City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
HK
0
3
Þróttur R.
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson '7
0-2 Viktor Jónsson '20
0-3 Oddur Björnsson '53
23.05.2015  -  14:00
Kórinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Kalt en logn
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Oddur Björnsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
7. Aron Þórður Albertsson ('25)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Einar Logi Einarsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('82)
20. Hörður Magnússon ('65)
21. Andri Geir Alexandersson
23. Ágúst Freyr Hallsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('65)
6. Birgir Magnússon
8. Magnús Otti Benediktsson
10. Guðmundur Magnússon ('25)
19. Viktor Unnar Illugason ('82)
22. Jón Dagur Þorsteinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Axel Kári Vignisson ('61)
Leifur Andri Leifsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttarar halda sigurgöngu sinni áfram með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
91. mín
Omar með fína takta, eitt, tvö skæri en skotið aftur hræðilegt.
89. mín
Hilmar með fyrstu tilraun sína eftir að hann kom inná. Skotið endaði í innkasti hjá honum. Það gengur bara betur næst. Vonum við.
87. mín
Inn:Hilmar Ástþórsson (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
Góður leikur hjá Acoff.
86. mín
Omar Koroma með afleitlega tilraun himinhátt yfir markið!
83. mín
Jeremy Acoff með skot tilraun en beint í fangið á Beiti.
82. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (HK) Út:Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Guðmundur oft átt betri leik en hér í dag, eins og líklega allir í HK-liðinu.
80. mín
Inn:Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)
Einn besti leikmaður Þróttara í dag fer af velli.
76. mín
Fyrirgjöf frá Ágústi Frey sem Trausti kýlir í burtu. Eftir liggur Guðmundur Magnússon sem lenti á Trausta, eða Trausti lenti á Guðmund.

Guðmundur stendur þó upp eftir aðhlynningu.
75. mín
Inn:Omar Koroma (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Í sínum fyrsta leik fyrir Þróttara, Omar Koroma.
74. mín
Einar Logi með bjartsýnist tilraun langt fyrir utan teig og langt framhjá.
71. mín
Hlynur Hauksson með hættulega hornspyrnu sem Beitir slær í burtu af marklínunni.
71. mín

66. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Fær spjald innan við mínútu eftir að hann kemur inná. Stöðvar skyndisókn Þróttara.
65. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Hörður Magnússon (HK)
64. mín
Enn ein aukaspyrna HK-inga í hendurnar á Trausta.
62. mín
Alexander Veigar hefur átt góðan leik í Þróttaraliðinu í dag.

Nú rétt í þessu tók hann tvö skæri og átti síðan skot yfir markið. Meiddist örlítið í öxlinni við það. Erfið þessi axlarmeiðsli alltaf hreint.
61. mín Gult spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
61. mín Gult spjald: Axel Kári Vignisson (HK)
61. mín
Það er allt að sjóða uppúr.

Endar með því að Axel Kári og Hallur Halls. fá báðir gult spjald.
61. mín
Guðmundur Atli við það að munda skotfótinn þegar hann fellur í teignum. HK-ingar vilja víti en ekkert dæmt.
60. mín

60. mín
Viktor Jónsson kemst í fínt færi en í erfiðri stöðu á hann skot beint á Beit sem ver með fótunum.
56. mín
Ragnar Pétursson í afbragðsfæri en skýtur boltanum yfir markið.

Alexander Veigar með góðan sendingu yfir á Jeremy Acoff sem leggur boltann fyrir Ragnar sem á skot í fyrsta. En eins og fyrr segir, boltinn rétt yfir markið.
54. mín
Guðmundur Magnússon í dauðafæri í næstu sókn! Kemst einn á móti Trausta inn í teig en skotið hans afleitt og framhjá fjærstönginni. Þarna þarf að gera betur!
53. mín MARK!
Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Þetta eru engin geimvísindi fyrir Þróttara!

Eftir hornspyrnu, sló Beitir boltann á fjærstöngina, þar skallaði einn Þróttarinn boltann aftur inn í pakkann. Oddur Björnsson var þar einn og óvaldaður og skallaði á nær stöngina og í markið.
48. mín
Þróttarar byrja seinni hálfleikinn á tveimur hornspyrnum.

Sú fyrri greip Beitir en seinni skallaði Viktor Jónsson framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Verður að viðurkennast, að það er helvxxx kalt hérna inni í Kórnum. Óþarflega kalt.
45. mín
Hálfleikur.

Gestirnir úr Laugardalnum eru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þægileg staða sem þeir fara með inn í hálfleikinn.
45. mín
Þarna voru HK-ingar óheppnir eða hvað sem hægt er að kalla þetta.

Ágúst Freyr með gott skot utan teigs rétt framhjá fjærstönginni.
45. mín
Úff! Þarna hefðu Þróttarar geta klárað þennan leik endanlega!

Jeremy Acoff komst í dauðafæri, einn gegn Beiti en setti boltann framhjá fjærstönginni.
43. mín
Það er mikill áhugi fyrir þessum leik, miðað við að það eru fjórir stæltir karlmenn að taka upp leikinn á myndavél.
41. mín
Jeremy Acoff með góða sendingu innfyrir vörn HK, þar sem Ragnar kom á hlaupinu en náði ekki almennilega til boltans og hann endar því í fanginu á Beiti.
36. mín
Viktor er kominn inná að ný.
35. mín
Viktor Jónsson liggur á gervigrasinu. Fór í návígi og þarf aðhlynningu. Virðist eitthvað vankaður.
34. mín
HK hafa fengið nóg af aukaspyrnum hérna í fyrri hálfleik en alls ekki farið vel með þær. Nú rétt í þessu tók Hörður Magnússon aukaspyrnu frá miðlínunni, beint í fangið á Trausta í markinu.
33. mín
HK-ingar fá horn en boltinn yfir allan pakkann. Þeir eru aðeins að sækja í sig veðrið, en þó ekki nóg.
25. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (HK) Út:Aron Þórður Albertsson (HK)
Aron Þórður hefur meiðst og þarf að fara af velli.
24. mín
Illa farið með aukaspyrnuna, Aron Þórður rúllaði boltanum einhverja 1-2 metra til hliðar og þar átti Jón Gunnar að þruma að marki, en boltinn skoppaði eilítið og Jón Gunnar náði litlum krafti í skotið, og boltinn í fyrsta varnarmann.
22. mín
Þróttarar hafa verið duglegir að brjóta og nú rétt í þessu braut Ragnar Pétursson klaufalega á Aroni Þórði.

Aukaspyrna rétt fyrir utan vítateiginn.
20. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Þróttarar eru komnir í 2-0!

Uppúr innkasti, fór Viktor boltann inn í teig, engin sem pressar hann og hann lætur vaða. Boltinn fór að mér sýndist í 1-2 varnarmenn HK og þaðan í markið. Beitir stóð stjarfur í markinu. Lítið við hann að sakast svosem.

Þvílík byrjun hjá Þrótturum og þeir eru komnir í vænlega stöðu!
18. mín
Guðmundur Atli kemst aftur einn innfyrir en Trausti gerir vel, mætir honum og skot Guðmundar beint í Trausta.
13. mín
Velkominn til leiks Dion Jeremy Acoff! Leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net í síðustu umferð er mættur til leiks.

Fór illa með Axel Kára nú rétt í þessu, sem endaði með því að Axel Kári datt. Tveir HK-ingar eltu Dion en áttu ekki roð í hann. Hann gaf síðan boltann út í teiginn, þar kom Ragnar Pétursson á ferðinni, en kom með hræðilegt skot sem endaði í innkasti!

Veit ekki hvort var verra, varnarleikur Axels Kára eða skotið hans Ragnars, jú líklega skotið.
12. mín
Leikurinn í miklu jafnvægi hér fyrstu 10 mínútur leiksins.
7. mín MARK!
Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)
Þróttarar eru komnir yfir!

Fyrsta marktilraun þeirra í leiknum og boltinn inni.

Alexander Veigar með skot utan teigs sem Beitir ræður ekki við. Það bjuggust líklega ekki margir við að þessi bolti myndi enda inni, enda skotið fyrir utan teig og lítil hætta og lítill sem enginn aðdragandi.

Svona er nú fótboltinn skemmtilegur.
6. mín
Andri Geir með skalla rétt yfir markið eftir hornspyrnu frá Axel Kára.

Þarna munaði litlu.
5. mín
Guðmundur Atli kom sér í ákjósanlegt færi en fór illa af ráði sínu, tók sér of langan tíma og endaði með því að eiga skot í varnarmann Þróttar og horn.
2. mín
Væri nú alveg til í að sjá fleiri hérna í Kórnum á þessum leik. Bæði lið byrjað mótið vel og eiga skilið að fá alvöru stuðning frá stuðningsfólki sínu.

Kannski ekki heillandi að mæta í Kórinn, ég veit ekki.
1. mín
Fyrir leik fengu tveir leikmenn HK viðurkenningar frá félaginu.

Davíð Magnússon hefur leiki 250 meistaraflokksleiki fyrir HK og Beitir Ólafsson 100.
1. mín
Leikurinn er byrjaður.

Þróttarar leika í dökkbláum búningum og hvítum stuttbuxum.

HK í sínum búningum, hvítri treyju og rauðum stuttbuxum.
Fyrir leik
Loksins er ég orðinn nettengdur.

Hér í Kórnum er ekki boðið upp á þráðlaust net, eðlilegt það.
Fyrir leik
Þróttarar gera einnig eina breytingu frá síðasta leik gegn BÍ/Bol.

Fyrirliðinn, Hallur Hallsson er mættur í byrjunarliðið í stað Vilhjálms Pálmasonar, sem ekki er í hópnum hjá Þrótturum í dag.
Fyrir leik
Heimamenn gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik.

Árni Arnarson er ekki í hóp og inn í liðið kemur Hörður Magnússon.
Fyrir leik
Bæði lið eru með fullt hús stiga, sex stig.

HK-ingar hafa skorað þrjú mörk og enn ekki fengið mark á sig.

Þróttarar hafa hinsvegar skorað níu mörk og fengið á sig eitt.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu úr Kórnum.

Hér í dag fer fram stórleikur 3. umferðar í 1. deildinni, þegar HK - Þróttur R. tvö efstu liðin í deildinni mætast.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
5. Aron Ýmir Pétursson
9. Viktor Jónsson ('75)
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('80)
11. Dion Acoff ('87)
14. Hlynur Hauksson
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
1. Elías Fannar Stefnisson (m)
8. Hilmar Ástþórsson ('87)
10. Rafn Andri Haraldsson ('80)
12. Omar Koroma ('75)
20. Björgólfur Hideaki Takefusa
26. Grétar Atli Grétarsson

Liðsstjórn:
Erlingur Jack Guðmundsson

Gul spjöld:
Hallur Hallsson ('61)

Rauð spjöld: