City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
3
0
Fram
Árni Vilhjálmsson '78 1-0
Guðjón Pétur Lýðsson '80 2-0
Elfar Árni Aðalsteinsson '84 3-0
18.08.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('66)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Baldvin Sturluson
30. Andri Rafn Yeoman ('88)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
7. Stefán Gíslason ('88)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
22. Ellert Hreinsson ('66)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('56)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Kópavogur! Einar Bjarni Ómarsson, Halldór Arnarsson og Hafþór Mar Aðalgeirsson verða allir fjarri góðu gamni vegna uppsafnaðra áminninga þegar Fram leikur gegn Breiðabliki í Kópavogi en leikur hefst 19:15.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fram hefur unnið tvo leiki í röð og lyft sér upp úr fallsæti. Breiðablik og Fram eru bæði einu stigi fyrir ofan fallsæti, hafa 15 stig hvort lið og það er að duga eða drepast í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er ungt dómaratríó á leiknum í kvöld. Ívar Orri Kristjánsson, yngsti dómari deildarinnar, sér um að flauta en aðstoðardómarar er Gylfi Már Sigurðsson og Björn Valdimarsson.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Stefán Gíslason er kominn á bekkinn hjá Breiðabliki en Andri Rafn Yeoman kemur inn í byrjunarliðið.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikurinn er hafinn
Elvar Geir Magnússon
5. mín
Árni Vilhjálmsson með hörkuskot en boltinn í hliðarnetið!
9. mín
Denis Cardaklija að eiga magnaðar vörslur hérna í byrjun leiks!
9. mín
Guðjón Pétur átti fyrst skot úr teignum sem hann varði burt áður en Baldvin Sturluson átti hörkuskot sem Denis varði aftur meistaralega.
11. mín Gult spjald: Orri Gunnarsson (Fram)
28. mín
Það er í alvöru ekki neitt búið að gerast síðustu mínútur.
28. mín
Denis hefur þurft að vera vakandi í markinu en ekkert að taka á stóra sínum þó síðustu mínútur.
37. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
39. mín
Blikar fá gott færi! Baldvin Sturlu með skalla sem Denis ver þó. Denis búinn að vera flottur í þessum leik!
43. mín
Hættulegasta færi leiksins! Haukur Baldinvsson átti það en Gunnleifur sá við honum.
45. mín
Hálfleikur: 0-0

Hörkuleikur en það vantar miklu fleiri færi. Það nennir enginn markalausu jafntefli.

46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
48. mín
Damir með skalla sem fer rétt framhjá markinu.
56. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Skelfileg dýfa og hann fær gult spjald að launum. Hann reyndi að fiska vítaspyrnu en gekk ekkert.
57. mín
Árni Vill með truflaða sendingu!! Hann tók magnaða hreyfingu með sendingu beint á Elfar Árna sem skaut á markið en Denis varði í horn.
57. mín
DENIS!!! Hann varð aftur meistaralega og aftur var það Elfar. Denis bestur til þessa!
58. mín
Blikar nálægt því!! Denis varði boltann upp í loft og virtist hann á leið inn en hann kom þó í veg fyrir það á síðustu stundu!
62. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
63. mín
Aron Bjarna með skot! Hann lék á varnarmenn Blika áður en hann lét vaða en Gulli varði boltann vel.
66. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
68. mín
Framarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
75. mín
Árni Vill með hörkuskot úr teignum en það fer rétt framhjá!
78. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA!!! Það var dæmd aukaspyrna á Blika, Hafsteinn Briem leggur hann til baka og Árni Vill hleypur inn í sendinguna og setur hann framhjá Denis. Árni var vel vakandi en hvað voru Framarar að spá eiginlega??
78. mín
Virkilega furðulegt atvik og verður áhugavert að sjá það aftur!
80. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
GPL!!!!!! Hann skoraði beint úr aukaspyrnu hérna vinstra megin, rétt fyrir utan teiginn. Elfar virðist koma við hann en hann fagnaði ekkert svakalega. Ég gef GPL þetta!
80. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (Fram) Út:Aron Bjarnason (Fram)
84. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
ELFARRR!!! Hann fær sendingu frá Árna inn fyrir. Hann keyrði framhjá Denis og kláraði örugglega. Þetta er burst!
88. mín
Það er lítið eftir af þessum leik og Blikar sækja enn. Þeir henda þó Stebba Gísla inn til að tryggja þetta!
88. mín
Inn:Stefán Gíslason (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
90. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (Fram)
Leik lokið!
Blikar með öflugan sigur! Þrjú mörk á sex mínútna kafla.

Umfjöllun og viðtöl síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
9. Haukur Baldvinsson
10. Orri Gunnarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('62)
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason ('80)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
6. Arnþór Ari Atlason ('62)
8. Aron Þórður Albertsson
11. Ásgeir Marteinsson ('80)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
19. Sigurður Kristján Friðriksson
33. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ásgeir Marteinsson ('90)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('37)
Orri Gunnarsson ('11)

Rauð spjöld: