Leik lokið!
Leik lokið með 1-1 jafntefli. Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands áður en Konstantin Vassiljev jafnaði. Heilt yfir frekar bragðdauf frammistaða hjá íslenska liðinu. Viðtöl koma á Fótbolta.net innan tíðar!
Magnús Már Einarsson
90. mín
Alfreð með hörkuskot á nærstöngina eftir fína sókn en Mikhel ver í horn.
Magnús Már Einarsson
88. mín
Gult spjald: Alfreð Finnbogason (Ísland)
Skaut á markið eftir að dómarinn var búinn að flauta.
Magnús Már Einarsson
86. mín
Magnús Már Einarsson
85. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
Ari Freyr fer á vinstri kantinn og Birkir Már leysir bakvörðinn.
Magnús Már Einarsson
84. mín
Ísland fær hornspyrnu eftir skyndisókn. Fáum við sigurmark?
Magnús Már Einarsson
77. mín
Gult spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Magnús Már Einarsson
76. mín
Inn:Andreas Raudsepp (Eistland)
Út:Rauno Alliku (Eistland)
Magnús Már Einarsson
76. mín
Inn:Ats Purje (Eistland)
Út:Dmitri Kruglov (Eistland)
Magnús Már Einarsson
65. mín
Ísland sækir stíft þessa stundina. Rúnar Már á skot í varnarmann og þaðan fer boltinn aftur fyrir endamörk.
Magnús Már Einarsson
60. mín
Klár vítaspyrna! Rúrik á fyrirgjöf sem fer beint í hendina á Ken Kallaste. Sprotadómarinn er ofan í atvikinu en dæmir ekkert.
Magnús Már Einarsson
59. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland)
Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Magnús Már Einarsson
58. mín
Ari Freyr Skúlason með hörku fyrirgjöf en Eistar ná að bjarga á síðustu stundu.
Magnús Már Einarsson
55. mín
MARK!Konstantin Vassiljev (Eistland)
Eistar jafna! Emil Hallfreðsson tapar boltanum illa á miðjunni og Konstantin Vssiljev tekur gabbhreyfingar fyrir framan Ragnar Sigurðsson áður en hann smellir boltanum í fjærhornið.
Magnús Már Einarsson
47. mín
Fjórföld skipting hjá íslenska liðinu í hálfleik. Síðari hálfleikurinn er hafinn!
Magnús Már Einarsson
46. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Magnús Már Einarsson
46. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Magnús Már Einarsson
46. mín
Inn:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Út:Jón Guðni Fjóluson (Ísland)
Magnús Már Einarsson
46. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Út:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Magnús Már Einarsson
45. mín
Af Raio Piroja er það að frétta að hann er mættur í spjall hjá eistneska sjónvarpinu í hálfleik. Hann er þó ekki í gúmmíbátnum.
Magnús Már Einarsson
45. mín
Ísland leiðir í hálfleik. Nokkuð verðskuldað. Ísland hefur fengið fleiri færi en Eistar hafa þó einnig átt hættulegar sóknir. Það eru fleiri mörk í loftinu.
Magnús Már Einarsson
45. mín
Konstantin Vassiljev í dauðafæri en Ögmundur ver skalla hans!
Magnús Már Einarsson
44. mín
Alfreð Finnbogason vinnur boltann af Ragnar Klavan og á hörkuskot sem Mikhel ver. Eistar bjarga síðan í horn.
Magnús Már Einarsson
38. mín
Konstantin Vassiljev með frábæra fyrirgjöf sem Zenjov var hársbreidd frá því að ná til. Hættuleg sókn hjá eistum!
Magnús Már Einarsson
33. mín
Alfreð Finnbogason kemst í fínt færi en Taijo Teniste rífur hann nánast úr treyjunni! Alfreð á skot framhjá en dómari leiksins dæmir ekki vítaspyrnu við mikla gremju Alfreðs.
Magnús Már Einarsson
25. mín
Sergej Zenov í góðu færi en Ögmundur ver örugglega. Jón Guðni náði að trufla Zenov í skotinu.
Magnús Már Einarsson
18. mín
Viðar Örn kemst í fínt færi en skot hans er beint á Mihkel í markinu. Alfreð sendi boltann inn á Viðar sem var nánast sloppinn í gegn en skotið var slakt.
Magnús Már Einarsson
12. mín
Inn:Sergej Zenjov (Eistland)
Út:Raio Piroja (Eistland)
Raio Piroja fær kveðjuskiptingu strax í byrjun leiks. Raio er vel fagnað af samherjum og áhorfendum. Hann hefur spilað sinn síðasta landsleik.
Magnús Már Einarsson
11. mín
Fyrsta alvöru sókn Eista en Ísland nær að koma boltanum í burtu.
Magnús Már Einarsson
9. mín
MARK!Rúrik Gíslason (Ísland)
Fín sókn Íslendinga endar með marki. Haukur Heiðar Hauksson fékk langa sendingu inn á teiginn og sendi fyrir. Eftir darraðadans kom Jón Daði Böðvarsson boltanum út til vinstri á Rúrik sem skoraði með skoti í fjærhornið.
Magnús Már Einarsson
6. mín
Ísland byrjar betur. Eistarnir lítið gert hingað til.
Magnús Már Einarsson
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ísland spilar í hvítum varabúning í dag á meðan Eistar eru í bláum búningum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Raio er mikill veiðimaður og hann fær hér gúmmíbát að gjöf! Ótrúlegt!
Raio ætlar að fagna með því að taka laxafagn að hætti Stjörnunnar ef hann skorar í dag. Jóhann Laxdal sagði á Twitter í gær að hann hefi grænt ljós á fagnið...svo framarlega sem að Ísland sé 3-0 yfir.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Raio Piroja er að leika kveðjuleik sinn með Eistum í dag. Hann er varnarmaður en fær að spila frammi í kveðjuleik sínum.
Raio fær alls konar gjafir fyrir leik en Geir Þorsteinsson gefur honum meðal annars íslenska landsliðstreyju. Geir hress í Tallinn.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Styttist í að flautað verði til leiks í Tallinn. Við fylgjumst með öllu því helsta hér auk þess sem leikurinn er í beinni á Skjá Sport.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Veðrið er frekar napurt hér í Eistlandi. Völlurinn tekur um 10 þúsund manns en reiknað er með 5-7 þúsund á leikinn.
Fyrir leik
Þessi leikur skiptir máli!
Þessi leikur skiptir miklu máli. Við erum á barmi annars styrkleikaflokks varðandi uppröðun í undankeppnum. Það skiptir máli að klífa upp FIFA-listann!
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust síðasta sumar í vináttuleik á Laugardalsvelli vann Ísland 1-0 sigur þar sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina markið úr víti.
Fyrir leik
Eistarnir eru líkamlega sterkir og líklegt að völlurinn verði fljótur að detta í slæmt ástand. Það er ekki líklegt að við fáum flottan fótboltaleik í dag.
Fyrir leik
Eistarnir eru með hundleiðinlegt lið svo við tölum bara íslensku. Í 7 af síðustu 10 leikjum þeirra hefur aðeins verið skorað 1 mark eða minna. Það segir allt sem segja þarf. England vann þá t.d. aðeins 1-0.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Framundan er vináttulandsleikur Eistlands og Íslands á A. Le Coq Arena. Byrjunarliðin hafa ekki verið opinberuð en reikna má með algjörlega breyttu byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Kasakstan.