City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
2
0
Valur
Ásgeir Eyþórsson '38 1-0
Oddur Ingi Guðmundsson '72 , víti 2-0
24.08.2014  -  18:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Smá gola og rigning. Völlurinn flottur
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 753
Maður leiksins: Oddur Ingi Guðmundsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f) ('40)
4. Finnur Ólafsson
7. Gunnar Örn Jónsson ('51)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
25. Agnar Bragi Magnússon ('62)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Hinrik Atli Smárason
10. Andrés Már Jóhannesson ('51)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal

Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Andrés Már Jóhannesson ('66)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Vals í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Fylkismenn eru í dag að leika síðasta leikinn í ótrúlegri heimaleikjahrinu sinni en þetta er sjöundi heimaleikur liðsins í röð.

Fyrir leikinn er Fylkir með 18 stig í 8. sæti deilarinnar en Valsmenn eru með 21 stig í 5. sætinu.
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason reiknar með jafntefli í leiknum í dag.

,,Fylkismenn ljúka sjö leikja heimaleikjahrinu sinni með ellefu stig sem er viðunandi uppskera í lautinni. Albert Brynjar Ingason skorar mark Fylkismanna en Patrik Pedersen skorar fyrir Val," segir Hjörvar í spá sinni fyrir umferðina.
Fyrir leik
Hinn 19 ára gamli Anton Ari Einarsson byrjar í markinu hjá Val en Fjalar Þorgeirsson er á bekknum gegn sínum gömlu félögum.

Anton Ari verður tvítugur á morgun en hann var á láni hjá Tindastóli í 1. deildinni fyrri hluta tímabils eftir að hafa leikið með Aftureldingu í fyrra.

Haukur Páll Sigurðsson kemur inn í lið Vals eftir að hafa misst af síðasta leik þar sem hann var á fæðingardeildinni. Kolbeinn Kárason kemur einnig inn í liðið en þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Iain Williamson fara á bekkinn.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, heldur sig við sama lið og sigraði Þór 4-1 í vikunni. Varnarmaðurinn Kristján Hauksson er á bekknum hjá Fylki í dag en hann hefur ekkert verið með liðinu í sumar.
Fyrir leik
Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis tekur daginn snemma og er mættur út að hita rúmum 50 mínútum fyrir leik.
Fyrir leik
DJ Kristján Gylfi sér um tónlistina í Árbænum í dag. Hann spilar Justin Timberlake í tilefni dagsins. Eflaust einhverjir sem ætla að skella sér á leikinn í Árbænum og þaðan beint á Justin í Kórnum. Þar á meðal er Magnús Kjartan Eyjólfsson á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er mættur. Fyrsta heimsókn hans í Árbæinn síðan að nýja stúkan var vígð. Það segir allavega Þorsteinn Lár, vallarþulur og frændi Geirs.
Fyrir leik
Þorsteinn Lár er mættur á græjurnar og hann hendir að sjálfsögðu XXX Rottweiler í gang. ,,Þér er ekki boðið!"
Fyrir leik
Blaðamaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson er á sjoppuvaktinni í dag. Mælum með að áhorfendur kíki til Benna í sjoppunni.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp sem og dómararnir. Valdimar Pálsson er með flautuna í dag og þeir Jan Eric Jessen og Birkir Sigurðarson eru honum til aðstoðar.
Fyrir leik
Menn í fréttamannastúkunni hafa gefið út spá sína fyrir leikinn.

Flestir á því að Fylkismenn muni hafa betur í dag.

Kristján Jónsson, Morgunblaðið
Fylkir 1 - 0 Valur

Magnús Kjartan Eyjólfsson, Stöð 2 Sport
Fylkir 2 - 0 Valur

Árni Jóhannsson
Fylkir 1 - 1 Valur

Þorsteinn Lár, Vallarþulur
Fylkir 3 - 1 Valur

Fyrir leik
Takið þátt í umræðunni á Twitter yfir leiknum með því að nota #fotboltinet
Fyrir leik
Valsmenn í bláum varabúningum í dag. Fylkismenn í hefðbundnum appelsínugulum.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
4. mín
Billy Berntsson með flotta fyrirgjöf en Patrick Pedersen hittir boltann ekki nægilega vel. Bjarni ver örugglega.

12. mín
Valsmenn meira með boltann og öllu líklegri í byrjun.
20. mín
Rólegt yfir þessu. Valsmenn eru með smá golu í bakið og nú er byrjað að rigna í Árbænum. Þakið í stúkunni gerir góða hluti fyrir þá áhorfendur sem eru mættir.
28. mín
Ekkert að gerast á vellinum. Í sjoppunni er Benedikt Bóas mest að selja kaffi....enda frekar kuldalegt.
30. mín
Bjarni Ólafur Eiríksson í dauðafæri eftir hornspyrnu! Bjarni á þrumuskot sem Tómas Joð nær að komast fyrir. Bjarni fær boltann svo aftur en þá fer skotið framhjá. Besta færi leiksins hingað til.
33. mín
Það er að lifna yfir þessu. Fyrsta marktilraun heimamanna. Ásgeir Eyþórsson með skalla framhjá eftir aukaspyrnu.
38. mín MARK!
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Finnur Ólafsson
Ásgeir Eyþórsson skorar með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Hann fær þungt höfuðhögg í kjölfarið og leikmenn koma hlaupandi að honum áhyggjufullir.

Ljóst að Ásgeir spilar ekki meira í þessum leik. Þetta lítur ekki vel út.
39. mín
Bjarni Þórður markvörður kemur hlaupandi að stúkunni og lætur vita að það sé í lagi með Ásgeir. Hann er síðan borinn af velli.
40. mín
Inn:Kristján Valdimarsson (Fylkir) Út:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Kristján kemur inn í vörnina fyrir Ásgeir.
44. mín
Sjúkrabíll er kominn að sækja Ásgeir. Hann stendur sjálfur upp af sjúkrabörunum og áhorfendur klappa í kjölfarið.

45. mín
Hálfleikur Mark Ásgeirs eftir hornspyrnu skilur liðin að. Frekar tíðindalítill hálfleikur að baki, sérstkalega framan af.

46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
47. mín
Viktor Lekve kemur með fréttir af Ásgeiri Eyþórssyni. Ásgeir rotaðist þegar hann lenti í höfuðhögginu eftir markið en talið er að varnarmaður Vals hafi sparkað í hausinn á honum. Þegar Ásgeir rankaði við sér mundi hann nafnið sitt en hann gat þó með engu móti sagt frá því hvaða dagur væri. Hann var hins vegar hæstánægður með markið!
50. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll ennþá að basla með meiðsli virðist vera.
51. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir)
Fylkismenn fylgja fordæmi Valsmann. Leikmaður 7 út og 10 inn.
55. mín
Albert Brynjar nýtir sér vandræðagang í vörn Vals og kemst í gegn. Anton Ari nær að trufla hann með því að slá boltann aðeins til hliðar og Albert á síðan skot í hliðarnetið.
61. mín
Andrés Már með þrumuskot fyrir utan vítateig sem Anton ver til hliðar. Anton nær síðan að grípa boltann aftur áður en Fylkismenn ná til hans.
62. mín
Inn:Kristján Hauksson (Fylkir) Út:Agnar Bragi Magnússon (Fylkir)
Agnar Bragi fer meiddur af velli. Báðir miðverðir Fylkis búnir að meiðast í dag. Kristján Hauksson kemur inn á í fyrsta leik sínum í sumar.
65. mín
Fylkismenn aðgangsharðir eftir hornspyrnu en Valsmenn ná að komast fyrir hvert skotið á fætur öðru. Árbæingar mun líklegri þessa stundina.
66. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
67. mín
Bjarni Ólafur Eiríksson með stórkostlega sendingu á Patrick Pedersen sem kemst í dauðafæri en Bjarni Þórður ver vel. Sigurður Egill nær frákastinu en skot hans fer í varnarmann.
70. mín Gult spjald: Kolbeinn Kárason (Valur)
Sparkar aftan í Stefán Ragnar.
71. mín
VÍTASPYRNA! Tonny Mawejje tæklar Andrés Má niður. Andrés tók boltann á kassann og lék á Tonny við vítateigslínuna. Úgandamaðurinn tæklaði Andrés og vítaspyrna réttilega dæmd.
72. mín Mark úr víti!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Oddur Ingi skorar með föstu skoti á mitt markið. Anton var farinn í hægra hornið.
73. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)

74. mín
Ásgeir Örn í mjög góðu færi en skot hans langt framhjá, nánast í innkast!

79. mín
Vitlaust innkast hjá Tonny Mawejje. Lýsandi fyrir leik Vals í dag.

82. mín Gult spjald: Billy Berntsson (Valur)
Hrinti Ragnari Braga þegar Fylkismenn voru á leið í skyndisókn. Valdimar beitti hagnaðarreglunni en spjaldaði síðan Billy þegar boltinn fór loksins úr leik.
84. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
85. mín
753 áhorfendur á vellinum í dag. Aðrir Árbæingar líklega á tónleikum með Justin Timberlake.
90. mín Gult spjald: Tonny Mawejje (Valur)
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Fylkismanna sem eru komnir upp að hlið Valsmanna með 21 stig í 5. sæti deildarinnar! Nánari umfjöllun á eftir.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('50)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson ('84)
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
3. Iain James Williamson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('73)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('50)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('84)
14. Gunnar Gunnarsson
22. Darri Sigþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tonny Mawejje ('90)
Billy Berntsson ('82)
Kolbeinn Kárason ('70)

Rauð spjöld: