City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
4
1
KA
Alex Freyr Hilmarsson '19 1-0
Magnús Björgvinsson '28 2-0
2-1 Arsenij Buinickij '64
Hákon Ívar Ólafsson '77 3-1
Magnús Björgvinsson '78 4-1
06.09.2014  -  14:00
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Gola, alskýjað.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 75
Maður leiksins: Magnús Björgvinsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Marko Valdimar Stefánsson
Scott Mckenna Ramsay ('71)
2. Jordan Lee Edridge ('87)
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj ('87)
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
12. Daði Lárusson (m)
2. Hákon Ívar Ólafsson ('71)
3. Milos Jugovic
5. Nemanja Latinovic ('87)
11. Ómar Friðriksson
14. Jón Unnar Viktorsson

Liðsstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)

Gul spjöld:
Nemanja Latinovic ('88)
Juraj Grizelj ('67)
Björn Berg Bryde ('56)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu. Grindavík er með 26 stig í 7. sæti en KA eru með 27 stig í sætinu fyrir ofan.
Fyrir leik
Bæði lið að sigla lignan sjó um miðja deild og er ég samt að vona að leikurinn verði skemmtilegur og nóg af mörkum. Sjáum til með það.
Fyrir leik
Jóhann Helgason leikmaður KA er að leika gegn sínum gömlu félögum. Grindavík vann síðustu viðureign fyrir norðan Jóhann Helgason náði þá að skora en ekki var það nóg og fór leikurinn 2-1
Fyrir leik
Styttist í leik og er Bob Marley á fóninum sem stendur. Verð að segja það að það séu ekki margir farnir að láta sjá sig að styðja sitt lið.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inná völlinn og er alskýjað og smá úði á köflum.

1. mín
KA menn byrja með knöttinn og sækja í átt að Þorbirni.
6. mín
Stefán Þór Pálsson sloppinn einn í gegn tók vel á móti boltanum Óskar Pétursson kom út á móti og reyndi við boltann, Stefán fell við eftir viðkomu Óskars ég er svona 70 prósent að dómarinn hefði átt að dæma vítaspyrnu.
16. mín
Ekkert að gerast þessa stundina. Bæði lið skiptast á að vera með boltann en eru ekki að skapa sér mikið.
19. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
19. mín
Magnús Björgvinsson með fyrirgjöf hægra megin í vítateignum Alex Freyr með flottan skalla framhjá Srdjan Rajkovic.
21. mín
Arsenij Buinickij nálægt því að jafna með skalla en rétt yfir markið.
28. mín MARK!
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Stoðsending: Scott Mckenna Ramsay
MARK!!!!!!!!
28. mín
Gamli refurinn Scott Ramsay með frábæra sending á Magnús Björgvinsson sem kláraði snyrtilega framhjá Srdjan í markinu.
33. mín
Arsenij Buinickij í dauðafæri en Óskar Pétursson varði glæsilega. KA fékk hornspyrnu þar sem Daníel Leó Grétarsson fór uppí skallabolta og lág niðri en leikurinn hélt áfram og bjargaði Einar Karl Ingvarsson á línu eftir það stöðvaði dómari leiksins leikinn til að huga að Daníel. Heimamenn heppnir að fá ekki á sig mark.
38. mín
Hallgrímur Björn Steingrímsson með hörkuskot úr aukaspyrnu af 28 metrunum. Boltinn fór framhjá veggnum og hélt ég að Óskar myndi grípa, boltinn átti viðkomu á grasið og það fastur að Óskar fékk boltann í andlitið. Ævar Ingi Jóhannesson náði frákastinu og skaut hátt yfir markið.
43. mín
Gestirnir liggja á heimamönnum. Viktor Örn Guðmundsson með þrususkot fyrir utan vítateig. Óskar rétt náði að koma við boltann sem endaði í þverslánni og aftur fyrir. KA fengu svo 5 hornspyrnur í röð sem þeir eru ekki búnir að nýta næginlega vel. En alltaf ná heimamenn að hreinsa.
45. mín
7 hornspyrnur í sömu sókninni ótrúlegt.
45. mín
Hálfleikur. Heimamenn með tvö mörk. Sanngjarnt, já ég held það. Grindavík búnir að nýta sín færi gegn vindinum. KA menn kannski óheppnir að heimamenn séu á tánum í vörninni.
46. mín
Heimamenn byrja með boltann og leika með vindinn í bakið. Ég vil fá fleiri mörk í þennan leik. Bæði lið hafa verið að skapa sér nóg af færum.
53. mín
Ekkert að gerast. Heimamenn meira með boltann.
56. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Grindavík)
Fyrir lítið brot á Ævari Inga Jóhannessyni.
57. mín
Einar Karl Ingvarsson með skot af löngu færi. Srdjan Rajkovic þurfti að hafa sig allan við til að verja.
62. mín
Hrannar Björn Steingrímsson með gott skot hægra megin af teignum en Óskar Pétursson vel staðsettur.
63. mín Gult spjald: Edin Beslija (KA)
Brot á Magnúsi Björgvinssyni.
64. mín MARK!
Arsenij Buinickij (KA)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Mark!!!!!!
64. mín
Klaufalegt hjá Grindavík. Ævar Ingi náði boltanum af vörninni var komin við endalínu hægra megin í teignum Óskar Pétursson reyndi að komast fyrir hann en Ævar náði að senda fyrir og var Arsenij Buinickij aleinn og skoraði auðveldlega.
67. mín Gult spjald: Juraj Grizelj (Grindavík)
Arsenij Buinicki sloppinn aftur í gegn en sumir vildu fá hendi þegar hann tók á móti boltanum. Arsenij Buinicki var komin nálægt endalínu og reyndi við skot sem fór í hliðarnetið. Ívar Orri lyfti upp gulu spjaldi á Juraj Grizelj hugsanlega fyrir kjaftbrúk þar sem Juraj taldi þetta hafa farið í hönd Arsenij.
71. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík)
Fyrsta skipting heimamanna.
76. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (KA) Út:Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
Fyrsta skipting Gestanna.
77. mín MARK!
Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
Stoðsending: Daníel Leó Grétarsson
Hákon nýkomin inná.
78. mín MARK!
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
78. mín
Magnús Björgvinsson með frábæra einstaklings takta. fékk boltan við miðju tók tvo varnarmenn á og skaut svo með vinstri fæti fyrir utan teig. Srdjan átti ekki möguleika.
81. mín
Ævar Ingi með slakt skot sem Óskar Pétursson átti ekki vandræðum með.
83. mín
Gunnar Örvar Stefánsson í dauðafæri en boltinn fór hárfínt framhjá markinu.
85. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (KA) Út:Viktor Örn Guðmundsson (KA)
87. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Jordan Lee Edridge (Grindavík)
87. mín
Inn:Anton Ingi Rúnarsson (Grindavík) Út:Juraj Grizelj (Grindavík)
Anton Ingi Rúnarsson að koma inn á í sínum fyrsta leik í meistaraflokki.
88. mín Gult spjald: Nemanja Latinovic (Grindavík)
Búinn að stimpla sig inn fyrir peysutog.
90. mín
Einar Karl Ingvarsson með flotta aukaspyrnu en Srdjan var á tánum í markinu og ver vel.
Leik lokið!
Heimamenn með góðan sigur á KA. Umfjöllun og viðtöl koma síðar í dag. Þakka lesturinn, Þangað til næst.
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason ('76)
Srdjan Rajkovic
4. Viktor Örn Guðmundsson ('85)
5. Karstern Vien Smith
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij
19. Stefán Þór Pálsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Edin Beslija

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
11. Jóhann Helgason
14. Ólafur Hrafn Kjartansson
26. Ívar Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Gunnar Örvar Stefánsson
Baldvin Ólafsson

Gul spjöld:
Edin Beslija ('63)

Rauð spjöld: