Fyrir leik
Góða kvöldið!
Hér verður bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og Keflavíkur í 19. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Ólafur Karl Finsen er á bekknum hjá Stjörnunni í dag sem og hægri bakvörðurinn Niclas Vemmelund sem var í banni í síðasta leik gegn KR. Búast má við að Heiðar Ægisson sé áfram í hægri bakverðinum. Martin Rauschenberg er mættur aftur eftir leikbann.
Keflavík tapaði síðasta leik gegn Fram 2-4. Frá þeim leik gerir Kristján Guðmundsson þjálfari þeirra tvær breytingar. Bojan Stefán Ljubicic og Aron Grétar Jafetsson fara á bekkinn fyrir Theodór Guðna Halldórsson og Frans Elvarsson.
Fyrir leik
Mikið rok í Garðabænum í kvöld. Á án efa eftir að setja strik í reikninginn.
Fyrir leik
Stjarnan verður að vinna í dag til að vera áfram tveimur stigum á eftir FH.
Fyrir leik
Vallarklukkan í Garðabæ hefur lokið keppni. Staðan samkvæmt klukkunni er 10-61. Ójafn leikur þar. Haukur vallarþulur mun því taka tímann og upplýsa áhorfendur.
Fyrir leik
Aron Rúnarsson Heiðdal og Hilmar Þór Hilmarsson eru ekki með Keflvíkingum í dag en þeir eru báðir í láni frá Stjörnunni.
Aron Grétar Jafetsson er á bekknum hjá Keflavík en hann kom til félagsins frá Stjörnunni fyrr í sumar.
Fyrir leik
Páló, Páll Jónsson, er einn aðal stuðningsmaður Stjörnunnar og hann er löngu mættur í stúkuna. Það er vonandi að Garðbæingar og Keflvíkingar fjölmenni á völlinn í kvöld.
Fyrir leik
Ólafur Karl Finsen fær Pepsi kassa fyrir að vera leikmaður 18. umferðar. Óli Kalli er með bláa Stjörnu húfu og hleypur með kassann inn í klefa. Fínt að fá sér Pepsi eftir leik.
Fyrir leik
Það verða engin áhorfendamet slegin í Garðabæ í kvöld, það er alveg 100%.
Fyrir leik
Silfurskeiðin með risafána í stúkunni fyrir leik. Kemur eflaust vel út í sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Takið þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
1. mín
Leikurinn er hafinn. Flóðljós, rok, rigning og Silfurskeiðin í stuði. Fáum vonandi skemmtilegan leik.
8. mín
Liðsuppstillngarnar eru ca svona. Keflavík með tígulmiðju.
Ingvar
Heiðar - Martin - Daníel - Hörður
Þorri - Atli Jó
Arnar Már - Veigar - Pablo
Rolf
Jonas
Sigurbergur - Halldór - Haraldur - Magnús
Einar
Frans - Sindri
Elías
Hörður - Theodór
10. mín
Lítið gerst fyrstu tíu. Stjarnan átti þó hættulegt upphlaup núna en Keflvíkingar ná að bjarga á síðustu stundu í horn.
20. mín
Við myndum alveg þiggja eins og eitt færi. Biðjum ekki um meira í bili.
24. mín
Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
25. mín
MARK!Pablo Punyed (Stjarnan)
Pablo Punyed fiskar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Tekur spyrnuna síðan sjálfur og skrúfar boltann laglega í netið. Fallegt mark og Stjarnan leiðir!
33. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Út:Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Elías Már borinn meiddur af velli á sjúkrabörum.
34. mín
Hörður Árna með hörkusprett og fyrirgjöf en Rolf Toft nær ekki að stýra boltanum í netið. Stjarnan nær því að bæta við en Keflavík að minnka muninn.
37. mín
Einar Orri með skemmtileg tilrþif á miðjunni en langskotið hjá Bojan í kjölfarið er langt framhjá.
39. mín
Bojan með ágætis tilraun en Ingvar ver. Aðeins meira líf í þessu núna.
42. mín
Hörður Sveinsson með hörkuskot í varnarmann og þaðan fer boltinn í horn.
45. mín
Hörður Sveinsson með skalla í slána eftir fyrirgjöf frá hægri.
45. mín
Hörður Árnason með flotta fyrirgjöf en Veigar Páll rétt missir af boltanum.
45. mín
Hálfleikur - Stjörnumenn leiða 1-0 eftir fallegt mark Pablo Punyed úr aukaspyrnu. Keflvíkingar hresstust eftir því sem líða tók á síðari hálfleikinn og spurning er hvort þeir nái að fylgja því eftir í síðari hálfleiknum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
46. mín
Veðrið er ekkert að skána. Rigning og hávaðarok. Siggi Stormur er um það bil korteri frá því að senda frá sér viðvörun.
53. mín
Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Togaði Pablo niður.
59. mín
770 áhorfendur í kvöld. Dapurt að Garðbæingar mæti ekki betur þegar Stjarnan á möguleika á sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í karlaflokki.
62. mín
Keflavík fær aukaspyrnu af ekki ósvipuðu færi og Pablo skoraði úr. Haraldur Freyr á hins vegar skot yfir.
67. mín
Gjörsamlega ótrúleg atburðarás í Garðabæ!! Keflvíkingar eiga hvert skotið á fætur öðru. Eitt af þeim drífur ekki á markið út af vindinum en Ingvar Jónsson gerir skelfileg mistök þegar hann kýlir boltann beint á Hörð Sveinsson. Hörður er í dauðafæri en Daníel Laxdal bjargar á ævintýralegan hátt á línu!
68. mín
Stjarnan fer beint upp í skyndisókn sem endar á því að Veigar Páll kemst í dauðafæri en skot hans fer rétt framhjá!
70. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Út:Rolf Glavind Toft (Stjarnan)
71. mín
Ingvar í misheppnað úthlaup og gefur horn. Tvö mjög sjaldséð mistök hjá Ingvari með stuttu millibili.
75. mín
Veigar Páll Gunnarsson með hörkuskot úr auakaspyrnu sem Jonas Fredrik Sandqvist ver í horn.
81. mín
Inn:Aron Grétar Jafetsson (Keflavík)
Út:Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík)
84. mín
Arnar Már með þrumuskot af löngu færi sem Jonas ver í horn.
89. mín
Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
89. mín
Rautt spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar Orri fær sitt annað gula spjald. Hann er á leið í tveggja leikja bann þar sem þetta er annað rauða spjaldið hans í sumar.
90. mín
Bojan á fyrirgjöf sem fer í hendina á Herði innan vítateigs! Þóróddur hlustar ekki á mótmæli Keflvíkinga og dæmir hornspyrnu.
90. mín
MARK!Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Pablo Punyed
Veigar Páll innsiglar 2-0 sigur Stjörnunnar og aftur kemur markið úr aukaspyrnu. Að þessu sinni er aukaspyrna á vítateigslínu og Veigar Páll skorar með skoti sem Jonas ver inn í markið. Skotið í markmannshornið og Jonas hefði átt að gera betur.
90. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Leik lokið!
Stjarnan vinnur sigur í rokinu í Garðabæ og gefur ekkert eftir í titilbaráttunni. Keflvíkingar verða hins vegar að líta um öxl í neðri hlutanum.