City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
0
Keflavík
Atli Viðar Björnsson '69 1-0
Steven Lennon '82 2-0
Insa Bohigues Fransisco '84
10.05.2015  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sól og smá gola. Völlurinn í maí ástandi.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 2014
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('64)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
21. Guðmann Þórisson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('83)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
45. Kristján Flóki Finnbogason ('64)

Varamenn:
16. Jón Ragnar Jónsson ('83)
17. Atli Viðar Björnsson ('64)
25. Viktor Helgi Benediktsson
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-ingar fara með sigur af hólmi úr leiknum í kvöld. 2-0.

FH-ingar með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan Keflavík eru enn stigalausir.

Viðtöl og skýrslan dettur inn seinna í kvöld.
90. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Hörður Sveinsson (Keflavík)
Hörður hefur átt betri leiki.
89. mín

87. mín
Guðjón Árni færist í hægri bakvörðinn og Unnar fer í miðvörðinn.
84. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Hann var allt annað en sáttur með þessa tæklingu Insa! Hann ætlaði í alla Keflvíkinga á vellinum nánast.
84. mín Rautt spjald: Insa Bohigues Fransisco (Keflavík)
Brýtur illa á Bödda löpp.

Fáránleg ákvörðun hjá Insa. Hunskastu í bað drengur!
83. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Í kjölfar marksins gera FH-ingar sína síðustu skiptingu.

Jón Ragnar fer í hægri bakvörðinn og Brynjar á hægri kantinn.

Atli Guðna. á vinstri kantinn.
82. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Þetta mark var í snyrtilegri kantinum.

Dúllusending frá Atla Guðna. á Lennon sem snýr af sér varnarmann Keflvíkinga með einum góðum snúning og sendir síðan boltann í gegnum klofið á Arends í markinu.
80. mín

79. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Skynsamleg skipting hjá KG.
79. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Pirrings-brot hjá Sindra. Fær spjald í kjölfarið.
76. mín
Guðmann fékk eitthvað högg og er utan vallar eins og stendur. Hann er þó klár í átökin á ný og bíður eftir að fá leyfi til að koma aftur inná.
76. mín

76. mín

76. mín

75. mín
Jimenez með hörku skot en Róbert með allt á hreinu í markinu.

Jimenez má eiga það að hann er með hörku vinstri skotfót.
74. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Hólmar Örn að koma inná.

Hér þekkir hann vel til, enda spilað með FH síðustu ár. Hann fær gott klapp frá áhorfendum beggja liða.
73. mín
Jónas Ýmir sem bauð sem fram sem formann KSÍ á síðasta ársþingi KSÍ er að bjóða upp á einsöng í stúkunni. Sá eini stem stendur í Ultras-Mafíunni og lætur vel í sér heyra!
71. mín
Það er ekki slæmt að vera með Atla Viðar á bekknum leik eftir leik.

Eftir skiptinguna fór Atli Guðnason á hægri kantinn og Serwy á vinstri.
69. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Þvílík gæði!

Atli Guðnason með fyrirgjöf frá hægri. Markanefið á Atla Viðari fann boltann og átti skot frá markteig í þverslánna og inn. Óverjandi fyrir Arends.
67. mín
Bojan með fyrirgjöf/skot sem Róbert Örn nær á síðustu stundu að slá hann yfir þverslánna. Óvænt en skemmtilegt.
65. mín
Sigurbergur með skot að marki en rétt framhjá. Hitti boltann illa, utanfótar.
64. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Tvöföld skipting.

Nákvæmlega sömu skiptingar og í fyrstu umferðinni gegn KR. Sem skilaði KR sigrinum.
64. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
61. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Fyrsta spjald leiksins. Eftir brot á Bödda löpp.
57. mín
Guðmann Þórisson með skalla yfir eftir hornspyrnu Serwy. Engin hætta á ferð.
57. mín
Og í næstu sókn er Kristján Flóki kominn einn í gegn en Arends ver með fætinum.

Frábær undirbúningur Atla Guðna sem bjó til þetta færi fyrir Kristján Flóka.

FH-ingar fá horn.
56. mín
Dauðafæri!

Gestirnir frá dauðafæri eftir að Böddi löpp misreiknaði fyrirgjöf. Boltinn dettur fyrir fætur Sindra Snæs inn í markteig en hann nær ekki að koma boltanum framhjá Róberti.
55. mín
Hornið frá Bojan á nærstöngina þar var enginn og boltinn endar því í fanginu á Róberti sem stóð á línunni. Þarna hefði ekki þurft nema eina stóru tá til að pota boltanum í markið.
54. mín
Bojan með fyrirgjöf frá vinstri yfir á fjærstöngina sem Böðvar hreinsar í horn.
53. mín
Serwy með hornið sem Pétur skallar langt framhjá.
53. mín
Fyrirgjöf frá vinstri frá FH sem Haraldur Freyr skallar í horn.
51. mín
Hewson með skalla yfir markið eftir fyrirgjöf frá Serwy.

Sendingin aðeins of há og því var lítill máttur í þessum skalla Hewson.
49. mín
Frans Elvarsson með fyrsta skot seinni hálfleiks. Það beint á Róbert.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður. Engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Held að Keflvíkingar séu nokkuð sáttir með leik sinn í fyrri hálfleik. Þeir hafa komið vel inn í leikinn.

FH-ingar geta hinsvegar gert töluvert betur. Það má ekki gleyma því að þeir áttu frábæran seinni hálfleik gegn KR í síðustu umferð og spurning hvort þeir endurtaki leikinn aftur í kvöld.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur.

Markalaust í hálfleik.

Eftir frábæra byrjun FH-inga vöknuðu Keflvíkingar heldur betur til lífsins og hefur leikurinn verið í miklu jafnvægi síðustu 20 mínútur leiksins. Ef eitthvað er, Keflvíkingar betri aðilinn.
45. mín
Atli Guðna í góðu færi en Arends gerir vel og ver með fótunum.

Frábær sending frá Lennon yfir á vinstri kantinn og yfir Unnar Már í hægri bakverðinum.
41. mín

38. mín
Sigurbergur fær frábært tækifæri til að koma Keflvíkingum yfir en nær því ekki.

Pétur Viðarsson með hræðileg mistök og Sigurbergur fær boltann við vítateiginn ókeypis. Tekur viðstöðulaust skot en boltinn framhjá. Róbert var alls ekki viðbúinn í markinu og það hefði því verið nóg fyrir Sigurberg að hitta á markið.
35. mín
Loksins geta stuðningsmenn FH klappað fyrir sínum mönnum.

Lennon átti fínt skot að marki rétt fyrir utan teig en boltinn fór þó töluvert framhjá.
34. mín
Sindri Snær fær tilkall frá Þóroddi dómara. Sindri sparkaði Davíð Þór niður en gult spjald hefði kannski verið full mikið að gefa honum spjald fyrir þetta.
30. mín
Brynjar Ásgeir brýtur á Bojan sem liggur eftir. Smávægilegt hinsvegar.

Sindri Snær tekur spyrnuna sem er alltof föst og fer beint í fangið á Róberti í markinu.
25. mín
Eftir erfiða byrjun gestanna hafa þeir heldur betur tekið við sér. Þeir pressa FH-ingana hátt uppi og eru að vinna boltann á vallarhelmingi FH-inga.

Eru sterkari aðilinn um þessar mundir.
25. mín
Jeremy Serwy reynir erfiða hluti á sínum vallarhelmingi og dettur síðan í kjölfarið og fær aukaspyrnu. Við litla hrifningu Keflvíkinga.
20. mín
Brotið á Bojan rétt fyrir framan hornfánann vinstra megin. Sindri Snær gerir sig tilbúinn til að taka spyrnuna.
15. mín
Insa með fáránlega tilburði í vörn Keflavíkur. Ætlaði að fara framhjá framherja FH en missti boltann. FH-ingar fá síðan horn í kjölfarið sem Arends kýlir í burtu.
11. mín
Úr horninu fær Brynjar Ásgeir boltann fyrir framan sig. Á frekar slaka tilraun sem er á leið framhjá. Guðmann nær hinsvegar til boltans en á ennþá verri tilraun. Þarna átti Guðmann að gera töluvert betur.

Í kjölfarið vörðu Keflvíkingar á línu.
10. mín
FH-ingar byrja af miklum krafti og fá enn einu hornspyrnuna!

Pétur Viðarsson fékk höfuðhögg í horninu áðan og þurfti aðhlynningu. Hann er kominn inn á, að nýjan leik og núna í treyju númer 20.
7. mín
Úr horninu bjarga Keflvíkingar tvívegis á línu.

Fyrst eftir skalla og síðan eftir marktilraun af stuttu færi. Davíð Þór átti skallann en ég sá ekki hver átti seinni tilraunina. Í milli tíðinni reyndi Lennon bakfallsspyrnu sem skilaði litlu.
6. mín
Atli Guðnason með fyrirgjöf sem Jimenez hreinsar í horn.
4. mín
ÞVÍLÍK BYRJUN!

Pétur Viðarsson á skalla í slá eftir hornið. Bananbolti sem lendir ofan á slánni. Svona á þetta að vera!
4. mín
Þetta byrjar fjörlega.

Lennon sleppur í gegn og framhjá Arends en í of þröngu færi og reynir skot sem Haraldur Freyr tæklar í horn.
3. mín
Fyrsta marktilraun leiksins eiga Keflvíkingar.

Fyrst sparkar Kristján Flóki boltanum beint í fætur Jimenez sem á skot/sendingu fyrir markið. Guðmann nær ekki að hreinsa almennilega frá og boltinn fyrir fætur Harðar sem á fínt skot en Róbert varði.
2. mín
Liðsuppstilling Keflavíkur:
Arends
Unnar Már - Haraldur Freyr - Insa - Samuel Jimenez
Guðjón Árni í holunni
Sindri Snær og Frans á miðjunni
Sigurbergur á hægri kanti og Bojan á vinstri
Hörður Sveins. fremstur
1. mín
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
FH-ingar leika í átt að Garðabæ, svo það sé á hreinu og fólk getur aðeins ímyndað sér leikinn enn betur.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og áhorfendur standa upp og klappa í takt.
Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik
Það eru sláandi tíðindi í Ultras-Mafíunni, stuðningsmannasveit FH.

Einn heitasti stuðningsmaður Hauka undanfarin ár, Binni Reynis. er mættur í FH-búning og með trommuna með sér. Hann hefur stutt handbolta, körfubolta og fótboltalið Hauka undanfarin ár ásamt Jóni Gunnari, stuðningsmanni Íslands.

Hinsvegar kom eitthvað uppá hjá þeim félögum fyrr í vetur og nú er ljóst að Binni er genginn í raðir Ultras-Mafían.
Fyrir leik
Ennþá korter í leik og við viljum sjá töluvert fleiri í stúkunni. Vonandi að fólk mæti á leikinn í kvöld.

Áhorfendatölurnar í fyrstu umferðinni voru til fyrirmyndar!
Fyrir leik
Eins og fyrr segir lítur völlurinn ágætlega út. En það eru þó töluvert af ljótum pörtum á vellinum og þá sérstaklega næst stúkunni.
Fyrir leik
Amath André Diedhiou er ekki enn kominn með leikheimild fyrir FH.
Fyrir leik
Ef allt er eðlilegt þá stillir Heimir FH-liðinu svona upp í dag:
Róbert
Brynjar - Guðmann - Pétur - Böðvar
Davíð Þór og Sam á miðjunni.
Serwy og Atli Guðna. á sitthvorum kantinum.
Kristján Flóki og Steven Lennon fremstir.
Fyrir leik
Í fréttamannastúkunni eru menn að velta fyrir sér uppstillingu Keflavíkurliðsins, hvort verið sé að bjóða upp á 5-4-1 eða jafnvel 4-5-1? Kemur í ljós eftir nokkrar mínútur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Völlurinn lítur ágætlega út. Magnús Valur Böðvarsson, kóngur í vallarmálum er mættur að taka þetta út og segir ekkert að þessum velli. Fögnum því.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Fyrir leik
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur gerir tvær breytingar á sínu liði í kvöld frá 1-3 tapi gegn Víking í síðustu umferð. Indriði Áki er ekki með í kvöld, en hann er á láni frá FH.

Unnar Már kemur inn í byrjunarliðið auk Bojans. Magnús Sverrir er settur á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna ættu að birtast hér á næstu sekúndum. Bíðum spennt eftir því.

Á meðan minni ég ykkur að nota kassamerkið fotboltinet á Twitter. Endilega takið þátt í umræðunni og ég birti vel valin tvít hér.

#fotboltinet
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á sínu liði. Brynjar Ásgeir byrjar í hægri bakverðinum.
Fyrir leik
Þó svo að Ingó Veðurguð sé staddur í fríi í Köben þá býður hann upp á frábært veður hér í Hafnarfirðinu í dag.

Þökkum Veðurguðinum fyrir þetta.

Verð að viðurkenna að þetta leit ekkert sérlega vel út í morgun þegar ég var í leigubíl á leiðinni heim í morgunsárið en þá snjóaði í höfuðborginni. Greinilegt að Ingó er að gera góða hluti.
Fyrir leik
Hægri bakvörður FH-inga, Jonathan Hendrickx mætti illa í síðasta leik gegn FH. Hann verður frá í nokkrar vikur. Það er mikið áfall fyrir fimleikafélagið.

Brynjar Ásgeir kom inná fyrir hann í síðasta leik. Spurning hvort hann fái tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld eða hvort Jón Ragnar byrji.
Fyrir leik
Það er óhætt að segja að liðin sem mætast hér í kvöld hafi byrjað deildina misvel.

FH-ingar unnu hrikalega góðan 3-1 útisigur á KR í fyrstu umferðinni á meðan Keflavík tapaði gegn Víking á heimavelli 3-1.
Fyrir leik
Það er óhætt að segja að liðin sem mætast hér í kvöld hafi byrjað deildina misvel.

FH-ingar unnu hrikalega góðan 3-1 útisigur á KR í fyrstu umferðinni á meðan Keflavík tapaði gegn Víking á heimavelli 3-1.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli.

Hér í kvöld eigast við FH og Keflavík í 2. umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Richard Arends (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Sigurbergur Elísson ('74)
2. Samuel Jimenez Hernandez
5. Insa Bohigues Fransisco
6. Sindri Snær Magnússon ('79)
10. Hörður Sveinsson ('90)
11. Bojan Stefán Ljubicic
13. Unnar Már Unnarsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Einar Orri Einarsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('90)
16. Páll Olgeir Þorsteinsson
22. Leonard Sigurðsson ('79)

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Sigurbergur Elísson ('61)
Sindri Snær Magnússon ('79)

Rauð spjöld:
Insa Bohigues Fransisco ('84)