KR
1
0
Fjölnir
Gary Martin
'36
1-0
20.08.2014 - 18:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Stórgóðar, eilítið kalt þrátt fyrir sólina.
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 877
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Stórgóðar, eilítið kalt þrátt fyrir sólina.
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 877
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
('68)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
('75)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
('83)
Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Egill Jónsson
('83)
11. Emil Atlason
('75)
11. Almarr Ormarsson
('68)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson
26. Björn Þorláksson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-0 heimasigur KR staðreynd í heldur bragðdaufum leik. Fjölnismenn enn í bullandi fallbaráttu og KR-ingar reyna að halda í við FH og Stjörnuna.
90. mín
Þórir Guðjónsson á skot yfir úr teignum og var þetta líklega síðasta færir Fjölnis í leiknum.
87. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir)
Út:Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Fjölnismenn bæta í sóknina og freista þess að jafna.
76. mín
Dauðafæri!! Boltinn dettur fyrir Matthew Turner inní markteig KR eftir horn en hann skýtur laflaust beint á Stefán.
74. mín
Bergsveinn fær réttilega gult fyrir að taka Almarr niður í skyndisókn en Almarr hefði hiklaust getað fokið útaf í kjölfarið þar sem hann straujaði Guðmund Karl. Mér sýndist hann fara með takkana í sköflunginn á honum sem er alltaf rautt spjald!
71. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Herra Fjölnir út.
70. mín
Þórir Guðjónsson kemst í gegn en lætur Stefán Loga verja frá sér, Gunnar Már reynir að ná frákastinu en Gunnar Þór kemur boltanum í horn. Dauðafæri.
68. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR)
Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Balbi ekki verið sérstakur í kvöld.
64. mín
Stefán Logi og Gunnar Þór liggja báðir eftir samstuð. Stefán Logi virðist hafa fengið Gunnar á fullri ferð á sig eftir sendingu Arons Sigurðarssonar fyrir sem Gunnar Þór kom frá.
59. mín
Stórhætta við mark Fjölnis, KR átti vel útfærða aukaspyrnu sem endaði með skalla Gunnars Þórs fyrir markið. Bergsveinn Ólafsson kom á fullri ferð og skallaði boltann frá nánast á línu en 2-3 KR-ingar biðu á bakvið hann eftir að koma boltanum inn í autt markið.
54. mín
Gary Martin á skalla frá markteig en hittir hann varla með hausnum, boltinn dettur fyrir Óskar Örn sem er meter frá marki en bregst ekki nógu fljótt við. Markspyrna fyrir Fjölni og gott færi í súginn hjá KR.
54. mín
Þórir Guðjónsson fær sendingu frá Aroni Sigurðarssyni, snýr vel af sér varnarmenn KR en skot hans ekki eftir því, beint á Stefán Loga.
45. mín
Hálfleikur - Á meðal daufari fyrri hálfleikja sumarsins. Vonum að menn rífi sig upp í hálfleik.
38. mín
Mark Gary Martin var í raun fyrsta færi KR í leiknum og þeir höfðu gott sem ekkert gert sig líklega fram á við í leiknum.
36. mín
MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Abdel-Farid Zato-Arouna
Stoðsending: Abdel-Farid Zato-Arouna
Óskar Örn átti gott skot frá hægri sem Þórður varði út á kant, þar var Gunnar Þór sem gaf aftur á Zato. Zato átti góða sendingu í hlaup Gary sem kláraði auðveldlega vinstra megin í teignum.
32. mín
KR-ingar halda boltanum betur en Fjölnis-menn en gera þó nákvæmlega ekki neitt við hann. Sóknaraðgerðir þeirra byggjast á því að menn spila honum á milli sín í vörninni og sparki síðan langt þegar þeir finna ekki opna sendingu fram á við.
29. mín
Það virðist sem það hafi fullkomnlega slokknað á neista beggja liða fram á við eftir korters leik. Þetta er steindautt.
20. mín
Það hefur færst aðeins meiri ró yfir þetta síðustu mínútur en Kjartan Henry átti slakan skalla sem dreif ekki á markið og Aron Sigurðarson átti fast skot beint á Stefán Loga af um 25 metra færi.
14. mín
Ragnar Leósson á skalla yfir af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Slakur skalli.
11. mín
Þórir Guðjónsson í fínu færi eftir aukaspyrnu utan af velli en Gunnar Már skallaði boltann fyrir hann. Varnarmaður KR kemst fyrir skot Þóris og bjargar í horn.
9. mín
Nóg að gerast, Gary Martin á skemmtilega tilraun af 20 metra færi sem Þórður blakar yfir. Hann horfði líklega beint upp í sólina en KR er með sólina í bakið.
8. mín
Gult spjald: Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Hann braut harkalega á Óskar Erni strax í byrjun og átti nú annað brot.
7. mín
Enn ógna Fjölnismenn, Grétar Sigfinnur missir boltann á hættulegum stað Þórir Guðjónsson gaf fyrir á Aron Sigurðarson sem virtist skjóta í hendi varnarmanns KR. Hornspyrna hins vegar dæmd.
5. mín
Hætta við mark KR, Gunnar Már Guðmundsson á lága sendingu þvert yfir markteiginn en Fjölnismenn ná ekki að koma tá í boltann.
Fyrir leik
Það er mjög fátt í stúkunni enn sem komið er - spurning hvort allra augu séu á stórleiknum í Laugardalnum í kvöld.
Fyrir leik
Liðin halda nú til búningsherbergja og leggja línurnar fyrir leikinn. Tíu mínútur til stefnu.
Fyrir leik
Lið og dómarar dagsins eru bæði á fullu í upphitun. Örvar Sær Gíslason dæmir leikinn í dag.
Hafliði Breiðfjörð:
KR - Fjölnir í Frostaskjólinu í kvöld. Síðast þegar liðin mættust þar voru 386 áhorfendur! Vonandi mæta fleiri núna. #fotbolti
KR - Fjölnir í Frostaskjólinu í kvöld. Síðast þegar liðin mættust þar voru 386 áhorfendur! Vonandi mæta fleiri núna. #fotbolti
Fyrir leik
KR-ingar hafa ekki gefist upp í toppbaráttunni og geta minnkað forskot Stjörnumanna sem eru á toppnumm niður í sex stig með sigri í dag.
Fjölnismenn, hins vegar, eru í bullandi fallbaráttu. Þeir eru jafnir Frömurum að stigum sem eru í fallsæti en geta farið hæst í 6. sæti með sigri. Gríðarlega þéttur pakki í botnbaráttunni.
Fjölnismenn, hins vegar, eru í bullandi fallbaráttu. Þeir eru jafnir Frömurum að stigum sem eru í fallsæti en geta farið hæst í 6. sæti með sigri. Gríðarlega þéttur pakki í botnbaráttunni.
Fyrir leik
KR-ingar gera hins vegar þrjár breytingar á sínu liði frá 2-1 sigrinum á Keflavík í bikarúrslitunum á laugardaginn. Gonzalo Balbi, Farid Zato og Gunnar Þór Gunnarsson koma inn í stað þeirra Almarrs Ormarssonar, Jónasar Guðna Sævarssonar og Guðmunds Reynis Gunnarssonar.
Fyrir leik
Fjölnismenn léku síðast þann 11. ágúst þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn Breiðablik en þeir gera einungis eina breytingu á liði sínu frá þeim leik. Guðmundur Böðvar Guðjónsson kemur inn fyrir Illuga Þór Gunnarsson.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
('71)
Gunnar Valur Gunnarsson
('87)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
22. Ragnar Leósson
('63)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson
('71)
7. Birnir Snær Ingason
18. Mark Charles Magee
('63)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gunnar Valur Gunnarsson ('8)
Gunnar Már Guðmundsson ('57)
Matthew Turner Ratajczak ('66)
Bergsveinn Ólafsson ('73)
Rauð spjöld: