Þór
0
2
FH
0-1
Kassim Doumbia
'61
0-2
Kassim Doumbia
'64
14.09.2014 - 17:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Orri Sigurjónsson
Sandor Matus
4. Shawn Robert Nicklaw
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
('82)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
23. Chukwudi Chijindu
Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
3. Aron Ingi Hlynsson
11. Kristinn Þór Björnsson
('82)
12. Þórður Birgisson
16. Kristinn Þór Rósbergsson
20. Jóhann Þórhallsson
21. Bergvin Jóhannsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Orri Sigurjónsson ('74)
Ármann Pétur Ævarsson ('70)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('54)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og FH í 19. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn fer fram á Þórsvelli.
Fyrir leik
Gengi liðanna í sumar gæti ekki hafa verið ólíkara. Heimamenn sitja í neðsta sætinu með einungis 9 stig á meðan gestirnir eru í toppsætinu með 41 stig, tveimur stigum á undan Stjörnunni sem eru í 2. sætinu.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-1 jafntefli í Kaplakrika. Kristján Gauti Emilsson kom FH-ingum yfir áður en Jóhann Helgi Hannesson jafnaði fyrir Þórsara.
Fyrir leik
Tapi Þórsarar í dag eru þeir fallnir. Eins og staðan er núna eru 9 stig upp í öruggt sæti og 12 stig í pottinum. Útlitið er því gríðarlega svart í Þorpinu.
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson, rauði baróninn dæmir leikinn í dag. Honum til aðstoðar verða svo Gunnar Sverrir Gunnarsson og Haukur Erlingsson.
Fyrir leik
Leikirnir sem Þór eiga eftir í sumar, fyrir utan þennan leik, eru Valur á útivelli, Breiðablik heima og KR úti, ekki beint auðveldasta prógramið. FH-ingar eiga KR heima, Fram heima, Val úti og Stjörnuna heima.
Fyrir leik
Þórsarar gera tvær breytingar á liði sínu frá tapi liðsins gegn Víkingi í síðustu umferð. Ingi Freyr og Sigurður Marinó koma inn fyrir Kristin Þór Björnsson og Jóhann Helga Hannesson
Fyrir leik
Mikið sunnanrok er í þorpinu í dag. Vindurinn liggur yfir endilangan völlinn svo ljóst er að hann mun hafa mikil áhrif.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson stillir upp nákvæmlega sama liði og síðast. Meira að segja bekkurinn er sá sami og síðast.
Fyrir leik
Smá töf verður á leiknum þar sem að stuðningsmaður FH féll niður úr stúkunni og lenti á steyptum kanti þar fyrir neðan. Lögreglan og sjúkraflutningamenn eru að hlúa að manninum.
Fyrir leik
Maðurinn er fluttur burt með sjúkrabíl. Rétt á eftir ganga leikmenn inn á völlinn
26. mín
Flott sókn. Chuck með langan bolta út á Svein, hann með fyrirgjöf en Jón Jónsson er á undan Jónasi í boltann og bjargar í horn.
28. mín
Flott sókn hjá FH sem endar með því að Óli Palli á fína fyrirgjöf en Atli Jens hreinsar á síðustu stundu.
36. mín
Shawn Nicklaw með hörkuskot af 30 metrunum. Mjög fast skot sem fór rétt framhjá.
45. mín
Steven Lennon sparkar hér í Atla Jens eftir að flautað var. Virtist vera viljandi og Lennon heppinn að sleppa.
48. mín
FH-ingar eru núna með rokið í bakið. Mjölnismenn eru mættir í stúkuna en þeir létu ekki sjá sig í fyrri hálfleik.
61. mín
MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Óli með horn og "The Dream" mætti á nærstöngina á stangaði boltann í netið. Enginn varnarmaður elti hann.
63. mín
Með þessu marki er Kassim að senda Þórsarana niður, svo lengi sem staðan breytist ekki.
64. mín
MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Sama uppskrift, Óli Palli á Kassim. Nú var það aukaspyrna og Kassim mætti á fjærstöng í þetta skiptið.
73. mín
Sigurður Marinó með rosalega aukaspyrnu sem small í þverslánni. Á móti vindi meira að segja!
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
('71)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
('85)
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
25. Hólmar Örn Rúnarsson
('71)
26. Jonathan Hendrickx
Varamenn:
3. Guðjón Árni Antoníusson
('85)
6. Sam Hewson
('71)
17. Atli Viðar Björnsson
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('92)
Jón Ragnar Jónsson ('72)
Kassim Doumbia ('70)
Rauð spjöld: