Fjölnir
3
0
ÍBV
Þórir Guðjónsson
'8
1-0
Ian David Jeffs
'36
Bergsveinn Ólafsson
'53
2-0
Ragnar Leósson
'69
3-0
04.10.2014 - 13:30
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Kalt og blautt. Þónokkur hliðarvindur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 437
Maður leiksins: Þórir Guðjónsson
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Kalt og blautt. Þónokkur hliðarvindur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 437
Maður leiksins: Þórir Guðjónsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
('90)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
9. Þórir Guðjónsson
('88)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee
('84)
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
10. Aron Sigurðarson
17. Magnús Pétur Bjarnason
('88)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og ÍBV. Það verður hlutskipti Fram eða Fjölnis að falla en Fjölnismenn hafa þar tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Þeir hafa jafnframt mun betri markatölu en Fram og nægir því jafntefli við ÍBV. Eyjamenn hafa kvatt falldrauginn og leika upp á stoltið.
Fyrir leik
Miðjumaðurinn Gunnar Þorsteinsson verður ekki með ÍBV þar sem hann er kominn með sjö gul spjöld og tekur út leikbann. Atli Már Þorbergsson fékk rautt spjald í síðasta leik Fjölnis og spilar því ekki í Grafarvoginum í dag.
Fyrir leik
Jonathan Glenn, framherji ÍBV, er í bílstjórasætinu í baráttunni um gullskóinn. Hann hefur skorað tólf mörk en næstir á eftir honum eru Gary Martin í KR og Atli Guðnason í FH með tíu mörk. Árni Vilhjálmsson er jafnframt með tíu mörk en hann leikur ekki í dag þar sem hann er í leikbanni.
#fotboltinet
Fótbolti.net verður á hverjum einasta velli í dag og verður fjallað um alla leiki á vefnum. Jafnframt verður fjallað um þá í útvarpinu á X-977 þar sem Elvar Geir og Tómas Þór verða á vaktinni.
Viljir þú leggja eitthvað til málanna endilega notaðu kassamerkið hér fyrir ofan.
Fótbolti.net verður á hverjum einasta velli í dag og verður fjallað um alla leiki á vefnum. Jafnframt verður fjallað um þá í útvarpinu á X-977 þar sem Elvar Geir og Tómas Þór verða á vaktinni.
Viljir þú leggja eitthvað til málanna endilega notaðu kassamerkið hér fyrir ofan.
Fyrir leik
Ágúst Gylfason gerir tvær breytingar á liðinu sem tapaði gegn Fylki í síðustu umferð. Atli Már Þorbergsson fékk rautt spjald og er í leikbanni og Aron Sigurðarsson fer á bekkinn. Gunnar Már Guðmundsson snýr til baka úr leikbanni og Haukur Lárusson kemur aftur í vörnina.
Breytingar ÍBV eru tvöfalt fleiri. Gunnar Þorsteinsson er í leikbanni og Matt Garner leikur ekki af augljósum ástæðum og óskum við að hann jafni sig sem fyrst. Bjarni Gunnarsson og Atli Fannar Jónsson fara á bekkinn.
Þórarinn Ingi Valdimarsson, Jökull Elísabetarson, Jonathan Glenn og Andri Ólafsson taka þeirra stöður í byrjunarliðinu.
Breytingar ÍBV eru tvöfalt fleiri. Gunnar Þorsteinsson er í leikbanni og Matt Garner leikur ekki af augljósum ástæðum og óskum við að hann jafni sig sem fyrst. Bjarni Gunnarsson og Atli Fannar Jónsson fara á bekkinn.
Þórarinn Ingi Valdimarsson, Jökull Elísabetarson, Jonathan Glenn og Andri Ólafsson taka þeirra stöður í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Veðrið hér á Fjölnisvelli er svipað og það hefur verið síðustu daga. Grátt, kalt og vindur. Vonandi hefur það ekki stórkostleg áhrif á leikinn hér í dag.
Fyrir leik
Smá gálgahúmor í gangi hjá plötusnúðnum. Venjulegt Reykjavíkur skítaveður og hann spilar Beautiful Day með U2. Kannski er dagurinn fallegur, það er opið fyrir túlkun.
Grafarvogsíbúar! Allir á völlinn og styðjum okkar menn! Nú er að duga eða drepast! #komasvo #fótbolti #fjölnir #pepsideild2015
— Helgi Thorsteinsson (@Helgith) October 4, 2014
Eitthvað gott lið í bænum gæti þurft að bjóða ÍBV á sitt lokahóf í kvöld. Er líka með veislustjóra á lausu. #komumfagnandi
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) October 4, 2014
Fyrir leik
Síðustu fimm ár hafa þessi lið mætt hvort öðru sex sinnum. Fjórum sinnum hefur ÍBV sigrað en tveir leikir hafa endað með jafntefli. Fyrri leikur liðanna úti í Vestmannaeyjum endaði með 4-2 sigri heimamanna. Jonathan Glenn skoraði í tvígang og Atli Fannar Jónsson og Víðir Þorvarðarson sitt markið hvor. Mörk Fjölnis skoraði Christopher Tsonis.
Fyrir leik
Dómari leiksins hér í dag verður Þóroddur Hjaltalín og honum innan handar verða Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson og Jan Eric Jessen er tilbúinn á hliðarlínunni ef einhver dómaranna slasar sig.
Fyrir leik
Liðin eru farin inn í búningsklefa og einn og einn stuðningsmaður er mættur í stúkuna. Veðrið er ekki sýna sinn besta leik og svo er Íslandsmót skákfélaga í gangi í Rimaskóla. Spurning hvort það sé að ræna áhorfendum frá leiknum í dag.
Líkur á falli: Fram 88,6% og Fjölnir 11,4%. Líkurnar á að liðin verði með jafnmörg stig eru 7,9% #knattspyrna #pepsi365
— Loftur Kristjánsson (@lofkri) October 4, 2014
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn og leikurinn hefst innan skamms. Fyrirliðar hér í dag eru Bergsveinn Ólafsson fyrir heimamenn og Þórarinn Ingi Valdimarsson hjá gestunum.
2. mín
Fjölnir (4-2-3-1)
Árni - Haukur - Bergveinn - Gunnar Valur
Guðmundur Böðvar - Gunnar Már
Ragnar - Magee - Guðmundur Karl
Þórir
Árni - Haukur - Bergveinn - Gunnar Valur
Guðmundur Böðvar - Gunnar Már
Ragnar - Magee - Guðmundur Karl
Þórir
2. mín
ÍBV (4-4-2)
Jökull - Brynjar - Andri - Jón
Martin - Arnar - Jeffs - Þórarinn
Víðir - Glenn
Jökull - Brynjar - Andri - Jón
Martin - Arnar - Jeffs - Þórarinn
Víðir - Glenn
3. mín
Þórir Guðjónsson var í dauðafæri á markteignum eftir sendingu frá Guðmundi Karli. Skotið glatað.
5. mín
Mark Magee átti nú rétt í þessu góðan sprett. Vann boltann á miðjunni og prjónaði sig alla leið inn í teig. Náði ekki merkilegu skoti sem Guðjón varði auðveldlega.
8. mín
MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Aukaspyrna frá vinsti vængnum dettur niður á fyrsta mann. Það er Þórir sem nær að snúa og skjóta að marki með vinstri. Guðjón sá boltann seint og í markinu endaði knötturinn.
9. mín
Strax í kjölfarið fékk ÍBV aukaspyrnu við marklínuna sem Arnar Bragi tók. Hún fór á markið og Þórður þurfti að kasta sér niður og varði í horn.
17. mín
"Alltof lítil hreyfing" kallar Sigurður Ragnar Eyjólfsson inn á völlinn. Það er nokkuð til í því. Lið hans verið á frekar lítilli hreyfingu hingað til.
19. mín
ÞVÍLÍK VARSLA HJÁ ÞÓRÐI!! Jón Ingason tók hornspyrnu og boltinn lenti hjá Ian Jeffs á vítapunktinum og hann skaut að marki. Fast skot og Þórður gerði stórkostlega í að verja þetta. Kaldur en kastaði sér niður og varði þetta.
27. mín
Hér er kalt og leikurinn er svo sannarlega ekki að gera mikið til að ylja manni. Stuðningsmenn Fjölnis sem eru þó mættir fá hrós. Dúðaðir og láta ágætlega í sér heyra.
29. mín
"Þetta eru engir gullskór sem Glenn er í hér í dag..." - Benedikt Bóas, Morgunblaðinu
31. mín
Báðir markmenn nota hvert einasta tækifæri til að ná hlýju í sig. Guðjón hlýjaði sér á meðan hans lið átti aukaspyrnu.
Gunnar Valur Gunnarsson liggur eftir aukaspyrnu frá Arnari Braga. Slasaðist í þvögunni inn í teig. Haltrar útaf ásamt sjúkraþjálfara.
Gunnar Valur Gunnarsson liggur eftir aukaspyrnu frá Arnari Braga. Slasaðist í þvögunni inn í teig. Haltrar útaf ásamt sjúkraþjálfara.
S/O á alla leikmenn í Pepsi sem spila í stutterma! #nogloves #fotbolti #pepsi365
— Aron I Kristinsson (@aroningik) October 4, 2014
34. mín
ROSALEG VÖRN HJÁ ANDRA ÓLAFS!! Guðmundur Karl var við það að sleppa í gegn eftir stórkostlega sókn en Andri náði að birtast út úr engu og sparkaði boltanum glæsilega aftur fyrir. Fékk Guðmund í sig og haltrar aðeins eftir þetta.
36. mín
Rautt spjald: Ian David Jeffs (ÍBV)
Það veit enginn hvað gerðist! Allt í einu heyrðust öskur og Þóroddur ræddi við aðstoðardómara í radíóinu og dregur svo upp rauða spjaldið. Eyjamenn verða einum færri nema Fjölnismenn fái rautt líka.
39. mín
Einn og einn hefur ekki nennt að mæta í stúkuna heldur svindlar og leggur bara bílnum við girðinguna og horfir úr honum. Menn redda sér.
44. mín
Eyjamenn fá aukapsyrnu á stórhættulegum stað. Í raun þriðja skipti á þessum stað akkúrat. Arnar Bragi tekur hana. Fer í vegginn og aftur fyrir í horn.
45. mín
Lögreglan er mætt á svæðið og rekur bílana í burtu sem ætluðu að sleppa við að mæta í stúkuna.
Grimmur olnbogi á Jeffs öskraði aðstoðardómarinn í kalltækið #fotbolti #fjolniripepsi @Fotboltinet
— Elvar Guðmundsson (@elvarg09) October 4, 2014
Jeffs er kominn á all time enemy's listann minn! #fallið #Fram #pepsi365
— Ómar Örn Ólafsson (@omardiego) October 4, 2014
48. mín
Glæsilegur sprettur hjá Guðmundi Karli upp vinstri vænginn, fíflar Jökul upp úr skónum og hendir boltanum fyrir markið. Ragnar Leósson tæpur á að ná boltanum á fjærstönginni en var aðeins of seinn.
50. mín
Herra Fjölnir reynir langskot sem fer hátt yfir og endar í áhorfanda sem var að koma sér aftur í stúkuna.
52. mín
KLOOOBBBBBBBIII!!!! Jonathan Glenn er ekki enn búinn að skora en rosalega fór hann illa með Hauk Lárusson þarna! Í kjölfarið átti fyrirliðinn Þórarinn Ingi skot langt framhjá.
53. mín
MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Rosalega líkt fyrra markinu! Aukaspyrna frá vinstri hjá Guðmundi. Núna dreif hann yfir pakkann og Bergsveinn skallaði á fjærstönginni í markið!
54. mín
Strax eftir miðjuna reynir Glenn að skora. Tekur skot úr miðhringnum og gáir hvort Þórður sé vakandi. Hann var framarlega en áttaði sig og greip boltann.
60. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
Út:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
Arnar Bragi sendir ekki fleiri aukaspyrnur yfir markið hér í dag.
61. mín
Fjölnismenn eru einfaldlega miklu, miklu betri. Magee sendi Þóri í fínan sprett og Þórir kom boltanum fyrir markið. Bæði Magee og Ragnar voru á blússandi siglingu en fóru báðir á nær og misstu af fyrirgjöf Þóris. Klaufar í raun og veru.
67. mín
Brynjar Gauti nennir hreinlega ekki hvað félagar hans eru slappir fram á við. Öðru sinni fer hann framar og reynir langskot. Þetta var öllu betra en Þórður sá aftur við honum. Hátt og fast.
69. mín
MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
Við getum bókað Fjölni í Pepsi-deildina að ári! Fjölnismenn voru fjórir á þrjá, Guðmundur Karl sendi í gegn á Þóri og hann var óeigingjarn. Í stað þess að skjóta lyfti hann boltanum á fjærstöng þar sem Rangar Leósson skoraði gegn sínu gamla liði.
71. mín
Fjölnismenn leika á alls oddi! Guðmundur Karl sendir fyrir, Magee tók boltann niður og lagði boltann út á Gunnar Má. Hann hlóoð í rosalegt skot sem sveif rétt framhjá markinu.
78. mín
Jonathan Glenn reynir skot úr aukaspyrnu og aftur úr frákastinu. Slasast við síðara skotið og liggur á vellinum. Sjúkraþjálfari mættur til að hlúa að honum.
79. mín
Jonathan Glenn er að fara út af. Það er ekki spurning. Börunar voru mættar en hann haltraði út af sjálfur með stuðningi Fjölnismanns og sjúkraþjálfara.
81. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (ÍBV)
Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
Það verður enginn gullskór fyrir Glenn. Martin kominn yfir hann.
87. mín
Það þurfti varamenn hjá Eyjamönnum til að skapa eitthvað. Bjarni Gunnarsson lagði boltann út á Atla Fannar Jónsson. Hann skaut með vinstri í slánna og yfir.
88. mín
Inn:Magnús Pétur Bjarnason (Fjölnir)
Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þórir verið stórgóður í dag. Bætir upp fyrir að stíga ofan á boltann gegn Stjörnunni.
89. mín
437 mættu á völlinn hér í dag og svo var einn og einn bíll mættur aftur. Lögreglan mætti áðan og rak fólk í burtu.
90. mín
Inn:Arnar Freyr Ólafsson (Fjölnir)
Út:Þórður Ingason (Fjölnir)
Skipt um markvörð! Þórður sparkar boltanum út af til að skiptingin geti farið fram.
Byrjunarlið:
Andri Ólafsson
Jonathan Glenn
('81)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
5. Jón Ingason
11. Víðir Þorvarðarson
('77)
Varamenn:
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson
('60)
19. Breki Ómarsson
32. Franz Sigurjónsson
Liðsstjórn:
Yngvi Magnús Borgþórsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Ian David Jeffs ('36)