Man City
1
0
Arsenal
David Silva
'53
1-0
18.12.2011 - 16:10
Etihad Stadium
Enska úrvalsdeildin
Aðstæður: Fínt veður en kalt
Dómari: Phil Dowd
Etihad Stadium
Enska úrvalsdeildin
Aðstæður: Fínt veður en kalt
Dómari: Phil Dowd
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
2. Micah Richards
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
8. Samir Nasri
('86)
10. Sergio Aguero
15. Jesús Navas
18. Frank Lampard
('72)
20. Eliaquim Mangala
21. David Silva
42. Yaya Toure
('86)
Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
6. Fernando
7. James Milner
('72)
10. Edin Dzeko
('86)
15. Stefan Savic
34. Nigel De Jong
('86)
35. Stefan Jovetic
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jesús Navas ('39)
Sergio Aguero ('72)
Rauð spjöld:
94. mín
Leiknum er lokið! Phil Dowd flautar af þennan frábæra síðari hálfleik. Manchester City fer aftur á toppinn með sigrinum en Arsenal situr í fimmta sætinu áfram með 29 stig.
93. mín
Vermaelen er rosalegur í langskotunum!! Hann á aftur skot fyrir utan teig en boltinn fer rétt framhjá markinu. Spennandi lokamínútur hérna á Etihad-vellinum!!
92. mín
Edin Dzeko með skot eftir sendingu frá Aguero, en boltinn fer í hliðarnetið! Fjórum mínútum var bætt við.
90. mín
Joe Hart ver meistaralega frá Vermaelen! Belgíski varnarmaðurinn á skot fyrir utan teig en sá enski sá við honum!
86. mín
Þá eru allar skiptingarnar búnar hjá stjórunum tveimur, en Micah Richards er samt haltrandi. Roberto Mancini hefur litlar áhyggjur af því sýnist mér.
78. mín
Arsenal vill fá dæmda vítaspyrnu. Koscielny átti fyrigjöf sem virðist fara í handlegginn á Richards en Dowd dæmir ekkert.
74. mín
Gult spjald: Mikel Arteta (Arsenal)
Arteta braut á Yaya Toure, en hann fékk þó spjaldið fyrir einhver orð sem hann sagði við Phil Dowd.
72. mín
Inn:James Milner (Man City)
Út:Frank Lampard (Man City)
SuperMario er farinn af leikvelli og James Milner kemur inn í hans stað.
66. mín
Þvílík skot frá Zabaleta!!! Arsenal missir boltann frá sér fyrir utan vítateig og Zabaleta nýtti sér það og negldi á markið en boltinn fór í stöngina!
64. mín
Spennan er farin að magnast í leiknum núna, það er allt að gerast. Færi báðum megin, Robin van Persie var rétt í þessu að eiga fínt færi en Joe Hart varði frá honum.
62. mín
Aguero nálægt því að bæta við öðru marki fyrir City! Nasri var að klappa boltanum inni í teignum áður en boltinn berst til Aguero sem skýtur rétt framhjá stönginni.
Máni Pétursson, útvarpsstjóri á X-inu
Mark eftir halfvitaskap gervinho ekkert sem kemur a ovart alger auli.
Mark eftir halfvitaskap gervinho ekkert sem kemur a ovart alger auli.
53. mín
Mario Balotelli er með boltann á vinstri vængnum, keyrir inn og skýtur á markið. Szczesny ver boltann út í teig þar er Aguero sem reynir að skalla á markið en boltinn fer til David Silva sem skorar örugglega við marklínu!
48. mín
Inn:Alex Iwobi (Arsenal)
Út:Johan Djourou (Arsenal)
Djourou er meiddur og því kemur Ignasi Miquel inn í hans stað.
45. mín
Þetta er ekki búinn að vera nógu fjörugur fyrri hálfleikur en vonandi megum við búast við marki í leikinn í þeim síðari. Það er tveimur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
43. mín
Persie lá í jörðinni eftir samskipti við Zabaleta. Hann fékk sennilega högg á ökklann en hann er staðinn á lappir á ný og geta stuðningsmenn Arsenal andað léttar.
40. mín
Aguero keyrir í gegnum vörn Arsenal áður en hann skaut á markið en skotið er slakt og átti Szczesny ekki í erfiðleikum með að handleika knöttinn!
39. mín
Gult spjald: Jesús Navas (Man City)
Barry fer í bókina fyrir brot á Arteta. Hann fer aftan í hann og því verðskuldað spjald.
35. mín
Þarna hefði Ramsey getað komið Arsenal yfir! Persie á slakt skot sem fer fyrir lappirnar á Ramsey en hann hefur lítinn tíma áður en Kolo Toure nær að koma sér í boltann.
33. mín
Robin van Persie með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Ramsey en boltinn fer yfir markið.
24. mín
Þvílík tilþrif frá Balotelli! Richards gefur fyrir markið en boltinn fer af varnarmanni og hátt upp í loftið. Balotelli náði að leggja boltann fyrir sig með ristinni og skaut á markið en Szczesny varði frá honum. Djourou og Mertesacker voru báðir í honum en það breytti litlu.
17. mín
Gervinho með hörkuskot á Joe Hart sem ver í hornspyrnu! Gestirnir eru farnir að bíta frá sér.
13. mín
Song er ekki hræddur við að fara harkalega í menn á gulu spjaldi, spurning hvort hann fái að líta rautt í dag?
11. mín
Silva með skot á markið en Szczesny ver frá honum. City byrjar leikinn mun betur fyrstu mínúturnar.
9. mín
Sergio Aguero í dauðafæri! Pablo Zabaleta með glæsilega fyrirgjöf á Aguero sem skýtur boltanum hátt yfir markið!
3. mín
Vincent Kompany með skemmtileg tilþrif í vörninni. Sólaði þrjá leikmenn áður en hann kom boltanum á Aguero.
Fyrir leik
Man City spilar leikkerfið 4-2-3-1 í dag. Mario Balotelli er uppi á topp og Sergio Aguero er fyrir aftan hann. Arsenal spilar sama leikkerfi með Robin van Persie upp á topp og Aaron Ramsey fyrir aftan hann.
Fyrir leik
Engar breytingar hjá Arsenal hins vegar. Liðið helst óbreytt frá síðustu helgi þegar liðið lagði Everton af velli.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin í hús. Þrjár breytingar hjá City, en Samir Nasri fær að mæta sínum gömlu félögum í stað James Milner. Kolo Toure kemur inn fyrir Joleon Lescott og Micah Richards er aftur kominn í liðið nú í stað Gael Clichy sem er í banni.
Fyrir leik
Svo minni ég að sjálfsögðu notendur á samskiptavefnum Twitter að nota hashtagið #fotbolti þar sem vel valdar færslur verða birtar í lýsingunni.
Fyrir leik
Nú eru hinsvegar aðrir tímar og má búast við fjörugum leik í dag og vonandi nóg af mörkum!
Fyrir leik
Arsenal hefur haft betur í úrvalsdeildinni gegn Man City. Þess má geta að City hefur ekki skorað deildarmark gegn Arsenal síðan í október 2009 þegar liðið tapaði 4-2.
Fyrir leik
Þó má ekki gleyma að Man City er með flest skoruð mörk í deildinni á þessu tímabili eða 49 mörk talsins. Þá eru þeir með framherja á borð við Mario Balotelli, Sergio Aguero og Edin Dzeko svo sóknarleikurinn ætti ekki að vera af verri endanum í dag.
Fyrir leik
Robin van Persie hefur verið sjóðheitur hjá Arsenal undanfarið. Hann hefur skorað 33 mörk í 32 deildarleikjum á árinu 2011 og verður hann að teljast mikil ógn fyrir vörn City.
Fyrir leik
Man City hefur einungis tapað einum leik í deildinni og var það gegn Chelsea í síðustu umferð. Arsenal hefur aftur á móti tapað fjórum deildarleikjum en síðasti tapleikur liðsins var gegn Tottenham í byrjun október.
Fyrir leik
Þetta er klárlega stórleikur helgarinnar, en Manchester City þarf á sigri að halda til að ná toppsætinu af nágrönnum sínum í Man Utd á meðan Arsenal reynir að blanda sér inn í toppbaráttuna.
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
4. Per Mertesacker
('82)
5. Gabriel Paulista
6. Laurent Koscielny
8. Mikel Arteta
10. Robin van Persie
14. Theo Walcott
('69)
16. Aaron Ramsey
18. Nacho Monreal
20. Johan Djourou
('48)
27. Gervinho
Varamenn:
1. Petr Cech (m)
7. Tomas Rosicky
23. Andrei Arshavin
('69)
26. Emmanuel Frimpong
29. Marouane Chamakh
('82)
30. Yossi Benayoun
45. Alex Iwobi
('48)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Nacho Monreal ('10)
Mikel Arteta ('74)
Rauð spjöld: