Leiknir R.
4
0
Tindastóll
1-0
Ingvi Hrannar Ómarsson
'43
, sjálfsmark
Fannar Þór Arnarsson
'61
2-0
Matthew Horth
'78
3-0
Magnús Már Einarsson
'84
4-0
20.09.2014 - 14:00
Leiknisvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Valdimar Pálsson
Leiknisvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
Vigfús Arnar Jósepsson
('77)
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
8. Sindri Björnsson
('65)
10. Fannar Þór Arnarsson
21. Hilmar Árni Halldórsson
Varamenn:
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson
('77)
16. Frymezim Veselaj
23. Gestur Ingi Harðarson
27. Magnús Már Einarsson
('83)
Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Breiðholt! Hér verður bein textalýsing frá leik Leiknis og Tindastóls í lokaumferð 1. deildar. Leikurinn hefst klukkan 14:00 en það er hátíðarstemning í Breiðholtinu enda allar líkur á að bikarinn fari á loft eftir leikinn. Jafntefli dugar svo Leiknismenn séu öruggir með sigur í deildinni. Skagamenn heimsækja KA á sama tíma en þeir eru þremur stigum á eftir Leikni en með betri markatölu.
Fyrir leik
Eins og allir vita hafa Leiknismenn tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tindastóll hefur verið fallbyssufóður í deildinni í sumar, er með aðeins fjögur stig og hefur ekki unnið leik. Liðið er að sjálfsögðu löngu fallið.
Fyrir leik
,,Strákarnir eru sólgnir í eitt stykki bikar og nafnbótina Íslandsmeistarar 1.deildar 2014," segir á heimasíðu Leiknis. Það verður að öllum líkindum enn eitt partíið í Breiðholtinu eftir leik.
Fyrir leik
Fyrirliði Leiknis í dag er Vigfús Arnar sem er að spila sinn síðasta leik aðeins 30 ára! ,,Hugur minn leitar annað og nú setur maður sér ný markmið á öðrum vígstöðvum. Ég hafði aldrei ímyndað mér hversu stór þessi tímamót yrðu í mínu lífi en nú er ég að átta mig á því. Ég man ekki eftir neinu öðru en að mæta alla daga á fótboltaæfingar, allt árið um kring og óumflýjanlega veldur það smá spennu að finna út hvernig maður stillir af nýtt jafnvægi í sínu lífi," skrifaði Vigfús á Facebook í gærkvöldi.
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliði Leiknis frá síðasta leik. Eiríkur Ingi Magnússon kemur úr banni og Sævar Freyr Alexandersson fer á bekkinn. Fannar Þór Arnarsson kemur inn fyrir Kristján Pál Jónsson.
10. mín
Róleg byrjun á þessum leik. Leiknismenn meira með knöttinn eins og við var búist. Andri Fannar átti marktilraun áðan en auðveldlega varið hjá markverði Stólana.
13. mín
Hægri bakvörður Leiknis, Eiríkur Ingi, áberandi í upphafi leiks. Duglegur að sækja fram af krafti.
17. mín
Leiknismenn búnir að fá tvö mjög góð skotfæri síðustu mínútur. Fyrst Andri Fannar og svo Hilmar Árni en bæði skotin fóru framhjá naumlega.
30. mín
Enn ekkert mark komið. Hilmar Árni var þó að sýna frábær tilþrif rétt í þessu, fór illa með varnarmenn gestaliðsins og komst einn gegn markverði en skotið slappt og var varið. Vantar aðeins í heimamenn að skipta yfir í næsta gír.
43. mín
SJÁLFSMARK!
Ingvi Hrannar Ómarsson (Tindastóll)
Leiknismenn ná forystunni. Vel gert hjá Eiríki Inga Magnússyni og Fannari Arnarssyni hægra megin. Fannar með góða fyrirgjöf en boltinn af leikmanni Tindastóls og inn.
44. mín
Fannar Þór að fara illa með vörn Tindastóls en á síðustu stundu koma gestirnir boltanum í horn!
45. mín
Hálfleikur - Engin flugeldasýning hjá Leikni en liðið mun betri aðilinn í leiknum og forystan verðskulduð.
55. mín
Róleg byrjun á seinni hálfleiknum. Leiknismenn með öll tök en manni finnst eins og þeir séu alls ekki að stíga mjög fast á bensíngjöfina.
60. mín
DAUÐAFÆRI!!! Terrance William með frábæra markvörslu. Fannar í DAUÐAFÆRI með hástöfum. Hafði allan tímann í heiminum. Menn fá ekki mikið betri færi en þetta.
61. mín
MARK!
Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Fannar bætir upp fyrir að hafa klúðrað dauðafærinu áðan. Skorar af stuttu færi eftir hornspyrnu, stöngin inn. Ekki flottasta mark í heimi en telur!
66. mín
Mikil stemning í Breiðholtinu í dag. Ísland Got Talent prufur í Fjölbrautaskólanum og verið að vígja listaverk á blokkum um allt hverfi. Leiknir með öll völd á vellinum.
67. mín
Eiríkur að ógna en Loftur Páll Eiríksson náði að setja takkana í boltann og bjarga í horn.
75. mín
DAUÐAFÆRI!!! Matt Horth á að vera búinn að skora! Búin að fá mjög góð færi en verður að nýta þau betur.
76. mín
Skondið að fylgjast með Tindastóli sem spilar greinilega upp á að tapa með sem minnstum mun. Þó liðið sé 2-0 undir þá eru þeir enn að múra fyrir og sækja á afar fáum mönnum.
77. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Út:Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
Heiðursskipting. Fúsi að leika sinn síðasta leik en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna náms, aðeins þrítugur.
78. mín
MARK!
Matthew Horth (Leiknir R.)
Þarna kom það!! Loksins skoraði hann. Skoraði af stuttu færi eftir að Ólafur Hrannar hafði mistekist að hitta boltann.
84. mín
MARK!
Magnús Már Einarsson (Leiknir R.)
Ég skal segja ykkur það!!! Fjórða mark Leiknis skorar Magnús Már, búinn að vera inni á vellinum í eina mínútu. Boltinn datt fyrir hann í teignum og hann skoraði af öryggi.
90. mín
HAAAAA???? Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrir opnu marki en skýtur í stöngina þegar það var í rauninni auðveldara að skora.
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
2. Loftur Páll Eiríksson
6. Fannar Örn Kolbeinsson
8. Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
9. Fannar Freyr Gíslason
18. Ben J. Griffiths
20. Kristinn Justiniano Snjólfsson
22. Hólmar Daði Skúlason
('80)
23. Kári Eiríksson
25. Bjarni Smári Gíslason
Varamenn:
12. Jóhann Ulriksen (m)
5. Bjarki Már Árnason
11. Pálmi Þórsson
21. Arnar Ólafsson
('80)
25. Ágúst Friðjónsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: