City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
HK
1
2
Grindavík
Viktor Unnar Illugason '30 1-0
1-1 Óli Baldur Bjarnason '65
1-2 Alex Freyr Hilmarsson '68
Atli Valsson '86
28.08.2014  -  19:15
Kórinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Ekki sól...en ekki vindur eða rigning heldur...völlurinn vel sópaður sýnist mér úr stúkunni.
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: 160
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
8. Atli Valsson
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason
20. Hörður Magnússon ('69)
20. Árni Arnarson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Ólafur Valdimar Júlíusson
14. Viktor Örn Margeirsson
22. Jón Dagur Þorsteinsson
23. Elmar Bragi Einarsson ('69)
25. Bjarni Þór Stefánsson

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Atli Valsson ('86)
Jón Gunnar Eysteinsson ('80)
Guðmundur Þór Júlíusson ('76)
Atli Valsson ('73)

Rauð spjöld:
Atli Valsson ('86)
Fyrir leik
Velkomin í lýsingu úr Kórnum í Reykjavík....eða...ha...JT segir...

Búinn með þennan þríaur í kvöld. Við erum semsagt mætt á heimavöll HK sem virðist hafa lifað af ævintýrið um síðustu helgi með ágætum.

Gestir heimamanna í HK eru Suðurnesjapiltar í gulu, Grindvíkingar.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld hefur töluverða þýðingu fyrir bæði lið.

HK á ennþá möguleika á að komast upp í Pepsideild, tyllir sér í þriðja sæti með sigri og þá fjórum stigum á eftir liðinu í 2.sæti, Akurnesingum.

Grindvíkingar eru hins vegar enn ekki sloppnir við falldrauginn, en með sigri í kvöld myndu þeir væntanlega veifa honum endanlega bless enda þá komnir átta stigum frá KV og aðeins þrjár umferðir eftir.
Fyrir leik
HK gera eina breytingu frá síðasta leik þeirra sem var 0-0 jafntefli gegn Þrótti.

Viktor Unnar kemur inn eftir leikbann og Elmar Bragi fer á bekkinn.
Fyrir leik
Grindvíkingar gerðu líka jafntefli í síðasta leik, 1-1 gegn Haukum.

Þeir breyta sem svarar þrem leikmönnum.

Alex Freyr, Ómar og Marko Valdimar koma inn í liðið í stað Hákons Ívars, Óla Baldurs og Einars Karls sem setjast á bekkinn.
Fyrir leik
Það er hinn geðþekki Seyðfirðingur Gunnar Sverrir Gunnarsson sem er flautuleikari.

Aðstoðarmenn hans í kvöld eru þeir Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson.
Fyrir leik
Upphitun í gangi og verið að stilla upp í sjoppunni.

Sérlega gaman að fylgjast með markmannsþjálfara og varamarkmanni Grindjána fara í gegnum upphitun með Óskari.

Reynslurefurinn Daði dregur upp úr fórum margar öflugar æfingarnar, enda nýbúinn að klára 21 km. í Reykjavíkurmaraþoninu!
Fyrir leik
Fyrstu áhorfendur mættir í stúkuna og þar er annar tveggja hinn geðþekki dansari og Héraðsbúi, Ármann Einarsson.

Ætli það sé "hálfleiks-show"?

Mikið vona ég það...
Fyrir leik
Dómararnir fyrstir inn í klefann og nú fylgja Grindvíkngar þeirra fordæmi.

HK menn sennilega að fíla Skímó sem hljóma í hátalarakerfinu...
Fyrir leik
Fólk að tínast í húsið, Kafteinn Zoran í helflottum leddara...og Frosti Viðar í adidas dómaragalla.

Svona er stíllinn jú ólíkur!
Fyrir leik
Öll formlegheit að baki og liðin að verða klár.

Berjasthringir að baki...þeir voru yfirvegaðir og hávaðalitlir.
1. mín
Leikurinn er hafinn, heimamenn hófu hann.
5. mín
Hér eru það þreifingar aðallega í gangi fyrstu mínúturnar.
6. mín
HK menn spila 5-3-2 í dag.

Hörður - Guðmundur - Davíð - Leifur - Axel eru varnarlínan.

Jón Gunnar og Atli aftari í þríhyrningi með Viktor fyrir framan.

Guðmundur Atli og Árni uppi á topp.
8. mín
Grindavík spilar 4-2-3-1.

Jordan hægri, Daníel og Björn hafsentar, Jósef vinstri bak.

Scott og Marko djúpir miðjumenn.

Ómar og Juraj vængmenn og Alex fölsk nía.

Magnús á toppnum.
11. mín
Bæði lið hafa átt álitleg upphlaup en ennþá ekki komin opin færi í leikinn.
14. mín
Fyrsta skotið að marki eiga Grindvíkingar, Juraj neglir yfir úr teignum.
14. mín
HK beint upp í sókn og Viktor skýtur rétt framhjá.

Þetta er að vakna.
22. mín
Grindvíkingar fá fyrsta góða færið, Magnús fær stungu inn fyrir vörn HK en Beitir er vel á verið, lokar og ver vel.
23. mín
ÞVERSLÁ!

Hörður á sendingu á Viktor sem snýr af sér varnarmann og neglir á markið, Óskar kemur fingurgómunum í boltann og í þverslána.
27. mín
Heimamenn eru með yfirhöndina í leiknum þessa stundina.
29. mín
Guðmundur Atli rétt sloppinn í gegn eftir flotta sendingu frá Axel en Daníel Leó bjargar á síðustu stundu í horn.
30. mín MARK!
Viktor Unnar Illugason (HK)
Stoðsending: Axel Kári Vignisson
Hornspyrna Axels flikkast áfram á kollinn á Viktori sem skallar hann í netið af markteignum.
33. mín
Boltinn í marki Grindvíkinga, aukaspyrna Viktors ratar beint á koll Árna sem skallar hann í netið en flaggið á lofti.
34. mín
Dauðafæri Grindvíkinga.

Magnús vinnur sig inn í teiginn og sendir fasta sendingu sem fer í gegnum markteiginn þar sem Ómar missir naumlega af boltanum.
37. mín
HK hafa náð öllum tökum á leiknum, búnir að þrýsta gestunum aftur á völlinn og virka líklegir til að bæta við.
44. mín
Grindvíkingar vaknaðir aftur úr rotinu, en vantar gæði á síðasta þriðjungnum.
45. mín
Viktor með skot yfir utan teigs eftir vel útfærða aukaspyrnu.
45. mín
Þar með kominn hálfleikur.

Sanngjörn forysta heimamanna sem gæti hæglega verið meiri.
45. mín
Í fréttum hálfleiksins er það helst að stóra dósamálið í Kópavoginum er leyst.

Um 20 þúsund dósir sem safnað var eftir JT-tónleikana gufuðu bara upp en fundust í dag í nágrenninu og verða keyrðar í snarhasti í endurvinnsluna.

Stór sigur fyrir HK...og umhverfið...nú er bara að sjá hvort tekst líka að landa þrem stigum!
46. mín
Komið af stað á ný í Kórnum.
48. mín
Fyrsta færi hálfleiksins er Grindvíkinga, Beitir missir af horni frá Scott en varnarmenn ná að bjarga keepernum sínum!
51. mín
Grindvíkingar byrja mun sterkar hér, pressa ofarlega en vantar enn gæði á síðasta þriðjungi.
53. mín
Fín aukaspyrna Juraj af 25 metrum en Beitir með staðsetninguna á hreinu og grípur.
55. mín
Daníel skallar rétt framhjá eftir frábæra aukaspyrnu Scottie frá hægri.
58. mín
Flott skyndisókn HK endar með góðu skoti Viktors að marki sem Óskar ver vel.
59. mín
Frábær sending Viktors en táneglurnar á Árna of stuttar, þarna munaði mjóu.

Boltinn til Óskars.
60. mín
Beitir ver vel skot frá Ómari úr teignum.
61. mín
Skot frá Alex af löngu færi rétt framhjá.

Leikurinn fjörugur og opinn þessa stundina!
63. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík) Út:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík)
63. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Ómar Friðriksson (Grindavík)
65. mín MARK!
Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Stoðsending: Jordan Lee Edridge
Óli Baldur fær fína sendingu frá Jordan, gefur sér góðan tíma og neglir í fjær, óverjandi fyrir Beiti.

Þetta hefur legið í loftinu um stund og heldur betur skiptingar sem virkuðu!
68. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Stoðsending: Jordan Lee Edridge
Snýst á haus.

Jordan fær boltann við miðju, fer á fullt í átt að marki og neglir boltanum af 25 metrum í stöngina.

Alex fylgir á eftir og setur boltann í markið með Beiti liggjandi.
69. mín
Inn:Elmar Bragi Einarsson (HK) Út:Hörður Magnússon (HK)
Hrein skipting, Elmar fer í bakvörðinn.
71. mín
Heimamenn virka slegnir.

Allt annað Grindavíkurlið sem mætir hér eftir hlé.
73. mín Gult spjald: Atli Valsson (HK)
Fyrsta spjald kvöldsins kemur fyrir peysutog.
76. mín Gult spjald: Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Fór harkalega í skallaeinvígi við Alex.
77. mín
Viktor Unnar stríðir varnarmönnum Grindavíkur og á flotta sendingu inní en ennþá er enginn til að taka við.
79. mín
Heimamenn að færast framar á völlinn, en Grindvíkingar ennþá miklu ákveðnari í öllum aðgerðum.
80. mín Gult spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (HK)
Kippti Alex niður.
85. mín
Fínt skot Viktors utan teigs en Óskar grípur það.
86. mín Gult spjald: Atli Valsson (HK)
86. mín Rautt spjald: Atli Valsson (HK)
Atli fellur í teignum rétt framan við dómarann, Gunnar metur þetta sem leikaraskap...seinna gula og rautt!
86. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Juraj Grizelj (Grindavík)
Hrein skipting.
89. mín
HK pressa þrátt fyrir að vera manni færri.
90. mín
Óli Baldur vann sig frábærlega í gegnum vörnina en í stað þess að senda á hann ´máttlaust skot í fang Beitis.
91. mín
Guðmundur Þór er kominn fram og kemst í flott færi en skýtur hátt yfir og framhjá.
Leik lokið!
Grindavík sigra og ættu að vera lausir við alla falldrauga.

En HK er úr leik í baráttunni um Pepsideildarsæti.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
Scott Mckenna Ramsay ('63)
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj ('86)
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Ómar Friðriksson ('63)
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
12. Daði Lárusson (m)
Óli Baldur Bjarnason ('63)
2. Hákon Ívar Ólafsson ('86)
3. Milos Jugovic
10. Einar Karl Ingvarsson ('63)
14. Jón Unnar Viktorsson
21. Marinó Axel Helgason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: