City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
3
0
Valur
Kristinn Freyr Sigurðsson '65
Guðjón Pétur Lýðsson '68 , víti 1-0
Guðjón Pétur Lýðsson '90 2-0
Ellert Hreinsson '90 3-0
04.10.2014  -  13:30
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Haust! Blautur völlur og rok
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 475
Maður leiksins: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('87)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('65)
21. Baldvin Sturluson ('71)
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('65)
16. Ernir Bjarnason ('71)
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('87)
27. Arnór Gauti Ragnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('54)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('27)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Vals í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Valsmenn eiga möguleika á fjórða sætinu, Evrópusæti. Liðið er tveimur stigum fyrir aftan Víking rétt eins og Fylkir. Valsmenn hafa betri markatölu en Fylkismenn og þurfa að vinna Breiðablik og treysta á að Víkingur nái ekki að vinna Keflavík og Fylkir vinni sinn leik ekki mjög stórt. Breiðablik leikur upp á stoltið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson verður ekki með Breiðabliki í dag vegna leikbanns vegna uppsafnaðra áminninga. Árni er með tíu mörk og var í baráttunni um gullskóinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, er mættur út til að stilla upp upphitun Vals. Donni er snemma í því í dag. Maggi Gylfa röltir um í stúkunni. Nær ,,Evrópu Maggi" markmiðinu í dag?
Fyrir leik
Haustveður í Kópavogi. Blautur völlur og rok.
Fyrir leik
Magnús Gylfason, þjálfari Vals, gerir eina breytingu á liðinu frá því í leiknum gegn FH en Kristinn Freyr Sigurðsson kemur inn fyrir Gunnar Gunnarsson. Það þýðir væntanlega að Magnús Már Lúðvíksson fer aftur í hjarta varnarinnar eftir að hafa leikið framarlega á miðjunni í síðustu tveimur leikjum.

Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika, er settur á bekkinn í dag og þá er Árni Vilhjálmsson í banni. Ellert Hreinsson og Davíð Kristján Ólafsson koma inn í liðið frá því í 2-0 tapinu gegn Þór um síðustu helgi.
Fyrir leik
Fjórir strákar úr 2. flokki á bekknum hjá Blikum. Mosfellingurinn Arnór Gauti Ragnarsson er meðal annars í leikmannahópnum í fyrsta skipti.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er með flautuna í dag. Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon eru honum til aðstoðar. Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson er síðan fjórði dómari.
Fyrir leik
Leikmenn með hanska og ennisband í upphitun. Það er kalt í Kópavogi.
Fyrir leik
Finnur Orri er á bekknum þar sem hann er með brotið bein í baki.

Fyrir leik
Upphitun lokið. Kópavogsdjúsinn vel blandaður í blaðamannastúkunni og allt að verða klárt. Einungis örfáir áhorfendur mættir samt.
Fyrir leik
Þórður Steinar Hreiðarsson, varnarmaður Vals, er mættur á sinn gamla heimavöll. Þórður er með hárgreiðslu af dýrari gerðinni.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn!
3. mín
Keflvíkingar komnir yfir gegn Víkingi! Fín tíðindi fyrir Valsmenn í Evrópubaráttunni.
8. mín
Valsmenn öllu beittari í byrjun. Þurfa sigur til að landa Evrópusæti.
12. mín
Iain Willimason með þrumuskot af löngu færi en boltinn fer framhjá.
18. mín
Vó! Kristinn Freyr með magnaða sendingu inn á Patrick Pedersen sem fær besta færi leiksins en Gunnleifur ver vel á nærstönginni.
20. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Patrick Pedersen sparkar í Elfar Árna þegar boltinn er víðsfjarri. Sleppur með gult spjald!
27. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Elfar Árni er að elta stungusendingu en Anton Ari er fljótur út úr markinu og handsamar boltann. Elfar er of seinn og fer í Anton sem liggur meiddur eftir.
28. mín
Baldur Þórólfsson, sonur Þórólfs Árnasonar fyrrum borgarstjóra, hugar að meiðslum Antons.
30. mín
Anton jafnar sig og heldur áfram leik. Fáum smá viðbótartíma í fyrri hálfleik vegna þessara meiðsla.
34. mín
Guðjón Pétur Lýðsson með skot úr aukaspyrnu en boltinn hátt yfir.
37. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
39. mín
Patrick Pedersen er að tefla á tæpasta vað. Hann var núna rangstæður í fjórða skipti í fyrri hálfleiknum.

43. mín
Tonny Mawejje með skalla í stöngina eftir fyrirgjöf frá vinstri! Kristinn Freyr nær frákastinu en Elfar Freyr nær að henda sér fyrir skotið. Valsmenn eru að ógna og þarna voru þeir nálægt því að komast yfir.
45. mín
Hálfleikur Valsmenn hafa verið betri. Ef þeir vinna er Evrópusætið þeirra, nema eitthvað stórkostlegt gerist í Keflavík. Spennandi síðari hálfleikur framundan.
46. mín
Í hálfleik fá leikmenn Breiðabliks í old boys 50+ teppi að gjöf. Græn Blika teppi. Mikið fjör!
46. mín
Menn vilja drífa sig í Krikann til að sjá stórleikinn klukkan 16:00. Hálfleikurinn styttri en vanalega og síðari hálfleikur hafinn!
47. mín
Ná Valsmenn markinu sem fleytir þeim í Evrópu?
51. mín
475 áhorfendur á vellinum í dag. Valsmenn öllu spenntari en Blikar í stúkunni. Evrópusæti í húfi.
54. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Brýtur á Sigga Lár.
57. mín
Fylkir var að komast yfir gegn Fram sem þýðir að Árbæingar eru á leið í Evrópusæti.

Valsmenn fara í Evrópu á markamun ef þeir ná að skora hér!

4. Fylkir 31 stig
5. Víkingur 30 stig
6. Valur 29 stig
59. mín Gult spjald: Þórður Steinar Hreiðarsson (Valur)
60. mín
Guðjón Pétur Lýðsson með skot úr aukaspyrnu á vinstri kantinum en Anton Ari slær boltann burt. Skallafæri í kjölfarið en boltinn rétt yfir.

64. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
65. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
65. mín Rautt spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Blikar komust tveir á tvo og Kristinn braut á Andra Yeoman rétt fyrir utan vítateig. Annað gula spjald Kristins og þar með rautt. Vont fyrir Valsmenn!
65. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
66. mín
Vítaspyrna! Guðjón Pétur á aukaspyrnu sem fer í hendina á varnarmanni Vals í varnarveggnum. Valsmenn eru brjálaðir yfir þessum dóm en Vilhjálmur Alvar er viss í sinni sök.
68. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Góð spyrna. Anton fer í rétt horn en nær ekki boltanum. Útlitið dökkt hjá Valsmönnum í Evrópubaráttunni. Marki undir og manni færr.
71. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Baldvin Sturluson (Breiðablik)
72. mín
Damir Muminovic með hörkuskalla eftir aukaspyrnu en boltinn framhjá.
76. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Tonny Mawejje (Valur)
76. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
79. mín
Elfar Árni með skalla í slá eftir aukaspyrnu frá Guðjóni Pétri!
80. mín
Sláin titrar á Valsmarkinu! Ellert Hreinsson þrumar núna í slána.
81. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
83. mín
Höskuldur með hörkuskot úr teignum en Anton Ari ver í horn.
85. mín
Höskuldur með skot rétt framhjá. Blikar eru mun líklegri til að bæta við en Valsmenn að ná stigi.
87. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Breiðablik) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
90. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Laglegt spil Blika gegn fámennri vörn Vals. Guðjón Pétur kemst í dauðafæri og vippar laglega yfir Anton Ara í markinu. Evrópudraumur Vals er endanlega úti!
90. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur með enn eina frábæra aukaspyrnu og Ellert nær að skjótast fram fyrir varnarmann og koma boltanum í netið.
Leik lokið!
Blikar vinna 3-0 og gera út um Evrópudraum Valsara sem hefðu komist í Evrópu með sigri. Valsmenn enda í 5. sæti á markamun en Blikar í 7. sætinu.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
3. Iain James Williamson ('76)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
14. Gunnar Gunnarsson
19. Marteinn Högni Elíasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('81)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('65)
Sigurður Egill Lárusson ('64)
Þórður Steinar Hreiðarsson ('59)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('37)
Patrick Pedersen ('20)

Rauð spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('65)