
Inter
6
0
Stjarnan

Mateo Kovacic
'27
1-0
Mateo Kovacic
'33
2-0
Pablo Daniel Osvaldo
'47
3-0
Mateo Kovacic
'51
4-0
Mauro Icardi
'69
5-0
Mauro Icardi
'80
6-0
28.08.2014 - 18:45
San Siro | Inter vann fyrri leikinn 3-0
Umspil fyrir Evrópudeildina
Dómari: Harald Lechner (Austurríki)
San Siro | Inter vann fyrri leikinn 3-0
Umspil fyrir Evrópudeildina
Dómari: Harald Lechner (Austurríki)
Byrjunarlið:
30. Juan Pablo Carrizo (m)
5. Juan
6. Marco Andreolli
7. Pablo Daniel Osvaldo

10. Mateo Kovacic
('53)




20. Joel Obi
23. Andrea Ranocchia (F)
33. Danilo D'Ambrosio
55. Yuto Nagatomo

88. Hernanes
90. Yann M'Vila
Varamenn:
1. Samir Handanovic (m)
2. Jonathan
9. Mauro Icardi
('53)



13. Fredy Guarin
15. Nemanja Vidic
17. Zdravko Kuzmanovic
97. Bonazzoli
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Yuto Nagatomo ('90)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
9-0 endaði þetta samtals. Afskaplega auðveldur sigur Inter, eins og á æfingu hjá þeim í kvöld. Fyrirfram var vitað að þetta yrði ansi erfitt fyrir Stjörnuna enda mættu Garðbæingar til Ítalíu, með Bjarna Ben fremstan í flokki, til að hafa gaman.
90. mín
Gult spjald: Yuto Nagatomo (Inter)

Heimskulegt brot, algjör ásetningur. Hrinti Vemmelund.
80. mín
MARK!

Mauro Icardi (Inter)
Frábær stungusending á Icardi sem hristir af sér Vemmelund og skorar auðveldlega. Samanlagt 9-0.
76. mín
Stjarnan átt tvö skot, annað þeirra á markið en Carizzo varði. Inter átt 13 marktilraunir. Yfirburðir.
69. mín
MARK!

Mauro Icardi (Inter)
Frábært mark! Snýr af sér Rauschenberg og klárar með mögnuðu skoti. Það er verið að slátra Stjörnunni.
64. mín

Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Þorri og Heiðar 19 ára og fá hér að spila á San Siro. Alvöru dæmi.
Hvað hefur Mateo Kovacic á móti íslenskum liðum? Laða það besta fram úr Króatanum. #Zagreb #SanSiro
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) August 28, 2014
51. mín
MARK!

Mateo Kovacic (Inter)
Nagatomo fór illa með Vemmelund og sendi á Kovacic sem innsiglaði þrennu sína. Martraðabyrjun á seinni hálfleik!
47. mín
MARK!

Pablo Daniel Osvaldo (Inter)
Japaninn Yuto Nagatomo með frábæra fyrirgjöf og Osvaldo vann Daníel Laxdal auðveldlega í skallaeinvíginu og skoraði.
45. mín
Hálfleikur - Ansi brött brekka fyrir Stjörnuna en það væri ansi gaman ef liðið næði eins og einu marki í seinni hálfleik.
38. mín
Algjörir yfirburðir Inter og í raun bara spurning núna hvort liðið muni bæta við öðru marki fyrir hlé.
33. mín
MARK!

Mateo Kovacic (Inter)
Frábærlega gert hjá Kovacic! Eftir góða sendingu þá komst hann framhjá Daníel Laxdal eins og að drekka vatn og vippaði boltanum svo laglega yfir Ingvar Jónsson og í markið. 5-0 samtals.
27. mín
MARK!

Mateo Kovacic (Inter)
Inter hefur komist yfir! Króatinn Mateo Kovacic kláraði þetta laglega. Boltinn skoppaði í teignum, Rauschenberg var í baráttunni en náði ekki að koma í veg fyrir þetta.
16. mín
AFTUR FRÁBÆR TÆKLING! Núna Hörður Árnason. D'Ambrosio að komast í hörkufæri en Hörður bjargaði í horn.
14. mín
FRÁBÆR TÆKLING! Heimamenn hafa pressað nokkuð síðustu mínútur. Osvaldo átti skalla í slá og svo stuttu seinna átti Martin Rauschenberg glæsilega tæklingu og kom líklega í veg fyrir mark.
8. mín
Inter hefur átt einu marktilraun lauksins til þessa þegar Hernanes átti hættulaust skot. Stjörnumenn virka óhræddir og sprækir hér í byrjun. Heimamenn meira með boltann eins og reiknað var með.
Fyrir leik
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar:
Þetta verður erfitt eins og fyrri leikurinn var en það væri gaman ef við gætum skorað mark og náð að stríða þeim aðeins. Það var geðveikt að æfa á þessum glæsilega velli. Það kemur örugglega ennþá meiri fiðringur á mann þegar 50 þúsund manns horfa á.
Þetta verður erfitt eins og fyrri leikurinn var en það væri gaman ef við gætum skorað mark og náð að stríða þeim aðeins. Það var geðveikt að æfa á þessum glæsilega velli. Það kemur örugglega ennþá meiri fiðringur á mann þegar 50 þúsund manns horfa á.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð. Nemanja Vidic og fleiri stjörnur í Inter eru hvíldar í leiknum í kvöld. Ein breyting er á byrjunarliði Stjörnunnar frá fyrri leiknum. Þorri Geir Rúnarsson fer á bekkinn en inn kemur danski sóknarmaðurinn Rolf Toft.
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að detta inn á næstu mínútum. Það er enginn Jóhann Laxdal í liðinu hjá Stjörnunni í kvöld vegna meiðsla. Líklegt að hann komi ekki meira við sögu á þessu tímabili. Pablo Daniel Osvaldo verður í fremstu víglínu hjá Inter en Walter Mazzarri, þjálfari Inter, tilkynnti það á fréttamannafundi fyrir leikinn.
Fyrir leik
Silfurskeiðin hefur litað Mílanó bláa í tag og hertók eitt af torgum borgarinnar. Svona á að gera þetta!
Þvílíkt party @Silfurskeidin #innmedboltann #skeidin #fotbolti pic.twitter.com/KPtfvsB4jS
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) August 28, 2014
Fyrir leik
Áhugasamir geta séð leikinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það verður afskaplega áhugavert að sjá hvort litla Stjarnan nái eitthvað að stríða stórliðinu í dag. Inter hvílir menn fyrir átökin í ítölsku A-deildinni um helgina þar sem fyrsta umferðin fer fram.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar:
Það eru allir ljómandi ferskir og lífið leikur við okkur þessa dagana. Við erum gíraðir í slaginn. Þetta er geggjað mannvirki og grasið er nýtt. Í Póllandi (hjá Lech Poznan) voru búningsklefarnir og allt flottari, þetta er eldra hérna en það er frábært að vera á þessum sögufræga leikvangi. Inter er að hvíla menn og við ætlum að keyra yfir þá í byrjun. Við ætlum að setja smá pressu á þá. Þeir reikna með að við liggjum og bíðum.
Það eru allir ljómandi ferskir og lífið leikur við okkur þessa dagana. Við erum gíraðir í slaginn. Þetta er geggjað mannvirki og grasið er nýtt. Í Póllandi (hjá Lech Poznan) voru búningsklefarnir og allt flottari, þetta er eldra hérna en það er frábært að vera á þessum sögufræga leikvangi. Inter er að hvíla menn og við ætlum að keyra yfir þá í byrjun. Við ætlum að setja smá pressu á þá. Þeir reikna með að við liggjum og bíðum.
Fyrir leik
Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni útsendingu en það er formsatriði fyrir heimamenn að klára þetta verkefni eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Mauro Icardi, Dodó og Danilo D'Ambrosio skoruðu mörkin í þeim leik.
Byrjunarlið:
7. Atli Jóhannsson
('64)

9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
('64)

6. Þorri Geir Rúnarsson
('64)

18. Jón Arnar Barðdal
21. Snorri Páll Blöndal
27. Garðar Jóhannsson
('59)

Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: