Ísland U21
4
0
Armenía U21
Ævar Ingi Jóhannesson
'24
1-0
Ævar Ingi Jóhannesson
'57
, víti
2-0
Aron Elís Þrándarson
'68
3-0
Ólafur Karl Finsen
'89
4-0
03.09.2014 - 16:30
Fylkisvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: Hellirigning
Dómari: Jakob Kehlet (Danmörk)
Maður leiksins: Hólmbert Aron Friðjónsson
Fylkisvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: Hellirigning
Dómari: Jakob Kehlet (Danmörk)
Maður leiksins: Hólmbert Aron Friðjónsson
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Adam Örn Arnarson
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hörður Björgvin Magnússon
('80)
5. Hjörtur Hermannsson
6. Guðmundur Þórarinsson
7. Andri Rafn Yeoman
8. Arnór Ingvi Traustason
('87)
9. Jón Daði Böðvarsson
10. Aron Elís Þrándarson
('87)
('69)
11. Ævar Ingi Jóhannesson
Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
13. Ólafur Karl Finsen
('69)
15. Brynjar Gauti Guðjónsson
('80)
16. Árni Vilhjálmsson
17. Aron Heiðdal
18. Kristján Gauti Emilsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ævar Ingi Jóhannesson ('35)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Árbær! Hér verður þráðbein textalýsing frá U21-landsleik Íslands og Armeníu sem fram fer á Fylkisvelli. Þetta er leikur í undankeppni EM en Ísland er að berjast um annað sætið í riðlinum og sæti í umspili. Liðin með bestan árangur í öðru sætinu komast í umspilið. Ísland þarf sigur í dag og gæti þurft eitt stig á móti Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum.
Fyrir leik
Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er tábrotinn og Kristján Gauti Emilsson hefur verið að glíma við tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir í slaginn.
Fyrir leik
Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Það eru aðrar aðstæður í Árbænum í dag en gaman að fá landsleik á þennan völl eftir að glæsileg stúka var reist við hann. Það er traust þak yfir stúkunni svo fólk er í góðum málum þó það rigni.
Fyrir leik
Guðmundur Þórarinsson:
Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þremur stigum gegn Armenum. Við þurfum að vera áfram þéttir varnarlega og öflugir fram á við með marga góða leikmenn. Það er mikið sjálfstraust í hópnum og gríðarlega gaman að vera með strákunum.
Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þremur stigum gegn Armenum. Við þurfum að vera áfram þéttir varnarlega og öflugir fram á við með marga góða leikmenn. Það er mikið sjálfstraust í hópnum og gríðarlega gaman að vera með strákunum.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið. Ein breyting er á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Kasakstan. Emil Atlason kemur inn í byrjunarliðið fyir Kristján Gauta Emilsson sem sest á bekkinn.
Fyrir leik
Khashmanyan þjálfari Armena með einhverja tilraunastarfssemi í gangi og lætur Davit Hakobyan og Gagik Poghosyan byrja á bekknum. Hljóta að vera einhver meiðsli að spila inn í.
Fyrir leik
Textalýsingar hjá öðrum miðlum verða mjög FH-miðaðar í kvöld og ekki ólíklegt að þar verði krafist þess að fá Emil Pálsson og Kristján Gauta inn sem fyrst. Guðmundur Hilmarsson er hérna frá Mogganum og Anton Ingi Leifsson frá Vísi.
Fyrir leik
Það eru miklar brotalamir í varnarlínu Armena í kvöld og lykilmenn vantar. Spennandi að sjá hvort íslenska liðið nái að notfæra sér það.
Fyrir leik
Gummi Tóta ætti að mæta mjög peppaður til leiks þar sem Lekve vallarþulur ætlar að henda í lagið "Ég hringi" sem hefur slegið í gegn.
Hvað er Eyjólfur að reykja ???Emil Atla. 9 leikir 0 mörk í sumar. Finsen, Árni Vill og Aron Elís allir búnir að vera miklu betri. #Friends
— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) September 3, 2014
Fyrir leik
Áhorfendur eru að koma sér fyrir í stúkunni. Þar á meðal er landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback sem mætti á völlinn með Þorgrími Þráinssyni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Vonandi fáum við nóg af íslenskum mörkum, góðan sigur og mikið stuð. Enn fullt af lausum sætum fyrir fólk sem er að klára vinnu og hefur áhuga á því að kíkja á völlinn.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir hafa verið leiknir en um leið og þeir fóru í gang byrjaði að hellirigna hér í Árbænum. Það býður vonandi bara upp á skemmtilegri leik.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Armenar hófu leik. Íslenska liðið sækir í átt að Árbæjarlaug en gestirnir í átt að skrifstofu Fótbolta.net.
3. mín
Guðmundur Þórarinsson með aukaspyrnu frá miðjum vellinum. Sendi háan bolta inn í teiginn sem Hólmbert náði að skalla á markið. Skallinn laus og auðveldur viðureignar fyrir Toroyan í marki Armena.
4. mín
Hefðbundin uppstilling Íslands:
Rúnar Alex
Orri - Sverrir - Hjörtur - Hörður
Jón Daði - Andri - Gummi - Arnór
Emil - Hólmbert
Rúnar Alex
Orri - Sverrir - Hjörtur - Hörður
Jón Daði - Andri - Gummi - Arnór
Emil - Hólmbert
5. mín
ARMENAR MEÐ STANGARSKOT! Agvan Papikyan fékk pláss og tíma fyrir utan teig og lét vaða! Gott skot og boltinn í utanverða stöngina!
6. mín
Armenar í hættulegri sókn en Hjörtur Hermannsson gerði vel í vörninni og bjargaði þessu.
10. mín
Hólmbert í baráttu í teignum en fær dæmda á sig aukaspyrnu fyrir bakhrindingu. Hárréttur dómur.
12. mín
Fín sókn Íslands. Hörður Björgvin með langa skiptingu yfir á Jón Daða hægra megin, hann kom boltanum á Orra sem átti frábæra fyrirgjöf. Emil Atlason náði skalla en gat ekki stillt miðið nægilega vel og framhjá fór knötturinn. Emil hefur ekki mikið spilað í sumar.
16. mín
DAUÐAFÆRI!!! Hörmuleg varnarmistök hjá Armenum og boltinn datt á Arnór Ingva sem var í dauðafæri en skot hans framhjá! Arnór heldur um höfuðið! Átti að gera betur þarna!
18. mín
Andri Rafn Yeoman með skot af löngu færi yfir markið. Annars er smá ryð í íslenska liðinu. Ekki nægilega margir í liðinu sem eru í toppleikformi í alvöru bolta. Það er staðreynd.
21. mín
Í armenska liðinu má alveg finna leikmenn sem eru ansi liprir með boltann, þar á meðal er Ghukas Poghosyan á vinstri kantinum sem hefur verið að sýna fín tilþrif.
23. mín
Gult spjald: Erik Vardanyan (Armenía U21)
Með háskalega tæklingu á Emil Atlason. Hárrétt hjá Jakob frænda okkar með flautuna að lyfta upp gula spjaldinu.
24. mín
MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
Stoðsending: Guðmundur Þórarinsson
Stoðsending: Guðmundur Þórarinsson
MAAAARK!!!! Frábær aukaspyrna frá Gumma Tóta inn í teiginn þar sem Hólmbert var langsterkastur, nýtti stærð sína og skallaði knöttinn laglega og af krafti í netið! Frábært!
29. mín
Hættuleg hornspyrna Armena. Sverrir Ingi skallaði frá og svo myndaðist smá darraðadans en á endanum var hreinsað í burtu.
31. mín
Ísland betra liðið en það má ekki sofna á verðinum. Armenar hafa alveg náð hættulegum sóknum. Væri þægilegt að ná öðru íslensku marki.
33. mín
Hólmbert að njóta sín vel á vellinum. Flikkaði boltanum áfram, átti að fara á Emil Atlason en markvörður Armena vel vakandi og kom á hárréttum tíma úr rammanum.
35. mín
Gult spjald: Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
Hólmbert í aðalhlutverki. Fer í svörtu bókina fyrir að "teika" einn Armena.
37. mín
Armenar með athyglisverða aukaspyrnutilraun þar sem tveir leikmenn stilltu sér upp fyrir aftan boltann og stukku svo upp þegar spyrnan var framkvæmd. Skotið hátt yfir.
40. mín
Í fréttamannastúkunni er einn blaðamaður sem hefur komið til Armeníu. Það er fagmaðurinn Guðmundur Hilmarsson á Morgunblaðinu. Heimsótti Armeníu þegar Guðjón Þórðarson stýrði Íslandi til 0-0 jafnteflis ytra fyrir einhverjum árum síðan.
42. mín
Það hefur fjölgað duglega í stúkunni eftir því sem liðið hefur á þennan fyrri hálfleik. Fólk að klára vinnu og svona til eiga fyrir salti í grautinn.
44. mín
Armenar með hættulegar hornspyrnur. Áttu fjögur horn í röð. Grigor Hovhannisyan átti svo skalla yfir markið og þar með lauk þeirri atlögu. Hætta á ferðum.
45. mín
Hálfleikur - Armenar hefur átt fjórar marktilraunir gegn þremur íslenskum. Engin tilraun gestaliðsins hefur þó ratað á rammann.
45. mín
Hverjir voru hvar - Meðal frægra í stúkunni eru landsliðsmennirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson. Tryggvi Guðmundsson, Ingólfur Þórarinsson og Rúnar Kristinsson eru líka á vellinum.
45. mín
Af upphitun að dæma er ljóst að Eyjólfur Sverrisson ætlar ekki að gera neina skiptingu í hálfleiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað - Gleymdi að nefna Guðjón Þórðarson í upptalningu á frægum í stúkunni áðan.
48. mín
Hjörtur Hermannsson búinn að eiga flottan leik í vörn Íslands. Hjörtur kann vel við sig hér í Árbænum enda uppalinn hjá Fylki en fór þaðan til PSV Eindhoven í Hollandi.
54. mín
Frekar lítið í gangi þessa stundina. Ætla að skella mér í sjoppuna og fá ábót á kaffið...
57. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI! Jón Daði Böðvarsson með skemmtileg tilþrif og Gor Malakyan braut á honum. Danski dómarinn ekki í vafa og bendir á punktinn.
57. mín
Mark úr víti!
Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
MAAAARK! Hólmbert skorar sitt annað mark í leiknum. Sendi markvörðinn í öfugt horn.
62. mín
Þægilegt að hafa náð þessu öðru marki inn. Miðað við gang leiksins er erfitt að sjá Armena fá eitthvað úr leiknum úr þessu. En þriðja markið fræga gæti breytt einhverju...
68. mín
MARK!
Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
Stoðsending: Hörður Björgvin Magnússon
Stoðsending: Hörður Björgvin Magnússon
MAAARK!! Emil Atlason hefur lítið getað í leikinn en haförninn sjálfur skýtur svo upp kollinum og skorar eins og alvöru markaskorari og skorar sitt áttunda mark í níu leikjum í undankeppninni! Lélegur varnarleikur og Emil refsar.
70. mín
Agvhan Papikyan með skot úr dauðafæri en Rúnar Alex náði að loka rammanum og varði.
72. mín
Arnór í hörkufæri en náði ekki að hitta á rammann. Orri Sigurður Ómarsson fær + úr fréttamannastúkunni fyrir frábæra sendingu.
78. mín
Einn heitasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar lætur fara vel um sig í Lautinni. Gylfi Þór Sigurðsson fylgist með leiknum. Framundan er landsleikur við Tyrki á þriðjudaginn. Smellið ykkur inn á midi.is og tryggið ykkur miða.
80. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Ísland U21)
Út:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland U21)
Brynjar fer í miðvörðinn en Hjörtur færist í vinstri bakvörð.
83. mín
Tigran Barseghyan með góðan sprett inn í teiginn og náði sendingu fyrir en Rúnar Alex handsamaði knöttinn af miklu öryggi. Rúnar ekki haft mikið að gera en gripið vel inn í þegar á hefur þurft að halda.
86. mín
Inn:Arman Mkrtchyan (Armenía U21)
Út:German Kurbashyan (Armenía U21)
Þriðja og síðasta breyting Armena.
87. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland U21)
Aron Elís fær hérna nokkrar mínútur. Skiptingunum lokið í þessum leik.
89. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Ísland U21)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
MAAAARK!!! Sjálfstraustið algjörlega í botni hjá Ólafi. Varamennirnir bjuggu til þetta mark. Aron Elís renndi knettinum á Óla sem átti skot sem endaði í horninu. Hafði smá viðkomu í varnarmanni en engu að síður vel gert.
Byrjunarlið:
1. Sevak Alanyan (m)
3. Hovhannes Nazaryan
4. Albert Khachumyan
5. Edgar Grigoryan
6. Erik Vardanyan
9. Arien Tsaturyan
('71)
10. Armen Nahapetyan
11. Vahan Bichakchyan
14. Artur Nadiryan
('61)
18. German Kurbashyan
('86)
20. Rudik Mkrtchyan
Varamenn:
12. Mark Grigoryan (m)
16. Grogorii Matevosian (m)
('71)
7. Karen Melkonyan
('61)
13. Arman Mkrtchyan
('86)
15. Artur Khacatryan
22. Erjanik Ghubasaryan
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Erik Vardanyan ('23)
Rauð spjöld: