City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
4
1
Víkingur R.
Árni Vilhjálmsson '9 1-0
Árni Vilhjálmsson '18 2-0
Henry Monaghan '44
2-1 Ívar Örn Jónsson '78 , víti
Árni Vilhjálmsson '82 3-1
Ellert Hreinsson '90 4-1
21.09.2014  -  16:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Blautt og hvasst.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic ('88)
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('70)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman ('70)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('88)
7. Stefán Gíslason
15. Davíð Kristján Ólafsson ('70)
17. Elvar Páll Sigurðsson
21. Baldvin Sturluson ('70)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('90)
Ellert Hreinsson ('87)
Finnur Orri Margeirsson ('77)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Kópavogur að hætti Vilhelms Antons Jónssonar! Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Víkings. Jafntefliskóngarnir á heimavelli en þeir hafa gert 12 jafntefli sem er met í efstu deild!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Breiðablik er í sjöunda sæti með 21 stig nú þegar þrjár umferðir eru eftir. Víkingur er í fjórða sæti, Evrópusæti, fimm stigum á undan Val.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Alan Lowing er ekki með Víkingum í dag en hann fékk rauða spjaldið í síðasta leik gegn Stjörnunni. Heiðar Ægisson Stjörnumaður var rangstæður i aðdragandanum án þess að dæmt var og súrt fyrir Víkinga að missa þennan öfluga miðvörð í tveggja leikja bann. Lowing hefur verið frábær í sumar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Víkings, er heldur ekki með í dag vegna leikbanns.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Mér sýnist á öllu að veðrið muni leika stórt hlutverk. Það mun hafa áhrif á leik allra liða nema helst ÍBV en ætli Eyjamenn kalli þetta ekki léttan andvara eða svikalogn.
Fyrir leik
Heimamenn eru þremur stigum frá fallsæti og gera eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu við ÍBV. Oliver Sigurjónsson fer á bekkinn og Elfar Árni Aðalsteinsson kemur inn í liðið.

Víkingar gera þrjár breytingar á sínu liði frá jafntefli sínu við Stjörnuna. Pape Mamadou Faye og Alan Lowing taka út leikbann en að auki dettur Illiyan Garov úr hópnum. Henry Monaghan, Viktor Jónsson og Óttar Steinn Magnússon koma inn.
Fyrir leik
Dómararnir eru mættir á völlinn og taka hann út. Sýnist Þorvaldur vera í símanum og mér heyrðist að það gæti verið að leiknum yrði frestað sökum veðurs. Sel það þó ekki dýrar en ég keypti það.

Staðan er allavega sú að í sterkustu vindhviðunum mynda hornfánarnir 30° horn og við blaðamenn gætum lent í að sjá lítið af leiknum ef rúðan fyrir framan okkur blotnar mikið meir. Við erum þó innandyra og það er vel.
Fyrir leik
Það virðist vera einhver mannekla hjá Víkingum því aðstoðarþjálfarinn Milos Milojevic er skráður á bekkinn hjá þeim. Milos lék síðast leik þann 21. ágúst 2012 er Víkingur lagði Tindastól 5-0.
Fyrir leik
Þetta er klárt. Leikurinn fer fram enda virðist veðrið hafa skánað smá. Leikmenn Breiðabliks eru í það minnsta mættir út á völlinn að hita upp.
#fotboltinet

Venju samkvæmt minni ég á hashtagið #fotboltinet viljir þú taka þátt í umræðu um leikinn.
Fyrir leik
Það verða engin auglýsingaskilti fyrir aftan mörkin í þessum leik enda hætta á að þau tækjust á loft.
Fyrir leik
Dómaratríó leiksins samanstendur af Þorvaldi Árnasyni og honum til halds og trausts verða Birkir Sigurðsson og Smári Stefánsson. Eftirlitsmaður verður Björn Guðbjörnsson.
Fyrir leik
Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, spáði í leiki 20. umferðar hér á Fótbolta.net.

Breiðablik 1 - 1 Víkingur
Getur þessi leikur endað öðruvísi? Jafnteflaruna Blikanna á sér vart hliðstæðu, sex í síðustu sjö leikjum. Bæði lið þurfa á sigri að halda, af ólíkum ástæðum en hætt er við að bæði gangi frekar ósátt af velli.
Fyrir leik
Leik Fjölnis og Stjörnunar, sem fara átti fram í Grafarvogi, hefur verið frestað. Tölvur íþróttafréttamanna sem áttu að vera á þeim leik fagna því heilshugar.
Fyrir leik
Liðin eru gengin til búningsherbergja og það eru ekki nema tæpar tíu mínútur í að leikurinn verði flautaður á. Áhorfendur eru fáir en fer fjölgandi. Einn ungur drengur er mættur með fána og gerir sitt besta til að veifa honum. Í sterkustu kviðunum er fáninn nær því að veifa honum.
Fyrir leik
Drengirnir með Pepsi-deildar og Borgunar fánana hafa fengið að standa í tæpar tíu mínútur án þess að liðin og dómararnir láti sjá sig inn á vellinum.
Fyrir leik
Fyrirliðar hér í dag eru þeir Finnur Orri Margeirsson og Igor Taskovic. Blikar munu koma til með að sækja í átt að Sporthúsinu í fyrri hálfleik en Víkingar byrja með boltann.
1. mín
Leikurinn er hafinn
2. mín
Breiðablik (4-4-2)
Damir - Elfar Freyr - Finnur - Arnór
Ellert - Guðjón - Andri - Höskuldur
Árni - Elfar Árni
2. mín
Víkingur (4-4-2)
Kjartan - Óttar - Taskovic - Ívar
Kristinn
Monaghan - Abnett
Dofri
Viktor - Ivanov

Boðið upp á tígulmiðju.
4. mín
Árni Vilhjálmsson með fyrstu tilraun leiksins. Reynir bakfallsspyrnu af markteig sem Ingvar ver.
9. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
Heimamenn eru komnir yfir! Damir átti framúrskarandi sendingu úr hægri bakverðinum sem sveif innfyrir vörnina og Árni var einn á auðum sjó. Fyrsta snertingin hefði getað verið betri en það kom ekki að sök. Árni hamraði boltann í netið. Alvöru afgreiðsla.
13. mín
DAUÐAFÆRI!! Höskuldur kominn einn í gegn eftir að Elfar Árni (að mér sýndist) skallaði hann frían í gegn. Höskuldur lék á Kale og ætlaði að renna boltanum í autt markið en varnarmaður Víkings náði að tækla boltann í horn.
15. mín
Elfar Árni tæpur á að komast í gegn en varnarmaður Víkings henti í stórkostlega tæklingu og kom í veg fyrir færi.
16. mín
Heimamenn eru að ógna mun meira. Hafa fengið horn og aukaspyrnur sem allar hafa skapað usla. Árni Vilhjálms var að enda við að skalla beint á Kale eftir fast leikatriði.
17. mín
Nú bætti hressilega í vindinn. Einn hornfáninn lagðist hreinlega niður.
18. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ellert Hreinsson
Einfalt var það. Ellert nýtti hraða sinn vel til að fara fram hjá Ívari og komast upp að endalínu. Sendingin var á hárréttum stað fyrir hlaupið hans Árna sem kláraði boltann í netið af markteignum.
22. mín
Ef heimamenn halda áfram uppteknum hætti þá megum við búast við marki frá Árna Vilhjálmssyni eftir tæpar fjórar mínútur.
25. mín
Abnett reynir að skapa eitthvað fyrir Víkinga en Elfar Freyr tæklar boltann í horn. Gestirnir enn ekkert náð að ógna. Ná að vísu skalla eftir hornið en hann er víðsfjarri markinu.
27. mín
Vörn Víkinga heldur ekki miklu þessa stundina. Árni og nafni hans Elfar léku vel sín á milli og átti sá síðarnenfdi skot úr D-boganum. Það var of fast og ekki á markið.
30. mín
Enn er hægri vængurinn að gefa hjá grænklæddum. Ellert Hreinsson með flotta fyrirgjöf sem endar hjá Höskuldi á fjærstönginni. Hann skýtur að marki í fyrsta en boltinn hafnar í hliðarnetinu.
32. mín
Víkingar hafa gefist upp á tígulmiðjunni og eru komnir í 4-3-3. Það skiptir þó engu máli ef þeir hætta ekki að kiksa og senda boltann á mótherja.
36. mín
Það er óhætt að fullyrða að Ellert sé ekki að gera Ívari neina greiða í dag. Búinn að fara ótrúlega auðveldlega framhjá honum þennan rúma hálftíma sem liðinn er.
38. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu við vítateigshornið. Aukaspyrnu Ívar og Igor standa yfir boltanum. Andri Yeoman er svo utan vallar sökum meiðsla.
39. mín
Ívar með fasta en lága spyrnu sem skoppar smá fyrir framan Gulla. Markvörðurinn reyndi greip boltann í fyrstu tilraun en Víkingarnir í teignum voru mættir í hann líkt og gammar á hræ.
41. mín
Elfar Árni með boltann upp við endalínu hægra megin og sendir boltann fyrir. Boltinn fór nokkuð greinilega í hendi varnarmannsins og afturfyrir en hornspyrna dæmd.
42. mín
KLOBBI!! Guðjón Pétur klobbar Ívar Örn við vítateiginn.
44. mín
Það er búið að bæta í vindinn síðustu mínútur og rigninguna að auki. Þetta er ekki knattspyrnuveður.
44. mín Rautt spjald: Henry Monaghan (Víkingur R.)
Skotinn hendir í eina alvöru tæklingu. Rann vel á blautu grasinu og svoleiðis þrumaði Höskuld niður. Takkar á lofti og allur pakkinn. Aldrei spurning með litinn á þessu.
45. mín
Guðjón Pétur fær boltann á miðjunni og geysist að marki. Skot hans fór ekki langt framhjá. Þetta gerðist svo snöggt að Þorvaldur dómari rann á vellinum og steinlá á rassinum.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks. Ólafur Þórðarson röltir beint að Þorvaldi og ræðir aðeins við hann. Stuðningsmenn Víkings láta heldur ekki sitt eftir liggja og láta dómarann heyra það.

45. mín
Víkingar eru vængbrotnir og það hefur ekkert gengið upp hjá þeim það sem af er leik. Gæti hæglega verið í mun verri stöðu. Breiðablik stefnir hraðbyri að því að vinna sinn fjórða sigur í sumar.
46. mín
Inn:Eiríkur Stefánsson (Víkingur R.) Út:Kjartan Dige Baldursson (Víkingur R.)
Síðari hálfleikur hafinn. Víkingar breyta enn um leikkerfi. Þriggja manna vörn og vængbakverðir.
51. mín
Árni Vill var svooooo nálægt þrennunni. Enn á ný lék Ellert sér að varnarmönnum Víkings og sendi fyrir. Kale kom út til að slá boltann en hefur eitthvað misreiknað hann sökum vinds. Árni fékk boltann og skaut að markinu en Kale var kominn til baka og varði boltann í horn.
57. mín
Blikar gera tilkall til vítaspyrnu og virðast hafa eitthvað til síns máls. Árni Vill klipptur niður innan teigs. Var annaðhvort horn eða víti en ekki markspyrna líkt og dæmt var.
58. mín
806 áhorfendur hér í dag skv. talningu vallarstarfsmanna.
60. mín
Dofri Snorrason í besta færi gestanna í dag. Nær að böðla sig í færi en skotið ömurlegt.
62. mín
Elfar Árni kemur Árna í dauðafæri en Árni nær ekki að gera sér mat úr því. Reyndi að fara framhjá Kale en missti boltann of langt frá sér við það. Ætlaði svo að finna Ellert á fjær en sendingin náði ekki alla leið. Var ekki ánægður með sjálfan sig.
64. mín
Inn:Stefán Bjarni Hjaltested (Víkingur R.) Út:Michael Maynard Abnett (Víkingur R.)
Abnett vart verið sýnilegur í þessum leik. Stefán þessi er fæddur 1997.
67. mín
Ellert Hreinsson hársbreidd frá því að skora mark! Varla meira en hársbreidd bókstaflega. Fékk boltann á markteigshorninu og skaut að marki. Ingvar sennilega náð að slæma fingri í bolta því hornspyrna var dæmd.
70. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Ætti í raun að vera öfugt hjá mér. Davíð tekur stöðu Höskulds og Baldvin stöðu Andra.

75. mín
Árni Vill gerir aðra heiðarlega tilraun til að skora með hjólhestarspyrnu. Davíð sendi fyrir og Ellert skallaði boltann niður á Árna. Spyrna hans var of há og yfir markið.
76. mín
Viktor Jónsson reynir skot af miðjum vallarhelmingi Blika. Fast skot sem var hárfínt yfir þverslánni.
76. mín
Nú var komið að Arnóri Svein að reyna langskot. Hamraði hann með vinstri en Ingvar varði.
77. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
VÍTASPYRNA!!! Viktor Jónsson féll innan teigs og víti dæmt. Gestirnir vilja víti og rautt en fá bara víti og gult. Finnur á að hafa togað Viktor niður. Sá þetta ekki nógu vel til að geta dæmt um hvort dómurinn hafi verið réttur.
78. mín Mark úr víti!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Viktor Jónsson
Hamrar boltann á mitt markið.
80. mín
Árni Vill steinliggur við miðlínuna. Stendur loks á fætur og fær aðhlynningu utan vallar.
82. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Ég skal segja ykkur það! Ágætis leið til að fullkomna þrennuna. Heimamenn fá hornspyrnu sem er skölluð frá. Boltinn berst aftur fyrir og Elfar Árni flikkar boltanum á Árna. Hann tók boltann bara á lofti og smellti honum í slánna og inn. Ágætis mark.
84. mín
Inn:Bjarni Páll Runólfsson (Víkingur R.) Út:Ventseslav Ivanov (Víkingur R.)
Síðasta skipting heimamanna. Milos kemur því ekki inn á.
87. mín Gult spjald: Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Þetta er fáránlegur litur á spjaldinu. Óttar Steinn fór í tæklingu og Ellert fór í sömu tæklingu fáeinum ljósárum of seint. Þrumaði með bæða fætur í lærið á Óttari sem lá. Ég var búinn að bóka rautt spjald.
88. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir hefur átt ljómandi leik í hægri bakverðinum.
90. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Um leið og uppbótartími var að fara í gang kórónar Ellert sinn leik með marki.

Guðjón Pétur tók hornspyrnu sem fór eftir jörðinni og út í vítateigsbogann. Ellert tók boltann í fyrsta og hamraði hann í netið. Fallegt mark.
90. mín
Aukaspyrnu Ívar Örn reynir fyrir sér. Boltinn var rétt yfir slánni. Ágæt tilraun.
90. mín
Óttar Steinn með lausan skalla rétt yfir markið eftir fyrirgjöf frá hægri.
90. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Þrumaði sóknarmann niður í skallaeingvígi.
Leik lokið!
Ágætt að leikurinn sé búinn þar sem það eru farnir að myndast pollar á stöku stað á vellinum.
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
9. Viktor Jónsson
11. Dofri Snorrason

Varamenn:
14. Bjarni Páll Runólfsson ('84)
19. Stefán Bjarni Hjaltested ('64)
28. Eiríkur Stefánsson ('46)

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Henry Monaghan ('44)