Breiðablik
1
0
Valur
Höskuldur Gunnlaugsson
'80
1-0
20.05.2015 - 19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Smá gola, rigningarlegt.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1246
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Smá gola, rigningarlegt.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1246
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
('83)
8. Arnþór Ari Atlason
19. Kristinn Jónsson
21. Guðmundur Friðriksson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
('66)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
('92)
Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Ismar Tandir
10. Atli Sigurjónsson
('66)
15. Davíð Kristján Ólafsson
('83)
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21. Viktor Örn Margeirsson
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur Breiðabliks í deildinni þetta árið.
Viðtöl, skýrsla og fleira gúmmelaði á leiðinni.
Viðtöl, skýrsla og fleira gúmmelaði á leiðinni.
92. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Flottur leikur hjá Gaua.
91. mín
GPL sleppur nánast einn í gegn á móti Kale og gerir vel en Kale ver og Thomas sparkar boltanum svo í burtu.
90. mín
Valsmenn fá hér hornspyrnu. Gulli stekkur manna hæst og grípur knöttinn. Eru Blikar að sigla heim sínum fyrsta sigri í deildinni þetta árið?
89. mín
Gummi Friðriks stálheppinn þarna, reynir að hreinsa boltann, hittir hann ekki en Daði nær ekki að gera sér nægilega mikinn mat úr þessu og hættunni komið frá um sinn.
88. mín
Blikar fá hornspyrnu. Kristinn Jóns fær hann stutt og reynir skot utarlega í teignum, ekki galin hugmynd.
83. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Frábær leikur hjá Höskuldi, hann var nýbúinn að eiga fast skot á markið sem Kale varði.
82. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur)
Út:Tómas Óli Garðarsson (Valur)
Stutt stopp, fékk eitthvað í lærið. Menn verða að hita betur upp.
80. mín
MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
HANN SKORAR ÞEGAR HONUM LANGAR TIL ÞESS!!!!!!!!!!!
FRÁÁÁÁBÆR sending frá Arnþóri Ara af vinstri kantinum, föst sending niðri og Höskuldur gerir vel að mæta boltanum og setur hann í nærhornið, óverjandi fyrir Kale.
FRÁÁÁÁBÆR sending frá Arnþóri Ara af vinstri kantinum, föst sending niðri og Höskuldur gerir vel að mæta boltanum og setur hann í nærhornið, óverjandi fyrir Kale.
79. mín
Nú eru menn bara farnir að gera eitthvað, háloftaboltar og kýlingar. Þetta fer að verða pínlegt.
77. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Valur)
Út:Andri Adolphsson (Valur)
Kemur inná gegn sínum gömlu félögum.
72. mín
Siggi Lár kassar boltann skemmtilega niður fyrir Pedersen sem tekur skot yfir markið.
70. mín
Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Ekki falleg tækling á Oliver, skamm.
69. mín
Andri Adolphsson með frábæra móttöku vinstra megin í teignum leggur hann fyrir sig og tekur skot í tæklingunni þannig séð, boltinn rétt yfir, ágætis hætta á ferðum. En ekkert meira en það samt.
66. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Í sínum fyrsta heimaleik fyrir Breiðablik. Kemur inn á miðsvæðið að mér sýnist.
66. mín
Bíddu nú við, þarna vildu Valsmenn fá vítaspyrnu, Iain fellur inn í teig, hvort það var snerting eða ekki er ekki svo gott að segja til um.
65. mín
Bjarni bakkar rólega niður á línu og skallar aukaspyrnuna í burtu. Blikar ná svo aftur boltanum og Ellert á fínt skot af vítapunktinum sem Kale ver mjög vel.
63. mín
Ghristensen í alls kyns vandræðum í vörninni, mjög nálægt því að missa boltann í sínum eigin teig.
60. mín
Frábært tiki-taka einnar snertinga fótbolti frá Guðjóni Pétri og Andra Yeoman úti á hægri vængnum, Guðjón fær svo tækifæri til að krossa en enginn mættur til að sýna áhuga á þeim bolta.
58. mín
Oliver Sigurjónsson missti teygjuna úr hárinu á sér en Hildur Kristín á bekknum hjá Blikum var fljót að átta sig á hlutunum og gaf honum nýja teygju sem hann hefur þó ekki enn náð að setja í sig. Rosalega er maðurinn með sítt hár! Ítalskt útlit á honum.
56. mín
Ég er að reyna að finna eitthvað til að skrifa um tengt þessum leik en það er í alvöru EKKERT í gangi.
53. mín
Patrick Pedersen fær boltann á vinstri kantinum, hleypur með hann vel inn að miðsvæðinu og reynir skot. Boltinn hátt yfir og engin hætta á ferðum.
50. mín
Blikar eiga hornspyrnu, Guðjón Pétur er kallaður á vettvang.
Spyrnan tekin stutt og svo bolti fyrir, en Orri Sigurður skallar boltann burt.
Spyrnan tekin stutt og svo bolti fyrir, en Orri Sigurður skallar boltann burt.
48. mín
Hornspyrna frá Val á fjær, skalli frá Orra Sigurði, beint á Gulla og knettinum sparkað burt í framhaldinu af Damir.
46. mín
Valsmenn byrja seinni hálfleikinn af krafti, Andri Adolphsson með skott rétt yfir af stuttu færi.
45. mín
,,Ekkert hangs, ekkert hik, skorum mörkin Breiðablik"
Við skulum vona að þetta lag eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum. Heimta mark í seinni hálfleik.
Við skulum vona að þetta lag eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum. Heimta mark í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Skulum bara vona að næstu 45 mínútur verði örlítið skemmtilegri, það þarf ekki mikið til að toppa þennan fyrri hálfleik.
45. mín
Orri Sigurður með skalla af stuttu færi, snýr baki í markið og skallinn laus, beint í fangið á Gulla Gull.
44. mín
Alltaf er maður að sjá eitthvað nýtt, Kiddi Jónss kemur með háan bolta á fjær frá vinstri og Höskuldur slátrar Bjarna Ólaf í skallabolta. Slátrar sagði ég, hoppaði ca 30 cm hærra.
43. mín
Kristinn Freyr með fína aukaspyrnu frá hægri, inn á teig en Gulli er fyrstur manna til að hrifsa boltann til sín.
35. mín
Flott sókn hjá Blikum!!
Arnþór Ari með fasta sendingu út í teiginn á fjær. Þar kemur Guðjón Pétur á mikill siglingu en hann hittir boltann illa og hann fer í jörðina og þaðan rétt yfir. Blikar að færast aðeins meira inn í leikinn.
Arnþór Ari með fasta sendingu út í teiginn á fjær. Þar kemur Guðjón Pétur á mikill siglingu en hann hittir boltann illa og hann fer í jörðina og þaðan rétt yfir. Blikar að færast aðeins meira inn í leikinn.
PepsiMörkin verða í lengri kantinum í kvöld vegna markaregns! #fotboltinet #fotbolti #PepsiDeildin #PepsiMörkin
— Fótboltaáhugamaður (@Fotboltaahugi) May 20, 2015
32. mín
Arnþór Ari á hér ansi athyglisvert skot vinstra megin í teignum utarlega, tekur boltann og kassann og hamrar honum svo langleiðina upp í Smáralind. Viðskiptavinir Debenhams gætu þurft að passa sig.
30. mín
Valsmenn MIKLU hættulegri þessa stundina, frábær bolti frá Sigurði af vinstri vængnum sem Elfar Freyr þarf að skalla í horn, Patrick var mættur á fjær í "tap-in."
27. mín
Inn:Iain James Williamson (Valur)
Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Óli Jóh hreinlega missir allt vit þegar hann er í þann mund að fara skipta Iain inná, öskrar á Leikni Ágústsson á línunni um að hann vilji skiptingu, Leiknir virtist ekki heyra í honum. Fyndið atvik.
En fyrirliðinn er farinn útaf, áfall.
En fyrirliðinn er farinn útaf, áfall.
25. mín
Aukaspyrna á afar hættulegum stað, ca 4-5 metrum frá vítateigslínu, vinstra megin fyrir utan. Fullkomið færi fyrir GPL
23. mín
Hættulegasta færi leiksins eiga Valsmenn, glæsilegt þríhyrningaspil milli Bjarna og Kristins sem endar með skoti frá Bjarna af 5-6 metra færi, en Gulli ver vel.
22. mín
Haukur Páll er að fara útaf ég er nánast fullviss um það. Draghaltur og fúll á svipinn inná vellinum, skiljanlega.
21. mín
Kale og Ellert stökkva hérna upp í bolta og Ellert hefur betur, en inn fer boltinn ekki og Orri Sigurður kemur knettinum burt.
19. mín
Nú liggur Haukur Páll eftir samstuð við liðsfélaga sinn, þetta lítur ekki vel út ef ég á að segja eins og er. Hann heldur utan um hnéið á sér og virðist vera þjáður.
17. mín
Aukaspyrna mitt á milli miðju og teigs sem Valsmenn eiga Sigurður Egill tekur hana og gefur fínan bolta inná teig beint á kollinn á Ghristensen en skallinn slakur og fer beint yfir.
14. mín
Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Brýtur aaaalltof seint á Höskuldi. Klaufalegt hjá fyrirliðanum.
12. mín
Fín sókn upp hægri vænginn hjá Val, eftir gott samspil frá Kristni og Patrick uppskera þeir hornspyrnu.
Ekkert verður úr horninu, Breiðablik ná boltanum og eru í þann mund að geysast upp í skyndisókn en Andri klókur og brýtur þá sókn niður
Ekkert verður úr horninu, Breiðablik ná boltanum og eru í þann mund að geysast upp í skyndisókn en Andri klókur og brýtur þá sókn niður
11. mín
GPL með sendingu út á hægri kant þar sem Ellert setur hann fyrir, þar stekkur Andri Rafn manna hæst en skallinn kraftlítill og hættunni bægjað frá.
10. mín
Elfar Freyr hér með herfilega sendingu úr aukaspyrnu á eigin vallarhelming, boltinn barst beint í fætur á Kristni Frey sem missti hann þó strax frá sér. Þarna hefði getað skapast hætta.
7. mín
Góð sókn hjá Valsmönnum, Kristinn Freyr finnur Sigga Lár sem er að koma í hlaup inn á teiginn, Siggi fær boltann og setur hann rétt framhjá af þröngu færi vinstra megin í markteignum.
5. mín
Leiknismenn komnir yfir í Eyjum og Víkingar komnir yfir gegn Stjörnunni. Innan við 5 mínútur búnar af leikjunum. Eðlilegt.
2. mín
Höskuldur með fína rispu á vinstri kantinum, setur boltann fyrir en þar er enginn.
Fyrir leik
Nú ganga liðin inná völlinn á eftir dómurum og fyrirliðum liðanna.
Erlendur Eiríksson sér um flautuna í dag. Honum til halds og traust á hliðarlínunum eru Leiknir Ágústsson og Björn Valdimarsson.
Erlendur Eiríksson sér um flautuna í dag. Honum til halds og traust á hliðarlínunum eru Leiknir Ágústsson og Björn Valdimarsson.
Fyrir leik
Nei mikið ofboðslega er þetta skemmtileg nýjung. Lagið Tsunami er sett á þegar verið er að kynna lið Breiðabliks og stúkan tekur við sér! Gott partý að myndast á pöllunum.
Fyrir leik
Þórður Kristinn og Tómas Óli voru í fullri vinnu í upphituninni við að heilsa gömlum kunningjum, en þeir voru einmitt í Breiðablik fyrir ekki svo löngu síðan.
Fyrir leik
Liðin skokka nú til búningsklefanna, síðustu orð frá þjálfurum og smá vatnssopi. Þetta er að bresta á gott fólk!
Fyrir leik
Fínustu lög í spilun hérna á Kópavogsvelli. Þorparinn með Pálma Gunnars í gangi núna, ekki frá því að fólk í stúkunni sé að stíga léttan dans. Það er kalt, mikilvægt að klæða sig vel!
Fyrir leik
Halli Hróðmars veitir hér Sigga Lár verðlaun fyrir að vera leikmaður síðustu umferðar í Pepsi Mörkunum á Stöð2Sport.
Fyrir leik
Enginn mættur út að hita, nema jú, Bjössi Hreiðars er að sparka boltum upp í loftið.
Fyrir leik
Það er nákvæmlega engin breyting á byrjunarliðunum. Why fix something if it isn't broke?
Fyrir leik
Förum og fáum okkur kaffi og byggjum upp spennu fyrir þessum spennandi leik sem er hér framundan, byrjunarlið fara að detta inn og nóg að gerast. Verður spennandi að sjá hvort Óli Jóh ætli að breyta sigurformúlunni og hrófla eitthvað í liðinu.
Fyrir leik
Jörundur Áki Sveinsson sérfræðingur Fótbolta.net.
Breiðablik - Valur: Ellert hefur ekki fundið sig
Þetta er athyglisverð viðureign. Blikar eiga enn eftir að innbyrða sinn fyrsta sigur og þeir vilja örugglega ná í hann í kvöld á móti Val. Hinsvegar verður það ekki auðvelt, því Valur er með hörkulið og hafa verið vaxandi eftir afhroðið í fyrsta leik. Það var frábært að sjá þá á móti FH. Voru skipulagðir, þéttir og liðsheildin var virkilega góð. Það verður gaman að sjá hvort að þeir nái að fylgja þeim leik eftir á móti Blikum.
Helsta vandamál Blika hefur verið að klára færin sín og skora mörk. Gerðu reyndar góð mörk á móti á Keflavík en því miður fyrir þá fengu þeir ekkert fyrir þau. Guðjón Pétur hefur séð um að skora fyrir þá og það er áhyggjuefni fyrir þá, ekki Guðjón, ef þeir fá ekki mörk frá öðrum en honum. Ellert Hreinsson sem spilaði feikilega vel í vor, hefur ekki fundið sig. Veit ekki með erlenda leikmanninn sem þeir fengu, hefur lítið spilað.
Breiðablik - Valur: Ellert hefur ekki fundið sig
Þetta er athyglisverð viðureign. Blikar eiga enn eftir að innbyrða sinn fyrsta sigur og þeir vilja örugglega ná í hann í kvöld á móti Val. Hinsvegar verður það ekki auðvelt, því Valur er með hörkulið og hafa verið vaxandi eftir afhroðið í fyrsta leik. Það var frábært að sjá þá á móti FH. Voru skipulagðir, þéttir og liðsheildin var virkilega góð. Það verður gaman að sjá hvort að þeir nái að fylgja þeim leik eftir á móti Blikum.
Helsta vandamál Blika hefur verið að klára færin sín og skora mörk. Gerðu reyndar góð mörk á móti á Keflavík en því miður fyrir þá fengu þeir ekkert fyrir þau. Guðjón Pétur hefur séð um að skora fyrir þá og það er áhyggjuefni fyrir þá, ekki Guðjón, ef þeir fá ekki mörk frá öðrum en honum. Ellert Hreinsson sem spilaði feikilega vel í vor, hefur ekki fundið sig. Veit ekki með erlenda leikmanninn sem þeir fengu, hefur lítið spilað.
Fyrir leik
Kolbeinn Tumi Daðason spámaður, með meiru:
Breiðablik 2 - 0 Valur
Blikar kippa Valsmönnum niður á jörðina eftir sigurinn á FH. Kópavogsbúar eiga mikið inni og eru í sárum eftir óréttlætið í Keflavík. Vinna sannfærandi 2-0 sigur.
Breiðablik 2 - 0 Valur
Blikar kippa Valsmönnum niður á jörðina eftir sigurinn á FH. Kópavogsbúar eiga mikið inni og eru í sárum eftir óréttlætið í Keflavík. Vinna sannfærandi 2-0 sigur.
Fyrir leik
Valsmenn sitja í 8.sæti með 4 stig á meðan Breiðablik eru í 10.sæti með 3 stig.
Valsmenn náðu sínum fyrsta sigri í síðustu umferð og var hann ekki af verri endanum heldur gerðu þeir sér lítið fyrir og skelltu FH-ingum á Vodafone vellinum 2-0.
Breiðablik leita hins vegar enn að sínum fyrsta sigri í Pepsi deildinni þetta árið, þeir hafa gert þrjú jafntefli og án þess að vita neitt um málið þá trúi ég því að það sé undir þeirra væntingum fyrir tímabil. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Keflavík í síðustu umferð þar sem tvö mörk voru tekin af þeim sem reyndust vera rangur dómur, þeir munu vilja sýna sig og sanna hér í kvöld fyrir framan sína áhorfendur.
Valsmenn náðu sínum fyrsta sigri í síðustu umferð og var hann ekki af verri endanum heldur gerðu þeir sér lítið fyrir og skelltu FH-ingum á Vodafone vellinum 2-0.
Breiðablik leita hins vegar enn að sínum fyrsta sigri í Pepsi deildinni þetta árið, þeir hafa gert þrjú jafntefli og án þess að vita neitt um málið þá trúi ég því að það sé undir þeirra væntingum fyrir tímabil. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Keflavík í síðustu umferð þar sem tvö mörk voru tekin af þeim sem reyndust vera rangur dómur, þeir munu vilja sýna sig og sanna hér í kvöld fyrir framan sína áhorfendur.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
('27)
2. Thomas Guldborg Ghristensen
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson
('77)
19. Baldvin Sturluson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson
Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson
('27)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson
('82)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
16. Tómas Óli Garðarsson
('77)
('82)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('14)
Andri Fannar Stefánsson ('70)
Rauð spjöld: