City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
1
2
KR
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '13 , misnotað víti 0-0
0-1 Baldur Sigurðsson '49
0-2 Kjartan Henry Finnbogason '56
Haukur Baldvinsson '77 1-2
25.08.2014  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
6. Arnþór Ari Atlason
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Orri Gunnarsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('66)
14. Halldór Arnarsson
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('61)

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Sigurður Þráinn Geirsson
8. Aron Þórður Albertsson ('66)
11. Ásgeir Marteinsson
13. Ósvald Jarl Traustason
33. Alexander Már Þorláksson ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik Fram og KR í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Fram er með 15 stig í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn en KR-ingar eru í 3. sæti, sjö stigum á eftir Stjörnunni og sex stigum á eftir FH. Stjarnan hefur þó leikið einum leik meira.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar var afar fjörugur en þá unnu KR-ingar 3-2 í Vesturbænum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason spáir KR sigri í kvöld.

,,KR-ingar vilja fá að vera með í toppbaráttu partýinu. Þeir sigra þennan leik 1-3. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skorar mark Fram. Kjartan Henry Finnbogason skorar tvö og Gary John Martin eitt fyrir Vesturbæinga sem eiga hlýjar minningar úr Laugardalnum."
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Jóhannes Karl Guðjónsson er ekki með Fram í kvöld vegna leikbanns.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn
3. mín
Rólegar upphafs mínútur og eru liðin að þefa hvort af öðru.
5. mín
KR-ingar eru meira með boltann en hafa ekki enn náð að skapa sér færi. Framarar liggja nokkuð aftarlega.
6. mín
Fyrsta skot leiksins kemur frá Orra Gunnarssyni en það fer yfir markið. Ekki mikil hætta á ferðum.
9. mín
Fyrsta alvöru tilraun KR í leiknum, Atli Sigurjónsson skítur yfir fyrir utan teig.
12. mín
Fram fær víti!
13. mín Misnotað víti!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
Grétar togaði Guðmund niður og Guðmundur fór sjálfur á punktinn.

Spyrnan var mjög slök og átti Stefán Logi ekki í töluverðum vandræðum með að verja.
14. mín
Grétar Sigfinnur með skot eftir hornspyrnu en það yfir og ekki hættulegt. Hann þurfti að teygja sig í boltann og var skotið eftir því.
17. mín
Haukur Baldvinsson með skot úr teignum en það fer hátt yfir markið.
19. mín
Gary Martin í rosalegu færi, boltinn berst til hans frá Kjartani Henry og er hann fyrir opnu marki nánast en hittir boltann illa.
20. mín
Haukur Baldvinsson með skemmtilega hælsendingu beint á Arnþór Ara sem er í fínu færi í teginum en skot hans yfir. Meira fjör að færast í þetta núna.
22. mín
Viktor Bjarki í fínu færi og nær föstu skoti sem Stefán Logi ver í horn.
24. mín
Framarar hafa verið sterkari síðustu tíu mínútur eða svo og eru að skapa sér fleiri færi.
30. mín
Það hefur aðeins róast í þessu eftir mjög fjörugar mínútur. Gunnar Þór Gunnarsson tók rétt í þessu skot af mjög löngu færi sem fór framhjá markinu en tilraunin var góð.
31. mín
Kjartan Henry hársbreidd frá því að ná til knattarins inn í markteig eftir fyrigjöf frá Balbi.
32. mín
Arnþór Ari með skalla í stöngina, Stefán Logi virtist misreikna sig því hann hélt augljóslega að boltinn væri á leiðinni framhjá og lét hann fara. KR rétt slapp þarna.
36. mín
Viktor Bjarki í fínu færi eftir skyndisókn hjá Fram en skot hans fer í innkast.
40. mín
Jafn leikur þessa stundina og lítið um færi.
45. mín Gult spjald: Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Fyrir að stoppa skyndisókn Framara.
45. mín
Hálfleikur

Framarar verða svekktari með að vera ekki yfir miðað við færin.
45. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað
48. mín
Haukar Heiðar með fyrstu tilraun seinni hálfleiks, skot hans utan teigs fer í varnarmann og KR fær hornspyrnu.
49. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Stoðsending: Aron Bjarki Jósepsson
MAAAAAAAAARK!!

Baldur Sigurðsson klárar upp í þaknetið frá markteig eftir hornspyrnuna.
52. mín
Aron Bjarnason hleypur á KR vörnina og tekur skot sem Stefán Logi ver mjög vel í horn.
54. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR) Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
56. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Maaaaaaaaaaaark!!
Gary Martin tekur aukaspyrnu beint á kollinn á Kjartan Henry sem er grunnsamlega einn inni á teig. Skelfileg dekkning.
59. mín
Einar Bjarni með fínt skot rétt utan teigs sem Stefán Logi ver vel.
60. mín
Gary Martin með skot sem Denis á í erfiðleikum með en nær að halda í annari tilraun.
61. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
Guðmundur ekki með sinn besta leik, vægast sagt.
62. mín
Atli Sigurjónsson er búinn að vera að spila á miðri miðjunni og er búinn að vera mjög góður.

Hann átti rétt í þessu skot sem Denis nær að verja.
65. mín
Einar Bjarni aukaspyrnu af um 28 metra færi sem fer framhjá markinu.
66. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
69. mín
Gary Martin með flottan sprett upp völlinn. Hann fór illa með vörn Framara áður en hann á skot sem Cardaklija nær að verja.

Þetta hefði orðið gullfallegt mark.
75. mín
Alexander Már liggur eftir samstuð við Kjartan Henry.

Ég er 99% viss um að þetta hafi verið algjört óviljaverk hjá Kjartani en höndin á honum fór á andlitið á Alexander.
77. mín MARK!
Haukur Baldvinsson (Fram)
Stoðsending: Aron Bjarnason
MAAAAAAAAAARK!!

Haukur með aukaspyrnu langt utan af velli sem fer í gegnum allan pakkann og í hornið.
78. mín
Vá, þvílíkur viðsnúningur sem þetta hefði orðið, Arnþór Ari með rosalegt skot af um 25 metrum sem fer í slánna.

Framarar virkilega óheppnir að janfa ekki leikinn á tveimur mínútum.
82. mín
Það hefur heldur betur lifnað yfir Fram eftir markið. Það skildi þó aldrei vera að við fengum jöfnunarmark.
88. mín
Lítið gerst síðustu mínútur, Framarar urðu sterkari eftir jöfnunarmarkið en KR-ingar hafa varist mjög vel og hafa heimamenn ekki fengið nein alvöru færi.
90. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Gary Martin (KR)
90. mín
Atli Sigurjóns kemst einn gegn Cardaklija en skotið hans fer rétt framhjá.

Þarna hefði Atli getað fullkomnað góðan leik sinn.
Leik lokið!
KR sigur staðreynd.

Viðtöl og umfjöllun á leiðinni.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('54)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin ('90)
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Egill Jónsson
11. Emil Atlason ('90)
11. Almarr Ormarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('54)
26. Björn Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gonzalo Balbi Lorenzo ('45)

Rauð spjöld: