City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
3
0
ÍBV
Haukur Páll Sigurðsson '10 1-0
Þórður Steinar Hreiðarsson '34 2-0
Patrick Pedersen '54 3-0
31.08.2014  -  17:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Vindur á annað markið en sól
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 307
Maður leiksins: Magnús Már Lúðvíksson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
3. Iain James Williamson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('81)
11. Sigurður Egill Lárusson ('76)
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('81)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
14. Gunnar Gunnarsson ('87)
22. Darri Sigþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('57)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan!

Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og ÍBV í 18. umferð í Pepsi-deild karla.

Valur er fyrir leikinn með 21 stig í 6. sæti deildarinnar en Eyjamenn eru með stigi meira í 7. sætinu.
Fyrir leik
Valsmenn hafa tapað síðustu þremur leikjum á meðan gengi Eyjamanna hefur verið öllu betra undanfarið en liðið lagði Þór í síðasta leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Iain Williamson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn í lið Vals fyrir Halldór Hermann Jónsson og Kolbein Kárason. Anton Ari Einarsson heldur sæti sínu í markinu en Fjalar Þorgeirsson er á bekknum.

Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur inn eftir að hafa verið í banni gegn Þór en Arnar Bragi Bergsson dettur út liðinu. Víðir Þorvarðarson kemur einnig inn fyrir Dean Martin sem er í banni í dag.
Fyrir leik
Eftir aftakaveður í nótt er ástandið betra núna á höfuðborgarsvæðinu. Engin rigning á Vodafonevellinum en vindurinn er þó talsverður á annað markið.
Fyrir leik
Luka Kostic er mættur í þjálfarateymi Vals eins og greint var frá í vikunni. Luka er mættur út á völl að ræða við leikmenn í upphitun.
Fyrir leik
Þórður Steinar Hreiðarsson varnarmaður Vals hefur verið að safna hári og skeggi undanfarnar vikur. Hann er vægast sagt vígalegur.

Fyrir leik
Áhorfendur eru ekki snemma á ferðinni á völlinn eins og Edda Sif bendir á. Tíu mínútur í leik.
Fyrir leik
Gestur frá Hæli á Útvarpi Suðurlandi er mættur til að lýsa því sem gerist.

Gestur er í besta skapi og sest við hliðina á Eyjólfi Ólafssyni eftirlitsdómara. ,,Ég ætla að trufla þig," segir Gestur hress við Eyjólf.
Fyrir leik
Haraldur Árni Hróðmarsson, Stöð 2 Sport
Valur 0 - 1 ÍBV

Kristján ,,Bolvíska stálið" Jónsson, Morgunblaðið
Valur 2 - 1

Einar Gunnarsson, vallarþulur
Valur 1 - 0 ÍBV

Kristinn Ásgeir Gylfason, Vísir
1-1

Gestur frá Hæli, Útvarp Suðurland
Miðað við vindátt þá endar þetta 4-2 fyrir ÍBV.
Fyrir leik
Fín sókn hjá Valsmönnum sem endar á hjólhestaspyrnu frá Tonny Mawejje. Spyrnan hins vegar slök.
1. mín
Leikurinn er hafinn og sólin lætur sjá sig. Valsmenn með smá vind í bakið í fyrri hálfleik.
2. mín
Úgandamaðurinn varði frá Úgandamanninum. Tonny Mawejje er að mæta sínum gömlu félögum í ÍBV í dag og hann á fyrsta skot leiksins. Abel Dhaira ver langskot hans auðveldlega.
10. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Magnús Már Lúðvíksson á fyrirgjöf í kjölfarið á hornspyrnu. Abel Dhaira fer út í teiginn og missir boltann. Haukur Páll nýtir sér það og skorar.

Abel er brjálaður og vill meina að brotið hafi verið á sér en ekkert er dæmt.

,,Einn dans við mig" ómar síðan í hátölurunum með Hemma Gunn. Valsmenn í stuði.

15. mín
Patrick Pedersen í dauðafæri eftir flotta sendingu frá Bjarna Ólafi. Dananum bregst hins vegar bogalistin og skot hans fer yfir markið.
19. mín
Jonathan Glenn með rosalegan sprett upp vinstri kantinn. Glenn sendir boltann út í teiginn þar sem enginn Eyjamaður er mættur. Maggi Lú hreinar í samherja sinn Þórð Steinar og það má litlu muna að sjálfsmark verði úr! Valsmenn hreinsa þó á endanum.
31. mín
Eftir baráttu í kjölfarið á hornspyrnu á Þórður Steinar þrumuskot úr vítateigsboganum en Abel ver.
34. mín MARK!
Þórður Steinar Hreiðarsson (Valur)
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Stórkostleg aukaspyrna hjá Magga Lú á fjærstöngina þar sem Þórður Steinar skorar með fínu skoti. Skeggið að skila sínu.
37. mín
Valsmenn verið betri í fyrri hálfleiknum og náð að skora tvö mörk eftir föst leikatriði.
41. mín
Sigurður Egill með hörkuskot fyrir utan vítateig en boltinn rétt framhjá.
45. mín
Hálfeikur
Valsmenn verðskuldað yfir. Meiri kraftur í þeim en í síðustu leikjum. Bæði mörkin komu í kjölfarið á föstum leikatriðum en spurning er hvort Eyjamenn geti gert eitthvað með vindinn í bakið í síðari hálfleik.

45. mín
Gestur frá Hæli stendur við 4-2 spá sína fyrir ÍBV. Gestur miðaði allt út frá vindátt og segir að Eyjamenn muni skora fjögur með vindinn í bakið í síðari hálfleiknum. Þetta er fyrsti ÍBV leikurinn sem Gestur sér í sumar.

,,Þeir eru alltaf með þessa helvítis leiki á mjaltatíma," segir Gestur ekki sáttur. Hefur lítið séð af Pepsi-deildinni í sumar. Þetta mjólkar sig ekki sjálft.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
47. mín
Valsmenn byrja síðari hálfleikinn af krafti. Haukur Páll með hörkuskot sem Abel ver.
51. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
53. mín
Enn á ný eru Eyjamenn í vandræðum með föstu leikatriðin hjá Val. Boltinn dettur fyrir Iain Williamson sem þrumar framhjá úr dauðafæri. Það var búið að tía þennan bolta upp fyrir Williamson.
54. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Valsmenn eru miklu betri og uppskera þriðja markið! Eftir fínt spil á Kristinn Freyr einstaklega netta sendingu inn á Patrick Pedersen sem skorar af öryggi.

Einar vallarþulur hendir ,,Einn dans við mig" í gang í þriðja skipti í dag. Það getur vel verið að við fáum að hlusta oftar á það.

57. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
Gunnar Þorsteinsson og Maggi Lú fara í alvöru tæklingu á miðjunni. Maggi er of seinn og fær spjald.
58. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
58. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
Tvöföld breyting hjá Sigga Ragga. Engin ástæða til að bíða. Eyjamenn verið slakir í dag.
69. mín
Þetta er steindautt þessar mínúturnar. Valsmenn þó öllu líklegri til að bæta við en Eyjamenn að klóra í bakkann.
73. mín
Kristinn Freyr kominn í dauðafæri en er kærulaus. Reynir að gefa á Sigurð Egil í stað þess að klára en Abel gómar boltann.
76. mín
Inn:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
Sonur Inga Sig fer af velli.
76. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
81. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Nafnarnir skipta. Spiluðu báðir með Aftureldingu í yngri flokkunum.
87. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Valur) Út:Tonny Mawejje (Valur)

90. mín
Þetta er að klárast. Gestur frá hæli er ekki sáttur í útsendingunni á Útvarpi Suðurland. ,,Ég trúi ekki að ég sé að fresta kvöldmatnum fyrir þetta," segir Gestur.
90. mín
307 áhorfendur í dag. Léleg mæting.
Leik lokið!
Leik lokið með sannfærandi sigri Vals. Nánari umfjöllun innan tíðar.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Andri Ólafsson
Jonathan Glenn
Ian David Jeffs ('58)
Matt Garner
5. Jón Ingason ('76)
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson ('58)

Varamenn:
17. Bjarni Gunnarsson ('58)
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Yngvi Magnús Borgþórsson

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('51)

Rauð spjöld: