KA
0
0
Haukar
29.08.2014 - 18:15
Akureyrarvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Rjómablíða
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Akureyrarvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Rjómablíða
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
4. Viktor Örn Guðmundsson
5. Gauti Gautason
('70)
6. Atli Sveinn Þórarinsson
('61)
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij
19. Stefán Þór Pálsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Edin Beslija
Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
11. Jóhann Helgason
14. Ólafur Hrafn Kjartansson
14. Úlfar Valsson
30. Bjarki Þór Viðarsson
('61)
Liðsstjórn:
Gunnar Örvar Stefánsson
Baldvin Ólafsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Akureyrarvelli þar sem sannkallaður sexx stiga slagur fer fram milli KA og Hauka.
Fyrir leik
Bæði lið gerðu jafntefli í síðustu umferð og hafa tæplegast efni á því að vera að missa af fleiri stigum ef þau ætla að reyna að halda í þá von að spila í deild þeirra bestu næsta sumar.
Fyrir leik
Haukar gera fjórar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leik dagsins og þar ber líklegast helst að nefna að Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, þjálfari Hauka er mættur í byrjunarliðið í fyrsta sinn í sumar. Úlfar Hrafn Andri Gíslason og Zlatko Krickic koma einnig inn.
Fyrir leik
Hjá heimamönnum koma inn þeir Gauti Gautason og Edin Beslija inn fyrir Jóhann Helgason og Karstern Vien Smith.
Fyrir leik
Stemmingin er mætt á svæðið! Ég var að fara að skrifa að mætingin væri nokkuð döpur hér korter fyrir leik en þá mætir skrúðganga á svæðið sem var víst að koma frá lokahófi yngri flokka KA sem fór fram í dag. Fánar, stemming og gleði!
Fyrir leik
Jæja, þetta er allt að fara að rúlla af stað. Liðin eru mætt inn á grasið og vallarþulur fer á kostum við að lesa upp lið heimamanna.
3. mín
Liðin eru svona aðeins að koma við boltann, fer nokkuð rólega af stað. Hinn 39 ára Sigurbjörn Hreiðarsson spilar sem miðvörður her í dag.
7. mín
Dauðafæri! Stefán Þór Pálsson er vakandi en það sama á ekki við um Hafþór Þrastarson, Stefán nær boltanum af Hafþóri og sleppur einn í gegn en Sigmar Ingi varði glæsilega frá honum!
13. mín
Heimamenn eru öflugri hér í byrjun. Rétt í þessu átti Edin Beslija langskot sem Sigmar átti í smá vandræðum með að ná stjórn á, Ævar Ingi mætti í pressuna en þá fór flaggið á loft.
16. mín
Stefán Þór er á leið upp vinstri vænginn þegar það er brotið á honum og heimamenn fá aukaspyrnu rétt við vítateigshornið sem ekkert verður úr, illa farið með gott tækifæri.
18. mín
Gult spjald: Hafþór Þrastarson (Haukar)
Víti? Nei, en tæpt var það. Ævar Ingi er við það að sleppa í gegn þegar Hafþór Þrastarson tekur hann niður. Hafþór sleppur með gult spjald og ekkert verður úr aukaspyrnunni, virtist vera réttur dómur hjá Þóroddi Hjaltalín.
21. mín
Aftur fengu heimamenn aukaspyrnu á vinstri vængnum, í þetta sinn mætti Hallgrímur Mar og skaut á markið, fínasta skot en Sigmar varði vel.
22. mín
Gestirnir minna á sig. Eftir vesen í teig heimamanna var Úlfar Hrafn Pálsson í dauðafæri en rúllar boltanum framhjá markinu!
26. mín
Dauðafæri, líf og fjör! Hallgrímur sprengir upp hægri vænginn og kemur boltanum fyrir markið þar sem Arsenji eða varnarmaður Hauka fór í boltann og Sigmar varði svo glæsilega. Ég er hreinlega ekki viss af hvorum þeirra boltinn fór en ég er viss um að Simmi gerði þetta glæsilega.
31. mín
Nú er komið að Haukum að fá aukaspyrnu rétt fyir rutan vítateigshornið, Hilmar Trausti með lélega spyrnu beint í fangið á Rajkovic.
40. mín
Þessi leikur byrjaði mjög vel en hefur róast nokkuð, við höldum þó í markavonina enda fer mínútan fræga að nálgast.
44. mín
Gauti Gautason fer hressilega í bakið á Aroni Jóhanns rétt fyrir utan vítateig fyrir miðju. Báðir þurfa þeir smá heimsókn frá sjúkraþjálafara og Aron endar með laglegar umbúðir um höfuðið.
45. mín
Brynjar Benediktsson tekur spyrnuna og hún fer rétt framhjá marki KA. Gauti og Aron eru báðir enn útaf, Aron stendur en Gauti liggur flatur.
45. mín
Hálfleikur. Bæði lið fengu svo sannarlega tækifæri til að skora en staðan er þó 0-0 þegar liðin ganga af velli.
45. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Haukar)
Út:Aron Jóhannsson (Haukar)
Aron getur ekki haldið áfram eftir höfuðhöggið og Gísli Eyjólsson kemur inn áður en seinni hálfleikurinn hefst.
46. mín
Þóroddur flautar og seinni hálfleikur hefst hér á AKureyrarvelli, sólin er farin og komin smá sunnan gola.
47. mín
Zlatko með ágætis sprett inn að miðju af vængnum en skotið er laust og vel framhjá marki KA.
49. mín
MARK! En ekki dæmt! Hallgrímur með skot beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og boltinn fer í slá og niður. Það fór ekkert á milli mála að boltinn fór yfir línuna og vel það en ekkert dæmt, agalegt fyrir heimamenn!
50. mín
Eftir að stúkan skilar kaldri kveðju til þeirra sværtklæddu hér á vellinum tekur við vandræðaleg þögn, þessi var alltaf inni.
Grimsi þrykkti honum i slanna og þar sem rauði punkturinn er. Ekki dæmt mark, versta domsgæsla sem eg hef seð. pic.twitter.com/lPSVEdhbP8
— Jónas Sigurbergsson (@jonasbjorgvin) August 29, 2014
59. mín
Gult spjald: Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Haukar)
Þarna notaði Sigurbjörn alla reynsluna, Ævar Ingi við það að sleppa í gegn en Sigurbjörn stoppaði það, reynslan.
61. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA)
Út:Atli Sveinn Þórarinsson (KA)
Fyrirliðinn Atli Sveinn er væntanlega eitthvað meiddur
64. mín
Hallgrímur Mar með skot af vinstri vængnum rétt yfir. Heimamenn eru betri en gestirnir minna alltaf á sig inn á milli með góðum sprettum.
Hallgrímur Mar skorar en ekki dæmt mark. Þetta er ekki einu sinni vafaatriði. http://t.co/nN64rT16dg
— Aðalsteinn Halldórs. (@adalsteinnh) August 29, 2014
69. mín
Stöngin! Stefán Þór með skalla í stöng af stuttu færi, þarna sluppu gestirnir vel.
71. mín
Gunnar Örvar ekki lengi að koma sér í gang, fer beint í skot rétt fyrir utan teig en það fer framhjá. Þetta er að verða hálfgerð einstefna að marki Hauka.
73. mín
Gult spjald: Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar)
Hilmar Trausti fær gult fyrir að stoppa Ævar Inga á sprettinum
77. mín
Pressa heimmanna heldur áfram, núna var það Ævar Ingi sem átti skot rétt fyrir utan teig sem skoppar framhjá markinu.
78. mín
Þá eru gestirnir búnir með skiptingar sínar og Sigurbjörn klárar því leikinn, virðist líka eiga nóg eftir.
83. mín
Dauðafæri! Stefán Þór kemst inn fyrir eftir góða sendingu frá Ævari en Stefán setur hann í slá, heimamenn virðast ekki ætla að ná að skora hér í kvöld þó þeir séu í raun búnir að því.
88. mín
Haukar minna aftur á sig, Ásgeir Þór með skot fyrir utan sem fór framhjá marki KA.
90. mín
Við fáum þrjár mínútur í viðbót, leikurinn er að fara fram að mestu á vallarhelmingi Hauka.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
Zlatko Krickic
('78)
2. Helgi Valur Pálsson
6. Úlfar Hrafn Pálsson
('70)
15. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
18. Andri Gíslason
19. Brynjar Benediktsson
22. Aron Jóhannsson (f)
('45)
Varamenn:
3. Sindri Jónsson
('78)
11. Matthías Guðmundsson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
('70)
21. Gísli Eyjólfsson
('45)
21. Alexander Helgason
24. Helgi Severino Elíasson
Liðsstjórn:
Árni Ásbjarnarson
Gul spjöld:
Hilmar Trausti Arnarsson ('73)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson ('59)
Hafþór Þrastarson ('18)
Rauð spjöld: