
Þórsarar geta bara ekki einu sinni keypt sér sigur #fotboltinet
— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 18, 2014
74. mín
Inn:Jóhann Þórhallsson (Þór )
Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Fyrrum leikmaður Fylkis kemur inn.
76. mín
MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Gunnar Örn Jónsson
Stoðsending: Gunnar Örn Jónsson
MAAAAARK!!!! Sending frá hægri sem Albert Brynjar klárar frábærlega í markið! Vel gert hjá Alberti sem er búinn að vera funheitur síðan hann kom heim í Árbæinn í glugganum!
79. mín
DAUÐAFÆRI! Ármann Pétur Ævarsson skaut yfir úr dauðafæri! Var einn á móti markverði eftir frábæran undirbúning hjá Chuck.
87. mín
Ásgeir Örn með skemmtileg tilþrif! Endaði með því að hann skallaði framhjá. Munaði litlu að fimmta mark Fylkis kæmi þarna.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Sandor Matus
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
('85)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
('74)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('74)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
23. Chukwudi Chijindu
Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
11. Kristinn Þór Björnsson
('85)
12. Þórður Birgisson
16. Kristinn Þór Rósbergsson
17. Róbert Logi Kristinsson
20. Jóhann Þórhallsson
('74)
Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson
Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('67)
Rauð spjöld: