Stjarnan
1
1
FH
Ólafur Karl Finsen
'6
1-0
1-1
Kassim Doumbia
'60
26.05.2015 - 20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Hvasst og blautt, alvöru íslenskt veður.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 2264
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Hvasst og blautt, alvöru íslenskt veður.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 2264
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Veigar Páll Gunnarsson
('60)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
('79)
27. Garðar Jóhannsson
('60)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
8. Pablo Punyed
('60)
11. Arnar Már Björgvinsson
('79)
18. Jón Arnar Barðdal
19. Jeppe Hansen
('60)
22. Þórhallur Kári Knútsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Nokkuð sanngjörn úrslit.
Stjarnan byrjaði betur en FH komu vel inn í leikinn er leið á hann.
Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. Takk fyrir mig.
Stjarnan byrjaði betur en FH komu vel inn í leikinn er leið á hann.
Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Kassim svo nálægt því !!!
Kassim með annan skalla sem er á leiðinni upp í markvinkilinn en maður leiksins, Gunnar Nielsen sér við honum með rosalegri markvörslu.
Kassim með annan skalla sem er á leiðinni upp í markvinkilinn en maður leiksins, Gunnar Nielsen sér við honum með rosalegri markvörslu.
90. mín
Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Fór illa í Þorra. Tíminn er að renna út.
89. mín
Nú fer hver að vera síðastur að verða hetja. Ein mínúta eftir af venjulegum leiktíma.
Atli Viðar verður að setjann, það vilja allir hafa þessa Solskjær týpu í deildinni. #fotboltinet
— Sindri Sindrason (@Sindrason) May 26, 2015
85. mín
Hewson nálægt því að skora!
Hewson með skot frá vítapunktinum en Gunnar ver frábærlega.
Hewson með skot frá vítapunktinum en Gunnar ver frábærlega.
81. mín
Halldór Orri flikkar boltanum fyrir fætur Pablo Punyed en skot hans fer yfir markið. Ágætis tilraun.
79. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Mikið búið að draga af Óla Kalla sem byrjaði leikinn mjög vel.
Hann hefur lítið gert í seinni hálfleik.
Hann hefur lítið gert í seinni hálfleik.
78. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH)
Út:Steven Lennon (FH)
Ekki besti leikur Lennon hér á landi.
Meistari Atli Viðar mættur í hans stað. Heimir Guðjóns vill sigurmark, það er á hreinu.
Meistari Atli Viðar mættur í hans stað. Heimir Guðjóns vill sigurmark, það er á hreinu.
76. mín
Jeppe kemur sér í fínt færi rétt innan teigs en skotið er of nálægt Róberti í markinu sem ver örugglega.
75. mín
Markið hjá Kassim var fyrsta markið sem FH skorar í sumar þar sem Atli Viðar Björnsson er ekki inná.
Þvílíkur maður sem Atli er. Kassim er það nú líka.
Þvílíkur maður sem Atli er. Kassim er það nú líka.
72. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Út:Jeremy Serwy (FH)
Serwy er búinn að eiga mjög góðan leik en Heimir vill fá meiri kraft í sóknarleik sinna manna.
70. mín
FH-ingar eru líklegri til að komast yfir en heimamenn eins og er án þess þó að fá mörg færi.
Þeir eru hins vegar meira með boltann og eru að koma sér í góðar stöður.
Þeir eru hins vegar meira með boltann og eru að koma sér í góðar stöður.
68. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað við mikla óánægju heimamanna.. Smá atgangur á milli leikmanna en þeir skilja sáttir.
64. mín
Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Fyrsta spjald leiksins.
Pétur fer aftan í Jeppe og fær réttilega spjald.
Pétur fer aftan í Jeppe og fær réttilega spjald.
62. mín
Mikið rosalega hlítur Kassim að líða vel núna. Eftir alla vitleysuna sem gékk á er liðin mættust á síðasta ári. Svona á að svara.
60. mín
MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
Stoðsending: Jeremy Serwy
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!
Hver annar en draumurinn sjálfur!
Það hlaut að vera. Einfalt mark, Serwy er búinn að eiga flottar fyrirgjafir allan leikinn og nú tekur hann hornspyrnu beint á kollinn á Kassim sem skallar í hornið. Verskuldað mark.
Hver annar en draumurinn sjálfur!
Það hlaut að vera. Einfalt mark, Serwy er búinn að eiga flottar fyrirgjafir allan leikinn og nú tekur hann hornspyrnu beint á kollinn á Kassim sem skallar í hornið. Verskuldað mark.
54. mín
Jón Jónsson á fyrirgjöf sem fer beint á Atla Guðna sem á skot yfir markið.
Atli nýtir oft færin sín betur en þetta.
Atli nýtir oft færin sín betur en þetta.
51. mín
Bjarni Þór í mjög góðu skotfæri eftir fína sókn FH-inga.
Atli Guðna leggur boltann fyrir Bjarna en skot hans fer hátt yfir markið. Þarna átti hann að gera betur.
Atli Guðna leggur boltann fyrir Bjarna en skot hans fer hátt yfir markið. Þarna átti hann að gera betur.
46. mín
Kassim er ekki búinn að vera sannfærandi í liði FH. Sendingarnar hjá honum hafa verið frekar slakar og virðist hann frekar "shaky" í varnarleik sínum.
45. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað. FH-ingar byrja með boltann í þetta skiptið.
Vonum að seinni hálfleikurinn verði jafn góður og sá fyrri. Þá erum við í fínum málum.
Vonum að seinni hálfleikurinn verði jafn góður og sá fyrri. Þá erum við í fínum málum.
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir eftir skemmtilegan fyrri hálfleik.
Þeir skoruðu snemma leiks og hafa varist vel síðan. FH-ingar hafa nokkrum sinnum komist nálægt því að jafna en ekki tekist það.
FH-ingar heilt yfir aðeins betra liðið þrátt fyrir að vera undir.
Þeir skoruðu snemma leiks og hafa varist vel síðan. FH-ingar hafa nokkrum sinnum komist nálægt því að jafna en ekki tekist það.
FH-ingar heilt yfir aðeins betra liðið þrátt fyrir að vera undir.
45. mín
Enn og aftur á Jeremy hættulegan bolta inn í teig Stjörnunnar og enn og aftur fer hún rétt framhjá öllum.
Framherjar FH verða að ráðast á svona bolta. Þeir geta svo sannarlega gefið mark, sé framherjinn lifandi.
Framherjar FH verða að ráðast á svona bolta. Þeir geta svo sannarlega gefið mark, sé framherjinn lifandi.
42. mín
Gunnar Nielsen er búinn að eiga virkilega góðan leik í marki Stjörnunnar. Hann er búinn að vera mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum.
38. mín
Gömlu mennirnir, Garðar og Veigar spila afar skemmtilega á milli sín og virðist Veigar vera við það að sleppa í gegn en Kassim nær að bjarga á síðustu stundu.
37. mín
Óli Kalli vill fá víti!
Garðar Jó gerir vel upp hægri vænginn áður en hann sendir boltann á Óla.
Bjarni Þór fer utan í Óla sem fer niður en Garðar dæmir ekkert. Þetta hefði verið harður dómur.
Garðar Jó gerir vel upp hægri vænginn áður en hann sendir boltann á Óla.
Bjarni Þór fer utan í Óla sem fer niður en Garðar dæmir ekkert. Þetta hefði verið harður dómur.
36. mín
Sam Hewson og Steven Lennon leika sín á milli en skalli Lennon endar í fanginu á Gunnari.
Þessir fyrrum leikmenn Fram hafa verið nokkuð hættulegir í kvöld og þá sérstaklega Hewson.
Þessir fyrrum leikmenn Fram hafa verið nokkuð hættulegir í kvöld og þá sérstaklega Hewson.
34. mín
Geir Ólafs er mættur.
Honum finnst þetta skemmtilegur leikur og dáist af Stjörnumönnum en segir FH eiga miðjuna.
Hann er vitur maður hann Geir.
Honum finnst þetta skemmtilegur leikur og dáist af Stjörnumönnum en segir FH eiga miðjuna.
Hann er vitur maður hann Geir.
33. mín
Gunnar Nielsen lítur enn og aftur vel út en hann greip fyrirgjöf Atla Guðna afar örugglega.
32. mín
Það er smá hiti í mönnum hérna í Garðabæ, bæði í stúkunni sem og á vellinum en dómum er ótt og títt mótmælt kröftulega.
Stuðningsmenn liðanna voru síðan í rosalegum rifrildum hérna fyrir neðan okkur og voru ljót orð látin flakka en þeir voru að lokum skildir af.
Stuðningsmenn liðanna voru síðan í rosalegum rifrildum hérna fyrir neðan okkur og voru ljót orð látin flakka en þeir voru að lokum skildir af.
29. mín
Kassim brýtur af sér en hann leit afar illa út er hár bolti kom í áttina að honum. Hann skallaði hann beint á Garðar Jó og braut síðan á sér.
Óli Kalli tók aukaspyrnuna sem var af um 30 metrum en hún fór hátt yfir.
Óli Kalli tók aukaspyrnuna sem var af um 30 metrum en hún fór hátt yfir.
28. mín
Jeremy Serwy er að komast svolítið upp vinstri vænginn og var hann rétt í þessu að reyna fyrirgjöf sem var hættuleg en fór að lokum framhjá öllum.
24. mín
Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, er ekki með í kvöld en hann er hér með okkur í blaðamannastúkunni og er hann afar stressaður maður þessa stundina. Honum líst ekki alveg nógu vel á hversu aftarlega Stjörnumenn liggja.
23. mín
Jeremy reynir skot utan teigs sem fer töluvert yfir markið.
FH-ingar vilja fá spjald á Gunnar sem tekur sér aftur fínan tíma í markspyrnu. Held þetta endi með spjaldi á Gunnar ef hann heldur þessu áfram.
FH-ingar vilja fá spjald á Gunnar sem tekur sér aftur fínan tíma í markspyrnu. Held þetta endi með spjaldi á Gunnar ef hann heldur þessu áfram.
22. mín
Heiðar reynir langa sendingu á Veigar Pál sem er full löng. Góð hugmynd hjá Heiðari en gékk ekki alveg í þetta skiptið.
20. mín
Ég er að fá að heyra að markið sem Atli skoraði áðan hafi átt að standa. Menn vita ekki hvað Garðar flautaði á.
Ég sá þetta ekki alveg nægilega vel en þetta er orðið í blaðamannastúkunni.
Þess má geta að það var löngu búið að flauta áður en Atli skoraði og voru varnarmenn Stjörnunnar hættir.
Ég sá þetta ekki alveg nægilega vel en þetta er orðið í blaðamannastúkunni.
Þess má geta að það var löngu búið að flauta áður en Atli skoraði og voru varnarmenn Stjörnunnar hættir.
19. mín
Stjörnumenn hafa bakkað full mikið eftir að hafa komist yfir og eru FH-ingar töluvert líklegri þesa stundina og eru að pressa vel.
Þetta endar með marki ef Stjarnan fer ekki að komast framar á völlinn.
Þetta endar með marki ef Stjarnan fer ekki að komast framar á völlinn.
17. mín
Steven Lennon reynir hálfgerða bakfallspyrnu að marki en hún fer hátt yfir.
Gunnar er aðvaraður af Garðari dómara fyrir að vera lengi að taka markspyrnu í kjölfarið.
Gunnar er aðvaraður af Garðari dómara fyrir að vera lengi að taka markspyrnu í kjölfarið.
16. mín
Jeremy í færi!
Jeremy Serwy kemst einn gegn Gunnari eftir langan bolta fram en Gunnar ver virkilega vel.
FH-ingar verða líklegri með hverri mínútunni.
Jeremy Serwy kemst einn gegn Gunnari eftir langan bolta fram en Gunnar ver virkilega vel.
FH-ingar verða líklegri með hverri mínútunni.
15. mín
Bjarni Þór í færi!
Sam Hewson er með flotta vinnu inn í vítateig Stjörnunnar og boltinn berst í kjölfarið á Bjarna Þór sem nær ágætis skoti sem fer naumlega yfir.
Sam Hewson er með flotta vinnu inn í vítateig Stjörnunnar og boltinn berst í kjölfarið á Bjarna Þór sem nær ágætis skoti sem fer naumlega yfir.
11. mín
Atli Guðna kemur boltanum í netið en Garðar Örn var löngu búinn að flauta aukaspyrnu.
Frábær afgreiðsla Atla en það er ekki mikil sárabót fyrir FH-inga.
Frábær afgreiðsla Atla en það er ekki mikil sárabót fyrir FH-inga.
10. mín
FH-ingar hafa reynt að sækja eftir að hafa lent undir en vörn Stjörnunnar hefur staðið vel hingað til.
Þeir eru að vinna skallaboltana og virka mjög sannfærandi hingað til.
Þeir eru að vinna skallaboltana og virka mjög sannfærandi hingað til.
6. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
Stoðsending: Heiðar Ægisson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!
Íslandsmeistaranir eru komnir yfir!!
Óli Kalli klárar mjög vel eftir flottann sprett og fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni. En Óli stýrði boltanum snyrtilega í hornið af markteig.
Stórskemmtilegur leikur hingað til.
Íslandsmeistaranir eru komnir yfir!!
Óli Kalli klárar mjög vel eftir flottann sprett og fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni. En Óli stýrði boltanum snyrtilega í hornið af markteig.
Stórskemmtilegur leikur hingað til.
5. mín
Bæði lið hefðu getað verið komin með mark þegar fimm mínútur eru liðnar. Ef leikurinn heldur svona þá verðum við alls ekki fyrir vonbriðgum.
4. mín
Garðar Jó hinum megin nálægt því að skora!
Skemmtileg byrjun á þessum leik. Garðar Jó nær að koma með skemmtilega tilraun með hælnum eftir klafst í teignum en Davíð Þór bjargar á línu.
Skemmtileg byrjun á þessum leik. Garðar Jó nær að koma með skemmtilega tilraun með hælnum eftir klafst í teignum en Davíð Þór bjargar á línu.
3. mín
Fyrsta færi leiksins og næstum fyrsta markið!!
Frábær markvarsla frá Gunnari Nielsen. Davið Þór Viðarsson á truflaða sendingu inn fyrir vörnina og beint á kollinn á Sam Hewson sem nær góðum skalla sem Gunnar ver mjög vel.
Frábær markvarsla frá Gunnari Nielsen. Davið Þór Viðarsson á truflaða sendingu inn fyrir vörnina og beint á kollinn á Sam Hewson sem nær góðum skalla sem Gunnar ver mjög vel.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Stórleikurinn er hafinn!!
Stjarnan byrjar með boltann, Garðar Jó og Veigar Páll taka miðjuna.
Stjarnan byrjar með boltann, Garðar Jó og Veigar Páll taka miðjuna.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Maður þarf helst að standa til að sjá eitthvað þar sem stuðningsmenn Stjörnunar eru beint fyrir framan mig og standa þeir allir.
Fyrir leik
,,Við förum í þennan leik eins og hvern annan leik. Við ætlum okkur að ná í þrjú stig," sagði Ólafur Karl Finsen í viðtali við Gaupa á Stöð 2 Sport nú rétt í þessu.
,,Ég var sofandi þegar töflufundurinn var," sagði Ólafur aðspurður út í leikskipulagið.
,,Það er mikilvægt að fá stig og þetta er mikilvægur leikur. "
,,Ég var sofandi þegar töflufundurinn var," sagði Ólafur aðspurður út í leikskipulagið.
,,Það er mikilvægt að fá stig og þetta er mikilvægur leikur. "
Fyrir leik
,,Við fórum illa úr því eins og flestir vita. Það er hugur í okkur að ná í þrjú stig í kvöld," sagði Davíð Þór í viðtali við Gaupa á Stöð 2 Sport nú rétt í þessu.
,,Þeir sem voru að spila með okkur í fyrra, muna vel eftir síðasta leik. Við hljótum að koma klárir í þennan leik."
,,Þetta snýst um að taka stigin af þeim liðum sem eru næst okkur í deildinni."
,,Þeir sem voru að spila með okkur í fyrra, muna vel eftir síðasta leik. Við hljótum að koma klárir í þennan leik."
,,Þetta snýst um að taka stigin af þeim liðum sem eru næst okkur í deildinni."
Fyrir leik
Það er verið að kynna liðin til leiks og eru stuðninsmenn liðanna komnir af stað.
Það er mjög góð stemning, eins og við var að búast.
Það er mjög góð stemning, eins og við var að búast.
Fyrir leik
,,Þetta verður erfiður leikur. Það er gaman að fá þá til okkar," sagði Rúnar Páll í viðtali við Gaupa nú rétt í þessu á Stöð 2 Sport.
,,Við erum klárir í slaginn. Það er nýtt tímabil núna. Við erum ekkert að pæla í því sem gerðist í fyrra."
,,Við erum með breiðan og sterkan leikmannahóp. Garðar kemur inn ásamt Veigari og Præst kemur inn eftir löng meiðsli."
,,Við færum Óla Kalla á hægri kantinn og Dóri kemur á vinstra megin á miðjuna. Atli Jó. er meiddur svo okkur vantaði miðjumann."
,,Veigar kemur inn, við teljum það henta vel gegn FH."
,,FH eru með gríðarlega sterkt lið og eru sprækir. Þeir hafa spilað flesta leikina vel í sumar og þeir eru baneitraðir. Við þurfum að vera skipulagðir varnarlega. "
,,Við erum klárir í slaginn. Það er nýtt tímabil núna. Við erum ekkert að pæla í því sem gerðist í fyrra."
,,Við erum með breiðan og sterkan leikmannahóp. Garðar kemur inn ásamt Veigari og Præst kemur inn eftir löng meiðsli."
,,Við færum Óla Kalla á hægri kantinn og Dóri kemur á vinstra megin á miðjuna. Atli Jó. er meiddur svo okkur vantaði miðjumann."
,,Veigar kemur inn, við teljum það henta vel gegn FH."
,,FH eru með gríðarlega sterkt lið og eru sprækir. Þeir hafa spilað flesta leikina vel í sumar og þeir eru baneitraðir. Við þurfum að vera skipulagðir varnarlega. "
Fyrir leik
Siggi dúlla var rétt í þessu að labba útaf við hetjulegar móttökur frá stuðningsmönnum Stjörnunnar. Mætti halda að hann væri að labba útaf eftir að hafa verið að skora þrennu. Dúllan er maður fólksins.
Fyrir leik
,,Við verðum að lifa í núinu. Það þýðir ekkert að vera í fortíðinni.
Það er þessi leikur og það eru þrjú stig í boð og við ætlum að taka þau," sagði Heimir Guðjónsson í viðtal við Gaupa á Stöð 2 Sport nú rétt í þessu.
,,Stjarnan eru vel skipulagðir og góðir í skyndisóknum. Þeir geta líka haldið boltanum innan liðsins og búið til góðar sóknir. Þeir gætu pressað okkur eða legið til baka."
Það er þessi leikur og það eru þrjú stig í boð og við ætlum að taka þau," sagði Heimir Guðjónsson í viðtal við Gaupa á Stöð 2 Sport nú rétt í þessu.
,,Stjarnan eru vel skipulagðir og góðir í skyndisóknum. Þeir geta líka haldið boltanum innan liðsins og búið til góðar sóknir. Þeir gætu pressað okkur eða legið til baka."
Fyrir leik
Mikið væri nú gaman að fá að spjalla við einn leikmann FH eða svo eftir leik en þeir eru búnir að vera í fjölmiðlabanni undanfarið. Það mun allt koma í ljós í lok leiks.
Vonum það besta.
Vonum það besta.
Fyrir leik
FH-ingar berja trommur og tralla og eru komnir af stað í stúkunni.
Enn á eftir að heyrast í silfurskeiðinni en ég efast ekki um það að þeir muni láta vel í sér heyra.
Enn á eftir að heyrast í silfurskeiðinni en ég efast ekki um það að þeir muni láta vel í sér heyra.
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson dæmir leik kvöldsins.
Það er strax byrjað að ræða líkur á að hann gefi rautt spjald í kvöld hér í blaðamannaskýlinu. Það er ekki útilokað enda smá rígur á milli liðanna og þá sérstaklega eftir síðustu leiktíð.
Það er strax byrjað að ræða líkur á að hann gefi rautt spjald í kvöld hér í blaðamannaskýlinu. Það er ekki útilokað enda smá rígur á milli liðanna og þá sérstaklega eftir síðustu leiktíð.
Fyrir leik
Fly on the Wings of Love ómar í Garðabænum. Reyndar á dönsku. Presturinn og Jeppinn verða ánægðir með það.
Fyrir leik
Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson hafa verið á bekknum hingað til í sumar en þeir koma báðir inn í dag. Það er greinilegt að það er mikið undir í kvöld. Þetta eru menn með vægast sagt mikla reynslu.
Fyrir leik
Það er búist við hátt upp í 2500 manns í Garðabæ í kvöld þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Jafnvel talað um að menn séu að slást um miða. Vonum að enginn meiði sig í þeim áflogum.
Jafnvel talað um að menn séu að slást um miða. Vonum að enginn meiði sig í þeim áflogum.
Fyrir leik
Stjarnan eru taplausir í deildinni. Þeir hafa unnið ÍA og ÍBV áður en þeir gerðu jafntefli gegn Leikni og Víkingum.
Fyrir leik
FH hefur unnið þrjá og tapað einum hingað til í deildinni. Tapleikurinn kom gegn Val á Hlíðarenda en þeir hafa unnið KR, ÍA og Keflavík.
Fyrir leik
Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild í síðasta leik en hann fer samt sem áður á bekkinn.
Fyrir leik
FH-ingar ætla sér sjálfsagt að hefna fyrir það og þá sér í lagi Kassim "The Dream" Doumbia sem gaf víti á loka augnablikum leiksins.
Hann byrjar í dag í fyrsta skipti síðan í þeim leik en hann hefur verið í banni.
Hann byrjar í dag í fyrsta skipti síðan í þeim leik en hann hefur verið í banni.
Fyrir leik
Eins og allir vita þá börðust þessi lið til síðasta leiks á síðustu lektíð um íslandsmeistaratitilinn.
Þá mættust einmitt liðin í síðustu umferðinni í hreinum úrslitaleik um hvort liðið yrði íslandsmeistari og hafði Stjarnan betur eftir hádramatík.
Þá mættust einmitt liðin í síðustu umferðinni í hreinum úrslitaleik um hvort liðið yrði íslandsmeistari og hafði Stjarnan betur eftir hádramatík.
Fyrir leik
Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar gerir þrjár breytingar á sínu liði. Garðar Jóhannsson og Veigar Páll byrja sína fyrstu leiki í sumar. Þeir koma inn í liðið í stað Arnars Más og Jeppe Hansen. Athyglisvert, þar sem Daninn skoraði tvö mörk í síðasta leik.
Præst kemur inn í byrjunarlið Stjörnunnar eftir langvarandi meiðsli í stað Pablo Punyed.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH gerir tvær breytingar á sínu liði frá 4-1 sigrinum á ÍA í síðustu umferð. Atli Viðar og Brynjar Ásgeir fara á bekkinn í stað Jeremy Serwy og Kassim Doumbia. Sá síðast nefndi er að fara spila sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deildinni ár, eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann frá því í fyrra.
Præst kemur inn í byrjunarlið Stjörnunnar eftir langvarandi meiðsli í stað Pablo Punyed.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH gerir tvær breytingar á sínu liði frá 4-1 sigrinum á ÍA í síðustu umferð. Atli Viðar og Brynjar Ásgeir fara á bekkinn í stað Jeremy Serwy og Kassim Doumbia. Sá síðast nefndi er að fara spila sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deildinni ár, eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann frá því í fyrra.
Fyrir leik
Byrjunarliðin fara detta inn eftir sjö mínútur.
Höfum heimildir fyrir því að Atli Viðar og Brynjar Ásgeir fara á bekkinn hjá FH og inn koma Jeremy og Kassim Doumbia.
Höfum heimildir fyrir því að Atli Viðar og Brynjar Ásgeir fara á bekkinn hjá FH og inn koma Jeremy og Kassim Doumbia.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
7. Steven Lennon
('78)
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
('72)
Varamenn:
17. Atli Viðar Björnsson
('78)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
('72)
28. Sigurður Gísli Snorrason
45. Kristján Flóki Finnbogason
Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('64)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('90)
Rauð spjöld: