City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
1
3
KR
0-1 Sören Frederiksen '6
Albert Brynjar Ingason '22 1-1
1-2 Skúli Jón Friðgeirsson '35
1-3 Þorsteinn Már Ragnarsson '90
20.05.2015  -  20:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn lítur nokkuð vel út. Svolítið hvasst og kalt.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1190
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson ('87)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('79)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
22. Davíð Einarsson ('64)
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('79)
10. Andrés Már Jóhannesson ('64)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
21. Kolbeinn Birgir Finnsson ('87)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Kristján Hauksson

Gul spjöld:
Daði Ólafsson ('10)
Andrés Már Jóhannesson ('74)
Albert Brynjar Ingason ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vel gert hjá KR, þeir vinna góðan sigur á Fylki. Fylkir skoraði hins vegar mark, í stöðunni 2-1, sem dæmt var af en sá dómur var vafasamur og hefði getað farið allt öðruvísi hefði markið staðið en 3-1 eru lokatölur.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
MAAAAAAAAAAARK!!

Leik lokið, búið spil.

KR-ingar klára leikinn í lokin með frábærri skyndisókn, varamaðurinn Þorsteinn Már kemst einn inn fyrir vörnina og klárar mjög vel.
89. mín
Fylkismenn hafa svo sannarlega reynt siðustu 15-20 mínútur eða svo en virðast þurfa að játa sig sigraða nema eitthvað hádramatíkst gerist.
87. mín
Inn:Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
86. mín
Inn:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Bjarni byrjaður að þétta vörnina fyrir loka mínúturnar.
85. mín
Daði Ólafsson reynir skot utan teigs en það fer töluvert yfir markið.
84. mín
Ingimundur er í mjög góðri stöðu í vítateig KR en hann tekur mjög lélega snertingu og missir boltann afturfyrir. Þetta var svo sannarlega tækifæri fyrir heimamann.
82. mín
Dómgæslan er búin að vera Fylkismönnum í óhag í seinni hálfleik og eru þeir byrjaðir að láta það pirra sig.
81. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Fær spjad fyrir að sína pirring sinn er Þóroddur dæmdi óskiljanlega aukaspyrnu á Fylki er þeir voru í sókn. Ég sá nákvæmlega ekkert hvers vegna Þóroddur dæmdi þarna.
79. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Nýbúinn að míga og er tilbúinn að hjálpa Fylki að ná einhverju úr þessum leik.
78. mín
Ingimundur Níels er að gera sig klárann að koma inná en hann kastar af sér vatni við hliðarlínuna áður en skiptingin er gerð! Fagmannlega gert.
77. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Sören Frederiksen (KR)
76. mín Gult spjald: Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
75. mín
Fylkismenn virðast hafa eflst við mótlætið en þeir hafa verið mikið betri eftir markið sem dæmt var af.

Það virðist hafa gefið þeim aukakraft en þeir virðast fara af aðeins meiri orku í hvert návígi og eru þeir að vinna öll 50/50 atriði.
74. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Fékk gult spjald fyrir mótmæli eftir markið sem dæmt var af.
72. mín
Fylkismenn skora!! En því miður fyrir þá appelsínugulu þá er það dæmt af.

Stefán Ragnar tekur langt innkast og skorar Andrés Már í kjölfarið en Þóroddur dæmir aukaspyrnu og gildir markið því ekki. Fylkismenn eru brjálaðir og ég skil þá ósköp vel. Það virtist ekki mikið vera að þessu marki en Þóroddur sá eitthvað.
70. mín
Fylkismenn svo nálægt því að jafna!!

Stefán Logi ver frábærlega en Albert Brynjar á mjög góðan skalla sem Stefán nær að slá yfir með miklum tilþrifum.
69. mín
Gunnar Þór nálægt því að skora fyrir KR!

Gunnar skallar að marki eftir hornspyrnu en Bjarni Þórður er með frábær viðbrögð og varði hann mjög vel.
67. mín
Albert Brynjar nálægt því að jafna!

Eins og svo oft áður hjá mér þá skrifa ég eitthvað og svo gerist andstæðan við það sem ég var að skrifa.

Albert Brynjar skallar aftur fyrir sig eftir langt innkast og fer boltinn í hliðarnetið. Einhverjir héldu að hann hefði skorað þarna.
65. mín
Það verður að segjast að Fylkismenns spiluðu mun betur í fyrri hálfleik en Stefán Logi hefur haft það afar þægilegt í marki KR í síðari hálfleiknum.
64. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Davíð Einarsson (Fylkir)
Ási reynir að blása smá lífi í sóknarleik Fylkis með fyrstu skiptingu kvöldsins.
63. mín Gult spjald: Sören Frederiksen (KR)
Sparkar Ásgeir Börk niður á vallarhelmingi Fylkis.
62. mín
Óskar Örn tekur frábært skot á lofti sem fer rétt framhjá. Virkilega góð tilraun og þetta hefði orðið svakalegt mark.

Boltinn virtist fara í varnarmann en markspyrna dæmd.
61. mín
Nú fá KR-ingar aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi.. Pálmi Rafn var felldur en stuðningsmenn Fylkis voru allt annað en sáttir við þennan dóm.
56. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Fylkismenn hljóta að vera fegnir, Gary Martin hefur skorað ófá mörkin gegn þeim appelsínugulu. Hann bætir ekki við þau í kvöld.
55. mín
Gary Martin liggur eftir en hann lenti í samtuði.
54. mín
Óskar Örn í mjög góðu færi!

Óskar Örn fær boltann eftir góðan sprett Sören upp hægri vænginn. Óskar nær fínu skoti en Bjarni Þórður ver mjög vel í markinu.
50. mín
Skúli Jón á skalla eftir hornspyrnu en hann er beint á Bjarna Þórð. KR-ingar frískari í byrjun seinni.
48. mín
Fyrsta tilraun seinni hálfleiksins er KR-inga. Eftir hornspyrnu berst boltinn á Balbi sem á skot sem endar mögulega í heitu pottunum á Árbæjarlauginni.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað. KR-ingar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar leiða, 2-1 í hálfleik. Fínasti fyrri hálfleikur. Jafnræði með liðunum en KR-ingar hafa nýtt færin sín betur.
45. mín
Óskar Örn reynir skot rétt utan teigs. Hann ætlar að smyrja hann upp í vinkilinn en boltinn fer hátt yfir.
45. mín
Fylkismenn eru búnir að vera betri síðan þeir lentu undir og stjórna leiknum þessa stundina.

Oddur Ingi var rétt í þessu í fínu færi en hann var of lengi að átta sig og varnarmenn KR stöðvuðu hann áður en það var of seint.
40. mín
Ef þetta heldur svona áfram þá fáum við 8-9 mörk í þennan leik. Það má alveg mín vegna. Bæði lið eru frekar líklegt til að skora þessa stundina.
37. mín
Albert Brynjar fékk mjög gott færi til að jafna aftur fyrir Fylki strax eftir markið en Stefán Logi ver frábærlega frá honum en skotið var úr markteig.

Með betri markvörslum sem ég hef séð hingað til í sumar.
35. mín MARK!
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Stoðsending: Gonzalo Balbi Lorenzo
MAAAAAAAAAARK!!

Enn eitt markið í Árbænum.

Ekki alveg mark af 30 metrum en Balbi tók aukaspyrnuna og hafnaði boltinn á Skúla Jóni sem renndi sér í boltann og setti hann í stöngina og inn.
35. mín
KR fær aukaspyrnu af um 30 metrum...
33. mín
Við höfum í rauninni séð afar lítið hérna á Fylkisvelli þrátt fyrir að það séu komin tvö mörk.

Á milla markanna hefur leikurinn dottið mikið niður og fer hann mikið fram á miðjunni.
27. mín
Bjarni Þórður er búinn að eiga nokkrar misheppnaðar spyrnur í dag. Hann tók núna útspark sem fór beint í innkast en hann hefur nú, í nokkur skipti, spyrnt boltanum með lélegum árangri. Vonum hans vegna að þetta kosti Fylkismenn ekki.
23. mín
Við verðum að henda smá mínus á einn Dana, Rasmus Christiansen, en hann missti sendingu Daða á milli fóta sér, að er virðist, er hann reyndi að stöðva hana.

Danir eru búnir að vera áberandi í dag en Christiansen verður ekki stoltur af þessu augnabliki.
22. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Daði Ólafsson
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fylkir jafnar metin eftir eitraða skyndisókn!

Daði Ólafsson kemur með glæsilega sendingu á Albert Brynjar sem er einn gegn Stefáni Loga og klárar eins og honum einum er lagið.

Ég bað um mörk, við erum svo sannarlega að fá mörk. Vonandi verða þau bara ennþá fleiri.
18. mín
Gonzalo Balbi nálægt því að skora rosalegt mark!!

Balbi tekur aukaspyrnu af um 30 metrum lengst utan að kanti. Auðvitað reynir maðurinn að skjóta og fór boltinn rétt framhjá. Bjarni Þórður var ekki alltof hress með þessa tilraun og var langt frá því sannfærandi er boltinn datt framhjá stönginni hans.
17. mín
KR-ingar eru að spila nokkuð vel hér í kvöld og reyna að halda boltanum á jörðinni. Þeir hafa þó aðeins fengið eitt færi og úr því skoruðu þeir einmitt.
14. mín
Albert Brynjar fer upp hægri vænginn, fer illa með Jónas Guðna og vinnur á endanum hornspyrnu.
11. mín
Fyrsta tækifæri Fylkis. Eftir langt innkast skallar Ragnar Bragi boltann að marki en Stefán Logi nær knettinum áður en Davíð Einarsson kemst til hans.
10. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
Fyrir að stoppa hraða sókn KR.
9. mín
Það var Ásgeir Börkur sem þrumaði í Schopp og þaðan fór boltinn á Fredriksen.

Vel klárað hjá Sören og vel pressað hjá Schopp en klaufalegt hjá Ásgeiri engu að síður.
6. mín MARK!
Sören Frederiksen (KR)
Stoðsending: Jacob Toppel Schoop
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Enn og aftur skorar Dani í kvöld! Ásgeir Börkur með hálfgerða gjöf, hann missir boltann á vondum stað og Sören fær hann og klárar virkilega vel úr mjög þröngu færi. Alveg upp í þaknetið.
3. mín
Róleg byrjun á leiknum. Mikið um langa bolta og engin tækifæri litið dagsins ljós.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Hr Þóroddur Hjaltalín flautar til leiks!

Heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Allt að verða klárt!

Vonum að við fáum alveg fullt af mörkum og skemmtun. Sjö-átta mörk væru vel þegin.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inná völlinn og er "Þér er ekki boðið" spilað á hæstu stillingu á meðan.
Fyrir leik
Rúmar tíu mínútur í leik og áhorfendur eru byrjaðir að láta sjá sig. Vonum að fólk fjölmenni á Fylkisvöllinn þrátt fyrir að leikurinn sé sýndur í sjónvarpinu og að það sé nokkuð kalt.
Fyrir leik
Ég er að heyra að Jóhannes átti upprunalega að spila leikinn þrátt fyrir að hafa verið tæpur. Að lokum þurfti hann hins vegar að lúta í gras og er hann meiddur.
Fyrir leik
KR-ingar fóru aftur á móti illa af stað og voru aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina en þeir töpuðu gegn FH áður en þeir gerðu jafntefli á móti Breiðablik.

Þeir sigruðu síðan Fjölni nokkuð sannfærandi á heimavelli í síðasta leik.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa verið þokkalegir hingað til. Þeir eru taplausir eftir jafntefli við Fjölni og Breiðablik. Þeir unnu síðan ÍBV í síðasta leik en meiri væntingar eru í Lautinni í ár en oft áður.
Fyrir leik
Spurning hvort Jói Kalli eigi einhver skyldmenni sem eiga afmæli en eins og einhverjir muna eftir þá dró Jóhannes sig úr landsliðshópnum um árið vegna barnaafmælis. Hann hefur ekki spilað landsleik síðan. Ég kaupi það ekki dýrara en ég sel það og vona að hann sjáist í Fylkisbúnings fyrr frekar en síðar.
Fyrir leik
Þá mæta KR-ingar, appelsínugulir skór eru greinilega þema en þrír leikmenn eru í skær appelsínugulum skóm.
Fyrir leik
Fylkismenn eru mættir á völlinn að hita upp á meðan KR-ingar eru að láta bíða eftir sér. 40 mínútur í leik.

Þess má geta að umferðin byrjar vægast sagt með látum en bæði Víkingur og Leiknir eru komin yfir strax í byrjun sinna leikja.
Fyrir leik
Það er ávallt tekið vel á móti manni í Árbæ. Alltaf gaman að koma á velli sem eru með gott kaffi.
Fyrir leik
Fylkir gerir þrjár breytingar frá liðinu sem vann ÍBV í síðustu umferð en Ingimundur Níels fer á bekkinn ásamt Andrési Má. Davíð Einarsson og Elís Rafn Björnsson koma inn í þeirra stað. Jóhannes Karl Guðjónsson er síðan ekki með en hann er væntanlega meiddur.

Það er ein breyting á liði KR en Sören Fredriksen kemur aftur í liðið en hann var ekki með gegn Fjölni í síðustu umferð vegna meiðsla. Þorsteinn Már Ragnarsson dettur á bekkinn.

Fyrir leik
Annars býð ég ykkur hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Fylkisvelli.

Nú er rúmur klukkutími í leik og styttist óðum í byrjunarlið kvöldsins.
Fyrir leik
Ég hef séð bæði lið spila í sumar og leit KR liðið þá betur út en það er ljóst að bæði þessi lið eiga eftir að verða betri og munu berjast í efri hluta deildarinnar.
Fyrir leik
KR er aðeins 3 stigum frá toppliðinu og segja má að síðasta umferð hafi spilast vel fyrir KR ef hægt er að segja svo. Bæði FH og Stjarnan töpuðu stigum og það þýðir það að KR er ekki búið að missa þessi lið of langt frá sér. Vinni þeir Fylki og Stjarnan tapar, þá jafna þeir Stjörnuna að stigum. Ég held að KR eigi bara eftir að verða betra eftir því sem lengra líður inn í mótið. Hafa verið að spila ágætlega, eru með 4 stig og hafa marga frábæra leikmenn innan sinna raða. Það er alltaf pressa á KR, alveg sama hvar þeir spila og á móti hverjum. Þeir vilja vera með í baráttunni og því verða þeir að vinna í kvöld. Hef trú á því að þetta verði frábær skemmtun (vona það allavega)," sagði Jörundur Áki.
Fyrir leik
Jörundur Áki Sveinsson, sérfræðingur Fótbolta.net og þjálfari kvennaliðs Fylkis hafði ýmislegt að segja um leik dagsins.

Fylkismenn hafa farið ágætlega af stað. Þeir eru taplausir, sem skiptir máli og unnu góðan sigur í síðustu umferð, þó svo að það hafi ekki litið út fyrir það að þeir myndu ná að skora mestan part leiksins. En það tókst og gríðarlega mikilvægur sigur þeirra gefur þeim sjálfstraust og byr í seglin. Verða hins vegar að spila betur á móti KR en þeir gerðu á móti ÍBV. KR er með mun sterkara lið en ÍBV og því verður þetta erfiðari leikur fyrir Fylki. Það var gaman að sjá þá leikmenn sem komu inn í lið Fylkis, hvað þeir gerðu vel og eins heppnuðust skiptingar Ása og Reynis líka mjög vel og hleyptu lífi í liðið. Verður örugglega ekki auðvelt að velja byrjunarliðið í kvöld."
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin ('56)
8. Jónas Guðni Sævarsson
19. Sören Frederiksen ('77)
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('86)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('86)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('56)
11. Almarr Ormarsson ('77)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Guðmundur Andri Tryggvason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sören Frederiksen ('63)
Gonzalo Balbi Lorenzo ('76)

Rauð spjöld: