Fulham
2
1
Arsenal
0-1
Laurent Koscielny
'21
Johan Djourou
'78
Steve Sidwell
'85
1-1
Bobby Zamora
'92
2-1
02.01.2012 - 17:30
Craven Cottage
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Lee Probert
Craven Cottage
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Lee Probert
Byrjunarlið:
2. Stephen Kelly
3. John Arne Riise
4. Steve Sidwell
5. Brede Hangeland
11. Bryan Ruiz
12. David Stockdale (m)
13. Danny Murphy
('69)
14. Philippe Senderos
23. Clint Dempsey
25. Bobby Zamora
30. Moussa Dembele
Varamenn:
6. Chris Baird
9. Orlando Sa
15. Marcel Gecov
16. Damien Duff
18. Aaron Hughes
21. Kerim Frei
('69)
38. Neil Etheridge (m)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
93. mín
Leik lokið! Þrjú mikilvæg stig fyrir Fulham í kvöld og fer liðið upp í 13. sæti með sigrinum en Arsenal liggur í 5. sætinu.
92. mín
Bobby Zamora að skora sigurmarkið!!! Þvílíkur endir á þessum leik. Fyrsta mark hans í ellefu leikjum, held að ég sé að fara rétt með! Skoraði af stuttu færi eftir góða sókn hjá Fulham.
86. mín
Það er eitthvað sem segir mér að Arsene Wenger sé ekki ánægður með Johan Djourou í augnablikinu en hvað veit ég.
85. mín
Sidwell að jafna metin!!!! Fulham fékk hornspyrnu sem rataði beint á hausinn á Senderos sem skallaði boltann á Steve Sidwell og hann átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið við marklínuna!
79. mín
Síðustu tíu mínútrnar verða ansi erfiðar fyrir Arsenal, en vonandi bjóða þær upp á skemmtun!
78. mín
Rautt spjald: Johan Djourou (Arsenal)
Hann fær sitt annað gula spjald fyrir brot á Bobby Zamora sem var við það að sleppa í gegn. Aukaspyrna rétt fyrir utan teig.
75. mín
Ruiz átti dauðafæri! Boltinn barst á hann inni í teignum þar sem hann kom á ferðinni og gat auðveldlega klárað færið en Szczesny varði vel frá honum. Ruiz búinn að vera virkilega öflugur í dag.
69. mín
Inn:Kerim Frei (Fulham)
Út:Danny Murphy (Fulham)
Kerim Frei að koma inn fyrir Danny Murphy. Frei er virkilega efnilegur leikmaður og verður gaman að sjá hvort hann nái að sýna það síðustu tuttugu mínúturnar.
66. mín
Fulham í dauðafæri!! Ruiz með fyrirgjöf sem ratar á kollinn á Dempsey, en skalli hans fer rétt framhjá. Fulham að komast meira og meira inn í leikinn!
63. mín
Murphy tekur aukaspyrnu frá vinstri sem ratar beint á hausinn á Senderos sem stýrir boltanum rétt framhjá markinu. Szczesny fór vel út úr markinu en var heppinn þarna.
58. mín
Ramsey og Coquelin hafa verið gríðarlega líflegir hjá Arsenal í dag, en hinum megin hjá Fulham hefur Ruiz verið að gera góða hluti. Dembele er aðeins að komast inn í leikinn en það vantar fleiri mörk í þennan leik!
55. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Walcott er að fá boltann mikið en veit ekki hvað hann á að gera við hann.
47. mín
Bryan Ruiz byrjar síðari hálfleikinn með skoti rétt fyrir utan teig, en Szczesny ver vel í markinu.
45. mín
Senderos með síðasta færi fyrri hálfleiks. Hann skallaði boltann yfir markið eftir hornspyrnu.
42. mín
Það er gott flæði í leiknum. Dómari leiksins Lee Probert er að dæma þetta nokkuð vel bara enn sem komið er.
32. mín
Francis Coquelin er að líta mjög vel út í kvöld hjá Arsenal. Hann er fullur af orku og teknískur, en hann er svolítið villtur samt sem áður.
31. mín
Bryan Ruiz með gott skot fyrir Fulham! Hann hristi af sér tvo leikmenn áður en hann skaut rétt fyrir utan teig, en boltinn fór rétt framhjá.
29. mín
Arsenal er mikið með boltann núna, en leikmennirnir vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við hann fyrir utan teiginn.
23. mín
Þvílíkt og annað eins!! Arsenal fékk frábæra sókn strax eftir markið. Aaron Ramsey með skot af stuttu færi en Stockdale varði og Song tók frákastið en markvörðurinn varði aftur! Varamarkmennirnir eru að gera frábæra hluti í þessari deild undanfarið.
21. mín
Lauren Koscielny að koma Arsenal yfir!!! Aaron Ramsey með fyrigjöf fyrir utan teig sem fer af Stephen Kelly og beint á kollinn á Koscielny sem skallaði boltann framhjá Stockdale í markinu.
15. mín
Brede Hangeland með skalla yfir markið! Danny Murphy tekur aukaspyrnu frá hægri sem ratar beint á kollinn á Hangeland en hann nær ekki að stýra honum og fór boltinn því vel yfir markið.
13. mín
Gervinho vildi þarna fá vítaspyrnu. Robin van Persie hljóp fram völlinn með boltann og lagði hann fyrir Gervinho sem var inni í teig en hann féll eftir viðskipti við Philippe Senderos. Virðist vera lítil snerting í þessu.
9. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Arsenal er þó búið að vera meira með boltann undanfarnar mínútur.
1. mín
Gervinho með fyrsta skot leiksins. Theo Walcott á fyrirgjöf frá hægri sem varnarmaður Fulham skallar frá á Gervinho sem skýtur rétt yfir markið.
Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands.
Thierry Henrý Birgir... #aulahúmor #fótbolti
Thierry Henrý Birgir... #aulahúmor #fótbolti
Fyrir leik
Thierry Henry er ekki staðfestur til Arsenal enn, svo hann er ekki í hóp liðsins í kvöld. Hann kemur væntanlega til með að skrifa undir tveggja mánaða lánssamning við félagið frá New York Red Bulls í MLS-deildinni.
Fyrir leik
Sigri Arsenal í dag þá fer liðið í 39 stig og heldur áfram 4. sætinu. Fulham getur aftur á móti komið sér fyrir í 10. sæti.
Fyrir leik
Liðin skildu jöfn á Emirates í nóvember 1-1, en það var Thomas Vermaelen sem skoraði bæði mörkin.
Fyrir leik
Óþægileg tölfræði fyrir lið Fulham, en Robin van Persie framherji Arsenal hefur skorað 19 mörk í síðustu 18 útileikjum í deildinni.
Fyrir leik
Lið Fulham er ekki meiðslalaust heldur, en framherjinn Andy Johnson er frá vegna meiðsla. Þá eru Zdenek Grygera, Mark Schwarzer og Simon Davies einnig frá. Damien Duff kemur þó til baka úr meiðslum en hann lék síðustu tíu mínúturnar í síðasta leik.
Fyrir leik
Það er eitthvað um meiðsli hjá báðum liðum í dag, en hjá Arsenal þá verður belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen ekki með eftir að hafa meiðst á kálfa gegn QPR í síðustu umferð. Þá er Kieran Gibbs, Jack Wilshere, Carl Jenkinson, Bacary Sagna og André Santos allir frá vegna meiðsla einnig.
Fyrir leik
Ég mun fylgjast reglulega með skemmtilegum færslum á Twitter og verða vel valdnar færslur birtar í lýsingunni, en ég minni notendur á að nota hashtagið #fotbolti.
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
4. Per Mertesacker
6. Laurent Koscielny
8. Mikel Arteta
10. Robin van Persie
14. Theo Walcott
('65)
16. Aaron Ramsey
('81)
18. Nacho Monreal
20. Johan Djourou
27. Gervinho
('74)
Varamenn:
1. Petr Cech (m)
7. Tomas Rosicky
('65)
18. Sébastien Squillaci
('81)
23. Andrei Arshavin
29. Marouane Chamakh
30. Yossi Benayoun
('74)
45. Alex Iwobi
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Johan Djourou ('63)
Rauð spjöld:
Johan Djourou ('78)