City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
4
1
Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson '3
Gary Martin '18 , víti 1-1
Gary Martin '46 2-1
Almarr Ormarsson '72 3-1
Gary Martin '74 , víti 4-1
04.10.2014  -  13:30
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Blautur völlur, gola og regn á köflum
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('49)
5. Egill Jónsson ('61)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
11. Emil Atlason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('86)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
29. Guðmundur Sævar Hreiðarsson (m)
8. Jónas Guðni Sævarsson ('61)
11. Almarr Ormarsson ('49)
18. Aron Bjarki Jósepsson
26. Björn Þorláksson ('86)
27. Aron Gauti Kristjánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gonzalo Balbi Lorenzo ('43)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur góðir. Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Þórs í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið leika upp á stoltið. KR-ingar eru fastir í þriðja sætinu og Þórsarar í því neðsta. Síðasti leikur Þórs í efstu deild í bili.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gary Martin, sóknarmaður KR, á möguleika á að hirða gullskóinn en þá þarf hann að vera ansi heitur í dag. Martin er með tíu mörk en Jonathan Glenn hjá ÍBV er markahæstur með tólf mörk. ÍBV leikur gegn Fjölni í Grafarvoginum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bald­ur Sig­urðsson og Farid Zato verða ekki með bikarmeisturum KR í dag vegna uppsafnaðra áminninga. Þeir voru dæmdir í bann af aganefnd KSÍ í upphafi vikunnar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmundur Reynir Gunnarsson, Mummi, ætlar að leggja skóna á hilluna eftir leikinn í dag þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Smelltu hér til að lesa viðtal við Mumma sem tekið var á fimmtudag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmundur Reynir Gunnarsson leikur kveðjuleik sinn með KR í dag og hann er með fyrirliðabandið í fjarveru Baldurs Sigurðssonar sem tekur út leikbann.

Sindri Snær Jensson er í markinu en Stefán Logi Magnússon er á bekknum sem og markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson. Þrír markmenn í hóp hjá KR í dag.

Hjá Þór koma Shawn Nicklaw og Chukwudi Chijindu inn í byrjunarliðið á nýjan leik. Orri Sigurjónsson er ekki með vegna meiðsla og Atli Jens Albertsson fer á bekkinn frá því í 2-0 sigrinum á Blikum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
KR-ingar eiga harma að hefna gegn Þórsurum. Þar sem Vesturbæjarstórveldið tapaði 2-0 fyrir norðan verður spennandi að sjá hvað KR-ingar gera í þessum síðasta leik sumarsins gegn Akureyringum.
Fyrir leik
Hvorugt liðið hefur að einhverju að keppa í dag. Þórsarar eru löngu fallnir og þriðja sætið staðreynd hjá KR-ingum. Ástundun á leikinn er einmitt í takti við gildi leiksins og eru 19 manns mættir í stúkuna þegar sjö mínútur eru til stefnu.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Þórsarar sem hefja leikinn
3. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Sigurður Marinó Kristjánsson
Jóhann Helgi skorar eftir hornspyrnu frá vinstri.
7. mín
Baldur Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við KR-inga. Baldur skrifaði undir skömmu fyrir leik.
12. mín
Gary Martin í hörkufæri! Fær boltann út í teiginn á vinstri fótinn og á slakt skot beint á Hjört í marki Þórsara
14. mín
Emil Atlason í dauðafæri!! Dary Martin á seningu á fjærstöngina þar sem Emil hamrar knöttinn í hliðarnetið.
15. mín
Óskar Örn við það að sleppa í gegn en Hjörtur kemur út úr markinu og handsamar knöttinn. KR-ingar að lifna við.
17. mín
Vítaspyrna!! Gary Martin fiskar vítaspyrnu. Boltinn fer í höndina á Nicklaw eftir að hafa reynt að tækla boltann af Gary Martin.
18. mín Mark úr víti!
Gary Martin (KR)
Öruggt víti! Sendi Hjört í vitlaust horn
25. mín
Inn:Atli Jens Albertsson (Þór ) Út:Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Ekki veit ég hvað gerðist en Orri Freyr er farinn útaf. Væntanlega meiddur.
33. mín
Haukur Heiðar með rosalega aukapyrnu upp í vinkilinn en Hjörtur Geir ver meistaralega. Í kjölsogið tekur Óskar Örn hornspyrnu sem mikil hætta verður af en Hjörtur handsamar knöttinn.
37. mín
Haukar Heiðar með fyrirgjöf sem Gary Martin nær að taka niður en nær þó ekki skoti á markið. Dauðafæri!
41. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Sparkar aftan í Balbi eftir að hafa misst boltann. Klárt spjald.
43. mín Gult spjald: Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Háskaleikur!
46. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Frábært mark frá Gary Martin. Fær boltann frá Balbi fyrir utan teig og setur hann í hliðarnetið fjær. Eitt mark í viðbót hjá Gary og þá hreppir hann gullskóinn ef Glen skorar ekki gegn Fjölni.
48. mín
Hálfleikur
49. mín
Leikurinn er hafinn!
49. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Þessi skipting var gerð í hálfleik
51. mín
Leikurinn galopinn! Jóhann Helgi með gott skot sem Sindri ver. Hinu megin fær Óskar Örn boltann fyrir utan teig og á skot sem Hjörtur ver.
53. mín
Sigurður Marinó með hörkuskot rétt framhjá samskeytunum!
57. mín
Inn:Alexander Ívan Bjarnason (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Alexander ný skriðin úr grunnskóla.
60. mín
Atli Sigurjónsson rennur á miðjum vellinum og Þórasar komast í ágætis sókn en skot Chuck laflaust og framhjá
61. mín
Inn:Jónas Guðni Sævarsson (KR) Út:Egill Jónsson (KR)
64. mín
Chuck með aukaspyrnu á hættulegum stað en spyrnan fer í vegginn og í horn. Uppúr horninu gerist ekkert.
66. mín
KR-ingar með hættulega aukaspyrnu inná teiginn en það er brotið á Hirti í markinu.
68. mín
Inn:Bergvin Jóhannsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
70. mín
Atli Sigurjónsson með flott skot fyrir utan teig en Hjörtur ver vel í horn. Uppúr horninu gerist ekkert.
72. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Frábært spil KR-inga upp völlinn skilaði sér í góðri fyrirgjöf frá Gary Martin á Almarr sem tók við boltanum hótaði skoti og setti hann framhjá Hirti í markinu.
74. mín Mark úr víti!
Gary Martin (KR)
Gary Martin skorar út vítinu nokkuð örugglega.
75. mín
Gary Martin er eins og staðan er núna með gullskóinn fræga í höndunum með 13 mörk en Glen er með 12.
80. mín
Gary Martin með skot rétt framhjá stönginni! Sá er heitur í dag!
86. mín
Inn:Björn Þorláksson (KR) Út:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Heiðurskipting fyrir Mumma sem hefur leikið sinn síðasta leik í KR búningnum
90. mín
Sigurður Marinó í dauðafæri en Gunnar Þór ver á línu.
91. mín
Sigurur Marínó með skot sem Sindri ver.
Leik lokið!
KR-ingar vinna sannfærandi sigur í síðasta leik sumarsins
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('68)
Orri Freyr Hjaltalín ('25)
1. Hjörtur Geir Heimisson
4. Shawn Robert Nicklaw
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('57)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
16. Kristinn Þór Rósbergsson
23. Chukwudi Chijindu

Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson ('25)
12. Þórður Birgisson
15. Janez Vrenko
18. Alexander Ívan Bjarnason ('57)
21. Bergvin Jóhannsson ('68)
30. Alexander Aron Hannesson

Liðsstjórn:
Sandor Matus

Gul spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('41)

Rauð spjöld: