City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
2
0
Holland
Gylfi Þór Sigurðsson '10 , víti 1-0
Gylfi Þór Sigurðsson '42 2-0
13.10.2014  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM 2016
Aðstæður: Kalt en stillt
Dómari: Carlos Velasco Caballo (Spáni)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('89)
23. Ari Freyr Skúlason ('46)
25. Theodór Elmar Bjarnason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson ('46)
3. Hallgrímur Jónasson
7. Þórarinn Ingi Valdimarsson
11. Alfreð Finnbogason
16. Ólafur Ingi Skúlason
19. Rúrik Gíslason ('89)
21. Viðar Örn Kjartansson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn og verið öll hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá stórleik Íslands og Hollands í undankeppni EM 2016 á þessum gullfallega en napra mánudegi. Alexander Freyr Einarsson heiti ég og mun lýsa því fyrir ykkur hvað fer fram í þessum leik, sem við erum öll orðin svo ótrúlega spennt fyrir! Leikurinn hefst á slaginu 18:45.
Fyrir leik
Það eru ennþá tæpir þrír tímar í leik, en af hverju ekki að byrja létta upphitun og peppa okkur aðeins upp? Þetta gæti orðið sögulegur fyrsti sigur Íslands gegn Hollandi, en við höfum spilað við þá 10 sinnum, tapað níu þeirra leikja og gert eitt jafntefli. Það var árið 1982 í Reykjavík þar sem Atli Eðvaldsson skoraði mark Íslands í leik sem endaði 1-1.
Fyrir leik
Íslenska landsliðið er klárlega ekki að fara að mæta á Laugardalsvöll til að láta Hollendinga valta yfir sig. Þrátt fyrir að Holland sé erfiðasti andstæðingur sem Ísland hefur mætt í nokkur ár, þá hafa strákarnir okkar aldrei verið betri og ég er sannfærður um að þeir eigi góða möguleika á að koma heimsbyggðinni á óvart! Þetta verður enginn hægðarleikur, en ef Hollendingar halda að þeir geti komið hingað og gripið sér í auðveld þrjú stig, þá hafa þeir rangt fyrir sér.
Fyrir leik
Það þarf varla að kynna þetta hollenska lið fyrir nokkrum manni, þeir eru með heimsklassaleikmenn í svo gott sem hverri stöðu. Hver væri ekki til í að hafa Robin van Persie frammi og Arjen Robben á kantinum, svo dæmi sé nefnt? Þeir eru hins vegar ekki með besta varnarlið heims, svo vonandi getur okkar frábæra sóknarlína fundið glufur. Vissulega þarf Ísland samt að eiga algeran toppleik til að góð úrslit náist.
Fyrir leik
Hollendingar hafa alls ekki byrjað undankeppni EM 2016 neitt sérstaklega sannfærandi undir stjórn Guus Hiddink eftir að hafa hirt bronsið á HM í sumar undir stjórn Louis van Gaal. Óvæntu tapi gegn Tékklandi í fyrsta leik var fylgt eftir með vandræðalega torsóttum sigri gegn Kasakstan á heimavelli, 3-1, þar sem Hollendingar lentu undir. Þeir eru því alls ekkert ósigrandi, og ekki hjálpar meint óeining innan leikmannahópsins til.
Fyrir leik
Hollenskir fjölmiðlar spá því að þeirra menn stilli upp óbreyttu liði frá 3-1 sigrinum gegn Kasakstan. Eina spurningarmerkið er hugsanlega Ibrahim Afellay, sem meiddist í þeim leik og gæti þurft að byrja á bekknum.
Fyrir leik
Nokkrir leikmenn í íslenska liðinu eru svona helst til tæpir fyrir leikinn og ber þar auðvitað helst að nefna Gylfa Þór Sigurðsson, sem meiddist á ökkla snemma í 3-0 sigrinum gegn Lettlandi. Það er algert lykilatriði fyrir vonir Íslands að Gylfi verði með, og þar að auki þarf hann að halda áfram að spila jafn frábærlega og hann gerði í fyrstu tveimur leikjunum gegn Tyrkjum og Lettum. Með Gylfa upp á sitt besta getur allt gerst, svo mikið er víst. Þá er Theodór Elmar Bjarnason einnig tæpur, en hann hefur verið frábær í hægri bakverðinum og vonandi verður hann til í slaginn.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Carlos Velasco Caballo frá Spáni, en hann er 43 ára gamall og hefur dæmt í spænsku La Liga frá árinu 2004. Hann er alls ekki vinsæll í Brasilíu eftir að hafa dæmt leik heimamanna og Kólumbíu á HM í sumar, en í þeim leik meiddist Neymar einmitt illa og var ekki meira með á mótinu.
Fyrir leik
Að sjálfsögðu hvet ég alla þá sem njóta þeirrar gæfu að vera með miða á völlinn að láta vel í sér heyra í kvöld. Stuðningsmannasveitin Tólfan er opin öllum og þeir eru að detta í góða upphitun fyrir leikinn á Ölver, svo það er um að gera að skella sér og taka þátt! Og jafnvel þó þú komist ekki í það, þá er um að gera að kyrja þjóðsönginn af öllu afli fyrir leik og taka svo undir í söng og hávaða á meðan leikur fer fram. Leyfum Hollendingum að upplifa alvöru gryfju í Laugardalnum í kvöld!
Fyrir leik
Ég vil einnig hvetja fólk til að vera virkt á Twitter fyrir leik og á meðan leik stendur, og nota hashtaggið #fotboltinet. Ég mun birta vel valdar færslur í textalýsingunni, enda gefa þær þessu alltaf góðan lit!
Fyrir leik
Búast má við því að byrjunarlið Íslands verði ekkert mjög ólíkt því sem það var í fyrstu tveimur leikjunum, 3-0 sigrunum gegn Tyrklandi og Lettlandi, að því gefnu að allir séu klárir í slaginn. Þó hefur ýmsum hugmyndum verið velt upp síðustu daga og hér eru nokkrar pælingar:

Alfreð Finnbogason gæti komið inn í framlínuna fyrir Jón Daða Böðvarsson.

Birkir Bjarnason gæti einnig tekið að sér hlutverk Jóns Daða og Rúrik Gíslason gæti komið á hægri kantinn.

Þá getur verið að eina breytingin verði sú að Rúrik komi inn á kantinn fyrir Birki.
Fyrir leik
Um það bil 500 hollenskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn. Þeim fylgir ávallt mikil litadýrð og gleði, en þeir eru nú þegar byrjaðir að mála miðbæ Reykjavíkur appelsínugulan. Með fullri virðingu fyrir þeim vonum við samt að sjálfsögðu að þeir muni hafa komið í fýluferð til Íslands. Í versta falli hafa þeir örugglega skellt sér í Bláa Lónið.
Fyrir leik
Fótbolti.net er mættur á Snapchat og við munum fanga stemninguna í kvöld. Nú þegar höfum við fengið fáránlega góðar undirtektir og erum virkilega þakklátir fyrir það! Þú getur addað okkur á Snapchat líka ef þú ert ekki búin/n að því - fotboltinet heitum við þar!
Fyrir leik
Kasakstan og Tékkland etja nú kappi í riðlinum okkar, en leikur liðanna hófst klukkan 16:00. Staðan er 1-0 fyrir gestunum frá Tékklandi, en markið skoraði Borek Dockal á 22. mínútu. Það væri vissulega glæsilegt ef Kasakstan næði að stela stigi af Tékkunum.
Fyrir leik
Vegna fjölda fyrirspurna frá kvenþjóðinni verð ég því miður að tilkynna að nei, Fótbolti.net er ekki enn kominn á Tinder og alls ekki víst að við munum ryðja okkur til rúms á þeim miðli.


Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands var rétt í þessu að detta í hús! Óbreytt lið frá fyrstu tveimur leikjunum!
Fyrir leik
Hollenska liðið er einnig komið. Þeir stilla upp sama liði og í 3-1 sigrinum gegn Kasakstan, með öðrum orðum er Ibrahim Afellay heill til að byrja.

Fyrir leik
Klukkutími í leik og spennan óneitanlega farin að magnast! Þetta verður rosalegur leikur!! Nokkrir stuðningsmenn mættir og þeir flestir hollenskir, smá appelsínugult í einu horninu á nýju stúkunni.
Fyrir leik
Er ekki einhver með spá fyrir leikinn?? Spáðu í spilin með hashtaggið #fotboltinet og við birtum góðar spár hér!

Fyrir leik
Liðin eru á fullu að hitta upp. Menn eru í þessum klassíska reitabolta, þetta er alls staðar eins.
Fyrir leik
Tveir leikmenn Íslands eru á hættusvæði varðandi gul spjöld. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason. Næsti leikur er á útivelli gegn Tékklandi þannig að þeir mega endilega sleppa við spjöld!
Fyrir leik
Nú er heldur betur farið að styttast í leik. Íslendingar samir við sig og stúkan á móti okkur nánast tóm. Aldrei mætir fólk tímanlega á völlinn! Það eru tíu mínútur í þessa veislu!
Fyrir leik
Fánaberarnir eru mættir út og innan skamms fara leikmenn og dómarar að mæta!


Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á og dynjandi tónlistin glymur undir! Ég sver það krakkar, í kvöld mun Davíð sigra Golíat!!
Fyrir leik
Jæja, þá eru þjóðsöngvarnir búnir og þessi fótboltaveisla fer að hefjast!!!! ÁFRAM ÍSLAND!!
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Hollendingar sem byrja með boltann! Þeir sækja í átt að Laugardalslauginni!
5. mín
Hollendingar nánast alfarið með boltann en Ísland nær í eina mjög efnilega skyndisókn. Fyrst kemur fyrirgjöf frá Jóni Daða sem Holland hreinsar, svo kemur Aron Einar með banvæna sendingu inn í teig á Kolbein en framherjinn nær ekki tökum á boltanum.
8. mín
Hollendingar afskaplega rólegir og yfirvegaðir í sinni spilamennsku og spila boltanum bara varnarmanna á milli, sækja svo gott sem ekkert. Það hentar okkur ágætlega og við náðum að hirða boltann.
9. mín
VÍTI!!! DE VRIJ BRÝTUR Á BIRKI Í TEIGNUM!!! FÁRÁNLEGA GÓÐ BARÁTTA AÐ SKILA SÉR!!!! KOMASVO!!!!
10. mín Mark úr víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
MAAAAAAAAAARK!!! GYLFI SKORAR ÚR VÍTINU!!!! ÍSLAND ER KOMIÐ YFIR GEGN HOLLANDI!!! ÞVÍLÍKT ÖRYGGI HJÁ GYLFA, CILLESEN ÁTTI EKKI SÉNS!!
11. mín
Verður að hrósa strákunum, Kolbeini og Birki Bjarna fyrir frábæra pressu í aðdraganda marksins! Birkir gerði virkilega vel, barðist eins og brjálæðingur og fiskaði vítið á glæsilegan hátt!




16. mín
Jæja, nóg af tístum í bili og kannski smá fótboltalýsing. Hollendingar hafa verið nánaast einráðir á boltanum eftir markið en ekki skapað sér næst. Ísland komst í stórhættulega skyndisókn sem gekk næstum því upp. Þetta hefur byrjað mjög vel bara.
19. mín
VÓHÓHÓHÓ!!! ÞVÍLÍKT ÞRÍHYRNINGSSPIL HJÁ EMIL OG GYLFA!! Emil kemur svo hættulegum bolta á Theodór Elmar en fyrirgjöf hans er því miður slök og skölluð burt af Hollendingi. Verður að segjast að Emil Hallfreðs er að byrja leikinn FÁRÁNLEGA vel! Hann gersamlega étur Hollendinga á miðjunni trekk í trekk.

22. mín
Maður er svo hræddur við að skrifa, maður vill ekki jinxa neitt, en ég segi það bara hér og nú: Ég ber ekki ábyrgð á því sem gerist í leiknum!

En ætlaði bara að segja að Ísland er fáránlega solid varnarlega hér í fyrri hálfleik og Hollendingar hafa EKKERT náð að skapa! Megi það halda áfram.
23. mín
EMIL HALLFREÐSSON KJÖTAR LENS og klobbar hann svo!! En svo verður smá vesen, sem leysist þó!
26. mín
Hættulegasta færi Hollands til þessa!! Robben með baneitraða sendingu á Van Persie en Hannes lokar virkilega vel á hann! En það má ekki líta af þessum tveimur eitt einasta andartak!
29. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI HJÁ ROBBEN!!! Daley Blind með ruglaðan kross frá vinstri og beint á kollinn á Robben, sem er dauðafrír, en hann skallar framhjá!! Þarna vorum við virkilega, virkilega heppnir. Hollendingar eiga þennan leik algerlega og það er verra ef þeir eru farnir að skapa góð færi.
33. mín
Íslenska liðið er dottið helst til aftarlega og það verður mjög erfitt að þrauka svona í klukkustund til viðbótar. Þeir verða að reyna að halda boltanum aðeins betur innan liðsins og vera smá "cocky". En ég skil strákana auðvitað virkilega vel að vilja ekki fara sér að voða með 1-0 forystu gegn sterku liði eins og Hollandi.
38. mín
Enn erum við að verjast, en við verjumst vel. Hins vegar skapaðist smá hætta í teig Hollands fyrir nokkrum mínútum eftir langt innkast frá Kára Árnasyni, en gestirnir náðu að hreinsa.
40. mín
Hollendingar fá sína fyrstu hornspyrnu eftir hættulega skyndisókn. Robben kemur með lágan bolta, Lens kemur með hælspyrnu en beint æa Hannes.
41. mín
STÓRHÆTTULEG FYRIRGJÖF ÍSLANDS!! Jón Daði með fyrirgjöfina og Kolbeinn var dauðafrír, en varnarmaður Hollands komst fyrir og boltinn fór í horn.
42. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
HVAAAAAAAAÐ ER AÐ GERAST!!! VIÐ EIGUM EINN BESTA FÓTBOLTAMANN HEIMS, ÞAÐ ER BARA ÞANNIG!!! GYYYYYYYYYLFIIII SIIIIIIIIIIIIIIIIIGURÐSSON ÞRUMAR BOLTANUM Í NETIÐ EFTIR HORNSPYRNU!!! 2-0 ÍSLAND!!!!!!



45. mín
HÁLFLEIKUR! ERUÐ ÞIÐ EKKI AÐ GRÍNAST??? ÍSLAND ER 2-0 YFIR Í HÁLFLEIK!!! HVAÐ ER AÐ FRÉTTA AF ÞESSU LANDSLIÐI OKKAR?? HVAÐ ER AÐ FRÉTTA AF GYLFA ÞÓR SIGURÐSSYNI!! KOMASVOOOOOO!!!!



46. mín
Inn:Klaas-Jan Huntelaar (Holland) Út:Wesley Sneijder (Holland)
46. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Ísland gerði skiptingu, Birkir Már Sævarsson kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason. Holland setti Klaas-Jan Huntelaar inn fyrir Wesley Sneijder.
47. mín
Hollendingar byrja að krafti og fá horn sem ekkert verður úr. Fyrsta korterið er alveg crucial að ég tel. Ef Holland nær ekki að minnka muninn, þá verða leikmenn liðsins alveg brjálaðir! Tökum þá á taugum hérna!

53. mín
Leikurinn er svona nokkuð líkur því sem var að gerast í fyrri hálfleik. Hollendingar eru mikið með boltann en eru ekki að finna sér neinar glufur. Virkilega solid varnarleikur hjá íslenska liðinu til þessa.
54. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU ÍSLAND!! Birkir Bjarnason gerði frábærlega og lét boltann fara á Birki Má, sem geystist eins og elding upp völlinn og kom með magnaða utanfótar fyrirgjöf!! Kolbeinn var hársbreidd frá því að ná boltanum en Bruno Martens Indi kom fyrir og hreinsaði! Þarna hefðum við getað klárað þetta!
55. mín
Ísland fær horn!! Endilega endurtaka leikinn frá því áðan!
61. mín
Jæja, við entumst korterið!! Núna tökum við korter í viðbót bara! Hollendingar liggja hins vegar vel á okkur, neita því ekki! En við erum að verjast virkilega virkilega vel! Bara frábært!
62. mín
Þetta er svo geggjað dömur mínar og herrar!! Ég veit að leikurinn er ekki búinn, og það er nóg eftir, en þetta er magnað hjá strákunum!! Hver hefði trúað því að staðan væri 2-0 fyrir Íslandi á þessum tíma?? Strákarnir okkar eru magnaðir, þetta landslið er svo flott!
66. mín
Frábær sókn hjá Íslandi og ekki vantaði mikið upp á!! Gylfi endar á að koma með frábæran bolta á Kolbein sem kemur með stórhættulega fyrirgjöf en Birkir Bjarna RÉTT MISSIR af boltanum!! Strákarnir okkar eru virkilega skæðir þegar þeir ná að fara fram.
68. mín
Inn:Quincy Promes (Holland) Út:Jairo Riedwald (Holland)
Hollendingar gera skiptingu. Quincy Promes, leikmaður Spartak Moskvu, kemur inn í sinn annan landsleik.
71. mín
Ég elska í raun hvað það er lítið sem ég þarf að vera að skrifa hérna. Af hverju?? Af því að Hollendingar eru EKKI AÐ GERA NEITT AF VITI!!!

74. mín
Ragnar Sigurðsson tekur sig bara til og lætur vaða, en skot hans er beint á Cillesen. Fínasta tilraun!
75. mín
Ágætis hætta þarna við mark Íslands! Hættuleg aukaspyrna og Bruno Martens Indi nær skallanum en rétt yfir!

78. mín
Inn:Leroy Fer (Holland) Út:Ibrahim Afellay (Holland)
Skipting hjá Hollandi, ekkert voða sóknarsinnuð samt.
82. mín
Emil Hallfreðsson geysist fram og kemur með þrumuskot, en það fer yfir markið!
83. mín Gult spjald: Nigel de Jong (Holland)
JÓN DAÐI FÍFLAR NIGEL DE JONG!!! De Jong rífur hann svo niður og fær gult spjald.
84. mín
JÓN DAÐI BÖÐVARSSON SKÝTUR RÉTT FRAMHJÁ!!! Aftur gersamlega fíflaði hann Hollendinga, geystist upp og komst í fínt skotfæri, en skotið laaak framhjá markinu!

88. mín
Þetta er heldur betur að styttast í annan endann!! ÍSLAND ER SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SIGLA SÖGULEGUM SIGRI Í HÖFN!!
89. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Skipting hjá Íslandi. Ég skrái þetta án gríns sem heiðursskiptingu, Jón Daði er búinn að vera GEGGJAÐUR!! Óheppinn að skora ekki, en glæsilegur leikur.
Leik lokið!
ÞETTA VAR Í ALVÖRU AÐ GERAST!!! GEÐVEIKA, UNAÐSLEGA, FRÁBÆRA, MAGNAÐA, STÓRKOSTLEGA, ÆÐISLEGA, AFTUR GEÐVEIKA LANDSLIÐIÐ OKKAR VAR AÐ VINNA 2-0 SIGUR GEGN HOLLANDI!!!!!!!!!!!!

VIÐ ERUM MEÐ 9 STIG OG MARKATÖLUNA 8-0 EFTIR ÞRJÁ LEIKI!!! FRAKKLAND, ON ARRIVE!!!!!!!!


Byrjunarlið:
1. Jasper Cillessen (m)
2. Gregory van der Wiel
3. Stefan de Vrij
4. Bruno Martins Indi
6. Nigel de Jong
9. Robin van Persie
10. Wesley Sneijder ('46)
11. Arjen Robben
14. Jairo Riedwald ('68)
17. Daley Blind
20. Ibrahim Afellay ('78)

Varamenn:
22. Kenneth Vermeer (m)
22. Jeroet Zoen (m)
9. Klaas-Jan Huntelaar ('46)
12. Paul Verhaegh
13. Jeffrey Bruma
13. Joel Veltman
16. Jordy Clasie
17. Luciano Narsingh
18. Leroy Fer ('78)
21. Quincy Promes ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nigel de Jong ('83)

Rauð spjöld: