City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
1
4
FH
Magnús Már Lúðvíksson '15 1-0
1-1 Atli Guðnason '17
1-2 Atli Guðnason '46
1-3 Steven Lennon '53
1-4 Atli Guðnason '71
28.09.2014  -  14:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1027
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
3. Iain James Williamson ('37)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Gunnar Gunnarsson
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('37)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
19. Marteinn Högni Elíasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Jú komiði sæl!

Hér mun fara fram textalýsing fyrir stórleik Vals og FH sem verður spilaður á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum.
Gunnar Birgisson
Fyrir leik
Það er erfitt að lýsa því hversu stór leikur þetta er. Því með hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum er mikið í húfi fyrir bæði lið.

Takist FH að sigra og Stjarnan tapar á heimavelli gegn Fram verða FH-ingar Íslandsmeistarar.

Takist Val að vinna þennan leik og Víkingar tapa sínum leik á heimavelli gegn KR eru Valsarar komnir upp í hið eftirsótta evrópusæti.
Gunnar Birgisson
Fyrir leik
Jón Ragnar Jónsson kemur aftur inn í lið FH eftir leikbann en hann tekur stöðu Guðjóns Árna Antoníussonar. Ólafur Páll Snorrason kemur líka inn fyrir Emil Pálsson frá því í leiknum gegn Fram.

Hjá Val lítur út fyrir að Magnús Már Lúðvíksson muni leika fremstur á miðju líkt og gegn Þór í síðustu umferð en Gunnar Gunnarsson og Þórður Steinar Hreiðarsson verða þá í hjarta varnarinnar.

Sigurður Egill Lárusson kemur einnig aftur inn í liðið eftir leikbann en Kristinn Ingi Halldórsson fer á bekkinn.
Fyrir leik
Atli Guðnason, Emil Pálsson og Hólmar Örn Rúnarsson eru allir á hættusvæði fyrir lokaumferðina. Þeir mega ekki fá gult spjald í dag ef þeir ætla að spila gegn Stjörnunni um næstu helgi.
Fyrir leik
Frábærar aðstæður á Hlíðarenda í dag. Blautur völlur, sól og logn. Menn fá það ekki mikið betra í lok september.
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson er með flautuna í dag. Rauði baróninn gaf rautt spjald í síðasta leik. Hvað gerir hann í dag?
Fyrir leik
FH-ingar fjölmenna á leikinn í dag. 145 áhorfendur mættu á leik Vals og Þórs um síðustu helgi. 25 mínútur í leik í dag en það er strax búið að toppa mætinguna um síðustu helgi.
Fyrir leik
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ er mættur á völlinn. Hann gæti þurft að gera breytingar á leiktíma ef við fáum úrslitaleik um næstu helgi um Íslandsmeistaratitilinn.


1. mín
Leikurinn er hafinn. Spennandi 90 mínútur framundan.

3. mín
Svona er liðunum stillt upp.

Anton
Billy - Þórður - Gunnar - Bjarni
Iain - Haukur
Maggi Lú
Siggi Lár - Patrick - Tonny

Róbert
Jón Ragnar - Pétur - Kassim - Jonathan
Sam - Hólmar
Atli
Ingimundur - Lennon - Óli Palli
8. mín
Lítið í gangi þessa stundina, FH-ingar pressa Val hátt uppi og eru þeir meira með boltann í upphafi leiks.
Gunnar Birgisson
10. mín
Frábær tækling hjá Dodda sem var nálægt því að tapa spretthlaupi á vinstri kantinum við Steven Lennon sem var að elta hann uppi. En Doddi henti sér í eina af gamla skólanum og uppsker innkast.
Gunnar Birgisson
13. mín
Ágætis færi hjá Val, Patrick kemst upp að endalínu, þrír lausir Valsarar inní teig FH en Patrick ákveður að skjóta, Róbert Örn ver auðveldlega. Dapurt.
Gunnar Birgisson
15. mín MARK!
Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Þvílík sending og þvílíkt mark. Frábær bolti frá Sigga Lár af hægri kantinum, krullar hann inn á teig með vinstri, beint á kollinn á Magga Lú sem sneiðir hann í fjærhornið. Eina sem Róbert gat gert í markinu var að fylgjast með honum í fjærhorninu.
Gunnar Birgisson
17. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Jón Ragnar Jónsson
Ekki lengi að þessu!!!!!

Atli Guðna jafnar með frábærum skalla eftir sendingu frá Jóni Ragnari!
Gunnar Birgisson
19. mín
Pétur Viðarsson með skot eftir hornspyrnu en Billy Berntsson bjargar á línu!
23. mín
FH-ingar að fá sína aðra hornspyrnu í röð. Fyrri var slegin afturfyrir af Antoni Ara.

Kassim með ágætis skalla en beint í varnarmann Vals.
Gunnar Birgisson
33. mín
Iain Williamson er borinn meiddur af velli eftir ljótt brot hjá Steven Lennon. Valsmenn vilja sjá rautt spjald en Garðar lyftir ekki einu sinni upp gulu.

37. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
Ian borinn inn í klefa eftir harða tæklingu frá landa sínum. Kristinn Freyr kemur inn á í hans stað.
Gunnar Birgisson
42. mín
Atli Guðnason skallar framhjá úr dauðafæri.
45. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Grípur aftan í Magga Lú eftir að hann hafði náð honum niður löglega.
Gunnar Birgisson
45. mín
Hálfleikur.

Hörku fyrri hálfleikur, býst ekki við minni spennu í þeim síðari.
Gunnar Birgisson

46. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Jonathan Hendrickx
MMAAAAAARRRRRKKKKK!!!

Óli Palli með hornspyrnu, Hendrix með gott flikk, beint á Atla Guðna sem klárar eins og honum einum er lagið.
Gunnar Birgisson
48. mín
Ég hef heyrt um verri afmælisdaga en Atli Guðna er að eiga akkúrat núna. 2 mörk og baráttan um íslandsmeistaratitilinn gaaaaalopin.
Gunnar Birgisson

52. mín
Patrik Pedersen ekki langt frá því að jafna metin hér, einn og óvaldaður á fjærstönginni en hittir ekki boltann.
Gunnar Birgisson
53. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
AFMÆLISBARNIÐ ER AÐ LEIKA VALSARANA GRÁTT Á ÞEIRRA EIGIN HEIMAVELLI.

Atli Guðna byrjar á því að klobba Gunnar Gunnarsson, heldur svo Tonny Mawejje frá sér og leikur svo á Dodda áður en hann leggur boltann á Steven Lennon sem átti lítið annað eftir en að leggja boltann í fjærhornið og það gerði hann virkilega vel. 1-3 fyrir FH.
Gunnar Birgisson
55. mín
Hörkusókn hjá Val sem endar á skemmtilegri klippu hjá Sigga Lár en boltinn fer rétt framhjá.
62. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Gunnar Birgisson
71. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
WOW... FH er að setja upp sýningu.

Núna er það Steven Lennon með hreint fáránlegan undirbúning, ýtir boltanum vinstra megin við Gunnar Gunnarsson og hleypur hinu megin við hann, nær boltanum, og leggur hann fyrir á Atla Guðna sem klárar með góðu skoti í gagnstætt horn.
Gunnar Birgisson
73. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Atli Guðnason fær verðskuldað klapp frá áhorfendum þegar hann gengur af velli. Búinn að skora 3 mörk og með eina stoðsendingu. Þetta gefur held ég grænt ljós á köku eftir leik.
Gunnar Birgisson
79. mín
Inn:Guðjón Árni Antoníusson (FH) Út:Kassim Doumbia (FH)
Gunnar Birgisson
79. mín
Kolbeinn og Halldór Hermann inn.

Tonny og Maggi Lú út.
Gunnar Birgisson
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-4 sigri FH.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('62)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason ('73)
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia ('79)
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
3. Guðjón Árni Antoníusson ('79)
14. Indriði Áki Þorláksson
17. Atli Viðar Björnsson ('73)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Kassim Doumbia ('45)

Rauð spjöld: