City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Man City
2
3
Man Utd
0-1 Wayne Rooney '10
Vincent Kompany '12
0-2 Ander Herrera '30
0-3 Wayne Rooney '40
Aleksandar Kolarov '48 1-3
Sergio Aguero '65 2-3
08.01.2012  -  13:00
Etihad leikvangurinn
Enski bikarinn - 3. umferð
Byrjunarlið:
30. Costel Pantilimon (m)
2. Micah Richards
4. Vincent Kompany
6. Fernando
7. James Milner
8. Samir Nasri ('82)
10. Sergio Aguero
13. Aleksandar Kolarov
21. David Silva
34. Nigel De Jong
35. Stefan Jovetic

Varamenn:
1. Joe Hart (m)
5. Pablo Zabaleta
15. Stefan Savic
22. Gael Clichy
25. Fernandinho ('82)
36. Denis Suarez
62. Abdul Razak

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Vincent Kompany ('12)
93. mín
Leiknum er lokið eftir dramatískar lokamínútur! Bikarmeistararnir eru dottnir út úr leik þrátt fyrir frábæran síðari hálfleik!!
87. mín
Savic er alblóðugur og þarf að fara af velli eftir að hafa skollið saman við Evra.
82. mín
Inn:Fernandinho (Man City) Út:Samir Nasri (Man City)
Owen Hargreaves kemur inn á gegn sínum gömlu félögum í stað Samir Nasri.
75. mín
Inn:Daley Blind (Man Utd) Út:Ander Herrera (Man Utd)
Ferguson ætlar að þétta aðeins miðjuna.
71. mín
Paul Scholes kemur með þrumuskot sem er þó beint á Pantilimon!
67. mín
Þetta er grannaslagur eins og þeir gerast bestir!!! Legend snýr aftur, rautt spjald, munurinn minnkaður úr 3-0 í 3-2! Þetta er stórkostlegt fyrir hinn hlutlausa!
65. mín MARK!
Sergio Aguero (Man City)
MARK!!!! Sergio AGUERO minnkar muninn í 3-2!!!! Paul SCHOLES missti boltann, fyrirgjöfin kom inn í og Aguero náði skotinu! Lindegaard átti að halda boltanum en klúðraði algerlega og AGUERO NÁÐI AÐ MINNKA MUNINN!! ÞVÍLÍKT DRAMA!! EKKI GÓÐ INNKOMA HJÁ SCHOLES!
63. mín
Valencia á klárlega að fá víti þegar Kolarov brýtur á honum en Chris Foy hefur ekki kúlurnar til að dæma á þetta!
58. mín
Inn:Marouane Fellaini (Man Utd) Út:Juan Mata (Man Utd)
Já, það er bara þannig! PAUL SCHOLES er kominn inn á!!
52. mín
Wayne Rooney á skot úr fínu færi eftir stutta hornspyrnu en boltinn fer rétt framhjá markinu.
48. mín MARK!
Aleksandar Kolarov (Man City)
MARK!!! ALEKSANDAR KOLAROV MINNKAR MUNINN BEINT ÚR AUKASPYRNUNNI MEÐ GLÆSILEGU SKOTI!!! ÓVERJANDI FYRIR LINDEGAARD! FÁUM VIÐ EITTHVAÐ FJÖR Í ÞETTA?
47. mín Gult spjald: Marcos Rojo (Man Utd)
Evra fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Micah Richards og City fær aukaspyrnu á þokkalegum stað.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés í þessari mögnuðu viðureign. Staðan er 3-0 fyrir Man Utd sem hefði getað bætt við marki í restina þegar Danny Welbeck potaði boltanum rétt framhjá úr frábæru færi.
45. mín
Uppbótartíminn í fyrri hálfleik er tvær mínútur.
40. mín MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
Rooney skorar!!! Spyrnan er ekkert sérstök og Pantilimon fer vel, en Rooney hleypur og nær að skalla knöttinn í netið!! 3-0 fyrir Manchester United, ja hérna hér!!
39. mín
VÍTASPYRNA!!! DANNY WELBECK ER FELLDUR INNI Í VÍTATEIG CITY MANNA OG RÉTTILEGA DÆMT VÍTI!! KOLAROV BRAUT FÁRÁNLEGA Á HONUM OG WAYNE ROONEY FER Á PUNKTINN!
36. mín Gult spjald: Juan Mata (Man Utd)
Þá fær Nani gula spjaldið. Ætli Chris Foy ætli að jafna í liðum eftir fáránlega brottvísun?
35. mín Gult spjald: Ander Herrera (Man Utd)
Markaskorarinn Danny Welbeck fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir klaufalega tæklingu.
30. mín MARK!
Ander Herrera (Man Utd)
MAAAAARK!!! UNITED ER HELDUR BETUR AÐ HEFNA FYRIR SÍÐASTA LEIK!!! DANNY WELBECK ER BÚINN AÐ KOMA GESTUNUM Í 2-0 MEÐ GLÆSILEGU SKOTI ÚR TEIGNUM!! BOLTINN FÓR AF NASRI OG WELBECK TÓK HANN VIÐSTÖÐULAUST AFTUR FYRIR SIG OG SKORAÐI!!!
25. mín
Ekki mikið að gerast þessa stundina. Ég veit að við erum búin að fá mark og rautt, en annars hefur þetta verið svona heldur dapurt.
Bergsveinn Ólafsson
fáránlegt hvað það má ekkert gera í fótbolta í dag #aldreired #kompany #fotbolti
14. mín
Lindegaard ver frábærlega frá Aguero, þvílíkur leikur!!
12. mín Rautt spjald: Vincent Kompany (Man City)
RAUTT Á KOMPANY!!! Chris Foy dómari dæmir fáránlegt rautt spjald á fyrirliða Manchester City!! Kompany hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í ár en verður ekki meira með í dag.
10. mín MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
MAAAARK!!! WAYNE ROONEY KEMUR UNITED YFIR MEÐ FRÁBÆRUM SKALLA EFTIR GÓÐA FYRIRGJÖF FRÁ ANTONIO VALENCIA!! ÞETTA VAR FYRSTA SÓKN GESTANNA!!!
7. mín
Þarna munaði litlu! Lindegaard var allt of lengi að losa sig við boltann og Aguero komst fyrir, en sem betur fer fyrir United fór boltinn ekki inn.
5. mín
City liðið hefur verið betra fyrstu fimm mínúturnar, leikurinn hefur nánast allur farið fram á vallarhelmingi gestanna.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir í United sem hefja leik gegn bikarmeisturunum!
Fyrir leik
Meðal áhorfenda á Etihad leikvangnum í dag er sjálfur David Beckham. Hann er að sjálfsögðu í VIP stúkunni!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þá fer heldur betur að styttast í þetta. Liðin eru komin inn á völlinn, allir eru búnir að heilsa og svona. Þá fer þetta að hefjast, stórviðureign Manchesterliðanna!
Fyrir leik
Mun Paul Scholes hjálpa Manchester United? Er þetta sniðugt útspil? Taktu þátt í könnun á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook. Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ég hvet ykkur lesendur góðir til að tjá ykkur endilega um þennan leik á Twitter og jafnvel endurkomu Paul Scholes líka! Munið bara að nota hashtaggið #fotbolti og vel valdar færslur birtast hér á síðunni.
Tómas Þór Þórðarson blaða- og útvarpsmaður
Hvað hugsa hin liðin í toppbaráttunni? Neyðarleg sprelli"kaup" hjá #MUFC eða hafa þau áhyggjur af því að Scholes sé kominn aftur? #thougts
Fyrir leik
Mario Balotelli er ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla á ökkla og þá er Gareth Barry í leikbanni eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Liverpool.
Fyrir leik
Það muna væntanlega flestir eftir síðustu viðureign þessara liða, 6-1 sigri City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var ein mesta niðurlæging sem United hafði orðið fyrir á heimavelli sínum og hafa þeir því harma að hefna.
Fyrir leik
Heimamenn í City sakna að sjálfsögðu Toure bræðrana, Yaya og Kolo, sem fengu ekki leyfi frá landsliðsþjálfara Fílabeinsstrandarinnar til að vera með í þessum leik. Það munar þá sérstaklega um þann fyrrnefnda, sem hefur staðið sig hreint út sagt frábærlega á þessu tímabili.
Fyrir leik
Þá eru varamannabekkirnir komnir inn og það er glimrandi staðfest, Scholes er mættur aftur! Þá er Owen Hargreaves á varamannabekk Manchester City gegn sínum gömlu félögum.
Fyrir leik
Merkilegustu fréttirnar fyrir þennan leik eru klárlega þær að Paul Scholes er mættur aftur í lið Manchester United og er á varamannabekknum í dag. Hver hefði búist við þessu??
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið margblessaðir og sælir í beina textalýsingu Fótbolta.net frá stórleik Manchester City og Manchester United í enska FA bikarnum.
Byrjunarlið:
4. Phil Jones
5. Marcos Rojo
7. Angel Di Maria
8. Juan Mata ('58)
10. Wayne Rooney
11. Adnan Januzaj
12. Chris Smalling
16. Michael Carrick
21. Ander Herrera ('75)
26. Shinji Kagawa
36. Matteo Darmian

Varamenn:
1. David de Gea (m)
13. Anders Lindegaard (m)
2. Rafael
11. Anthony Martial
17. Daley Blind ('75)
22. Henrikh Mkhitaryan
27. Marouane Fellaini ('58)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ander Herrera ('35)
Juan Mata ('36)
Marcos Rojo ('47)

Rauð spjöld: