City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
3
0
Afturelding
Harpa Þorsteinsdóttir '66 1-0
Harpa Þorsteinsdóttir '75 2-0
Harpa Þorsteinsdóttir '78 3-0
22.09.2014  -  17:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('83)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Marta Carissimi ('81)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
11. Elva Friðjónsdóttir ('81)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('83)
27. Danka Podovac

Liðsstjórn:
Helga Franklínsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og Aftureldingar í 17. og næst síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Leikið er á Stjörnuvelli í Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 17:15.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stjarnan ætlar að blása til veislu í dag en ljóst er að liðið þarf aðeins eitt stig úr leiknum til að tryggja sér Íslandsmeistarartitilinn.

Takist þeim að ná í stigið og vinna þar með Íslandsmeistaratitilinn er ljóst að bikarinn mun fara á loft í Garðabænum í dag því lokaleikur liðsins verður á Akranesi um helgina.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Afturelding hefur að miklu að keppa í dag því liðið er í fallsæti, 8. sæti, og tveimur stigum frá FH sem er í 9. sæti. Þær verða því að fá allavega tvö stig úr leiknum í dag og gegn Fylki í lokaumferðinni til að bjarga sæti sínu.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
18:12 Þrjár mínútur í leik og það er að gera hellidembu á Stjörnuvelli og henni fylgir nokkur vindur. Samt ekkert í líkingu við veðrið sem var á leikjunum í gær.
Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Leikurinn er hafinn. Stjarnan byrjaði með boltann og leikur í átt að Hafnarfirði.
Hafliði Breiðfjörð
3. mín
Helen Lynskey með þrumuskot fyrir utan teig en framhjá marki Stjörnunnar.
Hafliði Breiðfjörð
9. mín
Stjarnan er mikið meira með boltann og Afturelding á lítið í þær eins og er. Engin teljandi færi komin.
15. mín
Afturelding er að berjast vel enda er mikið í húfi fyrir þær. Þær eru í fallsæti.
16. mín
Afturelding ógnaði vel að marki Stjörnunnar og varnarmenn settu boltann í horn. Eftir hornið skaut Afturelding á markið og munaði þar litlu en Sandra var klár í markinu og greip boltann.
19. mín
Afturelding er búið að verjast vel í tveimur sóknum sem Stjarnan er búið að skapa sér. Þær gefa ekkert eftir.
20. mín
Það er farið að færast smá fjör í leikinn en hann hefur hingað til ekki verið skemmtilegur á að horfa. Núna rétt áðan átti Stjarnan ágætis færi en skotið var yfir.
27. mín
Courtney Conrad komst inn fyrir vörn Stjörnunnar var í ágætis færi. Hún skaut ofarlega og þar á Sandra yfirleitt ekki í vandræðum með að verja og hún handsamaði boltann.
30. mín
Stuðningsmenn Stjörnunnar eru farnir að taka við sér í stúkunni, gaman af því!
37. mín
Lítið að frétta úr þessum leik hérna. Gæti trúað því að Stjörnustelpurnar séu vel pirraðar yfir spilamennsku sinni.
39. mín
Lára Kristín lætur vaða langt fyrir utan teig. Ekki galin hugmynd en skotið fer rétt framhjá.
41. mín
Lára Kristín með annað skot að marki Aftureldingar en í þetta skiptið er skotið ekki eins öflugt.
42. mín
Nú liggur Steinunn Sigurjóns á vellinum eftir að hafa fengið boltann í höfuðið, við vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
45. mín
Steinunn er komin aftur inn á völlinn eftir samstuðið en þetta leit ekkert sérlega vel út í fyrstu.
45. mín
Harpa ákveður að taka hlutina í sínar hendur eftir að Stjarnan hafði verið að dóla með boltann fyrir utan teiginn. Hún óð inn í teiginn með boltann og tók tvær á en Mist varði síðan skotið frá henni.
45. mín
Kristrún tekur skemmtilega aukaspyrnu. Spyrnan var rétt við hornfánann og hún ákvað að taka hana lága og boltinn fékk að renna í gegnum allan teiginn.
45. mín
Harpa Þorsteins komin ein á móti Mist. Þetta var stórhættulegt færi en Mist fór á réttum tíma niður og varði glæsilega frá henni.

Þetta var síðasta færi fyrri hálfleiksins og leikmenn ganga inn í klefann.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Stjarnna fékk fyrstu sóknina í seinni hálfleiknum en urðu rangstæðar.
46. mín
Inn:Kristrún Halla Gylfadóttir (Afturelding) Út:Steinunn Sigurjónsdóttir (Afturelding)
Steinunn er farin útaf en hún fékk höfuðhögg áðan. Vonandi er í lagi með hana.
51. mín
VÁÁ. Hér skall hurð nærri hælum. Stefanía komst ein í gegnum vörn Stjörnunnar, stórhættulegt færi. Sandra varði frábærlega frá henni en boltinn skaust frá henni og út á Kristínu Ösp sem skaut strax að markinu því Sandra var í ójafnvægi en skotið framhjá.
þetta var rosalegt.
58. mín
Stjarnan með sitt annað horn á stuttum tíma. Í þetta skiptið fer boltinn yfir allan teiginn og bak við endalínu en í því fyrra eyddu varnarmenn Aftureldingar horninu.
60. mín
Þriðja hornið sem Stjarnan fær en það er ALLT lokað hjá Aftureldingu sem endar í skyndinsókn hjá þeim. En Helen Lynskey óð upp völlinn og tók sénsinn á því að skjóta langt langt fyrir utan teig en Sandra átti aldrei í vandræðum með skotið.
63. mín
Carissimi með góða sendingu fyrir. Harpa var í góðri stöðu inn í teig en Mist kemur aðeins út úr markinu og tekur boltann með fótunum og Stjarnan fær horn en þar er Mist aftur á réttum stað og handsamar boltann.
64. mín
Inn:Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding) Út:Stefanía Valdimarsdóttir (Afturelding)
65. mín
Sifurskeiðin er farin að peppa í mannskapnum hérna og það virðist virka vel á leikmenn Stjörnunnar en Írunn átti góða tilraun þegar hún reyndi að skjóta yfir Mist í marknu en skotið fór rétt yfir.
66. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Marta Carissimi
MMMAARRKKK!!!

HARPA SKORAR! Frábærlega útfært horn sem Carissimi tók. Renndi boltanum bara út í teiginn og þar kom Harpa á ferðinni NEGLDI boltanum inn. Leikmenn Aftureldingar bjuggust ekki við þessu.
69. mín
Anna María með sendingu á Hörpu og Harpa ákveður að skjóta í fyrsta. En skotið var ekki gott og Mist tók við knettinum.
71. mín
Augljós vítaspyrna tekin af Stjörnunni þegar írunn var að komast í gegn og felld niður. Dómarinn var í góðri stöðu til að dæma á þetta en því miður fyrir Stjörnunna.
72. mín
Önnur hornspyrnan í röð sem Stjarnan sendir boltann út í teig og í þetta skiptið er það Carissimi sem skytur að marki en boltinn í leikmann Aftureldingar og útaf.
73. mín
Harpa í ágætis færi en skotið fer yfir.
75. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Írunn Þorbjörg Aradóttir
MMMAARRKKK!!!

HAAALLLÓÓ... Írunn var búin að vera allt í öllu hérna á vellinum. Endar svo á því að senda fyrir markið þar sem Harpa Markavél Þorsteinsdóttir kemur á ferðinni og skalla boltann fast í markið.
77. mín
Afturelding í sókn en Sandra ver frá þeim en nær ekki að halda boltanum. Afturelding heldur sókninni því áfram en Írunn hrasar aðeins og stoppar hana með rassinum á sér og Anna María kemur boltanum svo í burtu.
78. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
MMMAARRKKK!!!!

HÚN ER ÓSTÖÐVANDI. Þrennan komin í hús hjá henni og þetta mark var alls ekki af verri gerðinni. Harpa var við á miðjunni og ákvað að skjóta á markið. Boltinn sveif yfir Mist og það er áhætt að segja að Afturelding er ekki að fara koma til baka úr þessu.
80. mín
Írunn á stuttu seinna fínt skot sem fer yfir.
81. mín
Inn:Elva Friðjónsdóttir (Stjarnan) Út:Marta Carissimi (Stjarnan)
81. mín
Inn:Dagrún Björk Sigurðardóttir (Afturelding) Út:Valdís Björg Friðriksdóttir (Afturelding)
83. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
85. mín
Afturleding bjargar á línu en leikmaður Stjörnunnar átti skalla að markinu og Mist var komin úr stöðu en þær ná að bjarga þessu fyrir horn.
87. mín
Harpa með skalla í erfðri stöðu og Mist grípur auðveldlega.
89. mín
Inga Dís reynir hér skot af löngu færi en þetta tekur Sandra auðveldlega.
90. mín
Áhorfendur Stjörnunnar eru staðnir upp og það er mikil stemmning í stúkunni.
91. mín
Írunn er að mata Hörpu í þessum leik. Hún sendir á Hörpu sem er í ágætis færi inn í teig og hefur smá tíma til að laga sig til í færinu. Hún skýtur en boltinn rekst aðeins utan í varnarmann Aftureldingar og útaf. Hornið sem þá fá gefur ekkert.
Leik lokið!
STJARNAN ER ÍSLANDSMEISTARI!!!!!!!!!

Dómarinn flautar leikinn af og frábær seinni hálfleikur hjá Stjörnunni tryggir þeim titilinn sem þeir bestu eiga skilið.
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
6. Valdís Björg Friðriksdóttir ('81)
8. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
8. Kristín Ösp Sigurðardóttir
10. Sigríður Þóra Birgisdóttir
15. Lilja Dögg Valþórsdóttir
16. Steinunn Sigurjónsdóttir ('46)
18. Stefanía Valdimarsdóttir ('64)
21. Courtney Conrad
23. Helen Lynskey
25. Inga Dís Júlíusdóttir

Varamenn:
12. Petra Lind Sigurðardóttir (m)
4. Kristrún Halla Gylfadóttir ('46)
7. Guðrún Sól Gunnarsdóttir
11. Dagrún Björk Sigurðardóttir ('81)
19. Kristín Þóra Birgisdóttir ('64)
26. Halldóra Þóra Birgisdóttir
28. Guðrún Ýr Eyfj. Jóhannesdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: