Valur
1
3
ÍBV
0-1
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
'31
Dóra María Lárusdóttir
'49
1-1
1-2
Shaneka Jodian Gordon
'67
1-3
Vesna Elísa Smiljkovic
'69
22.09.2014 - 17:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Ingi Björn Ágústsson
Maður leiksins: Natasha Anasi
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Ingi Björn Ágústsson
Maður leiksins: Natasha Anasi
Byrjunarlið:
1. Birna Kristjánsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
7. Rakel Logadóttir
('79)
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
('70)
20. Gígja Valgerður Harðardóttir
('70)
22. Dóra María Lárusdóttir
26. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
9. Harpa Karen Antonsdóttir
('79)
16. Katla Rún Arnórsdóttir
18. Sigrún Björk Sigurðardóttir
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
('70)
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir
Liðsstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Gul spjöld:
Svava Rós Guðmundsdóttir ('89)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælt veri fólkið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og ÍBV í 17. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna þetta árið.
Það má segja að tímabilið hafi verið vonbrigði fyrir bæði lið sem sitja í 6. og 7.sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. ÍBV er í 6. sæti með 24 stig og Valur í því sjöunda með 22 stig. Valsarar geta því með sigri skotist upp fyrir Eyjastúlkur en með Eyjasigri og hagstæðum úrslitum gæti ÍBV farið upp í fjórða sætið.
Það má því gera ráð fyrir hörkuleik hér á Vodafonevellinum á eftir.
Það má segja að tímabilið hafi verið vonbrigði fyrir bæði lið sem sitja í 6. og 7.sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. ÍBV er í 6. sæti með 24 stig og Valur í því sjöunda með 22 stig. Valsarar geta því með sigri skotist upp fyrir Eyjastúlkur en með Eyjasigri og hagstæðum úrslitum gæti ÍBV farið upp í fjórða sætið.
Það má því gera ráð fyrir hörkuleik hér á Vodafonevellinum á eftir.
Fyrir leik
Birna Kristjánsdóttir er í markinu hjá Val í kvöld en hún fór meidd af velli gegn FH í síðasta leik og þau meiðsli litu ekki vel út í fyrstu. Hún hefur hinsvegar harkað af sér og mun standa á milli stanganna.
Þá koma þær Ólína G. Viðarsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir inn í liðið fyrir Hildi Antonsdóttur og Mist Edvardsdóttur.
Lið ÍBV er óbreytt frá 5-0 sigurleiknum gegn ÍA í síðustu umferð.
Þá koma þær Ólína G. Viðarsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir inn í liðið fyrir Hildi Antonsdóttur og Mist Edvardsdóttur.
Lið ÍBV er óbreytt frá 5-0 sigurleiknum gegn ÍA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Stutt í leik. Ekki margir í stúkunni enn sem komið er. Veðrið svona "lala". Það rignir ekki í augnablikinu en völlurinn er vel blautur eftir daginn og það er svolítil gola þvert á völlinn.
Edda Garðars, aðstoðarþjálfari Vals, er fyrst út en henni fylgja efnilegar knattspyrnukonur úr yngri flokkum Vals sem ætla að bera Pepsi-fánann út á völl. Nú bíðum við bara eftir Inga Birni dómara og leikmönnunum.
Edda Garðars, aðstoðarþjálfari Vals, er fyrst út en henni fylgja efnilegar knattspyrnukonur úr yngri flokkum Vals sem ætla að bera Pepsi-fánann út á völl. Nú bíðum við bara eftir Inga Birni dómara og leikmönnunum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Valsarar byrja með boltann og leika í átt að Landspítalanum. Það er aðeins að hvessa og vindurinn virðist ætla að snúast í bakið á Valskonum.
3. mín
Laufey Björns reynir skot utan af velli. Bryndís Lára blakar það í horn. Í kjölfarið á Dóra María stórhættulega hornspyrnu sem fer aftur fyrir af varnarmanni. Hallbera tekur í kjölfarið hornspyrnu hinum megin en sá bolti fer beint aftur fyrir.
8. mín
Sigríður Lára á fyrsta markskot ÍBV en það er vel framhjá. Skotið kom eftir laglegan samleik Shaneku og Vesnu.
10. mín
Þetta lítur ekki vel út. Rakel Logadóttir liggur sárkvalin eftir á vellinum. Ég var einmitt að snúa mér við eftir kaffibolla þegar þetta gerðist svo ég missti af þessu. Jón Óli nýtur tímann á meðan Rakel fær aðhlynningu til að taka stuttan liðsfund með sínum leikmönnum.
12. mín
Og aftur árekstur. Birna Kristjáns á ekki sjö dagana sæla og lendir í samstuði við Shaneku Gordon. Þær harka þó báðar af sér - sem og Rakel Logadóttir sem er komin aftur inná.
24. mín
Hætta skapast í vítateig Vals eftir hornspyrnu. Birna nær að verja í tvígang. Fyrst frá Anasi og svo frá Shaneku.
25. mín
Fín sókn hjá Val. Svava Rós á hættulega fyrirgjöf frá hægri en Elín Metta rétt missir af boltanum og Bryndís Lára handsamar hann. Hinum megin á Sigríður Lára ágætt skot utan af velli en það er beint á Birnu.
31. mín
MARK!
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
Bryndís Hrönn er að koma ÍBV yfir! Virkilega fínt mark hjá Eyjastúlkum. Shaneka átti flotta fyrirgjöf frá vinstri yfir á Bryndísi Hrönn sem kláraði vel.
35. mín
Hætta í vítateig ÍBV. Valsarar með hættulega aukaspyrnu inn í teig en Bryndís Lára nær til boltans á undan Elínu Mettu.
37. mín
Flott tilþrif hjá Elínu Mettu. Hún lýkur sókninni á að skjóta í slánna og niður.
40. mín
Jahérna. Aftur lendir Birna í samstuði. Nú berst hár bolti inná vítateig Vals og Birna og Þórhildur skella saman. Báðar standa þær þó upp aftur.
41. mín
Gult spjald: Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV)
Þórhildur fær gult spjald fyrir samstuðið við Birnu. Heldur grimmt.
45. mín
Gult spjald: Shaneka Jodian Gordon (ÍBV)
Og í þriðja skiptið lendir Birna í hnjaski. Nú fær hún fótinn á hinni eldfljótu Shaneku í hausinn eftir úthlaup. Aftur lyftir Ingi Björn gulu spjaldi. Mjög sérstakt því hann flautaði aldrei aukaspyrnu. Heldur ódýr þessi spjöld sem ÍBV er að fá hér í lok hálfleiksins.
46. mín
Shaneka byrjar lipurlega. Sýnir skemmtilega takta og á svo hörkuskot sem flýgur framhjá fjærstönginni.
47. mín
Fín sókn hjá Val. Elín Metta byrjar á að taka Bergkamp trix og kemst framhjá varnarmanni. Leitar eftir skoti en endar á að senda til hægri. Þar sendir Rakel fyrir á Svövu Rós sem lætur Bryndísi verja frá sér úr dauðafæri.
49. mín
MARK!
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Dóra María er að jafna fyrir Val. Hún skoraði með vinstri eftir fyrirgjöf frá vinstri. 1-1.
51. mín
Shaneka er dæmd rangstæð og sparkar boltanum í burtu. Ingi Björn spjaldar hana ekki en þetta var miklu frekar gult heldur en brotið áðan. Hefði vissulega verið hart að reka hana útaf en þetta átti klárlega að vera spjald samkvæmt reglunum.
52. mín
Frábær varsla hjá Bryndísi Láru! Hún nær að verja hörkuskalla frá Dóru Maríu í slánna og út.
56. mín
Miklu meira líf í Valsliðinu um þessar mundir. Hallbera á fína skottilraun utan af velli en boltinn fer yfir.
Stuttu síðar á Dóra María laglega rispu sem endar á því að hún leggur boltann út til vinstri á Málfríði Önnu sem reynir viðstöðulaust skot sem smellur í þverslánni.
Stuttu síðar á Dóra María laglega rispu sem endar á því að hún leggur boltann út til vinstri á Málfríði Önnu sem reynir viðstöðulaust skot sem smellur í þverslánni.
59. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Út:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (ÍBV)
Kristín Erna leysir markaskorarann af.
67. mín
MARK!
Shaneka Jodian Gordon (ÍBV)
Stoðsending: Guðrún Bára Magnúsdóttir
Stoðsending: Guðrún Bára Magnúsdóttir
Gestirnir ná forystunni á nýjan leik. Shaneka klárar vel eftir fyrirgjöf Guðrúnar Báru frá hægri.
68. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á vítateigslínunni. Ólína stoppaði Shaneku sem var að komast í gegn. Mér sýndist Ólína vinna boltann en Ingi Björn er ekki á sama máli og dæmir aukaspyrnu.
69. mín
MARK!
Vesna Elísa Smiljkovic (ÍBV)
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
Vesna!!! Íslenski Serbinn, Vesna Smiljkovic, skorar beint úr aukaspyrnu af vítateigslínunni. Laglegt mark.
70. mín
Inn:Hugrún Arna Jónsdóttir (Valur)
Út:Gígja Valgerður Harðardóttir (Valur)
Valsarar gera tvöfalda skiptingu.
79. mín
Inn:Harpa Karen Antonsdóttir (Valur)
Út:Rakel Logadóttir (Valur)
Harpa Karen spilar sinn fyrsta meistaraflokksleik hér í kvöld. Hún er systir Heiðu Drafnar og Hildar Antons og fædd árið 1999.
84. mín
Ingi Björn dæmir aukaspyrnu á Anasi á vítateigslínunni. Þetta virtist nú ekki vera mikið og innan teigs ef eitthvað var. Dóra María tekur spyrnuna en hún er beint á Bryndísi Láru.
89. mín
Gult spjald: Svava Rós Guðmundsdóttir (Valur)
Fær gult fyrir pirringsbrot á Nadiu Lawrence.
90. mín
Gult spjald: Nadia Patricia Lawrence (ÍBV)
Lawrence er ekki lengi að hefna sín og uppsker gult fyrir að strauja Svövu Rós til baka.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sabrína Lind Adolfsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
7. Vesna Elísa Smiljkovic
10. Nadia Patricia Lawrence
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir
('87)
19. Þórhildur Ólafsdóttir
('78)
20. Natasha Anasi
23. Shaneka Jodian Gordon
29. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
('59)
Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Ármey Valdimarsdóttir
('78)
7. Díana Dögg Magnúsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
('59)
14. Díana Helga Guðjónsdóttir
('87)
16. María Davis
Liðsstjórn:
Bjartey Helgadóttir
Gul spjöld:
Nadia Patricia Lawrence ('90)
Shaneka Jodian Gordon ('45)
Þórhildur Ólafsdóttir ('41)
Rauð spjöld: