City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur R.
0
1
KR
0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson '43
28.09.2014  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Sæmilegar
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1100
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson ('60)
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Pape Mamadou Faye ('86)

Varamenn:
9. Viktor Jónsson ('60)
19. Stefán Bjarni Hjaltested
26. Ásgeir Frank Ásgeirsson
28. Eiríkur Stefánsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óttar Steinn Magnússon ('90)
Halldór Smári Sigurðsson ('82)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló! Næst síðasta umferð Pepsi-deildar karla verður leikin í dag og verður Fótbolti.net að sjálfsögðu á öllum völlum og segir frá um leið og eitthvað markvert gerist.
Fyrir leik
KR-ingar hafa að litlu að keppa í dag. Þriðja sætið er og verður þeirra. Víkingar eru í fjórða sæti sjö stigum á eftir KR en eiga hins vegar tölfræðilega möguleika á því að enda í sjöunda sæti. Þrjú stig hér í dag af þeirra hálfu færu langt með að færa þeim Evrópusæti.
Fyrir leik
Ventislav Ivanov og Viktor Jónsson byrjuðu báðir í 4-1 tapi Víkings gegn Breiðabliki en þeir eru á bekknum í dag. Henry Monaghan fékk rautt spjald í þeim leik og er í leikbanni. Halldór Smári Sigurðsson og Iliyan Garov taka þeirra stöður en að auki snýr Pape Mamadou Faye úr til baka úr leikbanni.

KR-ingar gerðu 3-3 jafntefli við ÍBV í síðustu umferð og byrjuðu Egill Jónsson, Aron Bjarki Jósepsson og Almarr Ormarsson þann leik. Egill og Almarr eru á bekknum en Aron Bjarki er ekki í hóp. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Gonzalo Balbi og Atli Sigurjónsson byrja í þeirra stað í dag.
Fyrir leik
Síðustu fimm ár hafa þessi lið mætt hvort öðru níu sinnum í hinum ýmsu mótum. Tölfræðin er KR í hag en þeir hafa unnið sex af þessum níu leikjum og hinir þrír hafa endað með jafntefli.

Fyrri leikur liðanna í Frostaskjóli endaði með tvö núll sigri heimamanna. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörkin.
Fyrir leik
Inn á KSÍ er skráð að þessi lið hafi mætt hvor öðru 73 sinnum. Ég held að sú tala sé of lág enda um tvö fornfræg lið að ræða. Fyrsti leikurinn í kerfinu fór fram á Melavellinum 1955 og endaði með 7-0 sigri KR.
#fotboltinet #vikkr

Venju samkvæmt minnum við notendur Twitter á að þeir geta tekið þátt í umræðum um leikinn.
Fyrir leik
Halldór Smári Sigurðsson er í byrjunarliði Víkings í dag í fyrsta skipti síðan í ágúst. Hann stundar nám úti í Hollandi og hefur sennilega verið flogið heim í leikinn þar sem Alan Lowing er enn í leikbanni.
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl og hita sig upp. Veðrið er týpískt íslenskt og maður veit ekkert hverju það á eftir að taka upp á. Þegar ég lagði af stað var hellidemba, er ég mætti var sólin byrjuð að skína og nú er veðrið voða efins eitthvað.
Fyrir leik
Gary Martin er í baráttu um gullskóinn en hann hefur skorað tíu mörk, jafn mörg og Árni Vilhjálmsson en tveimur færri en Johathan Glenn sem er markahæstur í deildinni. Markahæstur Víkinga er Pape Mamadou Faye með átta mörk.

Næstmarkahæstur KR-inga í dag er Óskar Örn Hauksson með fjögur mörk en Kjartan Henry Finnbogason hafði skorað fimm áður en hann fór til Horsens í Danmörku. Hjá Víkingum hefur Aron Elís Þrándarson skorað fimm en hann er jfarri góðu gamni vegna meiðsla. Fyrirliðinn Igor Taskovic hefur skorað þrjú.
Fyrir leik
Ólafur Þórðarson hefur engu gleymt. Hann var að steindrepa bolta sem barst til hans. Fáránleg fyrsta snerting.
Fyrir leik
Gunnar Jarl Jónsson mun reyna að sjá til þess að allt fari vel fram hér í dag. Honum innan handar verða Gylfi Már Sigurðsson og Leiknir Ágústsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Það er sæmilega mætt í Víkina hér í dag. Styttist í að leikurinn verði flautað til leiks og síðustu áhorfendurnir eru að koma sér fyrir.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn og eru leiddir inn á völlinn af iðkendum í 7. flokki Víkings. Fyrirliðar hér í dag eru Igor Taskovic og Baldur Sigurðsson.
Fyrir leik
Síðast þegar ég mætti í Víkina voru skoruð sextán mörk. Ég ætla ekki að lofa slíkum fjölda í dag en mig grunar að þau verði allavega þrjú.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Víkingar byrja með boltann.
2. mín
Víkingur (4-4-1-1)
Kjartan - Óttar - Garov - Halldór
Abnett - Taskovic - Kristinn - Ívar
Dofri
Pape
2. mín
KR (4-4-2)
Haukur - Grétar - Gunnar - Guðmundur
Balbi - Atli - Baldur - Óskar
Martin - Emil
4. mín
Það er byrjað að rigna aðeins og leikurinn byrjar vel. Liðin skiptast á að sækja. Rétt áðan voru Víkingar þrír á þrjá eftir góða sendingu Dofra. Þeir náðu þó ekki að gera sér mat úr því.

Strax í kjölfarið átti Haukur Heiðar flotta fyrirgjöf sem Emil Atla rétt missti af.
8. mín
Fyrsta skot leiksins. Ívar Örn tók hornspyrnu sem barst aftur til hans eftir að Balbi kiksaði boltann til hans. Skotið frá Ívari fór beint í hliðarnetið.
10. mín
Vinstri bakvörðuinn Halldór Smári átti skot eftir hornspyrnu sem fór í varnarmann. Víkingar hættulegri hér í upphafi.
12. mín
Michael Abnett með flotta takta eftir léttleikandi spil Víkinga. Nær skoti sem Gunnar Þór nær að tækla fyrir. Þriðja hornspyrna Víkings staðreynd.
16. mín
Ívar Örn nær skoti úr vítateigsboganum eftir undirbúning Taskovic. Skotið laust og Stefán Logi varði.
21. mín
Emil Atlason hefði gott af því að skipta um skó. Búinn að renna rassinn ítrekað hér í upphafi.
25. mín
Það er svo allt annað að sjá þetta Víkings lið þegar Taskovic er á miðjunni. Himinn og haf hreinlega. Stjórnar spilinu eins og hershöfðingi.
26. mín
Átturnar tvær, Kristinn og Baldur, skullu saman í skallaeinvígi. Kristinn liggur eftir það og þarf að fá aðhlynningu.
34. mín
Það er ekki mikið um færi en það er hins vegar hellingur að gerast. Bæði lið eru að reyna helling og það sótt hratt í báðar áttir. Emil Atlason var núna að ryena fyrsta skot leiksins í langan tíma af löngu færi. Það sveif hátt yfir.
39. mín
Baldur Sigurðsson stökk manna hæst eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar og náði skalla að marki. Gæti verið besta færi leiksins hingað til. Skallinn var ekki nægilega fastur og Ingvar greip hann.
40. mín
Nú var komið að Atla Sigurjónssyni að eiga langskot sem sveif yfir slánna. Hátt yfir.
41. mín
Igor Taskovic með frábæra fyrirgjöf sem endar með skalla Pape. Pape hefði mögulega átt að láta hann fara en hann vissi ekki af Abnett fyrir aftan sig sem var í flottri stöðu.
42. mín
Aftur tók Pape á móti sendingu sem hann hefði betur eftirlátið Abnett. Enn á ný er sendingin frá Taskovic.
43. mín MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
Satt best að segja er erfitt að segja til um hver skoraði markið. Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu sem var klafsað fram og til baka á markteig. Baldur Sigurðsson virtist hafa skorað þarna í smástund en Ingvar varði. Grétar og Baldur fylgdu báðir eftir og annarhvor þeirra náði að böðla boltanum yfir línuna.
45. mín
Gunnar Jarl var að flauta til hálfleiks en rétt áður hafði Gary Martin snúið á Óttar Stein og náð skoti sem fór hárfínt framhjá marki Víkinga.
45. mín
Menn eru ekki alveg sammála um það hvort það var Grétar eða Baldur sem kom knettinum í markið. Ég ætla að halda mig Grétar þar til annað kemur í ljós.
45. mín
Áreiðanlegri menn en ég halda því fram að Gunnar Jarl hafi skráð þetta á Grétar svo það stendur.
46. mín
Síðari hálfleikur farinn í gang með óbreyttum byrjunarliðum.
47. mín
Víkingar byrja af krafti. Pape tekur fyrirgjöf niður og leggur hana fyrir Ívar. Ívar neyðist til að taka boltann með hægri fæti og það er ekki hans sterkasta hlið. Skotið yfir markið úr ágætu færi.
51. mín
Dofri var eitthvað ragur að skjóta í dauðafæri og ákvað frekar að senda á rangstæðan Pape. Illa farið með sénsinn.
54. mín
Kristinn braut á Baldri Sigurðssyni út við hliðarlínu og hann steinliggur. Fannst þetta greinilega viðbjóðslega vont. Haltrar út af.
56. mín
Baldur er kominn aftur inn á völlinn en yfirferðin á honum er ekki mikil.
58. mín
Nú eru það KR-ingar sem eru grimmir. Gary Martin átti tvær glæsilegar sendingar sem sköpuðu usla en Garov náði að koma til bjargar í bæði skiptin.
60. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
62. mín
Enn halda KR-ingar áfram að skjóta hátt yfir úr langskotum. Nú var það Gonzalo Balbi.
63. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (KR)
Gamla góða hefnibrotið? Baldur Sigurðsson straujaði Kristin Jóhannes niður þegar ekkert var í gangi og fékk að launum gult spjald.
64. mín
Óskar Örn tekur aukaspyrnu sem ratar á pönnuna á Emil Atlasyni. Emil nær ekki krafti í skallann líkt og margir samherjar hans fyrr í dag.
67. mín
Atli Sigurjóns hirti boltann af Pape og KR-ingar geystust upp. Atli sendi á Gary sem var þó rangstæður en flaggið fór ekki á loft. Gary sendi á Óskar Örn og hann náði góðu skoti sem Ingvar varði mjög vel.
70. mín
Inn:Eiríkur Stefánsson (Víkingur R.) Út:Michael Maynard Abnett (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
72. mín
FÁRÁNLEG VARSLA HJÁ STEFÁNI LOGA!!!! Pape fékk boltann og sendi fyrir markið þar sem Igor Taskovic var kominn og átti stórgóðan skalla að marki. Stefán kastaði sér til hliðar og þurfti nánast að ýta boltanum út. Sótti hann aftur fyrir sig.
78. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR) Út:Baldur Sigurðsson (KR)
Það síðasta sem Baldur gerði var að eiga fastan skalla yfir markið eftir horn. Grétar Sigfinnur tekur við fyrirliðabandinu.
82. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Braut á Gonzalo Balbi. Úr aukaspyrnunni varð löng sending sem rataði á Gary á markteig. Gary skallaði boltann niður fyrir Almarr en skot hans yfir markið af stuttu færi.
84. mín
Þetta var ekki vel gert hjá Gonzalo Balbi. Aleinn í gegn og með samherja með sér en skotið ekki gott og Ingvar varði það glæsilega. Mjög glæsilega.
86. mín
Inn:Ventseslav Ivanov (Víkingur R.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
ÞVÍLÍK SAMBA SÓKN FRÁ VÍKINGUM!!! Varamaðurinn Eiríkur er ekki bara glettilega líkur Aroni Elís í útliti heldur er hann með ýmsa takta líka. Klobbaði varnarmann og sendi á Dofra, hann sendi á Viktor sem náði skoti að marki. Boltinn endaði í stönginni.
89. mín
Viktor Jónsson með skot úr aukaspyrnu yfir markið. Styttis í að venjulegum leiktíma ljúki.
90. mín Gult spjald: Óttar Steinn Magnússon (Víkingur R.)
Emil Atlason átti fína tilraun með hælspyrnu efitr sendingu frá Balbi.

Óttar fékk spjaldið fyrir að fara í Farid-Zato.
Leik lokið!
Búið. Bragðdaufur síðari hálfleikur eftir ágætis fyrri helming.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson ('78)
11. Emil Atlason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('70)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Egill Jónsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Almarr Ormarsson ('70)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('78)
26. Björn Þorláksson
27. Aron Gauti Kristjánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('63)

Rauð spjöld: