City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Chelsea
1
1
Fulham
Juan Mata '47 1-0
1-1 Clint Dempsey '56
26.12.2011  -  13:00
Stamford Bridge
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Kevin Friend
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
3. Ashley Cole
4. Cesc Fabregas
6. Oriol Romeu
8. Frank Lampard ('62)
9. Radamel Falcao
10. Juan Mata
14. Andre Schurrle
17. Jose Bosingwa ('81)
22. Willian ('71)
26. John Terry

Varamenn:
13. Thibaut Courtois (m)
11. Didier Drogba ('71)
15. Mohamed Salah ('62)
18. Loic Remy
19. Demba Ba ('81)
20. Victor Moses
21. Nemanja Matic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jose Bosingwa ('68)

Rauð spjöld:
93. mín
Fimm leikir hefjast núna klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United, Liverpool og Manchester City öll í eldlínunni þar. Læt þessari textalýsingu annars lokið. Takk í dag.
93. mín
Leik lokið með 1-1 jafntefli. Martin Jol fer sáttur heim með þessi úrslit en Chelsea er að gera sitt þriðja jafntefli í röð.
88. mín
Frábær markvarsla hjá Stockdale sem hefur staðið fyrir sínu í þessum leik, Raul Meireles átti stórhættulegan skalla en Stockdale varði í horn. Eftir hornspyrnuna varði Stockdale enn eina ferðina.
87. mín
Chelsea sækir. Fulham verst. Þannig er þessi leikur í augnablikinu. Tíminn að renna út.
83. mín
Inn:Mladen Petric (Fulham) Út:Orlando Sa (Fulham)
81. mín
Inn:Demba Ba (Chelsea) Út:Jose Bosingwa (Chelsea)
Ferreira með hvíta grímu, skemmtilegt.
81. mín
Chelsea líklegra. Meireles átti hörkuskot rétt framhjá og þá skaut Drogba beint í fangið á Stockdale.
78. mín
Didier Drogba farinn að láta að sér kveða. Fékk boltann í teignum í nokkuð þröngu færi og skot hans beint á Stockdale.

Margir að furða sig á því að Torres hafi ekki verið tekinn af velli fyrir Drogba. Villas-Boas virðist ætla að gefa Torres tækifæri til að stimpla sig inn í hjörtu stuðningsmanna Chelsea með því að bjóða upp á sigurmark í þessum leik. Ekkert sem bendir þó til þess að Torres muni skora...
Óttar K. Bjarnason:
AVB kann ekki að skipta inn á. Þarf að skora og tekur heitasta mann sinn útaf! #NoHomo #Sturridge
71. mín
Inn:Didier Drogba (Chelsea) Út:Willian (Chelsea)
Drogba fær einfalt verkefni: Klára þennan leik með sigurmarki!
68. mín Gult spjald: Jose Bosingwa (Chelsea)
Braut á Kerim Frei.
Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli):
Démbele er gömlu góðu hársbreyddinni rá því að vera TOPP player.... væri til i að sjá hann hjá Arsenal eða öðru fótboltaliði #class
65. mín
Sturridge með stórhættulegt skot en Stockdale í marki Fulham nær að bjarga með því að slá boltann yfir markið! Eftir hornspyrnuna fékk Malouda, sem skartar magnaðri klippingu, hörkufæri en aftur náði Stockdale að bjarga!
62. mín
Inn:Mohamed Salah (Chelsea) Út:Frank Lampard (Chelsea)
Lampard ekki alltof sáttur á svipinn þegar hann arkar af velli.
Einar Guðnason:
Þvílíkt run frá King Senderos! #elja #vinnusemi #eldhugi
56. mín MARK!
Clint Dempsey (Fulham)
Já Fulham hefur jafnað! Hver annar en Clint Dempsey! Skoraði af stuttu færi í markteignum eftir fyrirgjöf frá Bryan Ruiz. David Luiz var að dekka Dempsey en spurning hvort Petr Cech í marki Chelsea hefði getað gert betur? Staðan er allavega orðin jöfn á Brúnni!
49. mín
Já og meðan ég man... þá fór Watford - Cardiff 1-1. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff.
47. mín MARK!
Juan Mata (Chelsea)
Heimamenn byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti! Ashley Cole með sendingu á Fernando Torres sem var utarlega í teignum og lagði boltann fyrir Juan Mata sem skoraði með fallegu skoti! 1-0 fyrir Chelsea. Óskabyrjun á seinni hálfleik fyrir þá.
Magnús Sigurbjörnsson:
Þrátt fyrir að allir hati Chelsea nóg til að halda með Fulham í dag þá vilja allir að Torres skori. #fotbolti #sympathy
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Engar breytingar á liðunum í leikhléi.
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Þessi leikur ekki verið mikil skemmtun, orð fyrri hálfleiksins er: Fyrirsjáanlegt. Martin Jol getur verið sáttur með að Chelsea hefur mjög mjög lítið náð að ógna. Greinilegt að Jol hefur tekið varnarleikinn í gegn eftir rassskellinguna gegn Manchester United.

Leikmenn Chelsea þurfa að girða sig í brók og gera mikið mun betur í seinni hálfleik. Ekki ásættanleg frammistaða frá þeim.
Oliver Holt, íþróttaritstóri Daily Mirror:
Fyrir utan stuðningsmenn Fulham þá er mjög lítil stemning í stúkunni... margir jóla-fótbolta túristar + leikurinn snemma eru ástæðurnar.
32. mín
Romeu leiddist þófið. Lítið í gangi þegar hann átti þokkalega skottilraun upp úr þurru en yfir fór boltinn.
30. mín
Watford komið í 1-0 gegn Aroni og félögum í Cardiff. 72 mínútur á klukkunni þar.
27. mín
Moussa Dembele með fín tilþrif og skot en framhjá fer boltinn. Öflugur þessi 24 ára belgíski miðjumaður. Annars hefur verið mjög hæg og fyrirsjáanleg spilamennska hjá báðum liðum síðustu mínútur.
20. mín
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff eru að leika gegn Watford í Championship-deildinni. 62 mínútur liðnar af þeim leik og Aron að sjálfsögðu í liði Cardiff. Staðan er 0-0 en ég mun færa ykkur fréttir hér ef eitthvað breytist þar.
17. mín
Bæði lið búin að fá flott færi síðustu mínútur! Orlando Sa fékk hörkuskallafæri eftir sendingu frá Kelly en hitti ekki rammann. Fulham síst lakari aðilinn. Svo var Torres nálægt því að skora, tók frábæra móttöku í teignum en David Stockdale varði mög vel.
11. mín
Dempsey hlóð í skot af löngu færi og hitti boltann vel, Petr Cech náði að verja í horn.
Kristinn Steindórsson:
Jólagjöfin hans Torres. Fá einn leik í byrjunarliði. #jólaandinn
7. mín Gult spjald: Clint Dempsey (Fulham)
Fyrsta gula spjaldið er strax komið. Clint Dempsey togaði Meireles niður og fer í bókina hjá Kevin Friend dómara.
6. mín
Fernando Torres í fyrstu marktilraun leiksins en hann var þétt dekkaður eftir fyrirgjöf í teignum og náði ekki valdi á boltanum.
2. mín
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, spáir sigri heimamanna í dag:

Chelsea 2 - 0 Fulham
Chelsea virðist vera í þokkalegu standi á meðan Fulham ræður ekki við þennan hollenska sendingarbolta ennþá.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað! Ef Chelsea vinnur þennan leik kemst liðið upp í þriðja sæti, uppfyrir Tottenham sem á leik gegn Norwich á morgun
Fyrir leik
Sérlega verður fróðlegt að sjá hvað spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres ætlar að bjóða okkur upp á í dag. Torres aðeins skorað þrjú mörk fyrir þá bláu á þessu ári og engan veginn staðið undir þeim 50 milljóna punda verðmiða sem á honum var.
Fyrir leik
Búið er að setja inn byrjunarliðin hér til hliðar.

Bendum fólki á að nota hashtagið #fótbolti ef skrifað er um leikinn á Twitter. Valdar færslur verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Það kemur ekki á óvart að Stephen Kelly kemur inn í byrjunarlið Fulham fyrir Chris Baird sem var skelfilega lélegur í stórtapi gegn Manchester United í síðustu viku.

Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar en liðið hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum. Fulham er í þrettánda sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Fyrir leik
Kevin Friend, vinur Liverpool-manna, er dómari í dag. Andre Marriner átti upphaflega að dæma þennan leik en á við meiðsli að stríða.
Fyrir leik
Komið þið sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Chelsea og Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Bobby Zamora er ekki í leikmannahópi Fulham í dag en samband hans og Martin Jol er ekki upp á það besta.

Fernando Torres er í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba á bekknum. Frank Lampard er í byrjunarliðinu og hinn skrautlegi David Luiz snýr aftur í vörnina.
Byrjunarlið:
2. Stephen Kelly
3. John Arne Riise
5. Brede Hangeland
9. Orlando Sa ('83)
11. Bryan Ruiz
12. David Stockdale (m)
13. Danny Murphy
14. Philippe Senderos
21. Kerim Frei
23. Clint Dempsey
30. Moussa Dembele

Varamenn:
4. Steve Sidwell
6. Chris Baird
10. Mladen Petric ('83)
18. Aaron Hughes
20. Hugo Rodallega
28. Matthew Briggs
38. Neil Etheridge (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Clint Dempsey ('7)

Rauð spjöld: