Sunderland
1
0
Man City
Dong-Won Ji
'93
1-0
01.01.2012 - 15:00
Leikvangur ljóssins
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Kevin Friend
Leikvangur ljóssins
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Kevin Friend
Byrjunarlið:
5. Wes Brown
('26)
6. Lee Cattermole
7. Sebastian Larsson
8. Craig Gardner
14. Jack Colback
15. David Vaughan
('83)
16. John O'Shea
22. Simon Mignolet (m)
23. James McClean
28. Stephane Sessegnon
52. Nicklas Bendtner
('78)
Varamenn:
12. Matthew Kilgallon
('26)
17. Dong-Won Ji
('78)
18. David Meyler
24. Trevor Carson
27. Ahmed Elmohamady
('83)
31. Ryan Noble
40. Louis Laing
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Sebastian Larsson ('66)
Rauð spjöld:
Kristján Atli Ragnarsson:
City hafa núna spilað 2 leiki í röð án þess að skora. Ég veit ekki hvort það eru góðar eða slæmar fréttir fyrir Liverpool.
City hafa núna spilað 2 leiki í röð án þess að skora. Ég veit ekki hvort það eru góðar eða slæmar fréttir fyrir Liverpool.
93. mín
LEIK LOKIÐ! Þrátt fyrir yfirburði Manchester City í leiknum náði Sunderland að ræna öllum stigunum þremur. Þvílíkur endir á þessum leik!
93. mín
MARK!
Dong-Won Ji (Sunderland)
ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS!!! Sunderland skorar á síðustu mínútu viðbótartímans!!! Varamaðurinn Dong-Won Ji, tvítugur strákur frá Suður-Kóreu, skoraði. Var reyndar rangstæður en aðstoðardómarinn hélt flagginu niðri!
89. mín
Þvílík sókn hjá Manchester City! Hvernig fór knötturinn ekki í netið?? Fyrst var skot David Silva varið og svo skallaði Micah Richards í þverslánna. Ótrúlegt.
Daníel Rúnarsson:
Þetta City lið í dag er farið að minna á Liverpool. Hellings possession, fínar sóknaruppbyggingar en lélegri en allt á síðasta þriðjung.
Þetta City lið í dag er farið að minna á Liverpool. Hellings possession, fínar sóknaruppbyggingar en lélegri en allt á síðasta þriðjung.
83. mín
Inn:Ahmed Elmohamady (Sunderland)
Út:David Vaughan (Sunderland)
Síðasta skipting leiksins hefur litið dagsins ljós.
74. mín
Það leynir sér ekki á svip Mancini að hann er allt annað en sáttur við gang mála. Sunderland sýnir mikla baráttu, ekki mikið af fallegum tilþrifum en hugurinn er til staðar.
70. mín
Manchester City virðist vera að detta í rétta gírinn. Hefur ógnað marki Sunderland mikið síðustu mínútur.
Guðmundur Benediktsson, Stöð 2 Sport 2:
Messa eftir leik Sunderl & City! Eggert Magnússon á leið í hús!
Messa eftir leik Sunderl & City! Eggert Magnússon á leið í hús!
67. mín
Inn:Micah Richards (Man City)
Út:Aleksandar Kolarov (Man City)
Þriðja og síðasta skipting Manchester City.
65. mín
DAUÐAFÆRI! Ég hélt að Sunderland væri að skora. Vel gert hjá Sessegnon sem kom sér í flott færi, gerði allt frábærlega nema skotið sem fór naumlega framhjá!
62. mín
Það er ekki hægt að segja að leikirnir tveir í ensku úrvalsdeildinni í dag lofi góðu fyrir fótboltaárið 2012...
59. mín
Man City í hörkufæri en skot Aguero er varið! Það var augljóst brot á leikmanni Sunderland í aðdraganda þessarar sóknar en hinn arfadapri dómari Kevin Friend dæmdi ekkert.
56. mín
Inn:David Silva (Man City)
Út:Samir Nasri (Man City)
Samir Nasri hefur verið afskaplega lélegur í dag.
Dzeko átti skot yfir markið.
Dzeko átti skot yfir markið.
55. mín
,,Það er eðlilegt að Roberto Mancini hafi haldið stutta hálfleiksræðu. Stundum þarftu bara að koma á framfæri beinskeyttum og einföldum skilaboðum um að liðið sé ekki að spila nægilega vel. Svo ferðu út úr klefanum og gefur leikmönnum tíma til að hugsa sinn gang," segir Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, við BBC.
50. mín
Hálfleiksræða Roberto Mancini var víst í styttri kantinum og hann fór út úr klefanum talsvert á undan leikmönnum. Gaf sér tíma til að skrifa eiginhandaráritanir fyrir stuðningsmenn Sunderland.
46. mín
Inn:Sergio Aguero (Man City)
Út:Nigel De Jong (Man City)
Seinni hálfleikur er hafinn. Ein breyting í hálfleik.
Cesc Fabregas, leikmaður Barcelona:
Nýtt ár hafið en líf mitt helst í sömu skorðum. Horfi á fótbolta í sófanum. Besta tilfinningin!
Nýtt ár hafið en líf mitt helst í sömu skorðum. Horfi á fótbolta í sófanum. Besta tilfinningin!
45. mín
Það er komið leikhlé. Vonandi verður seinni hálfleikurinn meiri skemmtun en sá fyrri var.
45. mín
Það er komið leikhlé. Vonandi verður seinni hálfleikurinn meiri skemmtun en sá fyrri var.
36. mín
Sóknarþungi Manchester City að aukast heldur betur. Bosníumaðurinn Dzeko átti þrumuskot í slánna og yfir.
34. mín
Kilgallon, fyrrum leikmaður Leeds, sem kom inn sem varamaður áðan er að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Mikil meiðslavandræði hjá varnarmönnum Sunderland.
Man City fékk hörkufæri rétt áðan en Mignolet í markinu náði að bjarga og verja skot Edin Dzeko. Strax á eftir bjargaði Sunderland nánast á marklínu.
Man City fékk hörkufæri rétt áðan en Mignolet í markinu náði að bjarga og verja skot Edin Dzeko. Strax á eftir bjargaði Sunderland nánast á marklínu.
Sturlaugur Haraldsson:
Virkilega slakur bekkur hjá Sunderland. Colback samt að heilla í hægri #enginnferframhjá #einfalt
Virkilega slakur bekkur hjá Sunderland. Colback samt að heilla í hægri #enginnferframhjá #einfalt
26. mín
Inn:Matthew Kilgallon (Sunderland)
Út:Wes Brown (Sunderland)
Brown farinn meiddur af velli.
24. mín
Fátt um fína drætti í þessum leik hingað til.
Wes Brown farinn að haltra, gæti þurft að yfirgefa völlinn.
Wes Brown farinn að haltra, gæti þurft að yfirgefa völlinn.
17. mín
,,Við gerðum breytingar á liðinu því við spilum tvo leiki á 48 tímum, það er útilokað að spila á sömu leikmönnum. Það eru engin meiðsli hjá okkur," sagði Roberto Mancini fyrir þennan leik.
13. mín
Simon Mignolet markvörður Sunderland nefbrotnaði á dögunum og er með skemmtilega grímu sem minnir óneitanlega á hlífðargleraugu fyrir áramótin.
6. mín
Leikur Sunderland hefur batnað síðan Martin O'Neill tók við stjórnartaumunum. Sigrar hjá Blackburn og QPR eru samt ekkert frækin afrek... spurning hvað Sunderland býður okkur upp á í dag.
3. mín
Sunderland á að vera búið að skora!! Bendtner slapp einn í gegn en Joe Hart náði að loka á hann með góðu úthlaupi. Bendtner vissi ekkert hvað hann var að gera þarna.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað. Það virðist vera hörkustemning á leikvangi ljóssins og mikið sungið á pöllunum.
Sean-Paul Doran, stuðningsmaður Sunderland:
Brown hefur gert jafnmikið fyrir Utd á þessu tímabili og hann hefur gert fyrir Sunderland. Hann og O'Shea eru í vandræðum sem stendur.
Brown hefur gert jafnmikið fyrir Utd á þessu tímabili og hann hefur gert fyrir Sunderland. Hann og O'Shea eru í vandræðum sem stendur.
Fyrir leik
Sunderland gerði jafntefli við Everton í síðasta leik en Martin O'Neill gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu síðan þá. Roberto Mancini er greinilega með leikinn við Liverpool á þriðjudaginn í huga miðað við uppstillingu Man City.
Balotelli ferðaðist með City í leikinn en er samt sem áður utan hóps.
Balotelli ferðaðist með City í leikinn en er samt sem áður utan hóps.
Fyrir leik
Micah Richards, Sergio Aguero og David Silva allir á tréverkinu.... allt þræleðlilegt við það.
Fyrir leik
Kieran Richardson er veikur og er því ekki með Sunderland í dag. Liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Það hefur ekki verið markalaust jafntefli þegar þessi lið mætast í deildarkeppni síðan 1938. Í síðustu tvö skipti sem City hefur mætt á leikvang ljóssins hefur liðinu mistekist að vinna.
Sunderland vann 1-0 sigur á Man City á síðustu leiktíð. Annar hefur City unnið 11 af 14 viðureignum þessara liða í ensku úrvalsdeildinni.
Það hefur ekki verið markalaust jafntefli þegar þessi lið mætast í deildarkeppni síðan 1938. Í síðustu tvö skipti sem City hefur mætt á leikvang ljóssins hefur liðinu mistekist að vinna.
Sunderland vann 1-0 sigur á Man City á síðustu leiktíð. Annar hefur City unnið 11 af 14 viðureignum þessara liða í ensku úrvalsdeildinni.
Fyrir leik
Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir!
Framundan er leikur Sunderland og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og verður hann í beinni textalýsingu hér.
City getur náð þriggja stiga forystu í deildinni með sigri í dag.
Byrjunarlið Sunderland: Mignolet; Gardner, Brown, O'Shea, Colback; Larsson, Cattermole, Vaughan, McClean; Sessegnon, Bendtner.
Byrjunarlið Man City: Hart, Zabaleta, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Barry, Yaya, Johnson, Nasri, Dzeko.
Aðdáendur Balotelli... því miður er hann ekki einu sinni á bekknum!
Framundan er leikur Sunderland og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og verður hann í beinni textalýsingu hér.
City getur náð þriggja stiga forystu í deildinni með sigri í dag.
Byrjunarlið Sunderland: Mignolet; Gardner, Brown, O'Shea, Colback; Larsson, Cattermole, Vaughan, McClean; Sessegnon, Bendtner.
Byrjunarlið Man City: Hart, Zabaleta, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Barry, Yaya, Johnson, Nasri, Dzeko.
Aðdáendur Balotelli... því miður er hann ekki einu sinni á bekknum!
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
6. Fernando
8. Samir Nasri
('56)
10. Edin Dzeko
13. Aleksandar Kolarov
('67)
15. Jesús Navas
34. Nigel De Jong
('46)
35. Stefan Jovetic
42. Yaya Toure
Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
2. Micah Richards
('67)
7. James Milner
10. Sergio Aguero
('46)
15. Stefan Savic
21. David Silva
('56)
22. Gael Clichy
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Nigel De Jong ('11)
Rauð spjöld: