90. mín
ÞAÐ ER ALLT AÐ VERÐA VITLAUST INNI Á VELLI!!! KASSIM REYNIR AÐ RÁÐAST Á DÓMARANN OG STUÐNIGNSMENN HLAUPA INN Á!! ÉG Á EKKI ORÐ!!! VERÐ AÐ FARA Í VIÐTÖL!! LEITER!!!
Leik lokið!
STJARNAN ER ÍSLANDSMEISTARI 2014!!!!! TIL HAMINGJU GARÐBÆINGAR NÆR OG FJÆR!! ÞVÍLÍKUR LEIKUR, ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!!!!!!
90. mín
Mark úr víti!Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
MAAARK!!! ÓLAFUR KARL FINSEN ER AÐ SKORA ÚR VÍTI!!!! DOUMBIA BRAUT Á ÓLA KALLA INNI Í TEIG OG KIDDI JAK DÆMDI VÍTASPYRNU!!! ÓLAFUR KARL STEIG Á PUNKTINN OG SKORAÐI AF ÓTRÚLEGU ÖRYGGI OG ER AÐ TRYGGJA STJÖRNUNNI TITILINN!!!
90. mín
Síðasta mínúta venjulegs leiktíma. FH-ingar eru að landa þessum titli! Tíminn er að renna út hjá Stjörnunni, því miður fyrir þá! Þeir eru að gefa allt í þetta og fá nú hornspyrnu.
89. mín
Annað dauðafæri!! FH-ingar geysast fram og Atli Viðar leggur boltann á Ólaf Pál sem er í þröngu færi og Ingvar ver vel frá honum!! ÞETTA ER ROSALEGT!!!!!!!!!
87. mín
FH-ingar í stórhættulegum málum inni í teig en Martin Rauschenberg tæklar boltann burt!! Þetta eru hörkuspennandi lokamínútur!!
86. mín
ERTU AÐ GRÍNAST?? ÞARNA GAT STJARNAN STOLIÐ ÞESSU!! Atli Freyr átti frábæran sprett upp kantinn og var kominn einn og óvaldaður inn í teig. Hann lét vaða Róbert LOK LOK OG LÆSTI á hann!!!
85. mín
STJARNAN BJARGAR Á LÍNU!!! ÞETTA ER HREINLEGA ÓTRÚLEGT!!! VEMMELUND BJARGAÐI MEÐ FÁRÁNLEGUM TILBURÐUM Á LÍNUNNI, SKOTI FRÁ EMIL PÁLSSYNI! GEFUR ÞETTA STJÖRNUNNI VON???
82. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH)
Út:Steven Lennon (FH)
Atli Viðar kemur inn fyrir Lennon. Ég er eiginlega viss um að Dalvíkingurinn knái muni skora í þessum leik.
80. mín
SVAKALEG flöggun hjá Sigurði Óla en líklega rétt!! Steven Lennon hefði verið kominn aaaaaleinn í gegn en hann var að öllum líkindum rangstæður!
80. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan)
Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Skipting hjá Stjörnunni. Atli "Pepsi" Ottesen inn fyrir Arnar Má.
78. mín
STJARNAN HROTTALEGA NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA!! Hörður Árna með fyrirgjöf, boltinn svífur rétt yfir Rolf Toft og svo missir Arnar Már naumlega af boltanum á fjærstönginni!!
77. mín
STEEEVEN LENNONNN!!!!! Þarna skaut hann rétt rétt rétt framhjá!! Tók boltann á kassann inni í teig en skýtur rétt framhjá!
76. mín
Endursýningar sýna vel að í aðdraganda rauða spjaldsins á Veigar, þ.e.a.s þegar Kassim brýtur á honum, þá var varnarmaðurinn VIRKILEGA heppinn að fá ekki á sig gult, jafnvel rautt, lyfti báðum löppum!
75. mín
STÖNGIN!!!!!! ATLI GUÐNASON SKÝTUR Í STÖNGINA!! HANN HEFÐI SVO GOTT SEM GETAÐ TRYGGT FH TITILINN, ENDA KOMINN EINN Í GEGN OG Í DAUÐAFÆRI, EN BOLTINN FER Í STÖÖÖÖÖNGINA!!
72. mín
Stjörnumenn eru að halda boltanum ágætlega núna en þurfa að sækja betur. Pablo átti reyndar fáránlega rispu áðan og æddi inn í teig en Pétur Viðarsson náði að stöðva hann. Þetta verða svakalegar lokamínútur!
68. mín
Maður talaði um það áðan eftir að Veigar Páll fékk rautt að þetta yrðu laaaangar mínútur eftir fyrir Stjörnumenn. Nú hlýtur þeim hins vegar að finnast tíminn fljúga, enda eru þeir í algeru kapphlaupi við tímann. HVAÐ MUN GERAST HÉRNA?? SPENNAN ER ÓBÆRILEG!
65. mín
Hvað gera Stjörnumenn nú?? Þeir eru manni færri og þeir verða að skora ef þeir ætla að hampa titlinum!!
64. mín
MARK!Steven Lennon (FH)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!! GOL GOL GOL GOL GOOOOOOOL!!!! STEVEN LENNON JAFNAR METIN FYRIR FH-INGA MEÐ ÓTRÚLEGU MARKI!!! ATLI GUÐNASON MEÐ FRÁBÆRAN UNDIRBÚNING OG SENDIR FYRIR Á LENNON SEM TEKUR MAGNAÐAN SNÚNING OG KLÁRAR FÁRÁNLEGA VEL!!
62. mín
Það varð allt vitlaust eftir að Veigar var rekinn af velli og Silfurskeiðin henti hlutum inn á völlinn.
60. mín
Nú ætla ég aðeins að reyna að róa mig og útskýra rauða spjaldið. Kassim virtist brjóta á Veigari Páli, sem lá eftir. Hólmar Örn mætti að honum og ögraði honum, en Veigar Páll sló til hans. Það var AUGLJÓST að Veigar sló hann þó svo að Hólmar Örn hafi stokkið niður og fallið eins og hann hafi verið buffaður af Anderson Silva í UFC! Klárlega miklar ýkjur hjá Hólmari en ÓGEÐSLEGA HEIMSKULEGT hjá Veigari!! Hann verður skúrkur dagsins ef Stjarnan vinnur þetta ekki!
58. mín
Rautt spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
HVAÐ Í FJÁRANUM ER VEIGAR PÁLL AÐ HUGSA??? HANN FÆR RAUTT SPJALD FYRIR AÐ SLÁ HÓLMAR ÖRN RÚNARSSON!!
57. mín
Inn:Emil Pálsson (FH)
Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
FH-ingar gera sína fyrstu breytingu.
56. mín
Virkilega góð sókn hjá Stjörnunni. Láta boltann flæða frábærlega og á endanum kemur fyrirgjöf inn fyrir, en Rolf Toft nær ekki að skjóta á markið.
56. mín
Inn:Pablo Punyed (Stjarnan)
Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli Jó náði sér aldrei almennilega eftir brotið frá Davíð Þór og fer nú af velli. Varamaðurinn er ekki í verri endanum, sjálfur landsliðsmaður El Salvador, Pablo Punyed.
54. mín
FH-ingar stjórna leiknum að mestu leiti en eru ekki alveg að ná að brjóta Stjörnuna á bak aftur. Rétt í þessu reyndi Steven Lennon bakfallsspyrnu sem fór af varnarmanni og yfir. Hornspyrna.
50. mín
Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Davíð Þór Viðarsson er þriðji FH-ingurinn í bókina eftir að hafa nelgt niður Atla Jó, sem liggur eftir.
47. mín
FH-ingar fá hornspyrnu en Ingvar grípur boltann og kemur honum fljótt í leik!
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný! Innan 45 mínútna verður nýr Íslandsmeistari krýndur!
45. mín
Hálfleikur! Staðan er 1-0 fyrir Stjörnunni þegar flautað er til leikhlés! Þeir bláklæddu eru að verða Íslandsmeistarar eins og er!!! Umdeilt mark sem Ólafur Karl Finsen skoraði, eða hreinlega bara ólöglegt mark, við skulum ekkert skafa af hlutunum. En hins vegar er staðan 1-0 fyrir Garðbæingum, má segja gegn gangi leiksins, en spennan heldur áfram eftir leikhlé!
42. mín
FH-ingar hafa brugðist vel við markinu og áttu tvær hættulegar sóknir með skömmu millibili, en tókst ekki að skora!
41. mín
HEYRÐU HEYRÐU! Erum að fá fréttir þess efnis að þetta hafi verið rangstaða í marki Óla Kalla! Endursýningar virðast sýna það að hann hafi klárlega verið rangstæður í fyrstu sendingu inn fyrir!
40. mín
MARK!Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!!! STJARNAN ER KOMIN YFIR!!!!!!! ÓLAFUR KARL FINSEN ER AÐ SKORA MEÐ SKOTI ÚR TEIGNUM!! STÓRHÆTTULEGUR BOLTI BARST INN Í TEIGINN, ROLF TOFT "FLICKAÐI" BOLTANUM LENGRA INN MEÐ HAUSNUM OG ÓLI KALLI MÆTTI OG AFGREIDDI FRAMHJÁ RÓBERTI!
36. mín
FH fær enn eina hornspyrnuna, en boltinn flýgur yfir teiginn og aftur fyrir endamörk hinu megin.
34. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað til hliðar við teiginn. Óli Palli þrumar boltanum inn í teig en hættunni er bægt frá.
30. mín
Aðeins að færinu áðan. FH átti hornspyrnu, boltinn hreinsaður út úr teig og svo kom banvænn bolti inn á Atla Guðna sem var frír á markteig og skallaði að marki, en Ingvar sveiflaði út höndinni og varði ótrúlega yfir.
29. mín
ÞVÍLÍK ÓTRÚLEGA MARKVARSLA HJÁ INGVARI!!!!!!!!! ATLI GUÐNASON MEÐ SKALLA Á MARKTEIG EN INGVAR VER ÓTRÚLEGA!!! BESTA FÆRI LEIKSINS TIL ÞESSA, HVERNIG VAR ÞETTA EKK MARK???
26. mín
Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Jæja, nú fær Pétur gula spjaldið, og aftur er Rolf Toft fórnarlambið. Pétur reif hann ansi hraustlega niður. Ömurleg aukaspyrna frá Veigari Páli fylgir.
25. mín
Rolf Toft með þrumuskot/sendingu af fáránlega löngu færi. Munaði litlu að Veigar Páll næði að pota í boltann og breyta um stefnu hans, en í staðinn endaði boltinn í höndum Róberts.
23. mín
Gult spjald: Steven Lennon (FH)
HEYRÐU HEYRÐU!!! Steven Lennon fær að líta fyrsta gula spjald leiksins fyrir að fara fyrir Ingvar þegar markvörðurinn ætlar að kasta boltanum út. Ýtti jafnvel aðeins við Ingvari.
22. mín
Hættulegt horn! Davíð Þór Viðarsson nær boltanum á fjærstöng en Stjörnumenn ná að bægja hættunni frá. FH-ingar fá innkast og Ingimundur Níels þrumar að marki en beint á Ingvar, sem ver!
22. mín
Ólafur Páll með hættulegan bolta inn í teig, Daníel Laxdal ætlar að hreinsa en hittir boltann illa og sparkar boltanum í horn.
19. mín
HÓLMAR ÖRN MEÐ ÞRUMUSKOT UTAN TEIGS!! Var aleinn og yfirgefinn og negldi boltanum heldur betur að marki en boltinn flaug rétt yfir!
19. mín
Lúmskt skot frá Atla Guðnasyni utan teigs! En það er helst til laust og Ingvar nær að verja.
16. mín
Veigar Páll með ótrúlega töfrasendingu inn á Rolf Toft, sem fer framhjá Pétri Viðarssyni en er felldur. Aukaspyrna dæmt en þarna hefði Pétur átt að fá gult. Toft hefði í raun verið kominn einn í gegn ef hann hefði alveg komist framhjá honum.
14. mín
Hætta við mark Stjörnunnar, Steven Lennon vildi fá hendi inni í teig að mér sýndist, en hann skaut í Stjörnumann. Gestirnir bægja hættunni frá.
12. mín
Veigar Páll tekur hornið, allt of hár og laus bolti. Glatað.
11. mín
Stjarnan geysist upp í skyndisókn, boltinn á Arnar Má sem kemur honum fyrir en Jón Ragnar Jónsson bjargar í horn.
6. mín
FH-ingar eru svona talsvert meira með boltann, en ekkert rosalegt að gerast þessa stundina.
3. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu og boltanum dælt inn í teig, en Kassim "The Dream" rís eins og fönix upp úr þvögunni og skallar boltann burt.
2. mín
DAUÐAFÆRI ÚR HORNSPYRNUNNI!! Pétur Viðarsson skallar boltann rétt yfir markið úr ákjósanlegu skallafæri!! Þarna munaði afar litlu að heimamenn tækju strax forystuna!
1. mín
FH-ingar fá hornspyrnu. Það er léttur vindur hérna á vellinum.
Fyrir leik
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞESSU!! ÚRSLITALEIKURINN UM TITILINN ER HAFINN OG ÞAÐ ER STJARNAN SEM BYRJAR MEÐ BOLTANN OG SÆKIR Í ÁTT AÐ GARÐABÆNUM!
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn!! Nú fer Kristinn Jakobsson bráðum að flauta þessa veislu á.
Fyrir leik
Kannski ég reyni aðeins að minnka ofpeppið og fari aðeins að vinna vinnuna mína. Lítum aðeins á liðin.
Stjarnan: Þorri Geir Rúnarsson heldur sæti sínu á kostnað Pablo Punyed. Flestir bjuggust við því að Pablo færi aftur inn í liðið en Þorri, sem var valinn í U21 landsliðið í gær, hefur bara verið fáránlega góður!
FH: FH-ingar stilla upp nokkuð hefðbundnu liði. Sam Hewson er fórnað fyrir Davíð Þór Viðarsson, sem kemur inn úr leikbanni. Annars eru þetta sjálfsagt þau lið sem þjálfararnir telja að séu sín sterkustu.
Fyrir leik
Það er ennþá þvílík röð fyrir utan völlinn og ekki nema 12 mínútur í leik! Líklega munu ekki allir stuðningsmenn vera komnir á sinn stað þegar leikur hefst!
Fyrir leik
Þetta er stundin. Þegar fótboltamenn eru í útihlaupi í grenjandi rigningu eða hagléli á veturna, þá er það því þá dreymir um að taka þátt í leikjum sem þessum. Allt þetta blóð, öll þessi tár, allur þessi sviti, öll sú vinna sem menn hafa lagt á sig frá því í NÓVEMBER í fyrra - hún snýst um þetta augnablik! Það er á augnablikum sem þessu sem hetjur fæðast.
Fyrir leik
Ég vil sjá fólk TWITTA og TWITTA og TWITTA um þennan leik!! Vel valdar færslur verða birtar hér á síðunni. Bið ykkur um að nota hashtöggin #fhstar eða #fotboltinet, myndi fíla það fyrrnefnda frekar.
Fyrir leik
Veðrið er heldur betur að lagast! Æðri máttarvöld eru auðvitað að sjá til þess að þessi stærsti fótboltaleikur Íslandssögunnar fari fram í sómasamlegu veðri! Ég hreinlega er að missa mig af spenningi, það fer að styttast í þessa veislu!
Fyrir leik
Það er búin að vera þvílík haugarigning síðustu mínúturnar en þetta er vonandi aðeins að skána. Völlurinn er allavega orðinn rennblautur sem og þeir stuðningsmenn sem ekki eru í yfirbyggðu stúkunni.
Fyrir leik
Það eru heldur betur komnir margir áhorfendur á völlinn þrátt fyrir að enn sé rúmur hálftími í leik. Silfurskeiðin lætur gríðarlega vel í sér heyra og hefur sungið hátt síðasta korterið eða svo. Þeir syngja meira að segja á milli stúkanna nú þegar!
Fyrir leik
Jæja, þá eru úrslit úr öðrum leikjum ljós. Framarar eru fallnir þrátt fyrir sigur gegn Fylki. Víkingur R tekur Evrópusæti þrátt fyrir fjögur töp í röð! En nú fer að styttast í LEIK LEIKJANNA!!
Fyrir leik
Afsakið hversu langt er frá síðustu færslu! Það hefur margt vatn runnið til sjávar síðan síðast!! Ég skrapp á einhvern írskan bar í Hafnarfirðinum þar sem Silfurskeiðin var að gera allt VITLAUST! Þeir eiga eftir að vera rosalegir í dag, og mér skilst að Hafnarfjarðarmafían verði svakaleg líka. Það verður bara rugluð stemning!
Fyrir leik
Stjarnan hefur hins vegar undanfarin tvö ár spilað í bikarúrslitum og hefur liðið því reynsluna af því að spila svona stóra leiki þar sem allt er unnið. Að vísu tapaði Stjarnan báðum bikarúrslitaleikjunum en kannski getur þessi reynsla hjálpað.
Fyrir leik
FH er vissulega sigursælara liðið af þessum tveimur sem mætast hér í dag. Liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum á síðustu 10 leiktíðum! Þá hafa FH-ingar aldrei lent neðar en í 2. sæti og á því mun að vísu engin breyting verða hvernig sem þessi leikur fer. Stjarnan hefur hins vegar aldrei unnið neinn titil, þetta er ekki flóknara en það. Kemur sá fyrsti í dag? Við verðum að bíða og sjá!
Fyrir leik
Til að gera þessa stund enn dramatískari, þá má bæta því við að þetta er síðasti leikurinn sem Kristinn Jakobsson dæmir á Íslandi. Kiddi Jak er óumdeilanlega einn af bestu dómurum sem Ísland hefur alið af sér og á svo sannarlega skilið að dæma þennan magnaða leik. Hann mun vonandi kveðja með stæl, með flottum leik! Þetta verður ekki auðvelt, því spennustigið verður væntanlega mjööög hátt.
Fyrir leik
Það kemur því ekki á óvart að það verði slegið áhorfendamet í Kaplakrika í dag. Sláandi 6450 miðar hafa verið seldir á leikinn! Þetta er meira heldur en seldist á marga landsleiki fyrir nokkrum árum! Þetta er 1000 manns meira en hafa að meðaltali mætt Í HVERRI UMFERÐ í sumar! Alger klikkun, þetta verður eitthvað alveg brjálað í Krikanum í dag!
Fyrir leik
Erum við að átta okkur á því hvað það er samt klikkað að þessi leikur sé að fara að eiga sér stað? Hvern hefði getað dreymt um það fyrir Íslandsmótið að við fengjum úrslitaleik um titilinn? Einn leik sem réði úrslitum um það hvaða lið yrði Íslandsmeistari? Þetta eru forréttindi, ekkert annað!
Fyrir leik
Það eru ennþá hátt í þrír klukkutímar í leikinn, en engin ástæða til að byrja ekki aðeins að hita upp. Eins og flestir vita, þá er FH á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Stjörnuna og dugir því jafntefli, en Stjarnan þarf sigur til að hampa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Fyrir leik
Komið þið sælir kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá ÚRSLITALEIK FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn! Alexander Freyr Einarsson heiti ég og það er mér mikill heiður að vera hér með ykkur í stærsta knattspyrnuleik síðustu áratuga á Íslandi. Þetta verður ROSALEGT!
Elvar Geir Magnússon