Ísland
0
1
Danmörk
0-1
Pernille Harder
'58
21.08.2014 - 19:30
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM 2015
Dómari: Teodora Albon, Rúmenía
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM 2015
Dómari: Teodora Albon, Rúmenía
Byrjunarlið:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
3. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
10. Dóra María Lárusdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
('77)
Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
('77)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
('65)
16. Elín Metta Jensen
('87)
25. Guðný Björk Óðinsdóttir
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM 2015.
Fyrir leik
Framundan er hörkuleikur liðanna í 2. og 3. sæti riðilsins. Ísland er í 2. sæti með 13 stig eftir 7 leiki en Danir eru í 3. sæti með 12 stig eftir jafnmarga leiki.
Leikið er í 7 undanriðlum og fara sigurvegarar þeirra beint í úrslitakeppni HM 2015 sem spiluð verður í Kanada. Þau fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast í umspil um síðasta lausa sætið. Til þess að Ísland eigi möguleika verða okkar konur að vinna leikina þrjá sem þær eiga eftir í riðlinum og vonast eftir hagstæðum úrslitum annars staðar.
Leikið er í 7 undanriðlum og fara sigurvegarar þeirra beint í úrslitakeppni HM 2015 sem spiluð verður í Kanada. Þau fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast í umspil um síðasta lausa sætið. Til þess að Ísland eigi möguleika verða okkar konur að vinna leikina þrjá sem þær eiga eftir í riðlinum og vonast eftir hagstæðum úrslitum annars staðar.
Fyrir leik
Glódís Perla verður í byrjunarliði Íslands í kvöld en óvissa hefur verið með þátttöku hennar þar sem hún hefur verið að glíma við meiðsli. Hún virðist hafa hrist þau af sér og mun því vera á sínum stað í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Ég er að reyna að læra á Twitter og hef augun opin fyrir færslum um þennan mikilvæga leik.
Fyrir leik
Annars er bara líf og fjör í Laugardalnum. Fallegt verður, örlítil gola og síðsumarsól. Bæði lið virðast einbeitt í sinni upphitun og eru í þessum rituðu orðum að skjóta á mark. Styttist í að þau skokki inn í lokaundirbúninginn.
Fyrir leik
10 mínútur í þetta. Liðin eru að græja sig og eru væntanleg út á völl eftir smá.
Fyrir leik
Liðin eru klár og mætt út á völl í fylgd efnilegra fótboltastúlkna. Nú hlýðum við á þjóðsöngvana.
Áfram Ísland!! Minni á landsleikinn hjá stelpunum sem er að fara byrja #fotbolti #KomaSvo
— Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 21, 2014
1. mín
Jæja. Þetta er byrjað. Ísland hefur leik og sækir í átt að félagsheimili Þróttar.
Koma svo! Áfram Ísland!
Koma svo! Áfram Ísland!
2. mín
Ísland byrjar betur og fær horn. Hallbera smellir stórhættulegum bolta fyrir en leikmenn Íslands ná ekki til boltans.
4. mín
Aftur fær Ísland horn og aftur kemur Hallbera með hættulegan bolta fyrir. Danir ná hinsvegar boltanum og bruna í skyndisókn sem endar með skoti Johönnu Rasmussen, beint á Þóru.
6. mín
Fanndís kemst upp hægra megin og á eitraða sendingu fyrir sem fer framhjá Dönunum en Dagný missir af boltanum. Þetta hefði hæglega getað orðið að marki.
13. mín
Þetta byrjar nokkuð fjöruglega. Nú á Rakel Hönnudóttir skalla hátt yfir eftir ágætis uppspil íslenska liðsins.
15. mín
Flott sókn. Sara rennir boltanum út til vinstri á Hallberu sem reynir fyrirgjöf en Petersen kýlir hann í horn. Dagný á svo hættulegan skalla, rétt yfir, eftir hornspyrnuna.
17. mín
Dagný laumar boltanum inn á Hörpu sem er komin í fínt færi en lætur Petersen verja frá sér. Ísland þarf að fara að nýta þessa sénsa!
18. mín
Aftur stórhættulegt færi. Fanndís rennir boltanum út á Söru Björk sem skýtur yfir úr teignum.
Besta sem ég hef séð til íslenska liðsins mjööög lengi. Frábærar fyrstu 20. Danir í miklu basli. #canada2015
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) August 21, 2014
28. mín
Díses kræst! Þarna munar engu. Rakel kemur boltanum fyrir á Dagnýju sem skýtur að marki. Petersen ver frábærlega en boltinn endar hjá Fanndísi sem á skot í varnarmann og aftur fyrir.
40. mín
Færunum hefur aðeins fækkað síðustu 10 mínúturnar en nú rétt í þessu á Fanndís ágæta skottilraun með vinstri fæti. Boltinn fer þó vel framhjá.
45. mín
Fyrri hálfleik lýkur á svakalegum skalla Sofie Junge Pedersen í þverslánna og niður á marklínu. Danir vilja meina að boltinn hafi verið inni og mér sýnist þær eiga nokkuð til síns máls. Leikurinn heldur áfram og Teodora Albon flautar fljótlega í kjölfarið til hálfleiks.
Þetta var bullandi mark hjá Dananum #fotbolti
— Óttar Steingrímsson (@OttarSt) August 21, 2014
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og Ísland byrjar af krafti. Frammistaðan í fyrri hálfleik var fín. Nú vantar bara markið!
51. mín
Dönsku stúlkurnar gera sig líklegar. Þóra ver boltann út í teig og sóknarmaður Dana er nálægt því að ná til hans. Íslensku stúlkurnar ná sem betur fer að koma boltanum frá. Þetta er hörkuspennandi leikur!
Þóra Helga með mun betri markspyrnu en margur karlmaðurinn #fotbolti
— bjartmar (@bbirnir) August 21, 2014
55. mín
Inn:Katrine Veje (Danmörk)
Út:Johanna Rasmussen (Danmörk)
Lærimey Elísabet Gunnarsdóttur hjá Kristianstad fer útaf og Veje kemur inná í hennar stað.
58. mín
MARK!
Pernille Harder (Danmörk)
Danir komast yfir. Það er Pernille Harder sem skorar með fallegu skoti.
59. mín
Það er virkilega dýrkeypt að nýta ekki færin sín og nú er róðurinn orðinn þungur fyrir íslenska liðið. Stelpurnar okkar eru samt að spila ágætlega og enn er hálftími til stefnu. Vonum að þær nái að jafna metin.
65. mín
Inn:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Ísland)
Út:Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Glódís þarf að fara af velli. Í hennar stað kemur Arna Sif Ásgrímsdóttir en hún er að spila sinn fyrsta A-landsleik.
66. mín
Enn og aftur skapast hætta eftir íslenska hornspyrnu. Nýliðinn Arna Sif skallar boltann niður fyrir fæturnar á Dagnýju en Petersen er á undan í boltann.
Inná með Margréti Láru! Já mér er drullusama hvort hún er ólétt eða ekki. Hún er goalscorer! #fotbolti #kvkísland
— Gudmundur Gudjonsson (@Studmundur) August 21, 2014
77. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Hólmfríður fær tæpt korter til að hafa áhrif á leikinn.
Ef það er eitthvað sanngjarnt í þessu þá vinnur Ísland þennan leik.
#fotbolti #MikluBetri #HættiðessuDútliogskorið
— Hjörtur Atli (@HjorturAtli) August 21, 2014
87. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland)
Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Sóknarmaður fyrir sóknarmann. Marka-Metta fær að spreyta sig á lokamínútunum.
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega en náði sér ekki á almennilegt flug í seinni hálfleik. Gestirnir nýttu færin sín betur og taka stigin þrjú. Með sigrinum fara Danir upp fyrir Ísland og upp í 2. sæti riðilsins og draumur Íslands um sæti á HM að ári er úti.
Umfjöllun og viðtöl birtast hér á síðunni síðar í kvöld.
Umfjöllun og viðtöl birtast hér á síðunni síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Stina Lykke Petersen (m)
2. Line Röddik Hansen
4. Sofie Junge Pedersen
5. Simone Boye Sörensen
6. Karen Holmgaard
7. Sanne Troelsgaard
8. Theresa Nielsen
9. Nanna Christiansen
('86)
10. Pernille Harder
13. Johanna Rasmussen
('55)
17. Nina Frausing Pedersen
Varamenn:
16. Camilla Marie Simonsen (m)
3. Janni Arnth Jensen
11. Katrine Veje
('55)
12. Lotte Troelsgaard
14. Luna Gewitz
15. Mie Leth Jans
('86)
18. Ida Karstoft
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: