Stoke
2
1
Tottenham
Matthew Etherington
'13
1-0
Matthew Etherington
'43
2-0
2-1
Emmanuel Adebayor
'62
, víti
Yones Kaboul
'82
11.12.2011 - 16:00
Britannia völlurinn
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Chris Foy
Britannia völlurinn
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Chris Foy
Byrjunarlið:
4. Robert Huth
6. Glenn Whelan
12. Marc Wilson
17. Ryan Shawcross
18. Dean Whitehead
19. Jon Walters
25. Peter Crouch
26. Matthew Etherington
('89)
29. Thomas Sörensen (m)
30. Ryan Shotton
39. Jonathan Woodgate
('84)
Varamenn:
1. Asmir Begovic (m)
9. Kenwyne Jones
10. Ricardo Fuller
20. Matthew Upson
24. Rory Delap
('84)
33. Cameron Jerome
40. Wilson Palacios
('89)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jonathan Woodgate ('30)
Rauð spjöld:
95. mín
LEIK LOKIÐ! Stoke vann í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Verður spennandi að sjá hvað Harry Redknapp segir um dómarann Chris Foy í viðtölum eftir þennan leik. Foy og hans menn lélegustu menn vallarins í dag.
Ómar Ingi Guðmundsson:
Dómarar eru að trenda meira en leikmenn á twitter. Chris Foy er orðinn ansi vinsæll
Dómarar eru að trenda meira en leikmenn á twitter. Chris Foy er orðinn ansi vinsæll
84. mín
Inn:Rory Delap (Stoke)
Út:Jonathan Woodgate (Stoke)
Bensínið búið á tanknum hjá Woodgate. Hann hefur verið í basli síðustu mínútur.
Shawcross með hörkuskalla sem Brad Friedel varði naumlega. Friedel ekki haft mikið að gera í seinni hálfleiknum.
Shawcross með hörkuskalla sem Brad Friedel varði naumlega. Friedel ekki haft mikið að gera í seinni hálfleiknum.
82. mín
Rautt spjald: Yones Kaboul (Tottenham)
Kaboul dæmdur brotlegur og fékk sitt annað gula spjald! Fékk víst gult fyrir mótmæli í fyrri hálfleik sem fór framhjá mér. Kaboul er því kominn í bað!
79. mín
Endursýningar sýndu að Adebayor var réttstæður! Það má vægast sagt segja að þetta líti ekki út fyrir að vera dagur Tottenham. Heimamenn stálheppnir en Chris Foy dómari og aðstoðarmenn hans verða að fara að girða sig í brók.
77. mín
Tottenham heldur áfram að sækja! Luka Modric með fínt skot en Daninn í marki Stoke náði að verja í horn. Eftir hornspyrnuna bjargaði Shawcross að á línu með hendi! Hefði átt að fá dæmt á sig víti og rautt! Í aðdragandanum braut hann líka af sér. Hvernig gat hann sloppið með þetta???
Þetta er hreint ótrúlegt. Adebayor náði svo að koma boltanum í netið en var dæmdur rangstæður! ÞVÍLÍK SPENNA!
Þetta er hreint ótrúlegt. Adebayor náði svo að koma boltanum í netið en var dæmdur rangstæður! ÞVÍLÍK SPENNA!
Tómas Joð Þorsteinsson:
Adebayor að taka vítin hjá Tottenham en ekki Van der Vaart, eitthvað bogið við það
Adebayor að taka vítin hjá Tottenham en ekki Van der Vaart, eitthvað bogið við það
67. mín
Scott Parker með hörkuskot sem Thomas Sörensen náði að verja í horn! Það er mikið líf í gestunum núna. Strax á eftir átti Adebayor skot sem fór naumlega framhjá. Það eru langar mínútur framundan hjá Stoke held ég.
62. mín
Mark úr víti!
Emmanuel Adebayor (Tottenham)
Tottenham hefur minnkað muninn úr vítaspyrnu! Glenn Whelan dæmdur brotlegur og gat ekkert kvartað, felldi Luka Modric og réttilega dæmd vítaspyrna. Adebayor fór á punktinn, sendi Sörensen í rangt horn og skoraði. Það er spennandi lokakafli framundan í þessum leik!
61. mín
Rory Delap hefur ekkert verið saknað hjá Stoke í dag. Ryan Shotton hefur leyst hans hlutverk vel með löngu innköstunum sínum sem hafa verið stórhættuleg.
56. mín
Luka Modric með hornspyrnu sem hitti á Sebastien Bassong sem var í hörkufæri! Dapur skalli hans fór langt yfir markið... verð að koma því að ég hef ekki séð Scott Parker eins lélegan í búningi Tottenham.
Kristinn Steindórsson:
Stoke þurfa varla gras. Boltinn er alltaf í loftinu. #innköst #horn
Stoke þurfa varla gras. Boltinn er alltaf í loftinu. #innköst #horn
50. mín
Stoke byrjar seinni hálfleikinn á svipaðan hátt og þann fyrri, hafa verið mjög öflugir og fyrstu mínúturnar farið fram á vallarhelmingi Tottenham.
46. mín
Inn:Jermain Defoe (Tottenham)
Út:Aaron Lennon (Tottenham)
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Harry Redknapp gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik.
Piers Morgan, fjölmiðlamaður:
Get ekki annað en elskað Spurs. Gera vel til jóla á hverju ári, svo gera þeir ekkert í átta mánuði. Svona líkt og jólasveinninn.
Get ekki annað en elskað Spurs. Gera vel til jóla á hverju ári, svo gera þeir ekkert í átta mánuði. Svona líkt og jólasveinninn.
Kristján Svanur:
Shotton er klárlega betri týpan af Rory Delap #lönginnköst #stokestyle #öflugur #fótbolti
Shotton er klárlega betri týpan af Rory Delap #lönginnköst #stokestyle #öflugur #fótbolti
45. mín
Það er kominn hálfleikur! Lítur ansi vel út fyrir Stoke sem er tveimur mörkum yfir. Spurning hvað Harry Houdini nær að galdra upp úr hattinum núna?
43. mín
MARK!
Matthew Etherington (Stoke)
Þetta er ótrúlegt! Ég bjóst ekki við þessu! Etherington skorar í kjölfarið á löngu innkasti frá Shotton. Boltanum var fleytt áfram á Etherington sem var við fjærstöngina og skoraði sitt annað mark í leiknum! Tottenham í erfiðri stöðu.
42. mín
Tottenham hefur stigið á bensíngjöfina. Allt annað að sjá liðið eftir að Aaron Lennon og Gareth Bale skiptust á vængjum. Stoke pakkar í vörn en spurning hvort það muni halda út leikinn.
32. mín
Hægt og rólega eru gestirnir að vakna. Allt annað að sjá til spilamennsku þeirra eftir hörmulega byrjun. Luka Modric átti hörkuskot sem Thomas Sörensen varði virkilega vel í horn.
30. mín
Gult spjald: Jonathan Woodgate (Stoke)
Woodgate fékk réttilega spjald fyrir brot á Lennon.
24. mín
Kom góð endursýning á markinu hjá Stoke. Spurning hvort boltinn hafi farið í höndina á Peter Crouch áður en hann lagði markið upp? Skil þó fullkomlega að dómararnir hafi ekki tekið eftir þessu. Crouch klobbaði svo Brad Freidel þegar hann sendi á Etherington.
17. mín
Lið Tottenham alls ekki verið líkt sjálfu sér á upphafskaflanum í þessum leik. Athyglisvert er við uppstillingu Stoke að Jonathan Woodgate er í hægri bakverðinum, væntanlega til að reyna að stöðva Gareth Bale.
13. mín
MARK!
Matthew Etherington (Stoke)
Sanngjörn staða! Stoke komið yfir! Liðið hefur einfaldlega verið miklu mun öflugra hér í byrjun. Eftir fyrirgjöf var Peter Crouch í baráttu við Gallas og Friedel í markteignum, náði að renna boltanum á Etherington sem átti ekki í vandræðum með að skora!
11. mín
Byrjunarlið Tottenham í dag verulega öflugt. Margir stuðningsmenn Manchester United væru til í að skipta á miðju við Spurs. Það hefur líka breytt miklu fyrir Tottenham að fá Brad Friedel með alla sína reynslu í markið og í kjölfarið hefur meira öryggi færst yfir varnarlínuna. Svo vita allir hvað koma Scott Parker hefur gert fyrir liðið.
8. mín
Tottenham er í smá vandræðum hér í byrjun leiks, nær ekki að halda boltanum innan liðsins og mikið er af feilsendingum. Stoke mun öflugra á fyrstu mínútunum og hefur átt þrjár skottilraunir.
1. mín
Stórhætta frá Stoke strax á fyrstu mínútu! Etherington með hörkuskot í kjölfarið á löngu innkasti frá Shotton en Brad Friedel náði að verja!
Guðni Þ. Guðjónsson, stuðningsmaður Arsenal:
Menn eru í alvöru að ræða á Sky að Sp*rs séu title contenders, þann dag sem þeir verða meistarar hleyp ég nakinn niður lau.veg #61NeverAgain
Menn eru í alvöru að ræða á Sky að Sp*rs séu title contenders, þann dag sem þeir verða meistarar hleyp ég nakinn niður lau.veg #61NeverAgain
Fyrir leik
Stoke fer upp í áttunda sæti með sigri í dag en Tottenham getur styrkt stöðu sína í þriðja sæti nái liðið öllum stigunum. Tottenham verður fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City ef það vinnur í dag.
Fyrir leik
Rory Delap var ekki með gegn Everton vegna smávægilegra meiðsla en spjótkastarinn mikli er mættur á bekkinn í dag. Jermaine Pennant er enn að glíma við meiðsli og er því ekki með Stoke í dag.
Andy Wilkinson er meiddur en markvörðurinn Thomas Sörensen er til í slaginn.
Varnarmaðurinn Michael Dawson og miðjumennirnir Tom Huddlestone og Niko Kranjcar eru enn á meiðslalista Tottenham.
Andy Wilkinson er meiddur en markvörðurinn Thomas Sörensen er til í slaginn.
Varnarmaðurinn Michael Dawson og miðjumennirnir Tom Huddlestone og Niko Kranjcar eru enn á meiðslalista Tottenham.
Fyrir leik
Byrjunarlið Stoke í dag er það sama og vann Everton. Ein breyting hjá Tottenham frá sigrinum gegn Bolton, Rafael van der Vaart kemur inn fyrir Jermain Defoe.
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
4. Yones Kaboul
7. Aaron Lennon
('46)
8. Scott Parker
10. Emmanuel Adebayor
11. Rafael van der Vaart
('88)
13. William Gallas
14. Luka Modric
24. Brad Friedel (m)
28. Kyle Walker
32. Benoit Assou-Ekotto
('46)
Varamenn:
1. Heurelho Gomes (m)
17. Giovani dos Santos
('88)
18. Jermain Defoe
('46)
19. Sebastien Bassong
('46)
22. Vedran Corluka
30. Sandro
40. Steven Pienaar
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rafael van der Vaart ('81)
Scott Parker ('92)
Rauð spjöld:
Yones Kaboul ('82)