City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
2
0
Fjölnir
Gary Martin '8 , víti 1-0
Pálmi Rafn Pálmason '63 2-0
Arnór Eyvar Ólafsson '89
17.05.2015  -  19:15
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn lítur þokkalega út en það er mikill vindur í Vesturbænum.
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 1345
Maður leiksins: Jacob Toppel Schoop
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('25)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
20. Jacob Toppel Schoop ('85)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('90)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
11. Almarr Ormarsson ('85)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson ('25)
21. Atli Hrafn Andrason ('90)
23. Guðmundur Andri Tryggvason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur KR-inga staðreynd.

Fjölnismenn áttu sína kafla í leiknum en KR var heilt yfir betra liðið.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni. Takk fyrir samfylgdina í kvöld.
90. mín
KR-ingar eru byrjaðir að tefja. Mjög ólíklegt að það komi annað mark í þennan leik.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma í Frostaskjóli. Hann er fjórar mínútur.
90. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
89. mín Rautt spjald: Arnór Eyvar Ólafsson (Fjölnir)
Varamaðurinn lætur reka sig útaf. Er á gulu spjaldi og brýtur klaufalega á sér. Innkoma sem Arnór vill gleyma.
88. mín
Arnor Eyvar í einu besta færi Fjölnis í kvöld en skalli hans af stuttu færi fer beint á Stefán Loga.
86. mín
Fjölnismenn reyna að sækja en þrír sóknarmenn þeirra eru rangstæðir. Varnarlína KR-inga er búin að vera mjög góð í kvöld.
85. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Jacob Toppel Schoop (KR)
Schoop er búinn að eiga mjög góðan leik. Minn maður leiksins hingað til.
84. mín
Bergsveinn á skalla til baka á Þórð, markvörð sem þarf að hafa sig allan við til að bjarga sjálfsmarki.
79. mín
Langt síðan það kom færi í leikinn. Fjölnismenn reyna að sækja en sóknarleikur þeirra er bitlaus. KR-ingar eru sáttir við forrustuna og líður þeim vel þrátt fyrir að gestirnir eru með boltann.
76. mín
Svo virðist sem Valdimar hafi hent gulu spjaldi á bekkinn hjá Fjölnismönnum en þeir mótmæltu aukaspyrnu sem heimamenn fengu.
75. mín Gult spjald: Arnór Eyvar Ólafsson (Fjölnir)
Stoppaði efnilega sókn KR-inga.
74. mín
Mikill fögnuður í stúkunni er færðar eru fréttir af jöfnunarmarki Leiknis gegn Stjörnunni.
71. mín Gult spjald: Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
70. mín
Inn:Mark Charles Magee (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
68. mín
Það er afar fátt í spilunum hjá Fjölni þessa stundina og eiga þeir í erfiðleikum með að ná upp einhverju spili.
65. mín
KR-ingar eiga tveggja marka forskotið alveg skilið en þeir hafa verið betri aðilinn í dag og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum.
64. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
63. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Jacob Toppel Schoop
MAAAAAAARK!!

Pálmi Rafn með sitt fyrsta mark fyrir KR.

Hann klárar gott færi með innanfótar skoti í hornið en Jacob Schoop gerði vel með að leggja boltann á hann.
61. mín
Aron Sig enn og aftur að minna á sig en hann á hörkuskot sem fer rétt yfir markið.

Aron er búinn að vera besti maður Fjölnis í kvöld.
60. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (KR)
Rasmus Christiansen fær spjald fyrir að biðja um spjald.
58. mín
Fjölnismenn hafa varla komist yfir miðju í seinni hálfleik.

Þeir náðu þó skyndisókn sem endaði með að þeir fengu hornspyrnu. KR-ingar koma hornspyrnunni í burtu.
55. mín
Enn lendir Þorsteinn Már í árekstri og enn og aftur liggur hann eftir. KR-ingar reyndu langa sendingu á Þorstein sem fær Þórð beint framan á sig og fær þungt högg.

Þriðja skipti sem leikurinn er stöðvaður vegna meiðsla Þorsteins. Hann er hins vegar harður á sér og heldur áfram.
51. mín
Schoop fer framhjá tveim varnarmönnum Fjölnis áður en hann á sendingu á Gary Martin en skot hans fer í Bergsvein í vörninni.

KR-ingar hafa byrjað seinni hálfleikinn af krafti.
50. mín
Jónas Guðni og Gary Martin spila vel saman sem endar með að Jónas reynir fyrirgjöf sem er stórhættuleg en Martin rétt missir af honum og Fjölnismenn sleppa.
46. mín
KR-ingar byrja seinni hálfleik af krafti, Óskar Örn gerði vel og sendi fína sendingu á Gary Martin sem nær ekki að athafna sig í teignum og Fjölnismenn bjarga.
45. mín
Inn:Arnór Eyvar Ólafsson (Fjölnir) Út:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir)
Ivanovski fer þá í miðvörðinn og Arnór í hægri bakvörðinn.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
1-0 í hálfleik eftir vítaspyrnu Gary Martin.

KR var betra liðið framan af en Fjölnir komst meira inn í leikinn eftir því sem leið á og hefðu með smá heppni getað jafnað.
45. mín
Ivanovski gerir vel og nær flottum bolta fyrir markið á Aron Sig en Aron er of lengi að athafna sig og vanarmenn KR komast fyrir boltann.
44. mín
Aron Sigurðar gerir vel á vinstri kantinum og eiga KR-ingar í erfiðleikum með að stöðva hann.

Hann á síðan eitraða sendingu fyrir markið sem fer beint á kollinn á Þóri Guðjónss sem er í úrvals skallafæri en boltinn fer rétt framhjá. Þarna átti Þórir að gera betur.
42. mín
Óskar Örn reynir hörkuskot sem virðist fara beint í andlitið á Bergsveini sem skiljanlega liggur eftir. KR-ingar voru að sækja og eru ekki sáttir við að Valdimar hafi stoppað leikinn. Það var þó hárrétt enda um höfuðmeiðsli að ræða.

Bergsveinn stendur upp að lokum og heldur hann leik áfram.
40. mín Gult spjald: Emil Pálsson (Fjölnir)
Fer aftan í Schoop og fær réttilega spjald.

Fjölnismenn verða að passa sig á gulu kortunum.
40. mín
Nánast allar sóknir Fjölnis fara upp vinstri kantinn en þar eru Viðar Ari og Aron Sigurðar hættulegir.
38. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
37. mín
Þorsteinn Már vill fá víti og ég skil hann afar vel. Þórður Ingason, markmaður Fjölnis virtist fara beint í bakið á honum og brjóta á honum innan teigs.

Valdimar Pálsson er ekki sammála.
32. mín
Leikurinn er mjög jafn þessa stundina og bæði lið eru að reyna að sækja og vantar aðeins herslumuninn á að liðin nái að skapa sér alvöru færi.

Valdimar Pálsson dómari leiksins á hrós skilið fyrir að láta leikinn rúlla vel og dæmir hann ekki nema hann virkilega þurfi þess.
27. mín
Gary Martin á stórhættulega sendingu fyrir markið sem Þórður á í vandræðum með en Fjölnismenn bjarga á síðustu stundu.
26. mín
Þorsteinn virðist ætla að halda áfram.
25. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Það er hins vegar Balbi sem fer á velli en hann hlítur að vera eitthvað meiddur.
25. mín
Aftur liggur Þorsteinn Már eftir en hann lenti í öðru samstuði. Hann virtist lenda afar illa.
19. mín
Gary Martin vinnur vel upp vinstri vænginn og reynir hann fyrirgjöf sem fer í varnarmann. Fyrsta hornspyrna leikins.
17. mín
Aron Sigurðar með fyrstu tilraun Fjölnis. Hann tekur Balbi á og nær skoti sem Stefán Logi á ekki í miklum vandræðum með.
14. mín
KR liðið er með völdin eftir að hafa skorað og hafa gestirnir ekki komist almennilega af stað.
11. mín
Skúli Jón á langa sendingu fram völlinn sem er ætlað Gary Martin. Þórður er rétt á undan Gary í boltann. Englendingurinn gefur Skúla þumal og er hann ánægður með tilraunina.
8. mín Mark úr víti!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Jacob Toppel Schoop
MAAAAAAAAAAARK!!

Gary skorar en naumlega þó. Frekar slök spyrna hans fer undir Þórð í markinu. Heppinn þarna Englendingurinn en KR eru komnir yfir.
7. mín
Víti! Emil Pálsson tekur Jacob Schoop niður er Daninn reyndi að ná skoti að marki. Virtist réttur dómur.
6. mín
Þorsteinn Már og Emil Pálsson lenda í samstuði og Þorsteinn liggur eftir.
5. mín
Aron Sigurðarsson ræðst á vörnina hjá KR og skapar fyrstu hættu leiksins en varnarmenn heimamanna sjá við honum.
3. mín
Róleg byrjun hjá okkur í Vesturbænum og er boltinn mikið í háloftunum.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann og leika á móti vindinum. Það er nógu hvasst til að vindurinn gæti haft sitt að segja í kvöld.
Fyrir leik
Heyr mína bæn er komið í gang með alla sína dramatík. Ef þú hefur komið á KR-völlinn nýlega þá veistu hvað það þýðir. Leikmennirnir eru komnir á völlinn og allt er að verða klárt.
Fyrir leik
Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að koma með spá.

Ég spái 2-2 jafntefli í mjög skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Nú er tæplega korter í leikinn og allt að verða klárt og fólk er byrjað að koma sér fyrir í sætunum. Ég hvet alla sem eru á leiðinni í Vesturbæinn að klæða sig vel og jafnvel taka teppi með.
Fyrir leik
Nokkrir stuðningsmenn KR eru að kíkja í heimsókn í blaðamannastúkuna hér í Frostaskjóli, þar á meðal meistari Bjarni Fel, sem lýsir leiknum af stakri snilld fyrir KR-útvarpið. Þeir eru bjartsýnir og spá KR-ingum 3-0 sigri hér í kvöld.
Fyrir leik
Það má segja að það sé komin smá pressa á menn í Vesturbænum þrátt fyrir að aðeins séu tveir leikir búnir. Væntingarnar eru alltaf miklar hér og mæta menn á völlinn til að sjá KR-liðið vinna lið eins og Fjölni.

Fjölnismenn eru að sjálfsögðu ekki á þeim buxunum að láta það gerast, sérstaklega eftir fína spilamennsku hingað til á leiktíðinni. Þetta er því afar áhugaverður leikur.
Fyrir leik
Daniel Ivanovski, hægri bakvörður Fjölnis er frá Makedóníu og er búinn að standa sig mjög vel í fyrstu tveim leikjum tímabilsins. Það verður áhugavert að fylgjast með honum í dag.

Fyrir leik
Heimamenn eru mættir í rokið að hita upp á meðan "Áfram KR" hljómar í útvarpinu.

Grafarvogspiltar láta bíða aðeins eftir sér.
Fyrir leik
Fjölnir hefur aftur á móti byrjað nokkuð vel og eru hreinlega óheppnir að vera ekki með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.

Þeir unnu ÍBV, 1-0, í fyrsta leik þar sem sigurinn hefði getað orðið töluvert stærri. Fjölnir fékk síðan Fylkir í heimsókn í síðustu umferð og gerðu liðin 1-1 jafntefli þar sem Fylkir jafnaði í blálokin eftir að Grafarvogsliðið hafði verið töluvert betra allan leikinn.
Fyrir leik
KR-ingar hafa ekki farið sérstaklega vel af stað og eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Liðið missti frá sér forrustu gegn FH í fyrsta leik og töpuðu að lokum 1-3. KR-ingar fóru síðan í heimsókn í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik. Þar enduðu leikar 2-2.
Fyrir leik
Bæði lið gera eina breytingu frá síðasta leik. Sören Fredriksen er meiddur hjá KR og er því ekki með en Þorsteinn Már Ragnarsson kemur í hans stað.

Þórður Ingason er kominn aftur í markið hjá Fjölni en hann missti af leiknum gegn Fylki vegna meiðsla.
Fyrir leik
Ný mörk eru komin á KR-völlinn en þau gömlu voru komin til ára sinna.
Fyrir leik
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV:
Nú vinna KR-ingar fyrsta leikinn. Spái 3-2. En Fjölnismenn eru sprækir og hafa litið vel út í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar. Fjölnir mun því gefa KR hörkuleik og ég gæti alveg trúað því að Fjölnir yrði yfir í leiknum á einhverjum tímapunkti. Var jafnvel að spá í að setja jafntefli á þennan leik, en held samt að KR taki fyrsta sigurinn í ár á heimavelli og hann komi núna.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmundur Karl Guðmundsson, leikmaður Fjölnis:
Ég held að það séu allir sammála um það að KR bara verður að vinna þennan leik þó mikið sé eftir af mótinu. Þeir gætu verið komnir langt á eftir strax og það er erfitt að elta. Við ætlum að ná í þrjá punkta í þessum leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin með okkur á KR-völl. KR-ingar taka á móti Fjölni í þriðju umferð. KR er aðeins með eitt stig þrátt fyrir fína spilamennsku. Fjölnir með fínustu byrjun á tímabilinu og er með fjögur stig.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason ('64)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Daniel Ivanovski
6. Atli Már Þorbergsson ('45)
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson
22. Ragnar Leósson ('70)
23. Emil Pálsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
7. Birnir Snær Ingason
13. Anton Freyr Ársælsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee ('70)
19. Arnór Eyvar Ólafsson ('45)

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Ólafur Páll Snorrason ('38)
Emil Pálsson ('40)
Viðar Ari Jónsson ('71)
Arnór Eyvar Ólafsson ('75)

Rauð spjöld:
Arnór Eyvar Ólafsson ('89)