Fjölnir
1
1
Keflavík
0-1
Jóhann Birnir Guðmundsson
'3
Þórir Guðjónsson
'19
1-1
25.08.2014 - 18:00
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 214
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 214
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson
('76)
10. Aron Sigurðarson
('86)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee
('86)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson
17. Magnús Pétur Bjarnason
22. Ragnar Leósson
('76)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ragnar Leósson ('88)
Þórir Guðjónsson ('72)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Grafarvogur! Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og Keflavíkur í Pepsi-deildinni en Kristinn Jakobsson flautar til leiks klukkan 18:00. Gunnar Sverrir Gunnarsson og Steinar Berg Sævarsson eru aðstoðardómarar kvöldsins.
Fyrir leik
Eftir ágætis byrjun á mótinu hafa bæði lið stimplað sig inn í fallbaráttu. Fjölnir er markatölunni frá því að vera í fallsæti en Keflvíkingar eru aðeins þremur stigum fyrir ofan.
Fyrir leik
Haraldur Freyr Guðmundsson, miðvörður og fyrirliði Keflavíkur, og miðjumaðurinn Einar Orri Einarsson taka út leikbann í kvöld vegna uppsafnaðra áminninga. Tveir lykilmenn í liðinu.
Fyrir leik
1-1 var niðurstaðan þegar Keflavík og Fjölnir áttust við í Keflavík í fyrri umferðinni. Hörður Sveinsson kom Keflavík yfir en Christopher Paul Tsonis jafnaði á 83. mínútu.
Fyrir leik
Ragnar Leósson, stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar, fer á bekkinn hjá Fjölni en Mark Magee kemur inn í liðið frá því í leiknum gegn KR.
Haraldur Freyr Guðmundsson er í leikbanni hjá Keflavík og þá er Magnús Þórir Matthíasson einnig fjarverandi. Ray Anthony Jónsson og Halldór Kristinn Halldórsson koma inn í liðið fyrir þá auk þess sem Bojan Stefán Ljubicic kemur inn fyrir Sigurberg Elísson frá því í síðasta leik gegn FH.
Eftir ágætis byrjun á mótinu hafa bæði lið stimplað sig inn í fallbaráttu. Fjölnir er markatölunni frá því að vera í fallsæti en Keflvíkingar eru aðeins þremur stigum fyrir ofan.
Haraldur Freyr Guðmundsson er í leikbanni hjá Keflavík og þá er Magnús Þórir Matthíasson einnig fjarverandi. Ray Anthony Jónsson og Halldór Kristinn Halldórsson koma inn í liðið fyrir þá auk þess sem Bojan Stefán Ljubicic kemur inn fyrir Sigurberg Elísson frá því í síðasta leik gegn FH.
Eftir ágætis byrjun á mótinu hafa bæði lið stimplað sig inn í fallbaráttu. Fjölnir er markatölunni frá því að vera í fallsæti en Keflvíkingar eru aðeins þremur stigum fyrir ofan.
3. mín
MARK!
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Bojan Stefán Ljubicic
Stoðsending: Bojan Stefán Ljubicic
Eftir góðan sprett Bokan braut Matthew Turner á honum. Jóhann Birnir bjó sig undir að taka spyrnuna en hætti við og fór í teiginn. Það bar árangur þegar Bojan sendi góðan bolta inn í og Jóhann skallaði inn á nærhornið.
12. mín
Það hefur verið leikið fast hér í upphafi og Kiddi Jak þurft að blása, rétt eins og vindurinn í Grafarvogi.
14. mín
Sending fyrir sem ratar á Gunnar Má sem kemur boltanum fyrir á Þóri Guðjónsson sem hittir ekki markið í hálffæri.
15. mín
Fjölnismenn eru að vakna hérna og leita mikið að Aroni Sigurðarsyni. Keflvíkingar eru að kýla þegar þeir fá boltan.
16. mín
Þórir með hörkuskot sem Jonas varði út í teiginn. Gunnar Már komst í boltann og tæklaði að marki en Jonas bjargaði í horn.
19. mín
MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Mark Charles Magee
Stoðsending: Mark Charles Magee
Maaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaark! Frábær sókn hjá Fjölni. Mark fær boltan upp í hornið og átti frábæra fyrirgjöf á Þóri Guðjónsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi.
22. mín
Keflvíkingar vildu víti eftir að Elías var í basli við að taka boltann niður í teig Fjölismanna og virtist boltinn fara í hendina á varnarmanni heimamanna. Lítið fyrir minn smekk.
24. mín
Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Gunnar Már með tilþrif eftir horn og fíflaði Frans sem brást við með að tækla Gunnar niður. Gunnar gaf honum fæf en Kiddi Jak gaf honum gult.
25. mín
Heyrst hefur í tambórínu og melódikku hér í Grafarvogi en minna í áhorfendum. Gestirnir eru þó hvattir til dáða frekar en heimamenn.
27. mín
Guðmundur Karl átti flotta sendingu á Aron sem kom inn á völlinn af vinstri kantinum og þrumaði framhjá. Fín sókn.
28. mín
Nú var það Elías sem skaut. Bojan sendi fram og fór boltinn í varnarmann áður en Elías náði til hans. Skotið fast en framhjá.
29. mín
Elías fékk viku til að gefa frá sér boltann en nýtti hana ekki og skaut úr erfiðu færi yfir markið. Kristján Guðmunds kallaði á völlinn að hann ætti að spila boltanum.
31. mín
Sorglega léleg hornspyrna skilaði klafsi í teig Fjölnis sem endaði með skoti framhjá markinu.
32. mín
Aron Heiðdal virtist meiða sig en heldur áfram. Ég hélt að þetta innlegg yrði markverðara en svo varð ekki.
34. mín
Frans Elvarsson á erfitt uppdráttar á miðjunni og braut klaufalega af sér úti á velli. Fjölnismenn áttu tvö færi í kjölfarið og það síðara Aron Sigurðarson en Jonas sá við honum.
37. mín
Keflavík fengu tvær hornspyrnur í röð. Sú síðari endaði á kollinum á Herði sem skallaði framhjá úr dauðafæri.
39. mín
Kristján Guðmunds lætur í sér heyra og er ósáttur með sína menn. Hann er hins vegar með milljón dala húfu.
39. mín
Fyrirgjöf hjá Fjölni og Þórður Guðjóns nær skalla sem er of laus til að valda Jonas vandræðum.
40. mín
Nú snýr Kristján sér að bekknum og segir Keflvíkingum að hætta að öskra. Maður hefur oft séð KG rólegri en einmitt núna.
42. mín
Hörður Sveins veiðir Gunnar Má í gildri og fær auka á miðjum velli. Keflvíkingar stilla upp áður en léleg spyrna fer aftur fyrir.
43. mín
Enn er Matthew að spyrna fyrir. Guðmundur Karl rétt nær kominn í boltann áður en bjargað var í horn. Ekkert varð úr horninu.
45. mín
Guðmundur Böðvar verður ekki kallaður Böddi löpp eftir þetta skot en hann tók hann á lofti og hitti hann illa. Ekkert annað að gera en að reyna skotið en á rammann fór það ekki.
45. mín
Tómas Meyer er á vellinum og ætlar að taka viðtöl á eftir. Hann er gríðarlega vel stemmdur og ætlar ekki að segja Gústi púst á eftir.
45. mín
Það eru 214 manns á vellinum í kvöld en það er einmitt svipaður fjöldi og var í hverjum strætó á JT tónleikunum í gær.
45. mín
Þar sem hjartað slær ómar í Grafarvogi. Það sem Maggi Már væri peppaður ef hann væri að skrifa um leikinn.
46. mín
Aukaspyrna strax á þokkalegum stað. Jóhann Birnir tók en Þórður sló í innkast. Vel gert hjá báðum.
47. mín
Hörður Sveins í ágætis færi en skaut yfir. Keflvíkingar byrja hálfleikinn betur.
52. mín
Gunnar Már tók boltann niður eftir fyrirgjöf og barst boltinn á Þóri. Heldur klafsaralegt og náði Þórir ekki að skapa hættu þrátt fyrir að vera inni í markteig.
54. mín
Nú ætla ég að gera veðurperrum til geðs: Það er að bæta aðeins í bæði úrkomu og vind hérna hjá okkur.
57. mín
Hilmar sat eftir þegar Fjölnismenn sóttu. Boltinn fór svo út á Guðmund Böðvar sem þrumaði án þess að hitta markið.
58. mín
Bojan vinnur hornspyrnu sem hann tekur sjáfur. Boltinn datt niður í markteignum en Fjölnismenn náðu að hreinsa.
62. mín
Elías Már vann langan bolta og fiskaði aukaspyrnu. Jóhann Birnir þrumaði að marki en Þórður sló boltann í horn. Hann var þó ekki á leið á markið en Þórður tók engan séns. Hornspyrnuæfingar Keflavíkur tóku síðan við án árangurs.
63. mín
Brotið á Aroni í vallarhelmingi Keflavíkur og ætlaði Kiddi að beita hagnaði. Hagnaðurinn var þó enginn og hefði hann betur flautað.
65. mín
Aron allt í öllu! Nú skallaði hann rétt framhjá. Fjölnismenn líklegri síðustu mínútur.
72. mín
Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Svokallað svekkelsisbrot eftir að Þórir var í vandræðum. Þó ekki gróft en alltaf spjald.
75. mín
Hornspyrna og Bergsveinn með dauðaskalla! Jonas ver og Keflavík fer í sókn og skaut Elías yfir.
78. mín
Inn:Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík)
Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
83. mín
Elías Már kominn á hættusvæði og hvort sem þið trúið því eða ekki gaf hann ekki boltann og skaut í varnarmann.
84. mín
Þórður Ingason með gabbhreyfingar í eigin teig. Fólk tekur andköf en hann er sultuslakur yfir þessu öllu saman.
88. mín
Aukaspyrna og vinnur Elías Már horn með skalla sínum. Bojan tekur hornið en nær ekki að skapa hættu.
90. mín
Sigurbergur með sendingu út til hægri á Elías. Hann klappaði aðeins og skaut síðan framhjá.
92. mín
Keflvíkingar vilja þetta meira. Sindri með aukaspyrnu af miðjum velli en Gunnar Már skallar frá.
Byrjunarlið:
Jóhann Birnir Guðmundsson
('78)
Hilmar Þór Hilmarsson
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson
('87)
11. Bojan Stefán Ljubicic
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
13. Unnar Már Unnarsson
22. Leonard Sigurðsson
29. Fannar Orri Sævarsson
Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson
Gul spjöld:
Aron Grétar Jafetsson ('63)
Frans Elvarsson ('24)
Rauð spjöld: