Lettland
0
3
Ísland
Artjoms Rudnevs
'55
0-1
Gylfi Þór Sigurðsson
'66
0-2
Aron Einar Gunnarsson
'76
0-3
Rúrik Gíslason
'90
10.10.2014 - 18:45
Skonto leikvangurinn
Undankeppni EM
Dómari: Robert Schörgenhofer
Skonto leikvangurinn
Undankeppni EM
Dómari: Robert Schörgenhofer
Byrjunarlið:
12. Aleksandrs Kolinko (m)
2. Viktors Morozs
3. Nauris Bulvitis
4. Kaspars Dubra
6. Vladislavs Gabovs
7. Andrejs Kovalovs
10. Valerijs Sabala
13. Kaspars Gorks
14. Ritvars Rugins
16. Artjoms Rudnevs
18. Aleksandrs Fertovs
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Nauris Bulvitis ('89)
Artjoms Rudnevs ('43)
Rauð spjöld:
Artjoms Rudnevs ('55)
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir! Hér verður bein textalýsing frá leik Lettlands og Íslands í undankeppni EM. Leikurinn hefst 18:45 að íslenskum tíma en 21:45 að staðartíma! Aðstæður eru allar ljómandi góðar hér á Skonto leikvanginum og veðrið sallafínt.
Fyrir leik
Ég geri fastlega ráð fyrir óbreyttu byrjunarliði Íslands frá sigrinum gegn Tyrklandi í fyrsta leik. Lettar hófu riðilinn á markalausu jafntefli gegn Kasakstan en öflugur varnarleikur hefur verið aðalsmerki lettneska liðsins sem vill hægja á leikjum.
Fyrir leik
Hluti af íslensku fjölmiðlamönnunum fóru að borða á ítölskum veitingastað fyrir leikinn en þar mátti hitta nokkra íslenska stuðningsmenn. Íslendingar verða þó ekki fjölmennir á vellinum í kvöld en aðeins 20-30 íslenskir áhorfendur verða í stúkunni.
Fyrir leik
Leikvangurinn verður væntanlega aðeins hálfsetinn í kvöld. Ekki hefur verið hægt að skynja mikla spennu hjá heimamönnum fyrir leiknum og er búist við um 6 þúsund áhorfendum.
Fyrir leik
Íslenska liðið ætti að taka þrjú stig í kvöld miðað við veðbanka. Þessi leikur gæti svo sannarlega verið lykilleikur þegar talið verður upp úr stigapokanum í lokin.
Hvetjum fólk til að vera virkt á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet en valdar færslur verða birtar í textalýsingunni.
Fyrir leik
Síðast þegar liðin áttust við á þessum velli var 7. október 2006 en þá var Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari. Lettar unnu þá 4-0 sigur en ári síðar léku liðin á Laugardalsvelli þar sem Lettar skoruðu aftur fjögur mörk og unnu 4-2 útisigur. Lettar eru ósigraðir í síðustu fjórum leikjum en liðið hefur náð að halda markinu hreinu í þeim öllum.
Biðin langa eftir landsleiknum tekur loks enda. Strákarnir að skoða völlinn á Skonto Stadium. 80 mínútur í leik. pic.twitter.com/fHWYMyFibB
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 10, 2014
Fyrir leik
Eins og við var búist er óbreytt byrjunarlið frá sigrinum glæsilega gegn Tyrkjum. Alfreð Finnbogason er því til taks á bekknum.
Virkilega góð úrslit hjá u21! 3 punktar núna hjá A liðinu þá er þetta tvílíkur topp dagur!
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) October 10, 2014
Fyrir leik
Íslenska liðið er að hita upp á vellinum. Netið hérna á leikvanginum er ekki upp á það besta en vonandi nær það að tóra út leikinn!
Fyrir leik
Það er afskaplega fámennt... en vonandi góðmennt... í stúkunni nú þegar um 15 mínútur eru til leiks.
Fyrir leik
Spámenn fjölmiðlastúkunnar:
Hörður Snævar 433.is: 0-2
Gummi Hilmars mbl.is: 0-2
Eiríkur Stefán 365: 1-2
Valli ljósmyndari: 1-4
Hörður Snævar 433.is: 0-2
Gummi Hilmars mbl.is: 0-2
Eiríkur Stefán 365: 1-2
Valli ljósmyndari: 1-4
Fyrir leik
Það styttist í þessa veislu. Þjóðsöngvarnir eru búnir og þá er ekki að bíða eftir neinu!
3. mín
Emil Hallfreðsson með fínan bolta á Jón Daða sem stakk sér fram fyrir varnarmenn Letta en boltinn fór yfir markið!!
13. mín
GYLFI!!! Frábær sókn hjá ÍSLENSKA LIÐINU. Birkir fann Gylfa sem var fyrir utan teig en boltinn fór rétt framhjá!
14. mín
Netið hér í Lettlandi er afar hægt og lélegt en samkvæmt fjölmiðlafulltrúa lettneska sambandsins er verið að vinna að viðgerð. Þangað til sér Brynjar Ingi um textalýsinguna. Ofan á þetta allt saman hellti drukkinn áhorfandi smá bjór yfir tölvuna mína til að fullkomna vesenið. Annars eru menn sammála um að alhvítur búningur Íslands er að líta ansi vel út hér á vellinum!
16. mín
Aukaspyrna sem Ísland fær. Jón Daði keyrði í gegn en það var brotið á honum. Gylfi og Ari standa yfir boltanum.
16. mín
Skotið rétt framhjá hjá Gylfa! Fínn bolti hjá honum. Það er lykt af marki hjá Íslandi, ég finn það!
22. mín
EMIL!!! Gylfi að dúlla sér með boltann, kominn í fína skotstöðu en hætti við. Hann kom þá boltanum á Emil en skalli hans fór rétt framhjá!!
28. mín
Emil búinn að vera flottur hingað til en hann er að skapa færi og koma sér í góða stöðu. Hann átti skot sem fór rétt framhjá!
31. mín
Það leynir sér ekki að þessi hópur íslenskra áhorfenda á vellinum hefur tekið fína upphitun fyrir leikinn. Engin Tólfustemning en fólk lætur í sér heyra.
34. mín
Íslenska liðið mun meira með boltann, 65% um það bil eru menn að giska á hér í fréttamannastúkunni. Lettar liggja aftarlega og nú er bara að reyna að finna glufur og nýta þær!
Ég man þá tíma þegar ég fagnaði í hvert skipti sem Ísland náði 3 heppnuðum sendingum í röð #breyttirtimar #hallirnar #fotboltinet
— Daniel Stefanson (@DanStefanson) October 10, 2014
35. mín
Lítið að gerast í augnablikinu. Það væri svo ljómandi fínt að fá jafnvel eitt mark fyrir hálfleik!
Áhugavert væri að vita hvort það sé barnaspik eða lyfjaspik sem þjakar markvörð Letta - þekkir einhver til? #fotbolti #fotboltinet
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 10, 2014
41. mín
Gæðamunurinn á liðunum mjög áberandi. Ísland miklu meira með boltann. Elmar fór niður og hefði átt að fá aukaspyrnu en ekkert dæmt.
44. mín
Emil Hallfreðsson átt góðan fyrri hálfleik og átti skot á rammann rétt í þessu en beint á markvörðinn. Emmi virðist ákveðinn í að skora í kvöld!
45. mín
Gylfi að sýna lipur tilþrif en komst ekki í skot-tækifæri. Gylfi fékk högg í blábyrjun leiksins og virðist það hafa hrjáð hann talsvert það sem af er leik en þarna sýndi hann flotta takta. Vonandi kemur hann 100% inn eftir hálfleikinn.
49. mín
BIRKIR!! Emil með fallega sendingu inn fyrir á Birki sem var kominn einn í gegn en skot hans varið. Hann var líka rangstæður en það er annað mál.
51. mín
JÓN DAÐI MEÐ HÖRKUSKOT!! Hann lét vaða á markið en boltinn fór rétt framhjá markinu. Þetta er allt að koma!
52. mín
Alfreð, Rúrik og Viðar Örn að hita upp. Það væri gaman að sjá Alfreð koma aftur til baka og þá er Viðar reyndi sjóðandi í norsku. Við erum samt fyrst og fremst til í mörk, skiptir ekki máli hvaðan þau koma!
55. mín
Rautt spjald: Artjoms Rudnevs (Lettland)
RUDNVES REKINN AF VELLI FYRIR OLNBOGASKOT!! Hann gaf Aroni olnbogaskot og fær að líta sitt annað gula spjald í kvöld. Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið.
66. mín
MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
ÁN GRÍNS !!!!!! Gylfi með fáránlegan snúning og skorar eftir góða sendingu frá Aroni. Þessi snúningur, ég á ekki eitt aukatekið orð!!
73. mín
Dómarinn missteig sig örlítið. Það þarf að hlúa að honum en það er allt að verða klárt aftur og aukaspyrna sem Ísland á.
74. mín
Dómaraskiptingar. Fjórði dómarinn ansi stressaður af myndum að dæma. Annar sprotadómaranna tekur við flautunni.
76. mín
MARK!
Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
ARON EINAR GUNNNNNNNARSSSON!!! Hann skorar eftir aukaspyrnu Emils. Aron stangaði boltann í netið, öruggt. Hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið!
82. mín
Lars og Heimir hvíla Gylfa fyrir leikinn gegn Hollendingum. Jón Daði fær líka hvíld!
84. mín
FRÁBÆR BJÖRGUN HJÁ ARA!! Lettar voru nálægt því að minnka muninn. Það kom skalli eftir hornspyrnu en Ari bjargaði á marklínu!
85. mín
Aukaspyrna sem Lettar eiga. Spyrnan fer beint á Hannes sem er ekki í vandræðum með þetta!
90. mín
MARK!
Rúrik Gíslason (Ísland)
RÚRIK GÍSLA ER MÆTTUR!!! Hann vann boltann af varnarmanni Letta og var kominn í þrönga stöðu en lét vaða á markið og inn fór boltinn. Öruggt í kvöld!
90. mín
Þvílík byrjun á undankeppni. Tveir sigrar af tveimur mögulegum, markatalan sem stendur er 6-0. Liðið að spila frábæran bolta og allt að ganga upp, þvílíkur leikur sem þetta verður á mánudaginn!
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
('80)
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson
('87)
22. Jón Daði Böðvarsson
('77)
23. Ari Freyr Skúlason
25. Theodór Elmar Bjarnason
Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hallgrímur Jónasson
7. Þórarinn Ingi Valdimarsson
19. Rúrik Gíslason
('87)
21. Viðar Örn Kjartansson
25. Helgi Valur Daníelsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: