City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
4
0
Fjölnir
Ingimundur Níels Óskarsson '55 1-0
Atli Guðnason '61 2-0
Steven Lennon '64 3-0
Steven Lennon '74 4-0
31.08.2014  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 937
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson ('75)
4. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('75)
7. Steven Lennon ('78)
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
3. Guðjón Árni Antoníusson
6. Sam Hewson ('75)
17. Atli Viðar Björnsson ('78)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Hafnarfjörður! Hér verður bein textalýsing frá leik FH og Fjölnis. Heimamenn miklu sigurstranglegra liðið enda í toppsætinu á meðan Fjölnismenn berjast fyrir lífi sínu í neðri helmingi töflunnar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
FH-ingar eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og gætu náð fimm stiga forystu í kvöld ef Stjarnan vinnur KR. Öll efstu liðin eru búin með 16 leiki.

1. FH 38 stig (+19 í markatölu)
2. Stjarnan 36 (+12)
3. KR 32 (+9)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjölnismenn eru í tíunda sætinu, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Möguleiki er að Grafarvogsliðið verði í fallsæti eftir kvöldið. Framarar sem eru sæti neðar mæta Keflavik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Atli Guðnason gerði gæfumuninn þegar liðin mættust í Grafarvogi í fyrri umferðinni. Atli skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
FH gerir eina breytingu frá sigurleiknum gegn Víking í síðustu umferð. Atli Guðnason kemur inn í liðið í stað Emils Pálssonar.
Fyrir leik
Veðurspáin gerði ráð fyrir brjáluðu veðri seinnipartinn í dag og voru uppi vangaveltur um að leikirnir í pepsí í dag yrðu spilaðir. Miðað við veðrið í krikanum ákkúrat þessa stundina er engin hætta á leikurinn fari ekki fram. Það er þurrt en þokkalega mikill vindur....það býður bara upp á fjör.
Fyrir leik
Fjölnismenn gera breytingu á sínu liði. Árni Kristinn Gunnarsson og Ragnar Leósson koma inn í liðið í stað Bergsveins Ólafssonar, sem er í banni og Gunnars Más Guðmundssonar, sem er ekki í hóp og eru líkur á að hann sé að glíma við meiðsli.
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í að leikurinn hefjist. Það er byrjað að rigna og það gæti leitt af sér þrusu hraðan bolta.
Fyrir leik
Eins og oft áður eru Íslendingar ekki þeir bestu í að mæta tímanlega í að styðja sitt lið. Það er ansi fámennt í stúkunni sem stendur.
Fyrir leik
Kórlagið er byrjað að hljóma (skil ekki ákvörðunina hjá FH að spila þetta lag!) og ungir knattspyrnuiðkenndur tölta inn á völlinn og þeim fylgja liðsmenn liðanna.
1. mín
Gunnar Jarl Jónsson er dómari í kvöld og honum til aðstoðar eru Sigurður Óli Þórleifsson og Björn Valdimarsson. Leikur er hafinn og þetta verður vonandi fjör!
2. mín
Gunnar Jarl tekur Þóri Guðjónsson afsíðis eftir að Þórir braut á leikmanni FH. Gunnar spjallar við Þóri og sýnir honum svo hvað klukkan er, væntanlega til að sýna honum hve stutt er liðið af leiknum og biðja hann um að róa sig.
9. mín
Mark Charles Magee klúðraði dauða dauða dauðafæri!!!

Hann komst einn inn fyrir vörn FH, sólaði Róbert Örn og var kominn einn á móti opnu marki en var of lengi að hlutunum og missti boltann of langt til hliðar og endaði á að skjóta í hliðarnetið.
13. mín
Það er hraður og skemmtilegu bolti í gangi. Bæði lið skiptast á að sækja og sækja hratt. Það verða vonbrigði ef engin mörk koma í leiknum!
23. mín
Það hefur lítið gerst síðustu mínúturnar. Liðin eru að skiptast á að vera með boltann og sækja án þess að skapa nein hættuleg færi. Fjölnismenn virka hættulegri ef eitthvað er.
27. mín
Atli Guðnason í daaauuuuuðafæri! Hann fékk sendingu inn í teiginn, náði að flikka boltanum áfram en varnamaður Fjölnis náði að setja löppina í boltann og koma honum framhjá markinu.
35. mín
Þetta er svoldið mikið ping pong í gangi. Liðin skiptast á að sækja og eru að spila flottan bolta en það vantar eitthvað smá upp á að þau klári færin.
38. mín
Atli Guðna með skalla yfir mark Fjölnis eftir flotta sendingu frá Ingimundi. Þarna hefði Atli átt að gera betur.
44. mín
FHingar eru búnir að halda mikilli pressu á fjölnismenn síðustu mínútur en Fjölnismenn hafa verið með alla sína menn eða því sem næst á sínum vallarhelming.
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Hann er búinn að vera nokkuð skemmtilegur sá fyrri þótt mörkin hafi vantað. Þau vonandi koma í seinni hálfleik.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný
54. mín
Seinni hálfleikurinn er líkt og sá fyrri, barátta um boltann, leikurinn hraður en engin færi.
55. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
MAAAAAARRRRRRRRRRRKKKKKKKKKKKKK!!!! Ingimundur Níels Óskarsson fékk flotta sendingu frá Atla Guðna, tók mjög flott og yfirvegað skot rétt fyrir utan vítateigslínuna og framhjá Þórði Ingasyni. Við erum komin með leik í gang!
57. mín
Ég var varla búinn að setja þar síðustu færslu frá mér um skort á færum og mörkum þegar Ingimundur skoraði.
61. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Jón Ragnar Jónsson
MAAAAARRRRKKKKKK!!! Engin annar en Atli Guðnason skorar annað mark FH. Þeir fengu hornspyrnu FHingarnir. Sendingin kom inn í teiginn og Pétur Viðars skallaði boltann fyrir markið og Atli potaði boltanum úr þvögunni og í markið.
64. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
MAAAAARRRRKKKKKKKKKKKKK! FH ERU AÐ VALTA YFIR FJÖLNISMENN! Atli Guðnason með sendingu á Steve Lennon sem setti boltann laglega í markið.
67. mín
Inn:Haukur Lárusson (Fjölnir) Út:Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
72. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
73. mín
Ég veit ekki hvað kom fyrir Fjölnismenn í klefanum í hálfleiknum. Þeir virkuðu sprækir fyrstu 5 mínúturnar af seinni hálfleik en síðan tóku FH öll völd og eftir fyrsta mark þeirra hefur eftirleikurinn verið þeim auðveldur. Eins og staðan er nú í leikjum kvöldsins eru Fjölnismenn komnir í fallsæti.
74. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Ingimundur Níels Óskarsson
MAAAAARRRRKKKKKKKKKKKKKKKKK!!!!!!!!!!!!!!!! STEVE LENNON!!!!

Jahérna hér....Steve komst einn inn fyrir vörn Fjölnis og kláraði færið auðveldlega.
75. mín
Inn:Sam Hewson (FH) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
75. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Davíð Þór Viðarsson (FH)
77. mín
Fjölnismenn eru búnir að missa alla trú á leik sínum í dag og það þýðir ekkert að bjóða FH upp á slíkt, þeir nýta sér það í botn.
78. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Atli Viðar Björnsson kemur inná í sínum 201 leik í efstu deild fyrir FH
80. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir) Út:Mark Charles Magee (Fjölnir)
85. mín
Það eru 5 mínútur eftir og engin hætta á að FH tapi þessum leik. Friðrik Dór vallarþulur og poppstjarna og sjónvarpsstjarna var að tilkynna það að eftir leik yrði lauflétt athöfn til heiðurs Atla Viðari fyrir framlag hans til FH
87. mín
Atli Már Þorbergsson hefur orðið fyrir einhverju hnjaski og þarf að yfirgefa völlinn og fær aðstoð frá Jóni Ragnar Jónssyni til þess. Fjölnismenn eru búnir með skiptingar sínar og spila því manni færri að því sem mér sýnist þessar síðustu 3 - 5 mínútur sem efir eru.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með öruggum sigri FH. Umfjöllun og viðtöl koma eftir smá stund.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Valur Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('72)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee ('80)
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson ('72)
15. Haukur Lárusson ('67)
17. Magnús Pétur Bjarnason
21. Brynjar Steinþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: