Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sól og smá gola. Völlurinn í maí ástandi.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 2014
FH-ingar með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan Keflavík eru enn stigalausir.
Viðtöl og skýrslan dettur inn seinna í kvöld.
Í alvöru talað samt hvar finna kef alltaf þessa lélegu "atvinnumenn"? #fotbolti
— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) May 10, 2015
Fáránleg ákvörðun hjá Insa. Hunskastu í bað drengur!
Jón Ragnar fer í hægri bakvörðinn og Brynjar á hægri kantinn.
Atli Guðna. á vinstri kantinn.
Stoðsending: Atli Guðnason
Dúllusending frá Atla Guðna. á Lennon sem snýr af sér varnarmann Keflvíkinga með einum góðum snúning og sendir síðan boltann í gegnum klofið á Arends í markinu.
Himininn er blár, grasið er grænt og @atlividar skorar á móti Keflavík.
— Björn Sverrisson (@bjornsverris) May 10, 2015
Hvernig væri bara að prófa að gefa Atla Viðari heilt season 90 mín frammi, Myndi bókað slá þetta helvítis markamet. #vél #fotboltinet
— Garðar Sigurgeirsson (@gardarStNikulas) May 10, 2015
Atli Viðar hlýtur að vera verðmætasti leikmaður deildarinnar. Engin vandamál, bara lausnir á þeim bænum #winner
— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) May 10, 2015
Atlarnir eru á öðru leveli. #Björnsson #Guðnason
— Gunnleifsson (@GulliGull1) May 10, 2015
Jimenez má eiga það að hann er með hörku vinstri skotfót.
Hér þekkir hann vel til, enda spilað með FH síðustu ár. Hann fær gott klapp frá áhorfendum beggja liða.
Eftir skiptinguna fór Atli Guðnason á hægri kantinn og Serwy á vinstri.
Stoðsending: Atli Guðnason
Atli Guðnason með fyrirgjöf frá hægri. Markanefið á Atla Viðari fann boltann og átti skot frá markteig í þverslánna og inn. Óverjandi fyrir Arends.
Nákvæmlega sömu skiptingar og í fyrstu umferðinni gegn KR. Sem skilaði KR sigrinum.
Frábær undirbúningur Atla Guðna sem bjó til þetta færi fyrir Kristján Flóka.
FH-ingar fá horn.
Gestirnir frá dauðafæri eftir að Böddi löpp misreiknaði fyrirgjöf. Boltinn dettur fyrir fætur Sindra Snæs inn í markteig en hann nær ekki að koma boltanum framhjá Róberti.
Sendingin aðeins of há og því var lítill máttur í þessum skalla Hewson.
FH-ingar geta hinsvegar gert töluvert betur. Það má ekki gleyma því að þeir áttu frábæran seinni hálfleik gegn KR í síðustu umferð og spurning hvort þeir endurtaki leikinn aftur í kvöld.
Markalaust í hálfleik.
Eftir frábæra byrjun FH-inga vöknuðu Keflvíkingar heldur betur til lífsins og hefur leikurinn verið í miklu jafnvægi síðustu 20 mínútur leiksins. Ef eitthvað er, Keflvíkingar betri aðilinn.
Frábær sending frá Lennon yfir á vinstri kantinn og yfir Unnar Már í hægri bakverðinum.
100+ að hita upp hjá Keflavík #pepsi365 pic.twitter.com/CAxefb1lxq
— Davíð Ólafsson (@davidolafs) May 10, 2015
Pétur Viðarsson með hræðileg mistök og Sigurbergur fær boltann við vítateiginn ókeypis. Tekur viðstöðulaust skot en boltinn framhjá. Róbert var alls ekki viðbúinn í markinu og það hefði því verið nóg fyrir Sigurberg að hitta á markið.
Lennon átti fínt skot að marki rétt fyrir utan teig en boltinn fór þó töluvert framhjá.
Sindri Snær tekur spyrnuna sem er alltof föst og fer beint í fangið á Róberti í markinu.
Eru sterkari aðilinn um þessar mundir.
Í kjölfarið vörðu Keflvíkingar á línu.
Pétur Viðarsson fékk höfuðhögg í horninu áðan og þurfti aðhlynningu. Hann er kominn inn á, að nýjan leik og núna í treyju númer 20.
Fyrst eftir skalla og síðan eftir marktilraun af stuttu færi. Davíð Þór átti skallann en ég sá ekki hver átti seinni tilraunina. Í milli tíðinni reyndi Lennon bakfallsspyrnu sem skilaði litlu.
Pétur Viðarsson á skalla í slá eftir hornið. Bananbolti sem lendir ofan á slánni. Svona á þetta að vera!
Lennon sleppur í gegn og framhjá Arends en í of þröngu færi og reynir skot sem Haraldur Freyr tæklar í horn.
Fyrst sparkar Kristján Flóki boltanum beint í fætur Jimenez sem á skot/sendingu fyrir markið. Guðmann nær ekki að hreinsa almennilega frá og boltinn fyrir fætur Harðar sem á fínt skot en Róbert varði.
Arends
Unnar Már - Haraldur Freyr - Insa - Samuel Jimenez
Guðjón Árni í holunni
Sindri Snær og Frans á miðjunni
Sigurbergur á hægri kanti og Bojan á vinstri
Hörður Sveins. fremstur
Áskell Þór Gíslason aðstoðardómari í Krikanum. Rangstöðureglan gildir því líka eftir innköst í kvöld. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) May 10, 2015
Kaplakriki i fínu standi verður meiri gæði i þessum leik en öðrum hingað til #pepsivaktin #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) May 10, 2015
Einn heitasti stuðningsmaður Hauka undanfarin ár, Binni Reynis. er mættur í FH-búning og með trommuna með sér. Hann hefur stutt handbolta, körfubolta og fótboltalið Hauka undanfarin ár ásamt Jóni Gunnari, stuðningsmanni Íslands.
Hinsvegar kom eitthvað uppá hjá þeim félögum fyrr í vetur og nú er ljóst að Binni er genginn í raðir Ultras-Mafían.
Áhorfendatölurnar í fyrstu umferðinni voru til fyrirmyndar!
Róbert
Brynjar - Guðmann - Pétur - Böðvar
Davíð Þór og Sam á miðjunni.
Serwy og Atli Guðna. á sitthvorum kantinum.
Kristján Flóki og Steven Lennon fremstir.
Leikmenn mættu að heilsa uppa Mafiuna #fotboltinet #fotbolti #ölhusid pic.twitter.com/JeNJJ4KZi4
— Mafian-Ultras (@mafianultras) May 10, 2015
Unnar Már kemur inn í byrjunarliðið auk Bojans. Magnús Sverrir er settur á bekkinn.
Á meðan minni ég ykkur að nota kassamerkið fotboltinet á Twitter. Endilega takið þátt í umræðunni og ég birti vel valin tvít hér.
#fotboltinet
Þökkum Veðurguðinum fyrir þetta.
Verð að viðurkenna að þetta leit ekkert sérlega vel út í morgun þegar ég var í leigubíl á leiðinni heim í morgunsárið en þá snjóaði í höfuðborginni. Greinilegt að Ingó er að gera góða hluti.
Brynjar Ásgeir kom inná fyrir hann í síðasta leik. Spurning hvort hann fái tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld eða hvort Jón Ragnar byrji.
FH-ingar unnu hrikalega góðan 3-1 útisigur á KR í fyrstu umferðinni á meðan Keflavík tapaði gegn Víking á heimavelli 3-1.
FH-ingar unnu hrikalega góðan 3-1 útisigur á KR í fyrstu umferðinni á meðan Keflavík tapaði gegn Víking á heimavelli 3-1.