City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
1
3
Fylkir
0-1 Andrés Már Jóhannesson '53
0-2 Albert Brynjar Ingason '58 , víti
Magnús Sverrir Þorsteinsson '60 1-2
1-3 Oddur Ingi Guðmundsson '70
25.05.2015  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 827
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
1. Richard Arends (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('59)
Sigurbergur Elísson
Hólmar Örn Rúnarsson
5. Insa Bohigues Fransisco ('46)
6. Einar Orri Einarsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('81)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Samuel Jimenez Hernandez ('46)
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('59)
13. Unnar Már Unnarsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('81)
22. Indriði Áki Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Insa Bohigues Fransisco ('31)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('41)
Richard Arends ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
leik lokið. komum með umfjöllun og viðtöl síðar
89. mín
Heimamenn eru manni færri þar sem Haraldur Freyr yfirgaf völlinn og Keflavík búnir með allar skiptingar.
89. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
86. mín
Sigurbergur með ágætt skot beint úr aukaspyrnu en yfir markið.
83. mín
Það er fátt í leik keflavíkur í dag sem bendir til einhvers annars en að það sé langt og erfitt sumar í vændum og barátta við að bjarga sér frá falli.
81. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
80. mín
Fylkismenn í dauðafæri hinumeginn en Richard ver
79. mín
Sigurbergur Elísson með þvílíkan þrumufleig í markslánna.
75. mín
Magnús Sverrir nálægt því að minnka muninn. Magnús Þórir átti sendingu inná teiginn og Magnús Sverrir náði að snerta boltann en hann rann framhjá markinu.
70. mín MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Skelfileg varnarvinna hjá Keflavík. Enginn virtist nenna að ráðast á boltann til að koma honum í burtu og Oddur lagði hann í netið af stuttu færi eftir að Richard hafði varið skot frá Ingimundi Níels.
66. mín
Fylkismenn að bjarga á línu. Eftir hornspyrnu og klafs í teignum átti Haraldyr Freyr að því er virtist síðustu snertingu en Fylkismenn björguðu á línu.
64. mín Gult spjald: Tonci Radovinkovic (Fylkir)
60. mín MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Stoðsending: Hólmar Örn Rúnarsson
Með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Hólmari Erni.
59. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
58. mín Mark úr víti!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Skoraði af öryggi.
58. mín Gult spjald: Richard Arends (Keflavík)
Fyrir brot á Ingimundi. Vítaspyrna
57. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
53. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Albert sendi góða sendingu fyrir markið og Andrés lagði hann framhjá Richard í markinu
48. mín
Við þessa skiptingu færist Frans Elvarsson í hægri bakvörðin og Samuel kemur inn á vinstri vænginn
46. mín
Inn:Samuel Jimenez Hernandez (Keflavík) Út:Insa Bohigues Fransisco (Keflavík)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Spurning hvort heimamenn nái að búa sér til einhver færi undan vindinum.
45. mín
Kominn hálfleikur hér í Keflavík. Komum með síðari hálfleikinn hér rétt á eftir
41. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Fór harkalega aftaní Odd Inga
39. mín
Tonmci með skemmtilega bakfallsspyrnu en Richard varði vel. Úr hornspyrnu barst knötturinn svo til Alerts Brynjars sem skaut að marki en í markslánna.
33. mín
Albert í færi en Richard ver
32. mín
Andrés Már í þriðja dauðafærinu. Fékk góða sendingu frá Albert Brynjari, eftir skelfileg mistök Richard í marki Keflavíkur, en hann bætti fyrir það með góðri vörslu. Boltinn barts samt aftur í átt að marki en Haraldur bjargaði á marklínu
31. mín Gult spjald: Insa Bohigues Fransisco (Keflavík)
Pirringur hjá Insa
30. mín
Hér fer mikill kraftur manna í að halda sjó í rokinu. Það er erfitt að spila fallegan fótbolta í svona veðri
25. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Ásgeir Börkur fer meiddur af velli
23. mín
Andræes Már aftur í dauðafæri. Fékk góða fyrirgjöffrá Ragnari Braga en skaut hárfínt framhjá
8. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Soft
3. mín
Andrés Már með hörkuskota að marki Keflavíkur en Richard varði mjög vel. Fylkismenn byrja af meiri krafti undan strekkingsvindi
1. mín
Leikur hafinn hér á Nettóvellinum.
Fyrir leik
Það styttist í leik hérna í Keflavík. Það vekur furðu að Hörður Sveinsson sé ekki í leikmannahópi heimamanna og líkleg skýring er að hann sé annaðhvort meiddur eða veikur. Við fáum vonandi fréttir af því fljótlega.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Af heimasíðu Keflavíkur:
Keflavík og Fylkir hafa leikið 34 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989. Það er jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; bæði lið hafa unnið 12 leiki en tíu sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 42-51 fyrir Fylki. Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun.

Liðin hafa leikið 17 sinnum í Keflavík í efstu deild. Þar hefur Keflavík unnið 9 leiki, fimm hefur lokið með jafntefli en Fylkir hefur þrisvar sinnum unnið hér í efstu deildinni. Markatalan í heimaleikjum gegn Fylki er 25-18 fyrir Keflavík.

Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild. Hörður Sveinsson hefur gert fimm mörk, Magnús Þorsteinsson og Hólmar Örn Rúnarsson þrjú, Jóhann Birnir Guðmundsson tvö og Guðjón Árni Antoníusson og Haraldur Freyr Guðmundsson hafa gert eitt mark hvor.

Alls hafa 20 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Fylki í efstu deild. Það er Guðmundur Steinarsson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn Fylki í efstu deild, alls níu talsins. Næstur er Hörður Sveinsson með fimm mörk.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari leiksins verður Ívar Orri Kristjánsson, aðstoðardómarar þeir Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Steinar Berg Sævarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kristján Gauti Emilsson spáir 1-1 jafntefli:
Keflvíkinga þyrstir í fleiri stig og leikur þeirra fer batnandi eftir því sem líður á mótið. Fylkismenn líta hinsvegar ágætlega út eftir fyrstu umferðirnar og jafntefli því niðurstaðan. Fyrrum liðsfélagarnir Hólmar Örn og Albert Brynjar skora sitthvort markið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fylkir er með fimm stig eftir fjórar umferðir en Keflavík er í leit að sínum fyrsta sigri, er aðeins með eitt stig.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin í textalýsingu frá leik Keflavíkur og Fylkis.

Hörður Sveinsson er ekki með Keflavík í kvöld en Jóhann Birnir er í byrjunarliðinu. Ein breyting á byrjunarlið Fylkis frá 1-3 tapi gegn KR. Andrés Már Jóhannesson kemur inn fyrir Davíð Einarsson sem sest á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson ('89)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('25)
10. Andrés Már Jóhannesson ('57)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('57)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('89)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
22. Davíð Einarsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('25)

Liðsstjórn:
Kristján Hauksson

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('8)
Tonci Radovinkovic ('64)

Rauð spjöld: