Fyrir leik
Velkomin í Fossvoginn! Framundan er leikur Víkings og FH i Pepsi-deildinni. FH er í öðru sæti, stigi á eftir Stjörnunni, en á þennan leik inni á Garðabæjarliðið og getur því komið sér á toppinn.
Fyrir leik
Víkingar eru sem stendur í fjórða sæti en það sæti mun gefa sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðið er ákveðið í því að fara ekki neðar á töflunni.
Fyrir leik
Kassim "The Dream" Doumbia er mættur aftur í leikmannahóp FH eftir leikbann. Það eru mikil gleðitíðindi fyrir Hafnfirðinga enda hefur Draumurinn verið einn besti leikmaður tímabilsins. Hann var valinn leikmaður umferða 1-11 af Fótbolta.net.
Fyrir leik
Aron Elís Þrándarson hefur verið langt frá sínu besta í síðustu leikjum. Ljóst er að hann þarf að stíga upp og eiga flottan leik ásamt lykilmönnunum Ingvari Kale og Igor Taskovic ef heimamenn ætla að fá eitthvað út úr leiknum.
Fyrir leik
FH vann 1-0 sigur þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni. Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en sá leikur var alls ekki nægilega fjörugur. Við heimtum meira stuð í kvöld!
Fyrir leik
Víkingar hafa áhyggjur af því að leikur Manchester City og Liverpool muni draga úr aðsókn í Víkina í kvöld. Það verður þó vonandi flott mæting eins og verið hefur í Víkina í allt sumar.
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason spáir 0-5:
Ef marka má leik Víkinga gegn ÍBV þá eru þeir hættir en á meðan vex FH-ingum ásmeginn og verða bara betri og betri.
Fyrir leik
Dómararnir eru mættir út á völl að skoða aðstæður. Snyrtilegir og allir í gráum jakkafötum. Þorvaldur Árnason er með flautuna í kvöld. Frosti Viðar Gunnarsson og Smári Stefánsson eru aðstoðardómarar. Sérlegur skiltadómari er Ívar Orri Kristjánsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Aron Elís Þrándarson er kominn á bekkinn hjá Víkingi en hann hefur verið langt frá sínu besta í síðustu leikjum. Víkingur tapaði fyrir ÍBV í síðustu umferð.
Fyrir leik
Kassim "The Dream" Doumbia mætir aftur í byrjunarlið FH eftir leikbann en Brynjar Ásgeir Guðmundsson fer á bekkinn. Það er eina breytingin frá síðasta leik sem var 2-0 sigurleikur gegn Keflavík.
Fyrir leik
Fyrstur út að hita er indverski prinsinn, Ingvar Kale markvörður Víkings. Annars er nokkuð haustlegt um að líta hérna í Víkinni en vallarsvæðið er á afar skjólgóðum stað og ekkert því til fyrirstöðu að kíkja á völlinn.
Valdar færslur af Twitter gætu birst í þessari textalýsingu. Notaðu kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður er mættur í stúkuna. Í fríi í kvöld en mættur að sjá sína menn. Hann er samt ekki mjög bjartsýnn á hagstæð úrslit.
Fyrir leik
Hilmar Þór Guðmundsson hjá KSÍ vildi ekki spá um úrslit en lofaði skemmtilegum fótboltaleik og hvetur alla að skella sér á völlinn, þessi enski bolti er hvort sem er nýbyrjaður.
Fyrir leik
Halldór Smári Sigurðsson er farinn út í skóla og ekki með í kvöld. Hann var í byrjunarliðinu gegn ÍBV. Áhorfendur eru farnir að tínast í stúkuna og Óli Þórðar er að taka saman keilurnar. Það styttist í þetta.
Fyrir leik
Zoran-vaktin: Zoran Miljkovic er mættur í Víkina. Stjórnarmenn virðast hættir að nenna að reka þjálfara svo Zoran hefur haft það náðugt í sumar.
1. mín
LEIKURINN ER HAFINN - FH-ingar byrja með boltann en þeir sækja í átt að Víkingsheimilinu.
2. mín
Uppstillingarnar í kvöld:
Víkingur:
Kale
Dige - Igor - Löwing - Ívar
Kiddi Magg - Monaghan
Páll Olgeir
Abnett - Viktor - Pape
FH:
Robbi
Jón Ragnar - Pétur - Kassim - Jonathan
Davíð - Bói
Ingi - Emil - Óli
Lennon
9. mín
Steven Lennon átti fyrstu marktilraun leiksins. FH-ingar ógna talsvert hér í upphafi. Áttu hættulega aukaspyrnu rétt framhjá. Smá óöryggi yfir Víkingum í byrjun og spurning hvort FH nýti sér það.
13. mín
Aðeins að létta á pressunni sem FH setti á heimamenn í upphafi leiksins.
18. mín
FH-ingar mun meira með boltann þennan fyrsta kafla. Leikurinn er nánast bara spilaður á vallarhelmingi Víkinga. Útlit fyrir langt kvöld fyrir heimamenn ef þeir fara ekki að halda boltanum betur.
20. mín
Draumurinn sjálfur með skalla rétt yfir markið. Afskaplega öflugur í loftinu.
22. mín
Vandræðagangur hjá Víkingum! Boltinn komst á Emil Pálsson sem var í mjög flottu færi en skot hans máttlaust. Átti að gera betur þarna Emil.
27. mín
Þetta er að batna hjá Víkingum, eru farnir að ná fleiri sendingum á milli sín og komast aðeins framar á völlinn.
29. mín
Gult spjald: Igor Taskovic (Víkingur R.)
Igor kominn í svörtu bókina fyrir brot á Steven Lennon. Vallarþulnum fannst þetta mjög strangur dómur en hann er alls ekki hlutlaus.
34. mín
Viktor Jónsson fékk höfuðhögg og þarf aðhlynningu. Held að hann muni nú geta haldið leik áfram. Vonum það allavega. Strákurinn verið ansi óheppinn með meiðsli.
35. mín
Viktor getur haldið leik áfram.
37. mín
Gult spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Viktor Jónsson fékk frábæra sendingu frá Abnett og var að komast í dauðafæri þegar var brotið á honum rétt fyrir utan teig. Jón Ragnar var ekki aftastur og Viktor átti enn nokkuð eftir svo ég tel Þorvald hafa gert rétt.
38. mín
Aukaspyrnu-Ívar Örn Jónsson með aukaspyrnuna en skaut í samherja í veggnum og framhjá. Markspyrna.
41. mín
Áhorfendur hafa verið í betra skapi. Köllin inn á völlinn einkennast af tuði, dónaskap og dómarahrópum.
42. mín
Leikurinn hefur jafnast út eftir að FH réði lögum og lofum í byrjun. Það hefur hinsvegar verið lítið um almennileg marktækifæri.
45. mín
Hálfleikur - Bæði lið áttu hættulegar fyrirgjafir í lok hálfleiksins. Fyrst var Steven Lennon hársbreidd frá því að ná að pota tánni í boltann eftir fyrirgjöf frá hægri og svo náði Róbert Örn að handsama fyrirgjöf Abnett.
46. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Út:Páll Olgeir Þorsteinsson (Víkingur R.)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
49. mín
MARK!Michael Maynard Abnett (Víkingur R.)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
MAAAAARK!!!! Abnett geystist upp hægra meginn, Róbert skutlaði sér og Abnett setti hann inn við nærstöngina. Gegn gangi leiksins.
50. mín
MARK!Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
MAAAARK!!! FH jafnar strax! Ólafur Páll með fyrirgjöf frá hægri sem fann Ingimund, varnarleikur Víkings ekki sannfærandi og Ingimundur kláraði vel! Þvílík byrjun á seinni hálfleik.
53. mín
Til að taka af allan vafa þá var það Ingimundur sem jafnaði fyrir FH en ekki Lennon. Alvöru byrjun á þessum seinni hálfleik.
55. mín
Aron Elís kemur ákveðinn inn af bekknum og ógnin í sóknaraðgerðum heimamanna strax mun meiri. Hann renndi boltanum á Viktor rétt í þessu, Viktor sendi á Pape sem skaut yfir. Opið og skemmtilegt.
57. mín
Völlurinn blautur og menn nokkuð mikið að renna. Það eykur bara líkurnar á fleiri mistökum og fleiri mörkum í leikinn.
58. mín
Inn:Ventseslav Ivanov (Víkingur R.)
Út:Viktor Jónsson (Víkingur R.)
62. mín
Inn:Atli Guðnason (FH)
Út:Emil Pálsson (FH)
Emil fann sig engan veginn í kvöld. Slakur leikur hjá honum.
66. mín
MAAAARK.... NEI! Mark dæmt af FH. Frosti Viðar aðstoðardómari dæmir mark Steven Lennon af eftir að Þorvaldur dómari hafði dæmt það gilt. Lennon var að sleppa í gegn en Ingvar Kale kom út á móti og lenti saman við Lennon með þeim afleiðingum að hann lá eftir. Boltinn skoppaði í teignum og Lennon kom boltanum í netið með bakfallsspyrnu! FH-ingar fögnuðu markinu í nokkurn tíma áður en það var dæmt af. Held að niðurstaðan hafi verið rétt hjá dómurunum.
70. mín
Davíð Þór Viðarsson með fast skot sem fór framhjá. FH-ingar að ógna talsvert.
72. mín
Gult spjald: Ventseslav Ivanov (Víkingur R.)
DÝFA! Ivanov lét sig falla og fékk gult. Held að það hafi verið hárrétt mat hjá Þorvaldi.
74. mín
Inn:Sam Hewson (FH)
Út:Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
75. mín
Rautt spjald: Ventseslav Ivanov (Víkingur R.)
Varamaðurinn Ivanov með annað gult og þar með rautt... menn ekki alveg vissir um hvort seinna gula hafi verið fyrir brot eða fyrir kjaft. Sýndist Þorvaldur gefa merki um að spjaldið væri fyrir að fara út með olnbogann.
79. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH)
Út:Jón Ragnar Jónsson (FH)
Heimir bætir í sóknina.
83. mín
Inn:Stefán Bjarni Hjaltested (Víkingur R.)
Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
85. mín
MARK!Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
FRÁBÆR FYRIRGJÖF FRÁ ÓLAFI PÁLI! Beint á kollinn á markahrónum Atla Viðari Björnssyni sem skallaði þennan frábærlega inn.
87. mín
SJÁLFSMARK!Igor Taskovic (Víkingur R.)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
SJÁLFSMARK!!! Fyrirgjöf en misskilningur Ingvars Kale og Igor Taskovic sem gerir það að verkum að sá síðarnefndi setur boltann í eigið net. Hvað var Taskovic að spá? Einstaklega klaufalegt. Ljóst er að FH er að ná tveggja stiga forystu á toppnum.
92. mín
MARK!Stefán Bjarni Hjaltested (Víkingur R.)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
MAAAARK!!! Víkingar minnka muninn en þetta kemur of seint væntanlega. Laglega klárað hjá Stefáni þó. gefum honum hrós fyrir það.
Leik lokið!
Gætu orðið áhugaverð viðtöl úr þessum leik. Fylgist með.